Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

En áhugavert. Myndband frá.. hvað er þetta, "Biologic Institute"?

Skattfrjáls samtök á vegum Discovery Institute sem segjast gera líffræðirannsóknir.

Það fyrsta sem ég spyr mig er samt.. Af hverju þurfa þeir að nota bláskjái í viðtölum við "sérfræðingana" sína? Eru þeir kannski ekki með neinar rannsóknarstofur??

http://www.forensicssource.com/UserFiles/Images/Category/Lab-Equipment_Category_400x180.jpg

Tók mig 3 mínútur að finna bakgrunninn.

Looks legit...

Tómas, 17.12.2012 kl. 01:33

2 Smámynd: Tómas

Og já. Hér er wikipedia greinin um samtökin:

http://en.wikipedia.org/wiki/Biologic_Institute

Þegar New Scientific sendu mann til að skoða rannsóknirnar gekk það heldur illa, virðist vera.

Þú hlýtur að geta valið betri sourca en þetta Mofi.

Efnislega, þá er hún ekki að segja neitt nýtt. Heldur því fram að homoplasy sé eitthvað sem menn varðveita sem leyndarmál. Well: http://en.wikipedia.org/wiki/Convergent_evolution

Ekkert leyndarmál. Það sem þessi kona virðist ekki hafa eru rannsóknir og gögn sem liggja þarf af baki. Wikipedia síðan um stofnunina er áhugaverð, og sýnir hvers vegna það á ekki að treysta þessu fólki.

Tómas, 17.12.2012 kl. 01:45

3 Smámynd: Mofi

Ef þú heldur að hún sé að ljúga þá endilega bara skoðaðu þá bara þetta mál sjálfur. Eitt af því sem á að vera svo mikil snilld við vísindi er að þau snúast um staðreyndir og rök. Að í þessum leik þá eru allir jafnir, það er enginn kóngur og enginn þjónn heldur eru það einfaldlega staðreyndir og rök sem skipta máli. Ef þér langar að afskrifa fólk út af því að einhver út í bæ getur skrifað eitthvað ljót um það þá er frekar tilgangslaust að tala við þig. Þá um allt spjall snúast um hver getur skyrpt oftar og betur framan í fólk sem er leikur sem mér er ekki að skapi.

Tómas Árni
Ekkert leyndarmál.

Leyndarmálið er hve mikið vandamál þetta er.  Ertu búinn að athuga hvaða rannsóknir og gögn liggja á bakvið og hvað hún er að tala um?

Mofi, 17.12.2012 kl. 08:20

4 Smámynd: Tómas

Ég er ekki að afskrifa fólk af því einhver skrifaði "eitthvað ljótt" um það. Wikipedia greinin sýnir einfaldlega að þetta er mjög lokuð og vafasöm stofnun, sem á þar af leiðandi líka við um allar rannsóknir þeirra.

Rannsóknirnar (ef einhverjar eru...) eru framkvæmdar í leynd, erfitt, eða ómögulegt virðist vera að fá að nálgast rannsóknavinnuna og á blaðamannafundum virðast þau ekki haga sér á þann hátt sem sannkallaðir vísindamenn eiga að haga sér. Þegar erfiðar spurningar eru bornar upp er fundi slitið.

Nú, hún segir um homoplasy: "its a hidden secret" og "they don't want to admit that similarity now can't be used as a rule for anything.".

Hún er bara að alhæfa og fylla inn í með einhverju flöffi.

Ég get ekkert farið að tjá mig um einstök dæmi, því hún/þau gefa þau ekki upp (tjah, hún minnist reyndar á augu kolkrabba og hryggdýra, og lætur sem það sé eitthvað vandamál með population genetics, sem ég er ekki að sjá). Það væri gaman að ræða niðurstöður rannsókna þeirra, en ég sé þær ekki. Lítið sem ekkert um það á síðunni.

Gauger hefur btw. ekkert skrifað síðan hún útskrifaðist árið 1993. Meiri rannsóknarkonan, sú.

Þú titlar myndbandið: "Vandræði með sameiginlegan forfaðir út frá DNA". Hvergi sé ég vanræðin. Heldur sé ég mjög lélegt og efnislítið myndband frá það sem virðist vera gífurlega ómerkileg stofnun.

Tómas, 17.12.2012 kl. 21:49

5 Smámynd: Mofi

Wikipedia er engan veginn hlutlaus þegar kemur að sköpun þróun. Þetta er fyrir mig svo pirrandi að áróðurinn er út um allt og fólk eins og þú virðist eiga mjög erfitt með að spotta hann.

Tómas Árni
Rannsóknirnar (ef einhverjar eru...) eru framkvæmdar í leynd, erfitt, eða ómögulegt virðist vera að fá að nálgast rannsóknavinnuna og á blaðamannafundum virðast þau ekki haga sér á þann hátt sem sannkallaðir vísindamenn eiga að haga sér. Þegar erfiðar spurningar eru bornar upp er fundi slitið.

Hvað hefur þú fyrir þér í þessu?

Hérna er síðan á þeirra síðu farið yfir þeirra rannsóknir, mér finnst þetta bara nokkuð gott miðað við hve ung þessi stofnun er, sjá: http://www.biologicinstitute.org/research

Tómas Árni
Ég get ekkert farið að tjá mig um einstök dæmi, því hún/þau gefa þau ekki upp (tjah, hún minnist reyndar á augu kolkrabba og hryggdýra, og lætur sem það sé eitthvað vandamál með population genetics, sem ég er ekki að sjá). Það væri gaman að ræða niðurstöður rannsókna þeirra, en ég sé þær ekki

Skildir þú ekki punktinn?  Að menn eru að búa til þróunar ættar tré byggt á svipuðum eiginleikum en sífelt fleiri dæmi eru að koma upp þar sem eitthvað er mjög svipað en er ekki hægt að útskýra með sameiginlegum forföður. Enn fremur eru hlutir svipaðir en eru síðan ekki að passa út frá DNA rannsóknum. Hún er auðvitað bara með samantekt þarna í stuttu myndbandi.

Tómas Árni
Gauger hefur btw. ekkert skrifað síðan hún útskrifaðist árið 1993. Meiri rannsóknarkonan, sú.

Og þú veist það hvernig?  kannastu við http://scholar.google.com

Mofi, 18.12.2012 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband