Kristin sjónvarpsstöð segir í beinni að þau ætla að byrja að halda sjöunda daginn heilagan

Rakst á áhugaverða frétt þar sem sjónvarpsstöð í Finnlandi segir í beinni útsendingu að þau hafa verið að halda rangan hvíldardag.  Eftir að rannsaka Biblíuna þá sáu þau að sjöundi dagurinn er hinn rétti hvíldardagur og þau ætla að halda hann.

Hérna er fréttin, sjá: Kristen finsk TV-kanal erkänner sabbaten i livesändning

Fyrir marga þá er erfitt að skilja hvaða máli þetta skiptir. En ímyndaðu þér ef skipstjórinn á skipi ákveður að það eigi að vinna öll störf sex daga vikunnar en sjönda daginn fá allir frí nema þeir sem þurfa að sinna því nauðsynlegasta.  Síðan kemur kokkurinn og segir nei, hann vill allir taki sér frí fyrsta dag vikunnar því það hentar honum betur.  Augljóslega þá myndast þarna ringulreið. Það er ekki lengur samhljómur með áhöfninni og enn frekar, þarna er verið að vega að valdi skipstjórans.  Maður þjónar þeim sem maður hlíðir. Þeir sem velja að hlýða Guði ekki í þessu eru að velja uppreisn gegn Guði og það getur aldrei verið góð hugmynd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef taka á Drottinn og hvernig hann hagaði sér við sköpunarverkið til fyrirmyndar, gerði hann ekki handtak á sjötta degi. Aftur á móti vann sjálfur við að fullgera sköpunina á sjöunda degi sem hann síðan setur sem hvílardag frekar en þann sjötta. Það tók Guð sem sagt sex daga að fullgera sköpunarverkið að hvíldardeginum meðtöldum. Er nema vona að þeir sem hann hvatti til eftirbreytni hafi ekki alveg áttað sig á hvaða dag eða daga þeim bæri að hvíla sig.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.11.2012 kl. 13:47

2 Smámynd: Mofi

Ég skil ekki, ertu að segja að Biblían segi að Drottinn hafi unnið á sjöunda deginum? 

Mofi, 21.11.2012 kl. 14:00

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já ég er að segja það.

Og það varð svo.

31Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.

Það varð kveld og það varð morgunn, hinn sjötti dagur.

2
1Þannig algjörðist himinn og jörð og öll þeirra prýði.

2Guð lauk á hinum sjöunda degi verki sínu, er hann hafði gjört, og hvíldist hinn sjöunda dag af öllu verki sínu, er hann hafði gjört.

3Og Guð blessaði hinn sjöunda dag og helgaði hann, því að á honum hvíldist Guð af verki sínu, sem hann hafði skapað og gjört.

4Þetta er sagan um uppruna himins og jarðar, er þau voru sköpuð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.11.2012 kl. 14:15

4 Smámynd: Mofi

Þú veist að "sjötti" dagur er dagur sex og síðan "sjöundi" dagur er dagur sjö?

Hérna er þetta á ensku:

1. Mósebók 1
31
God saw all that he had made, and it was very good. And there
was evening, and there was morning—the sixth day
1. Mósebók 2

Thus the heavens and the earth were completed in all their vast array.
2 By the seventh day God had finished the work he had been doing; so on the seventh day he rested from all his work. 3 Then God blessed the seventh day and made it holy, because on it he rested from all the work of creating that he had done.

Mofi, 21.11.2012 kl. 15:01

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi, bæði á ensku og íslensku gerir Drottinn ekki neitt á sjötta degi, þ.e. föstudegi samkvæmt okkar vikudagatali.

2Guð lauk á hinum sjöunda degi verki sínu, er hann hafði gjört, og hvíldist hinn sjöunda dag af öllu verki sínu, er hann hafði gjört.

Hann klárar sköpunarverkið síðan á sjöunda degi, þ.e laugardegi og gerir hann síðan að hvíldardegi.

  1. And God saw every thing that he had made, and, behold, it was very good. And the evening and the morning were the sixth day.

Chapter 2

  1. Thus the heavens and the earth were finished, and all the host of them.
  2. And on the seventh day God ended his work which he had made; and he rested on the seventh day from all his work which he had made.
  3. And God blessed the seventh day, and sanctified it: because that in it he had rested from all his work which God created and made.

Það er ekki hægt að misskilja þetta Mofi.  Nitað að þú sért með sérþýdda Biblíu og sættir þig ekki við þá íslensku heldur. Hér er vitnað í King James þýðinguna. Hvaða þýðingu notar þú?

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.11.2012 kl. 20:31

6 Smámynd: Mofi

Ég er ekki að skilja Svanur... það stendur á sjötta degi var verkinu lokið. Svo mikið verk var unnið á degi sex og á degi sex var verkinu lokið. Gaman að geta notað töluna sex til að auka líkurnar að eitthvað ókristilegt lið finni bloggið mitt :)

Ertu kannski að meina að hvílast hinn sjöunda dag ( laugardag ) sem vinnu?

Mofi, 21.11.2012 kl. 22:02

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi; Hvað skapaði Guð á sjötta degi? Ekki neitt. Samkvæmt Biblíunni var ekkert gert á sjötta degi, þ.e. föstudegi.

Á sjöunda degi lauk hann síðan við sköpunina eða það sem ógert var. Ekki á sjötta degi. Það stendur alveg skýrt og klárt.
Á ensku;
  1. And God saw every thing that he had made, and, behold, it was very good. And the evening and the morning were the sixth day.

 Ekkert er getið um störf Drottins á sjötta degi. Hann tekur frí og nýr kafli hefst á því að lýsa því yfir að sköpuninni sé lokið.

Chapter 2
  1. Thus the heavens and the earth were finished, and all the host of them.
  2. And on the seventh day God ended his work which he had made;

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.11.2012 kl. 23:47

8 Smámynd: Mofi

Þetta er mjög undarlegt... :)

Gen 1:23  And the evening and the morning were the fifth day.
Gen 1:24  And God said, Let the earth bring forth the living creature after his kind, cattle, and creeping thing, and beast of the earth after his kind: and it was so.

Þarna sjáum við að fimmti dagurinn endar eða fimmtudagur og síðan gerist mjög margt á þeim sjötta eða föstudegi, þar á meðal sköpun mannsins.  Hún er síðan búin á sjötta degi og þá byrjar sjöundi þá hvílist Guð og gerir daginn heilagann.  Þú hlýtur að sjá þetta og vera bara að fíflast í mér.

Mofi, 22.11.2012 kl. 08:32

9 Smámynd: Tómas

Nú spyr ég kannski eins og asni, en hvernig vitum við að dagarnir sem guð vann passa við dagatalið okkar. Þ.e. fyrsti dagurinn sé sunnudagur o.s.frv.?

Í biblíunni er skýrt sagt hvað guð gerði á hvaða degi, séu dagarnir taldir í tölum, frá 1 upp í 7. En hvar eru þessir dagar tengdir við vikudagana sem við þekkjum?

Ég leitaði stuttlega sjálfur, en datt í hug að best væri náttúrulega að spyrja þig, og sjá hvort þú hefðir haldbær svör við hendina.

Tómas, 22.11.2012 kl. 17:59

10 Smámynd: Mofi

Kannski besta dæmið fyrir kristna er að samfélag gyðinga hélt hvíldardaginn rétt og sömuleiðis hélt Jesú hvíldardaginn svo fyrir kristna þá er tengingin trygg.  Annars væri það að þetta kemur frá Móse og ekki ólíklegt að það hafi getað haldist óbreytt frá honum. Annað sem er líka forvitnilegt er að sjö daga vika er út um allan heim svo mjög rökrétt að álykta að þetta á sér sameiginlegan uppruna, eins og t.d. að sköpunarsagan sé sönn.  Enn annað áhugavert er að sjöundi dagurinn heitir "sabbath" hjá ótal þjóðum, fornum og nútíma, sjá: http://www.angelfire.com/la2/prophet1/sabbath2.html

Mofi, 22.11.2012 kl. 18:56

11 Smámynd: Tómas

Ég sé hvergi biblíulega réttlætingu fyrir því að tal yfir vikudaga hafi verið haldið alveg til haga frá upphafi. Það getur vel verið að e-ntíman á síðustu 4.000 árum hafi fólk á einhvern hátt sameinast um 7 daga viku.

Það má líka vera að guð hafi sagt adam að viðhalda talningu á þessum 7 dögum og þessi talning hafi aldrei feilað gegnum árþúsundin.

Ég sé ekki hvaða máli það skiptir hvenær menn ákveða að heiðra hvað. Aðal málið er að heiðra það sem maður ætlar sér að heiðra - get ekki skilið af hverju menn þurfa að rífast yfir því hvort það sé gert á sunnudögum eða laugardögum.

Tómas, 23.11.2012 kl. 10:13

12 Smámynd: Mofi

Ímyndaðu þér fjölskyldu sem býr í húsi með sjö herbergjum. Eitt af herbergjunum er herbergi sem mamman hefur fyrir sig og fyrir hátíðastundir. Þetta er herbergið sem hún vill að sé alltaf hreint og allt í því vel með farið og fínt.  Þegar hún síðan biður börnin um að virða þetta herbergi, að ekki skíta þetta herbergi út þá er það skiljanleg beiðni ekki satt?   Ímyndaðu þér að eitt af börnunum vill frekar passa upp á baðherbergið og annað stofuna og síðan hika ekki við að skíta út herbergið sem mamman bað um að yrði ekki skitið út.

Spurning um hvað er heilagt og hvað er ekki heilagt. Hvað ber að virða og vanvirðing á því er vanvirðing við þann sem bað um þetta.

Varðandi um að viðhalda talningunni þá er mjög hæpið að miljónir gyðinga hafi ruglast á hvaða dagur væri heilagur eða hvíldardagurinn.

Mofi, 23.11.2012 kl. 10:43

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi; Vikudagatalningin hefur oft riðlast.Sæiðast við uppfærsluna á tímatalinu árið 1582. Þá var fimmtudeginum 4 Okt breytt í föstudaginn 10. Okt.og mismunur upp á 10 daga.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2012 kl. 12:41

15 Smámynd: Tómas

Það stendur hvergi að Adam eða Eva, eða næstu kynslóðir þar á eftir, hafi viðhaldið dagatalningunni.

Það er eitthvað sem þú gerir bara ráð fyrir.

Gott og vel. Kannski er það ekki svo hæpin ályktun. En ég sé ekki hvernig það getur skipt neinu máli.

Í dæmisögunni sem þú tekur, þá eru herbergin öll nákvæmlega eins, og hún biður okkur um að halda einu herbergi til haga - án þess í raun að segja okkur nákvæmlega hvaða herbergi. Hvernig á eiginlega að leysa úr þessu?

Tómas, 24.11.2012 kl. 03:56

16 Smámynd: Mofi

Við skulum gefa okkur að allir vita hvaða herbergi er verið að tala um og hið sama gildir um hvíldardaginn eða sjöunda daginn, það er enginn ágreiningur um hvaða dagur er sjöundi dagurinn. Til dæmis eru vinir mínir frá Brasilíu og þar heitir sjöundi dagurinn "sabato".

Mofi, 24.11.2012 kl. 08:02

17 Smámynd: Tómas

Ég er að tala um fyrstu mennina fyrstu árhundruðin. Þá var Brasilía ekki til. Svo við skulum ekki gefa okkur það.

Tómas, 24.11.2012 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband