29.11.2012 | 11:58
Út frá guðleysi er kynlíf með dýrum rangt?
Kannski kjánaleg spurning þar sem guðleysi innifelur engar siðferðisreglur. Guðleysingjar hafa örugglega alls konar skoðanir á þessu enda hef ég rekist á marga guðleysingja með mjög sterka siðferðiskennd. Punkturinn er samt sá að ef að við erum aðeins blanda af atómum sem tilviljanir settu saman á löngum tíma þá höfum engan grunn til að segja í þessu tilfelli, kynlíf með dýrum er rangt.
Fyrir þá guðleysingja sem finna eitthvað innra með sér sem segir þeim að þetta er rangt þá vil ég hvetja þá til að spyrja sig hvort að það sé ekki vegna þess að þeirra guðleysi er ekki rétt og þeirra trú um uppruna okkar er heldur ekki rétt.
Kristnir eru hérna líka í smá vandræðum. Mig grunar að flestir kristnir trúi því að kynlíf með dýrum sé rangt en Nýja Testamentið segir ekkert um það. Versin sem fjalla um það eru að finna í Gamla Testamentinu en þar er líka að finna vers um að halda sjöundadaginn heilagann og vers um hreina og óhreina fæðu sem þeir vilja meina að sé ekki lengur í gildi.
Vilja banna kynlíf með dýrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessu ótengt... ég vona að þú hafir verið að horfa á fréttamannafund NASA ;D
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 19:40
Neibb, af hverju?
Mofi, 29.11.2012 kl. 21:38
Þeir voru líklega að finna það út og sanna hvernig líf kom fyrst inn í sólkerfið okkar...
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 22:40
Mofi.... Ef það er bannað að taka hunda með sér í strætó...En að á síma er ekkert minnst á tígrisdýr... Má þá taka tígra með sér í strætó?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 06:26
Ertu með einhverja linka á þetta?
Mofi, 30.11.2012 kl. 08:18
http://news.discovery.com/space/organics-found-on-mercury-121129.html
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 13:38
Málstaður gerist ekki mikið veikari en þetta Jón.
Mofi, 30.11.2012 kl. 13:40
hvernig þá?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 13:48
Hvað trúir þú að hafi fundist þarna og hvað telur þú það sýna fram á?
Mofi, 30.11.2012 kl. 14:01
Ég þarf ekkert að trúa neinu... Það fannst þarna vatn sem innihélt lífræn efni ... Það fannst í gígum eftir lofsteina sem sýnir að það barst þangað með loftsteinum sem báru með sér vatn og þetta lífræna efni... Það eru því allar likur á að það sama hafi gerst hér á jörðinni, þ.e. að lífrænt efni og vatn hafi borist hingað með loftsteinum.
http://www.youtube.com/watch?v=oiXLTOPtL4U
Hér er allur fundurinn, hér sérð þú hvaða gögn og rannsóknir liggja til grundvallar
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 14:06
Er það ekki rétt skilið hjá mér... að sé þetta rétt - þá er það sem stendur í Biblíunni ekki rétt?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 15:27
Þú verður að henda þessu í sér grein held ég
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 15:27
Held að þú ert að rugla saman lífrænum efnum við raunverulegt líf. Amínósýrur eru t.d. lífræn efni en lítill vafi að þær geti myndast fyrir tilviljun en litlar líkur og alltaf helling af öðrum efnum sem skemma fyrir líkurnar á kviknun lífs, eins og þær líkur voru ekki nóg slæmar.
Ég sé ekki að finna lífræn efni út í geim varpi neinum skugga á sögu Biblíunnar.
Mofi, 30.11.2012 kl. 15:33
Finnst þér sú staðreynd að líklega barst lif inní sólkerfið okkar með loftsteinum ekki varpa neinum skugga á þá staðhæfingu að Guð hafi skapað líf á jörðinni eins og því er lýst í Genesis?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 15:38
Ég sé engar sannanir fyrir því...
Mofi, 30.11.2012 kl. 15:38
Nú þurfa þróunarsinnar allavega ekki að standa í þvargi um það að lífið hafi kviknað af engu í árdaga jarðarinnar... Það kom bara hingað
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 15:38
Kannski var það skapað... ég ætla ekki að útiloka það... En það var ekki skapað á jörðinni
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 15:39
Sérðu engar sannanir fyrir hverju?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 15:40
En endilega hentu þessu í sér pistil... við hljótum nú að vera sammála um að þetta er mjög áhugavert :D
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 15:43
Ég skil ekki, eina sem fannst kannski voru lífræn efni en þau eru ekki líf. Mjög langur vegur frá lífi og lífrænum efnum, eins og mynduðust í Miller Urey tilrauninni og ég sá ekki betur en þeir héldu að þeir hefðu fundið eitthvað þannig. Hafa líka í huga að þetta voru ályktanir út frá fjargreiningu, þeir greindu ekki efnin sjálf heldur athuganir gerðar í mikilli fjarlægð. Að finna hrúgu af amínósýrum á Plútó myndi ekki sanna neitt nema að á Plútó eru góð skilyrði fyrir myndun amínósýra.
Mofi, 30.11.2012 kl. 16:11
Mofi, þetta voru lífræn efni - eina ástæða þess að þau voru ekki "líf" var sú að það er alltof kalt á Merkúr til þess.. En sá kuldi varð einmitt þess valdandi að minjarnar höfðu varðveist...
Það að þessar leifar fundust "eingöngu" þar sem loftsteinar höfðu rekist á yfirborðið sannar svo líka að þetta myndaðist ekki þarna, heldur kom þangað með téðum loftsteinum..
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 16:28
Það kemur líka fram þarna að svona komst vatn til Merkúr.. með loftsteinum... Og það segir okkur að þannig komst vatn líklega til jarðarinnar líka...
Sökum myndunar andrúmslofts hér hafa hinsvegar allar minjar þessara atburða löngu horfið, þær hafa það hinsvegar ekki á Merkúr..
Ekki nóg með þetta, heldur þýðir þessi niðurstaða líka að það er viable að setja upp mannaða nýlendu á Merkúr, þar sem vatnið er til staðar..
Þetta eru stórfréttir :D hef ekki verið svona spenntur yfir vísindauppgötvun áður..
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 16:31
En hvað þýðir þetta annað en að þarna eru skilyrði fyrir lífræn efni sem geta leikandi myndast fyrir tilviljun?
Líf er mörg ljósárum frá lífrænum efnum þar sem þar er um að ræða prótein og DNA eða upplýsingar. Við höfum engar ástæðu til að halda að þrátt fyrir að hafa öll þessi lífrænu efni að þá eru allar líkur á því að líf myndi ekki myndast.
Mofi, 30.11.2012 kl. 16:42
Það eru engin skilyrði fyrir lífræn efni að myndast þarna Mofi, það er málið - þau komu þangað með loftsteinum og frusu síðan um leið og þau komu þangað.. og hafa verið þannig í miljónir ára...
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 17:05
Þ.e. það eru engin skilyrði fyrir lífræn efni þarna.. en þau eru þarna samt.. frosin í pollum loftsteinagíga.... sem þýðir að þannig komu þau þangað og hafa verið frosin síðan..
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 17:06
Ertu ekki alveg að ná utan um þá hugsun að við vorum að finna "líf" á annarri plánetu en jörðinni... Og það bara í okkar eigin sólarkerfi... Þá er allt hitt eftir :D
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 17:07
Allt í lagi, en hið sama gildir, hvort sem að lífrænu efnin mynduðust út í geimnum þarna eða á loftsteinum þá vorum við ekki að finna neitt sem við höfum ekki góða ástæðu að geti myndast af sjálfu sér. Það fannst ekki líf þarna heldur lífræn efni, líklegast samskonar efni og mynduðust í Miller Urey tilrauninni.
Mofi, 30.11.2012 kl. 17:11
Það er alveg rétt Mofi, þetta sannar ekki að eitthvað líf hafi myndast af sjálfu sér... Eins og ég benti á hérna ofar...
Þetta er hinsvegar nánast óhyggjandi sönnun þess að lífið varð ekki til í okkar sólkerfi.. heldur kom það hingað með loftsteinum..
Það þýðir að hvað varðar þróunarkenninguna þá þarf ekki lengur að spá í því hvernig það varð til.. við vitum að það kom hingað.. og getum svo skoðað hvernig það þróaðist
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 17:21
Ég er fylgjandi banni.
Jón Þórhallsson, 30.11.2012 kl. 17:59
Gaman að heyra, takk fyrir innleggið.
Mofi, 30.11.2012 kl. 18:04
"Af hverju?"
Hvað meinaru með afhverju?
Ef þú nennir ekki einusinni að lesa niðurstöðuna þá ætla ég ekki að fara eyða tíma mínum í að endurskrifa það sem þú hefur fyrir framan þig
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 19:29
Ég bara skil ekki af hverju að finna leifar af lífrænum efnum út í geimnum gæti sýnt fram á hvaðan lífið kom.
Mofi, 30.11.2012 kl. 19:38
Ja...
"guðleysi innifelur engar siðferðisreglur."
Ekki heldur kökubók Hagkaups.
En guðleysingjar geta haft siðferðisreglur. Við getum skoðað lítt þekkta menn eins og Konfúsíus, til dæmis, nú, eða Kant. Ekki mikið fyrir guðdóminn, þeir. Mikið fyrir siðferði samt.
"Guðleysingjar hafa örugglega alls konar skoðanir á þessu"
Spyrstu fyrir. Þú færð sennilega mörg mismunandi svör.
"Punkturinn er samt sá að ef að við erum aðeins blanda af atómum sem tilviljanir settu saman á löngum tíma þá höfum engan grunn til að segja í þessu tilfelli, kynlíf með dýrum er rangt."
Ef svo er, og þetta snýst bara um DNA, þá er kynlíf með dýrum ekkert nema rangt, því DNA-in passa ekki saman.
"Fyrir þá guðleysingja sem finna eitthvað innra með sér sem segir þeim að þetta er rangt þá vil ég hvetja þá til að spyrja sig hvort að það sé ekki vegna þess að þeirra guðleysi er ekki rétt og þeirra trú um uppruna okkar er heldur ekki rétt."
Eða DNA segir okkur að gleyma því bara.
"Mig grunar að flestir kristnir trúi því að kynlíf með dýrum sé rangt en Nýja Testamentið segir ekkert um það."
Þeim hefur líklega bara ekki dottið þessi möguleiki í hug. Gaurunum sem skrifuðu gamla testamentið hinsvegar...
"vers um hreina og óhreina fæðu sem þeir vilja meina að sé ekki lengur í gildi."
Hey, humar er ljúffengur, OK?
Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2012 kl. 19:46
Þú semsagt skilur ekki hvernig það að á plánetunni merkúr finnist vatn og lífræn efni á nákvæmlega sömu stöðum og lofsteinar hafa rekist á plánetuna geri það að verkum að hægt sé að ganga út frá því að vatn og téðu lífrænu efni hafi verið á þeim loftsteinum og þannig borist til plánetunnar?
Skilur þú þá heldur ekki hvernig augsljós afeliða þeirra upplýsinga sé sú að það sama hafi gerst á öðrum plánetum sólkerfisins, þar á meðal jörðinni... Og að þannig sé komin skýring á því hvernig vatn og lífræn efni komust til jarðarinnar á sínum tíma
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 19:47
Þetta er ekkert sérstaklega flókið hugsanaprocess Mofi.. og er útskýrt ágætlega í því sem ég sendi þér...
Hafa vinir þínir í sköpunarvísindum ekkert commentað á þetta í dag?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 19:49
Hérna á jörðinni er ótrúlegt magn af vatni og bara með því að hræra einhverjum efnum saman þá geta myndast lífræn efni svo augljóslega jafnvel ef ég væri þróunarsinni þá gæti ég ekki séð neina ástæðu til þess að ætla að þetta hafi komið utan úr geimnum frekar en bara myndast hérna á jörðinni. Aðal ástæðan fyrir því að Francis Crick kom með hugmyndina að líf kom til jarðarinnar utan úr geimnum var vegna þess að hve flókið það er, flóknar vélar og flóknar upplýsingar svo hann var bara að reyna að kaupa sér tíma og fjarlægja vandamálið.
Nei, enginn af þeim sem ég fylgist með hefur gert athugasemd um þetta; hlýtur samt að gerast núna um helgina.
Mofi, 30.11.2012 kl. 19:56
Ásgrímur, ef manni langar að gera eitthvað, er manni þá ekki nokk sama hvaða skoðun DNA hefur á því?
Mofi, 30.11.2012 kl. 19:58
Það að þessi efni hafi einungis fundist í gígum eftir loftsteina... Finnst þér það ekki á neinn hátt benda til þess að það hafi borist þangað með téðum loftsteinum?
Er það bara tilviljun að magn vatns og lífræns efni séu fullkomnu samræmi við þá gígbotna sem það fannst í?
Ef svarið er já...hvernig myndir þú útskýra þá tilviljun?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 20:07
Jú, það bendir til þess. Við vitum að lífræn efni geta myndast hérna á jörðinni svo ég sé enga ástæðu til að ætla að við vitum eitthvað hvaðan líf upprunalega kom út frá þessu, sérstaklega þar sem líf er miklu meira en þessi efni.
Mofi, 30.11.2012 kl. 20:23
Það að lífrænt efni er svo algengt í geimnum að það finnst á loftsteninum á fleygiferð um himingeiminn segir okkur hinsvegar að allar likur eru á því að það finnst á mörgum stöðum í alheiminum.. Það segir okkur lika að það er margra miljóna ára gamalt...
Þetta var heldur ekki bara lífrænt efni, heldur líka frosið vatn, og það ansi mikið af því... Sem segir okkur að þannig kom það líklega til jarðarinnar líka á sínum tíma...
Það setur sköpunarsöguna í smá uppnám er það ekki?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 01:05
Þar sem við höfum góðar ástæður að loftsteinar eru ungir þá neyðist ég til að vera ósammála þessu, sjá: http://www.answersingenesis.org/articles/am/v7/n4/short-lived-comets
Vatn á jörðinni er miklu frekar sterk vísbending að jörðin var hönnuð með vatni. Að magnið af vatni á jörðinni hafi komið með loftsteinum er svakalega hæpið, að mínu mati útilokað.
Mofi, 2.12.2012 kl. 12:05
Að halda því fram að magnið á jörðinni hafi komið með loftsteinum sé útilokað segir manni lítið annað en það að þú horfðir ekki á fundinn, eða meðtókst ekki það sem þar kom fram...
Þetta eru nýjar upplýsingar Mofi, þú svarar því ekki með eldri upplýsingum
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 13:33
Hvað þarna gefur til kynna að vatnið á jörðinni hafi komið hingað með loftsteinum? Langar þig að reikna út hve marga loftsteina með vatni þurfa að lenda á jörðinni til að fá það magn af vatni sem er á jörðinni í dag? Hve langan tíma hefði það síðan tekið og hvernig passar það við það sem við vitum um loftsteina og líftíma þeirra?
Mofi, 2.12.2012 kl. 13:40
"Mercury likely harbors between 100 billion and 1 trillion metric tons of water ice in permanently shadowed areas near its poles, scientists analyzing data from NASA's Messenger spacecraft announced Thursday"
Þetta er magnið sem er talið vera á Merkúr, og það bara á þeim svæðum þar sem ís myndi ekki gufa upp og hverfa...
Á stærstum hluta plánetunnar eru ekki aðstæður fyrir ís að geymast á plánetunni..
Það er nákvæmlega ekkert sem segir það að vatn ætti ekki að hafa borist með nákvæmlega sama hætti til jarðarinnar
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 14:16
http://www.space.com/18699-mercury-water-ice-alien-life.html
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.