Hvað með hjónaband eða kynlíf syskina?

Hvort að kynlíf syskina eigi að vera refsivert er eitthvað sem er verið að rökræða í Danmörku, sjá: http://www.dv.is/frettir/2012/11/6/kynlif-systkina-aetti-ekki-ad-vera-refsivert/

Þegar hjónaband er ekki lengur einn maður og ein kona og tryggð þeirra á milli þá auðvitað vaknar spurningin, hverjar eiga þá reglurnar að vera?  Ég á erfitt með að sjá á hvaða grundvalli hinir guðlausu og kristnir hafa til að segja að syskini mega ekki stunda kynlíf.  Kristnir hafa engin boð í Nýja Testamentinu um að þetta sé rangt, þeir þurfa að leita til Mósebókanna til að segja að kynlíf syskina er rangt en lang flestir kristnir hafna Mósebókunum þegar kemur að því hvort þær hafa eitthvað að segja um hvernig við eigum að haga okkur. 


mbl.is Samþykktu hjónaband samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Hvað um:

http://en.wikipedia.org/wiki/Inbreeding_depression

Fín ástæða til að stunda þetta ekki.

Tómas, 7.11.2012 kl. 14:36

2 Smámynd: Tómas

Þetta er ekki rangt. Það er ekkert rétt eða rangt í þessu. Þetta er bara slæm hugmynd, ef pælingin er að skapa heilbrigt samfélag.

Tómas, 7.11.2012 kl. 14:39

3 Smámynd: Mofi

Fín ástæða fyrir fólk að ekki gera þetta en eru þá heilsufarslegar ástæður nægar til að banna fólki að vera saman?  Hvað með hin týpísku rök að fólkið er ástfangið og maður á ekki að standa í vegi fyrir því?

Mofi, 7.11.2012 kl. 14:45

4 Smámynd: Tómas

Ég er ekki viss um að það ætti að banna þetta. Fullorðnir einstaklingar ættu að hafa sem mest frelsi til að gera hvað sem þau vilja saman, svo fremi sem þau eru ekki að valda skaða.

Skv. Wikipedia greininni virðist þetta ekki endilega vera stórt vandamál meðal manna - þótt þetta sé vissulega til staðar.

Ég vil frekar taka væga afstöðu, ef einhverja, meðan ég hef ekki sterkari gögn en þetta.

Tómas, 7.11.2012 kl. 14:51

5 Smámynd: Mofi

Darwin sjálfur er gott rannsóknarefni fyrir þetta, sjá: http://www.newscientist.com/article/dn18847-darwin-dynastys-ill-health-blamed-on-inbreeding.html

Ég er mjög lítið hrifinn af því að samfélagið er að skipta sér af hvað einstaklingar gera; í þessu tilfelli þá virðast vera skaðleg áhrif og þá spurning hvað er best að gera.

Mofi, 7.11.2012 kl. 15:01

6 identicon

Ástæðan er sú að með því að leyfa jafn skyldum einstaklingum og systkinum að eiganst börn er verið að auka hættuna á erfðagöllum... Sem nota bene er einmitt ástæða þess að sagan um að 8 skyldar manneskjur af örkinni hafi feðrað allt mannkyn gengur ekki upp

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 15:54

7 Smámynd: Mofi

Það fer allt eftir hvaða erfðagallar voru til staðar þá. Ef að erfðagallarnir voru ekki fyrir hendi þá voru ekkert meiri líkur á að þeir færu eitthvað að erfast.

Mofi, 10.11.2012 kl. 22:14

8 identicon

Þú ert eitthvað að misskilja erfðafræði Mofi minn.... Ef við gerum ráð fyrir að þetta fólk hafi allt saman verið fullkomið, gallalaust - þá er enn ólíklegra að undan þeim hafi á undra skömmum tíma komið allir þeir mismunandi menn og konur sem byggja þessa jörð í dag...

Rök þín útiloka í raun sjálf sig

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 17:12

9 identicon

Því skyldari sem einstaklingar eru sem fjölga sér, því líkari foreldrum sínum verða afkvæmin og því minni fjölbreytni innan tegundar, það er t.d. þetta eðli erðfaefnisins sem gerir fólki kleyft að hreinrækta dýr með skyldleikaræktun (það hefur verið gert á mönnum líka)

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 17:14

10 Smámynd: Mofi

Það fer eftir hvaða fjölbreytni var í genemenginu sem þessir einstaklingar voru með.

Mofi, 12.11.2012 kl. 18:06

11 Smámynd: Mofi

Til að geta skilið minn punkt aðeins betur þá er hérna fyrirlestur sem útskýrir þetta, sjá: http://www.dailymotion.com/video/xxrbu_origin-of-variety_creation

Mofi, 12.11.2012 kl. 21:39

12 identicon

"Það fer eftir hvaða fjölbreytni var í genemenginu sem þessir einstaklingar voru með."

Það fer nefnilega ekkert eftir því, skyldir einstaklingar eru líkir, eignist þeir afkvæmi verða þau lík foreldrum sínum.

Bentu mér á einhverja rannsókn sem sýnir fram á það að hægt sé að ná fram fjölbreyttum afkvæmum með æxlun náskyldra einstaklinga..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 08:46

13 identicon

Vandamálið við þinn punkt er sá Mofi, að þú virðist ekki skilja hvað gerist við æxlun.. Tveir skyldir einstaklingar eru líkari hver öðrum en tveir algjörlega óskyldir einstaklingar.. er það ekki?

Ef slíkir líkir einstaklingar eignast síðan saman afkvæmi þá eru allar líkur til þess að það afkvæmi verði líkt þeim líka, vegna þess að það kemur ekkert nýtt efni í blönduna... Þú ert bara að blanda saman nákvæmlega sömu efnunum og fá kannski aðeins öðruvísi útgáfu... Eftir því sem þú heldur þessu áfram, þ.e. lætur síðan afkvæmi þessara skyldu einstaklinga fjölga sér hvort með öðru þá gerist það sama... Nema með hverri kynslóð sem þú ferð niður þá fækkar mögulegum íblöndunarefnum og því lengra sem þú ferð því gerilsneyddari verður þessi ættkvísl öllum fjölbreytileika...

Það sem þú heldur fram að geti gerst er einfaldlega ekki til umræðu og þú munt aldrei finna eina einustu rannsókn sem styður það sem þú ert að segja.. Til þess að það sem þú og þessi vinur þinn gangi upp, þá verður fyrst að ganga út frá því að á tímum Nóa þá hafi grunnlögmál erfðafræðinnar verið önnur en þau eru í dag. Það er með öðrum orðum ekki fræðilegur möguleiki að bakka það sem þu ert að segja með þeim upplýsingum sem við höfum í dag.

Viljir þú halda þessu fram áfram, þá verður þú að gera það undir þeim formerkjum að grunnlögmál fræðanna hafi ekki átt við fyrir 4500 árum síðan.

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 08:53

14 Smámynd: Mofi

Hlustaða á fyrirlesturinn, ég veit að um er að ræða prófessor og þetta er á háskólastigi en endilega gefðu því séns svo þú skiljir mína afstöðu hvort sem þú ert sammála henni eða ekki.

Mofi, 13.11.2012 kl. 09:10

15 identicon

VEistu Mofi, ég er bara í skóla og þarf að læra - ég hef ekki tíma í að horfa á klukkutíma fyrirlestur...

Getur þú ekki bara dregið þetta saman...

GEtur þú sagt mér hvort það séu einhverjar rannsóknir til sem styðja þína afstöðu?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 10:28

16 Smámynd: Mofi

Þú hlýtur að finna klukkutíma í vikunni, hann verður þess virði.

Mofi, 13.11.2012 kl. 10:41

17 identicon

Segðu mér fyrst einhverjar rannsóknir styðji það sem hann heldur fram, eyði ekki tíma í að horfa á eitthvað svona ef ég get ekki skoðað heimildirnar að baki

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 11:05

18 Smámynd: Mofi

Hann vísar alveg í heimildir... þetta er samt áhugavert efni, ég þarf að reyna að gera grein um þetta en veit ekki hvenær það tekst.

Mofi, 13.11.2012 kl. 11:12

19 identicon

Þú gerir þér grein fyrir því mofi, að ef einhverjum tækist með rannsókn að sanna það sem þú heldur hér fram.. Þá væri búið að fella þróunarkenninguna... ?

Afhverju er enginn að því?

Ef einhverjum tækist að fá fram fjölbreytileika með ræktun skyldra einstaklinga, þá myndi sá hinn sami næla sér í nóbelsverðlaun..

Finnst þér ekkert skrýtið að engum detti í hug að reyna það?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 11:32

20 Smámynd: Mofi

Þetta er alveg það sem Gregor Mendel uppgvötaði, þetta er ekkert nýtt.

Mofi, 13.11.2012 kl. 11:38

21 identicon

Mofi.... Ef það tækist einhverjum að ná fram fjölbreytilegum stofni undan nokkrum einstaklingum sem allir væru náskyldir þá væri þróunarkenningin farin..

Það að engum manni detti samt í hug að reyna það, hlýtur bara að segja þér eitthvað.. Því ekki væri svona rannsókn erfið í framkvæmd....

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 12:03

22 identicon

Ef þú blandar saman tveimur tónum af gulum þá munt þú alltaf fá eitthvað sem er gult, alveg eins og ef þú blandar saman erfðaefni tveggja einstaklinga þá munu þeir alltaf verða blanda þeirra tveggja... Ef enginn utanaðkomandi lit er blandað með þessum gula þá getur hann aldrei orðið neitt annað en gult.. Á nákvæmlega sama hátt þá verða 2 náskyldir einstatklingar og afkvæmi undan þeim alltaf keimlík hvert öðru á meðan ekkert utanaðkomandi erfaðefni blandast þar inn..

Það er ekkert til sem heitir fjölbreytni í genamengi þeirra sem getur breytt þessari staðreynd, ekkert frekar en að einhversstaðar inni í gulum lit leynist blár.

Þetta eru ófrávíkjanlegar marg sannaðar staðreyndir, og ég veit fyrir víst að þú munt ekki finna eina einustu vísindalegu niðurstöðu sem heldur einhverju öðru fram..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 12:11

23 Smámynd: Mofi

Þú ert að misskilja eitthvað... horfðu á fyrirlesturinn eða bíddu eftir að ég geri grein um þetta.

Mofi, 13.11.2012 kl. 12:14

24 identicon

Einhvern veginn tókst mér að koma að þróun hugbúnaðar fyrir íslenska erfðagreiningu sem byggði á þessum grundvallarreglum erfðafræðinnar.. Ég hugsa að minn skilningur sé bara alveg hreint í ágætis málum.

En endilega skrifaðu grein, og vísaðu í rannsóknir eða heimildir máli þínu til stuðnings

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 12:24

25 identicon

Ja hérna... Ég renndi í gegnum þetta video Mofi, ef þú í alvöru ert ginkeyptur fyrir þessari tegund málflutnings og trúir eins og ekkert sé öllu sem er matreitt svona ofan í þig, þá er ég hræddur um að þú sért fullkomlega gerilsneyddur þeim hæfileika að skoða hluti "objectively" :s

"Whether discussing evolution or the Illuminati, he is blithely unconcerned with the actual weight of the evidence. His interest is in data mining for anomalous or puzzling facts that can be amplified in a sensational way to confirm for his followers what they think they already know."

Þetta ca nær því algjörlega hvað menn eins og Walter gera...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 12:52

26 Smámynd: Mofi

Ef að þú getur ekki metið rökin einstaklings hvað sem annað fólk segir um hann þá er auðvitað þetta allt saman mjög vandasamt.  Ég er endalaust að hlusta á fyrirlestra eftir Dawkins og Sam Harris og þessa gaura. Hef gaman af þeim þótt ég er þeim algjörlega ósammála.  Gaman að reyna að skilja annað fólk...

Mofi, 13.11.2012 kl. 13:00

27 identicon

Ég skil hann alveg Mofi, þetta er bara ekki ásættanleg leið til að koma sínum skoðunum á framfæri.. Hann eyðir fyrstu mínútunum í að gera lítið úr öðrum og kemur svo inn með einhvern hálf sannleik sem lítur þannig út að þeir sem á hlusta finnst að hann sé með því að staðfesta fyrir þeim það sem þeir töldu sig vita áður. Hann notar svo grín og háð og útúrsnúninga til að láta málsstað annarra líta illa út.

Hann færir ekki merkileg rök fyrir sínu máli, heldur gerir hann lítið úr öðrum í þeim tilgangi að fólki trúi því frekar sem hann hefur fram að færa.

Þú sagðir hér ofar að þetta væri umræða á háskólastigi.. Skv bókasafnsportalinu í skólanum mínum (sem er topp 0,4% Háskóli í heiminum) hefur hann aldrei nokkurn tíma gefið út ritrýnda grein eða rit..

Það segir mér alveg nóg um það hversu mikið mark er á honum takandi.. sorry

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 13:55

28 Smámynd: Mofi

Ég hef aldrei fattað þetta með "taka mark á einhverjum".  Ég hlusta á fólk og reyni að skilja þeirra sjónarmið.  Ef að um er að ræða einhvern tíman að ég held að það er að fara rangt með staðreyndir þá skoða ég það sérstaklega. Endilega prófaðu þetta einhvern tímann...

Mofi, 13.11.2012 kl. 13:58

29 identicon

Mofi, nám mitt snýst um það eingöngu að skoða mál frá öllum mögulegum hliðum, í þeim tilgangi hafa allir þeir sem koma sínum skoðunum á framfæri á reiðum höndum allar þær heimildir og upplýsingar sem þeir byggja sínar skoðanir á. Til hvers heldur þú að heimildarskráningarkerfi séu?

Ég get ekki metið það hvort þessi maður fer rangt með af þeirri einföldu ástæðu að ég hef engar forsendur til að gera mér grein fyrir því á hverju það sem hann segir er byggt.

Það má vel vera að það sé ásættanlegt fyrir þig að hlusta bara á fólk tala og meta útfrá því hversu mikið er að marka það sem haldið er fram.. Ef ég myndi reyna eitthvað slíkt í mínu námi þá myndi ég einfaldlega falla...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 14:26

30 Smámynd: Mofi

Hann kemur með sín rök og bendir á hvaða gögn hann telur styðja sitt mál.

Mofi, 13.11.2012 kl. 14:32

31 Smámynd: Mofi

Mofi, 13.11.2012 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband