13.11.2012 | 10:11
Hin venjulega kristni er orðin að Babýlón
Mér finnst engan veginn eðlilegt að stjórnarskráin velji eina kirkju sem þjóðkirkju Íslands um alla tíð. Ef að þjóðkirkjan á undir högg að sækja í dag, heldur fólk að ástandið verði betra eftir tíu ár eða tuttugu? Þetta er augljóslega ekki heppilegt framtíðar fyrirkomulag. Fyrir mitt leiti er stóra vandamálið að þessi kirkja er alls ekki Biblíuleg og sannkristið fólk ætti að yfirgefa hana.
Í Opinberunarbókinni 14. kafla er að finna eitthvað mjög áhugavert, þar er lýsing á kirkju Guðs á síðustu tímum og hvaða boðskap Guð hefur beðið hana að flytja.
Eitt af því sem hún er að boða er þetta:
Opinberunarbókin 14:8
Og enn annar engill kom á eftir og sagði: "Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla, sem byrlað hefur öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns."
Í Babýlón er að finna atriði sem höfðu gífurleg áhrif á trúarheim Grikkja og rómverja og síðan þegar róm varð kristið þá í rauninni að mjög miklu leiti varð sú kristni aðeins afbrigði af gömlu Babelónísku trúnni. Hérna til hægri er að sjá hvaða atriði komu frá Babýlón yfir í nútíma kristni. Jólin, páskar ( Easter eftir Babýlónísku gyðjunni Ishtar, helvíti, ódauðleiki sálarinnar, ungbarnaskírn og sunnudags helgihald og fleira.
Ég er ekki sammála að setja þrenninguna á þennan lista því ég trúi að hún kemur frá Biblíunni.
Þannig að kirkja síðustu tíma hefur það hlutverk að kalla fólk út úr kirkjum sem eru orðnar eins og Babýlón, ringulreið af alls konar villukenningum sem margar komu beint frá gömlu Babýlón.
Hérna er fyrirlestur sem fer ýtarlega í þetta efni:
Við köllum á kirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimspeki, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 803250
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leiðinlegt þegar fólk reynir að gera trú fólks að pólitísku bitbeini. Vantrúarfólk er örlítill minnihlutahópur en nafnkristnir eru miklu fleiri. Það er rúmlega sjálfsagt að vernda gamlar kirkjur en það er ekki sama og trú.
Sigurður Þórðarson, 13.11.2012 kl. 10:59
Já, langbest að aðskilja trú og ríki. Það er bara pínlegt að sjá þjóðkirkjuna reyna að stunda þennan línudans á milli þeirra sem raunverulega trúa og vilja tilheyra kirkjunni og síðan samfélagið og ríkið með þeirra langanir og kannski einhvern tíman skipanir.
Mofi, 13.11.2012 kl. 11:09
Sigurður, vil bara leiðrétta þig eilítið en þú tekur það fram að Vantrúarfólk sé örlítill minnihlutahópur en nafnkristnir séu miklu fleiri. Bilið á milli trúaðra og vantrúaðra á Íslandi er minna en þú heldur.
Á blaðsíðu 14 í þessari skýrslu ( http://redcresearch.ie/wp-content/uploads/2012/08/RED-C-press-release-Religion-and-Atheism-25-7-12.pdf ) má sjá að 31% aðspurðra á Íslandi líta ekki á sig sem trúaða og 10% aðspurðra telja sig sem algjöra trúleysingja. Það er 41%, á meðan 57% aðspurðra telja sig trúaða. Þess má geta að þessi könnun er um trú (og vantrú) yfir höfuð þannig að þetta þýðir ekki að 57% aðspurðra séu kristnir. Heldur þýðir þetta einfaldlega að 57% eru trúaðir, hvort sem þeir trúi á Þór, Óðinn, Allah, Hin kristna guð, og svo framvegis.
a, 13.11.2012 kl. 12:54
Meira ruglið í þér Dóri, síðan ertu ekki einu sinni samkvæmur sjálfum þér!
Það er eitthvað alvarlega bogið við ofangreinda setningu frá þér. En nú ertu kominn á hálann ís Dóri minn. Rétt eins og við teljum ekki Votta Jehóva til kristinna safnaða, þá má eiginlega segja það sama um ykkur aðventistanna ef þú ætlar að vera í bókstafstrúarleik í sandkassanum sem þú valdir þér. Sorrý kall, en þú bauðst uppá þetta.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.11.2012 kl. 12:58
Haukur, hehe :) frekar að ég er að grát biðja um þetta :)
Málið er að kristna kirkjan er hætt að vera Biblíuleg. Ég er ósammála myndinni þegar kemur að þrenningunni, þetta er bara skemmtileg mynd með mjög öflugan punkt en mér finnst þrenningin ekki eiga heima á þeim lista.
Ef þú hefur efnisleg mótrök þá væri gaman að sjá þau. Ef þér finnst ég ekki hafa fært nægilega góð rök fyrir, endilega láttu mig vita og ég skal reyna að bæta úr því.
Mofi, 13.11.2012 kl. 13:10
Þú veist alveg mína efnislegu skoðun, jafnvel betur en ég sjálfur. Þannig ég hlusta ekki á neitt væl um rökleysi.
Rökleysan þín er nefnilega einnig til staðar, hvernig er þá Jesús hjá ykkur svínavinum? Er hann þá bara spámaður eins og hjá Vottunum? Ef svo er þá er enginn munur á ykkur á vottunum; sama villutrúin.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.11.2012 kl. 13:16
Þrenningin gengur út á að Jesú er Guð, svo það er ástæðan fyrir því að ég er á því að ég tel að þrenningin eigi ekki að vera á myndinni því að ég trúi að Biblían kenni skýrt að Jesú er Guð. Ég rakst á þetta hjá honum Ólafi vini okkar sem hefur stundum verið með þætti á Omega um Ísrael. Svo ætli þetta sé ekki gyðina "áróður" eða boðskapur. Hélt samt að hann væri kristinn svo að hann ætti að trúa að Jesú er Guð.
Mofi, 13.11.2012 kl. 13:25
Vó Dóri, bíddu hægur! Ef þú trúir ekki á þrenninguna, og trúir samt að Jesús er Guð, hvernig virkar það? Í mínum bókum heitir það hjáguðadýrkun að hafa hjáguð. Endilega útskýrðu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.11.2012 kl. 13:28
Einhver misskilningur í gangi, ég trúi að allt á listanum þarna tilheyrir heiðni...allt nema þrenningin því ég trúi á þrenninguna.
Mofi, 13.11.2012 kl. 13:31
"ég trúi á þrenninguna" :)
Mofi, 13.11.2012 kl. 13:36
Ok, takk! :)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.11.2012 kl. 13:37
Dragðu þá alla þessa grein tilbaka fyrst svo er.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.11.2012 kl. 13:38
Það meikar ekkert sens, ég er á því að eftirtaldar kenningar eiga ekki heima í alvöru kristni:
Mofi, 13.11.2012 kl. 13:41
Ekki afvegaleiða umræðuna, við vorum að tala um þrenninguna. Ef þú trúir á hana þrátt fyrir allt, þá er þessi grein ákveðin hræsni, þar sem þú ert ekki skömminni skárri en þeir sem þú gagnrýnir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.11.2012 kl. 13:45
Ég skil ekki... ég er að gagnrýna að fylgja ekki Biblíunni. Þrenningin er Biblíuleg svo...
Mofi, 13.11.2012 kl. 13:46
Nú er ég alveg búinn að týna þér, á myndinni í upptalningunni er einmitt þrenningin nefnd, og svo segir þú sjálfur hér ofar í athugasemd #7:
Þú talar í hálfkveðnum vísum!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.11.2012 kl. 13:49
Kannski er það að ég er forritari að skemma fyrir mér hérna...
Á listanum, á myndinni er þrenningin talin upp sem eitthvað heiðið sem kemur frá Babýlón. Ég er ósammála því, ég tel að þrenningin er Biblíuleg.
Hitt er samt rétt, restin er ekki Biblíulegt og kemur frá Babýlón. Þú veist að ég er að tala um hina raunverulegu borg, Babýlón; ekki neina myndlíkingu.
Mofi, 13.11.2012 kl. 13:51
Aha, ok. Þarna lá í því. Hefðir mátt taka fram að þetta atriði á myndinni værir þú ósammála. En jæja, skiptir ekki öllu. Við látum hér við sitja fyrst svo er, því restinni erum við meira sammála en ósammála.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.11.2012 kl. 13:54
Já ok, ég þarf kannski að laga aðeins greinina, takk :)
Mofi, 13.11.2012 kl. 13:58
Stjórnmálamenn "kalla á kirkjuna" fyrir kosningar en kristnir ákalla Drottinn. Á þessu er mikill munur. Sem kristinn heiðingi er ég hálf hlutlaus varðandi þjóðkirkjuna.
Sigurður Þórðarson, 19.11.2012 kl. 18:13
Takk fyrir heimsóknina Sigurður. Sammála að þarna er mikill munur.
Mofi, 19.11.2012 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.