Besti borgarinn?

veggieburger1Fyrir nokkrum mánuðum síðan þá ákvað ég að gerast grænmetisæta. Aðallega vegna þessa fyrirlesturs hérna Ertu að valda þjáningum?  og síðan þessi bók hérna: 80/10/10

Þegar ég kom fyrst til Englands þá borðaði ég ótal hamborgara á ótal pöbbum hérna en ég varð alltaf fyrir miklum vonbrigðum; þeir voru algjört drasl, að minnsta kosti miðað við American Style og Hamborgara Fabrikuna.

Þegar ég síðan gerðist grænmetisæta þá kom að því að prófa að gera bara hamborgara heima og nota einhver grænmetisbuff.  Mér til mikillar undrunnar þá fannst mér þessi grænmetis hamborgarar miklu betri en þeir sem ég hafði verið að fá á pöbbunum hérna. Þannig að mínir heimatilbúnu borgarar voru margfalt betri en þeir sem ég hafði verið að fá á veitingastöðunum. Ég er ekki alveg viss hvort þeir eru betri en mitt fyrrverandi uppáhald sem var hamborgarinn á American Style en góðir eru þeir. Í dag er miðvikudagur og ég vanalega borða hamborgara á miðvikudögum og mig hreinlega hlakkar til.

Fyrir misskilning þá fékk ég mér kjöt í hamborgarann minn fyrir mánuði síðan, keypti einhverja tegund sem kallast "FreeFrom" og ég var alveg viss um að um væri að ræða grænmetisborgara en svo var alls ekki. Mér til mikillar undrunar þá var þessi borgari margfellt verri en grænmetisborgarinn. Þannig að ég vil endilega hvetja fólk til að prófa að skipta út kjöti fyrir svona grænmetisbuff í alls konar réttum til að prófa. Fyrir þá sem vilja minnka kjöt þá gæti það komið þeim á óvart að í sumum tilfellum þá líkar þeim grænmetisútgáfan betur.

Svo fyrir mitt leiti, grænmetisborgari með tómatssósu, steiktum lauk, tómati og ananas er besti borgarinn!  :)


mbl.is Hrossakjöt í hamborgurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband