Vond trú hefur vonda ávexti

Til að útskýra mörg hundrað heiðursmorð þar sem foreldrar drepa dætur sínar þá sé ég tvo valmöguleika, annað hvort er fólkið í Pakistan einfaldlega illa innrætt og vont og þess vegna gerir þetta fólk svona hræðilega hluti eða trúin og menningin sem ýtir undir svona verk.

Ég er á því að þarna sjáum við ávexti vondrar trúar og menningar.


mbl.is Sjá eftir því að hafa drepið dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sammála

Sleggjan og Hvellurinn, 8.11.2012 kl. 23:43

2 Smámynd: Tómas

... nema auðvitað guð trúarinnar sé til, og fólkið sé að fara eftir vilja guðs.

Þá eru þau algerlega að gera það sem er rétt, right? :)

Tómas, 9.11.2012 kl. 01:22

3 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ég held að það skipti meira máli hvernig fólk er innrætt.

Það er líka nóg af fólki sem fremur illverk í nafni kristinnar trúar.

Hallgeir Ellýjarson, 9.11.2012 kl. 05:22

4 Smámynd: Mofi

Tómas, þá erum við í vondum málum...

Hallgeir, ef að einhver byrjar að drepa í þínu nafni ætti ég þá að komast að þeirri ástæðu að þú værir vondur einstaklingur?  Minn punktur er, það eru margir sem geta gert eitthvað í nafni einhvers og það er bara þeirra verk og þú varst ekkert á bakvið það.

En allt í lagi, þín skoðun að fólk í Pakistan er meira illa innrætt en annað fólk.

Mofi, 9.11.2012 kl. 08:13

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Trú hefur í sjálfu sér aldrei drepið einn eða neinn. Fólk drepur fólk og gefur stundum skrýtnar afsakanir. Fólk drepur fólk alls staðar í heiminum svo mér finnst ekki sanngjarnt að halda því fram að innræti fólks í Pakistan sé verra en gengur og gerist annars staðar.

Trú og menning hefur alls staðar áhrif á fólk og ýtir undir góð og ill verk.

Hörður Þórðarson, 9.11.2012 kl. 10:58

6 Smámynd: Mofi

Hörður, einu sinni trúði fólk því að nornir væru til og að þær væru að drepa fólk með göldrum svo það drap þær og réttlættu það með því að það væri í rauninni að bjarga saklausu fólki.  Heiðursmorð eru að fólk drepur dætur sínar af því að það trúir að þeirra heiður hefur verið tekinn frá þeim og með því að drepa dóttur sína þá fá þau aftur heiðurinn.

Það sem síðan ruglar fólk í ríminu er að margt fólk er illa innrætt eða fólk sem lætur undan freistingum og gerir slæma hluti en þeirra trú hafði lítið með það að gera.

Sé ekki betur en við erum ágætlega sammála :)

Mofi, 9.11.2012 kl. 11:15

7 Smámynd: Jóhann V Gíslason

Voðaleg er fólk tregt að viðurkenna slæm áhrif hjátrúar sinnar. Ættli stelpan sem var skotinn fyrir að blogga hafi ekki bara orðið á vegi vondra kalla, alveg óháð trúarlegum staðfestingum á kvennhatri þeirra.

Spurning afhverju fólk er ekki almennt að drepa börnin sín, svo þau komist fyrr til himna og hafi minni séns á að syndga?

Jóhann V Gíslason, 9.11.2012 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 803249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband