Notuðu þeir vitræna hönnun eða heimska þróun til að búa vélmennið til?

Menn stundum segja að Vitræn þróun er ekki vísindi en öll dæmi þar sem kemur að því að útskýra hönnun sem við vitum upprunann á er vitræn hönnun. Það liggur mikil vinna á bakvið þetta vélmenni sem Katharina og hennar samstarfsmenn gerðu og vitsmunir og vilji voru aðal drifkrafturinn í vinnunni. Aldrei hafa menn hannað neitt nýtt með darwinisku þróunaraðferðinni, tilviljanakenndar breytingar og náttúruval. Í síðustu grein minni þá benti ég á hve mikil vandamál þróunarsinnar hafa með náttúruval, það er engan veginn að virka eins og þeir héldu.

En hérna kemur dáldið sem getur ruglað einhverja í ríminu. Töluvert mikið af þeim tilraunum sem vísindamenn gera eru tilviljanakenndar að hluta til en málið er að þeim er leiðbeint af vitrænni hugsun og það sem er gagnlegt er valið með sömu vitrænnu hugsuninni. 

Þrátt fyrir alla þessa vinnu og samansafnaða krafta þessa hóps þá vantar mikið upp á að þetta vélmenni vinni einhver verðlaun á borðstennismóti, að minnsta kosti miðað við eina myndbandið sem ég fann af þessu.

 


mbl.is Vélmenni: Spilar eins og maður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hátalarinn

Ef ég gæti bent þér á dýrategund, sem hefur mótast af umhverfinu á nokkur hundruð árum. Gætiru trúað því að lífverur breytast með tímanum.

Hátalarinn, 5.11.2012 kl. 06:13

2 Smámynd: Mofi

Það trúa allir að ég best veit að lífverur breytast með tímanum, það er enginn ágreiningur um það. Sköpunarsinnar voru löngu búnir að fatta það áður en Darwin kom á sjónarsviðið.

Mofi, 5.11.2012 kl. 08:18

3 Smámynd: Hátalarinn

Flott. við erum sammála þar.

ég veit ekki hversu kangt þú ert tilbúin að fara með þetta.

Ertu sammála því að allar kindategundir eiga sér sameiginlega forföður

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 00:19

4 Smámynd: Mofi

Nei, ég held að gögnin styðja það ekki og síðan auðvitað aðhyllist ég Biblíulega sköpun eins og stendur hérna efst til vinstri svo...

Mofi, 6.11.2012 kl. 08:24

5 Smámynd: Hátalarinn

Gott og vel. En ertu sammála því að einhverjar kindategundir eiga sér sameiginlegan forföður.

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 14:30

6 Smámynd: Mofi

Ég tel t.d. að allar hundategundir og úlfar eiga sameiginlegan forföður.  Hérna er nokkra mínútna myndband sem útskýrir betur hvernig ég sé fyrir mér þetta með tegundir og forfeður þeirra, sjá: http://www.answersingenesis.org/articles/am/v5/n3/rapid-speciation

Mofi, 6.11.2012 kl. 14:45

7 Smámynd: Hátalarinn

Flott. Myndbandið gefur góðar vísbendingar.

Ef ég myndi segja: upphaflega skapaði guð eina kind af hvoru kyni og með tímanum hafa þær breyst og aðlagast umhverfi sínu vítt og breitt um veröld. Og í dag eru til hundruði tegunda af kindum. Væriru sammála því?

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 15:10

8 Smámynd: Mofi

Já, sammála því. Kannski enn betra dæmi væri að upphaflega hafi verið dýr eitthvað líkt ljóni og út frá því orðið til tígrisdýr, jagúar, hlébarði og allar þessar stóru kattartegundir.  Þannig að fjölbreytileiki þessa dýrs hafi innifalið í sér alla þessa fjölbreytni. Sumir ganga svo langt að litlu heimiliskettirnir hafi líka verið hluti af þessari upprunalegu tegund en ég er ekki alveg að sjá það.

Mofi, 6.11.2012 kl. 15:44

9 Smámynd: Hátalarinn

Ég held að við séum sammála um meira en ég held. Skil ég svarið þitt rétt að þú segir að allar kindategundir eiga sér sameiginlegan forföður?

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 15:57

10 Smámynd: Mofi

Já, akkúrat :)

Mofi, 6.11.2012 kl. 15:58

11 Smámynd: Hátalarinn

Glæsilegt, ég vildi bara vera viss að því að áður sagðiru.

"Nei, ég held að gögnin styðja það ekki"

Kannski fer ég of langt fyrir þig núna, ég er bara reyna finna línuna.

Ertu sammála því að spendýr eiga sér sameiginlegan forföður?

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 16:33

12 Smámynd: Mofi

Nei, ég held t.d. að hundar og kettir eiga ekki sameiginlegan forföður og að fílar og kindur eiga ekki sameiginlegan forföður.

Mofi, 6.11.2012 kl. 18:17

13 Smámynd: Hátalarinn

Allt í lagi. Ef ég skil þig rétt þá hefur þú möguleikan opin að svo geti verið, ekki satt? Það finnst mér góð og gild vísindaleg afstaða.

Ef einhver kæmi með ítarleg gögn sem styður þá kenningu að kindur og fílar eiga sameiginlegan forföður. Myndiru velta fyrir þér að breyta um skoðun?

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 18:36

14 Smámynd: Mofi

Fylgja gögnunum í þá átt sem þau benda til er eitthvað sem ég tel vera gáfulegt.  Hérna er gott að hafa eitt í huga, það er margt líkt með Mazda 3 og Mazda 6 og Mazda 323 en ástæðan fyrir því er ekki sameiginlegur forfaðir heldur sameiginlegur hönnuður.  Þannig að ef eitthvað er líkt þá þýðir það ekki endilega sameiginlegur forfaðir.

Mofi, 6.11.2012 kl. 18:58

15 Smámynd: Hátalarinn

Afsakið. Ég náði ekki svarinu.

Gætir þú breytt um skoðun ef nægjanlegar sannanir væru fyrir því að fílar og kindur ættu sameiginlegan forföður?

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 19:09

16 Smámynd: Mofi

Að fylgja gögnunum í þá átt sem þau fylgja þýðir í mínum huga að skipta um skoðun ef að gögnin eru sannfærandi.  Heldur þú að hið sama gildir fyrir þig?

Mofi, 6.11.2012 kl. 19:10

17 Smámynd: Hátalarinn

Sama gildir um mig, vissulega.

Ert þú tilbúin að ýta til hliðar hugmyndum þínum um biblíulega sköpun ef nægjanlegar sannanir væri fyrir hendi.

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 19:21

18 Smámynd: Mofi

Já, maður vill að sín trú um heiminn í kringum sig er sönn. Að trúa lygi getur ekki verið gáfulegt.

Mofi, 6.11.2012 kl. 19:24

19 Smámynd: Hátalarinn

Ef ég skil þig rétt þá er möguleiki á því, þó hann sé lítill í þínum huga, að biblían hafi rangt fyrir sér? er það rétt skilið?

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 19:28

20 Smámynd: Mofi

Það er bara svo margt sem í mínum huga sem styður sögu Biblíunnar svo gögn sem styðja eitt atriði myndi aldrei kollvarpa allri heimsmyndinni þó þau gætu skaðað hana helling. Maður þarf auðvitað að vega öll gögn sem maður þekkir og hvort yfir heildina þau passa betur við eina hugmynd fram yfir aðra. 

Mofi, 6.11.2012 kl. 19:34

21 Smámynd: Hátalarinn

Enda er heildarhugmyndakerfi biblíunnar svo víðfemt erfitt væri að tala um það í heild sinni. Betra er oft að tala um sértæk málefni.

Ef við tölum bara um þann hluta biblíunnar sem víkur að sköpunarsögunni.

Getur verið að biblían hafi rangt fyrir sér á þeim vettfangi?

Er möguleiki fyrir einhvern að afsanna þá kenningu?

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 20:45

22 Smámynd: Mofi

Ótal margir flokka sig sem kristna en taka ekki sköpunarsögu Biblíunnar bókstaflega og ég gæti alveg verið í þeim hópi ef að ég teldi að gögnin pössuðu best við þá afstöðu.  Svo, alveg sammála, betra að tala um sértæk efni.

Biblíuleg sköpun gerir miklu meiri spár og kröfur til gagna en flest annað, þar á meðal þróunarkenningin svo það ætti að vera ágætlega auðvelt að afsanna þá sögu.

Mofi, 6.11.2012 kl. 21:57

23 Smámynd: Hátalarinn

Gott og vel. Getur þú komið með dæmi um hvernig væri hægt að afsanna kenninguna um biblíulega sköpun í þínum huga?

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 22:16

24 Smámynd: Mofi

Ég gerði eitt sinn grein um akkúrat þetta, sjá: Hvaða gögn myndu ekki passa við sköpun?

Mofi, 6.11.2012 kl. 22:25

25 Smámynd: Mofi

Hvað með þig, getur þú komið með dæmi um hvernig væri hægt að afsanna þróunarkenninguna?

Mofi, 6.11.2012 kl. 22:26

26 Smámynd: Hátalarinn

Hvað veit ég, ekki er ég vísindamaður, en ég er fróðleiksfús.

Ég er að spurja um hvernig væri hægt að afsanna kenninguna um biblíulega sköpun, burt séð frá þróunarkenningunni.

Hefur þú dæmi um slíkt?

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 23:01

27 Smámynd: Mofi

Gaman að heyra, sama hér.

Varðandi afsönnun á biblíulegri sköpun, sástu greinina sem ég benti á?  Hérna er hún aftur: Hvaða gögn myndu ekki passa við sköpun?

Mofi, 6.11.2012 kl. 23:08

28 Smámynd: Hátalarinn

"Ef að t.d. augu manna væru mislukkuð og léleg þá er erfitt að samræma það við að maðurinn er hápunktur sköpunarverks Guðs en augun eru dæmi um stórkostlega hönnun,"

Ef einhverjum tekst að færa sannfærandi rök fyrir því að augu manna eru ekki þau bestu í dýraríkinu. Er kenningin þá illa stödd?

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 23:22

29 Smámynd: Mofi

Ekki að mínu mati, dýrin geta margt miklu betur en við en mér finnst það ekki geta orðið að rök fyrir neinu. Hvorki rök gegn sköpun eða gegn þróun.

Mofi, 6.11.2012 kl. 23:27

30 Smámynd: Hátalarinn

Gott og vel.

Hvar kemur það fram í grein þinni sem sýnir fram á hvernig væri að afsanna biblíulega sköpun.

Afsakið að ég er að endurtaka mig. En ég bara finn það ekki.

Hátalarinn, 6.11.2012 kl. 23:36

31 Smámynd: Mofi

Algjörar sannanir eða afsannanir eru aðeins í stærðfræðinni. Í flest öll öðru er aðeins gögn sem styðja eða styðja ekki og síðan allt saman háð túlkunum. Ég held samt fyrir mig persónulega, ef að setlögin sýndu það sem þróunarkenningin spáir fyrir um, einfaldar lífverur fyrst og síðan smá saman þróaðri dýrategundir ofar.

Hvað með þig, ertu með eitthvað dæmi um gögn sem gætu afsannað þróunarkenniguna?

Mofi, 7.11.2012 kl. 00:01

32 Smámynd: Hátalarinn

Ég er ekki svona sjóaður í þessum málum einsog þú Mofi. Þú ert eflaust búin að kanna þróunarkenninguna í þaula. Ég vildi bara komast aðeins í hugmyndaheim þinn og þakka ég þér fyrir að svara mér. Þetta eru mjög áhugaverð blogg hjá þér því ég er viss um að þér þykir eflaust gaman stuða fólk.

Til þess að að afsanna kenningu sköpunar þá þurfa setlög að sýna fram á að einfaldari lífverur voru til á undan þróaðri.

Þessi setning segir sig doldið sjálf finnst mér.

Hvað sýna setlög fram á í dag?

Hátalarinn, 7.11.2012 kl. 00:39

33 Smámynd: Mofi

Ég er ekki viss hvort það er að stuða fólk eða bara að reyna að hreyfa við því. Ég hef mest gaman af svona spjalli eins og þessu en í gegnum tíðina er eins og maður þurfi að segja eitthvað ögrandi til að fá einhverja athygli og viðbrögð. 

Setlögin í dag sýna að fyrst sjáum við mesta fjölbreytnina, við sjáum dýr frá öllum fylkingum dýrategunda fyrst en ef að þróunarkenningin væri rétt þá myndum við sjá fyrst "species" frá fyrstu lífverunni og smá saman seinna meir meiri mun eins og við höfum í fylkingunum. Ég gerði einu sinni þessa grein um þetta: Kamríum setlagið og þróunarkenningin

Ef þú hefur tíma þá er hérna hægt að horfa á heila mynd bara um þetta efni, sjá: http://www.itbn.org/index/detail/ec/13Y2VwMjp-PCrKUthw9rkmmVlh_OKaw6

Mofi, 7.11.2012 kl. 08:24

34 Smámynd: Hátalarinn

Þetta er áhugavert.

Trúir þú því jafnframt að Guð hafi skapað öll dýrin á einni viku, eða einum degi?

Hátalarinn, 7.11.2012 kl. 16:44

35 Smámynd: Mofi

Ég trúi sögunni sem við finnum í Biblíunni, það myndi þá vera tveir dagar.

Mofi, 7.11.2012 kl. 17:04

36 Smámynd: Hátalarinn

Hvenær átti þetta sér stað svona sirkað?

Hátalarinn, 7.11.2012 kl. 22:45

37 Smámynd: Mofi

Held að sköpunarsinnar almennt telja að sköpunin hafi gerst innan við síðustu tíu þúsund ár og síðan syndaflóðið fyrir sirka 4300 árum síðan.

Mofi, 7.11.2012 kl. 23:07

38 Smámynd: Hátalarinn

Og telur þú að elstu steingervingar sem finna má í setlögum séu tíu þúsund ára gamlir? Þar með talið risaeðlur?

Hátalarinn, 8.11.2012 kl. 07:50

39 Smámynd: Mofi

Jebb

Mofi, 8.11.2012 kl. 08:22

40 Smámynd: Hátalarinn

Ég geri ráð fyrir því þá að plánetan sé tíu þúsund ára gömul líka.

En hvernig getur verið að ljósið sem við sjáum frá stjörnuþokum hefur ferðast +i meira en 10 þúsund ár til að ná til augna okkar.

Er þetta einhver misskilningur hjá visindamönnum. Eru allar stjörnuþokur í raun í minna en tíu þúsund ljósára fjarlægð?

Hátalarinn, 8.11.2012 kl. 08:33

41 Smámynd: Mofi

Að vísu er ég ekki með mikla sannfæringu varðandi aldur alheimsins og aldur plánetunnar, þau gætu verið miklu eldri, bara veit ekki. Ég svo sem veit hitt ekki heldur, heldur er það mín trú.

Þannig að fyrir mig er þetta með ljósið ekki vandamál. Það er samt margt þarna sem er áhugavert, þetta er ekki eins einfalt og margir vilja láta, hérna er örstutt grein sem fjallar um af hverju okkar þekking á fjarlægð ljós frá plánetum er mjög takmörkuð, sjá: http://amazingdiscoveries.org/C-deception_stars_lightyears_distance  Þarna eru atriði eins og hraði ljós er ekki fasti og okkar aðferðir að mæla þessar fjarlægðir eru takmarkaðar

Mofi, 8.11.2012 kl. 09:21

42 Smámynd: Hátalarinn

þú hefur ekki mikla sannfæringu en trúir því samt?

Hátalarinn, 8.11.2012 kl. 09:43

43 Smámynd: Mofi

Óákveðinn, afstaðan er aðalega "veit ekki".

Mofi, 8.11.2012 kl. 09:44

44 Smámynd: Hátalarinn

Takk fyrir spjallið

Hátalarinn, 8.11.2012 kl. 09:52

45 Smámynd: Mofi

Hvenær sem er, sömuleiðis.

Mofi, 8.11.2012 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803264

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband