Hvort stóð sig betur, Romney eða Obama?

Ég hef núna hlustað á allar þrjár rökræðurnar milli Obama og Romney og að endanum þá finnst mér þetta hafa endað í jafntefli. Romney var miklu betri í fyrstu en síðan voru þeir mjög svipaðaðir í seinni tveimur.  Alltaf þegar ég hlusta á Romney þá bergmálar í bakgrunninum rödd sem segir "en hann trúir algjöru rugli". Kannski er málið að Romney trúir ekki því sem Mormóna kirkjan kennir og þetta er bara hluti af hans samfélagi og hann hefur aldrei horfst í augu við hverjar þessar kenningar eru.  Hver trú Obama er, er mér hulin ráðgáta en hans málflutningur hefur vanalega verið mjög veraldlegur. Það fór illa í mig þegar Obama fjallaði um Gaddafi en það var maðkur í mysunni í Líbíu málinu, sjá: Var Gaddafi vondur?

Engin spurning að þessir tveir menn eru öflugir einstaklingar en Obama virðist vera gáfaðri á meðan Romney virðist vera betri í að vinna með öðrum og betri í viðskiptum.  Hérna eru síðustu rökræðurnar:

Þetta myndband hérna verðskuldar líklegast sér blog grein en ég hendi þessu hérna inn fyrir forvitna.  Þetta er áhugavert myndband þar sem Dinesh D'Souza fjallar um af hverju hann trúir því að Obama vill eyðileggja Bandaríkin. Virkar gróft en hann hefur sínar ástæður.


mbl.is Obama heldur betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

áhugavert.

kv

Sleggjan og Hvellurinn, 23.10.2012 kl. 19:40

2 Smámynd: Ólafur Magnús Ólafsson

Prófaðu að taka prófið

http://www.isidewith.com/

Ólafur Magnús Ólafsson, 26.10.2012 kl. 09:30

3 Smámynd: Rebekka

Þetta er alveg ótengtu Obama og Romney, en Dinesh D'Souza ætti aðeins að fara sjálfur betur eftir því sem hann predikar... Framhjáhald - hver er hissa?

Rebekka, 26.10.2012 kl. 09:46

4 Smámynd: Mofi

Ég virðist passa best við einhvern Gary Johnson sem ég kannast ekkert við. Hélt að ég hefði passað best við Ron Paul en hann kannski var ekki þarna á listanum. Þeir síðan sleppa lykil spurningum eins og hvað manni finnst um Federal Reserve bankann...  Mér líkar vel við Obama sem persónu, hef gaman að hlusta á hann, vingjarnlegur og gáfaður en passaði aðeins 55% við hann.

Mofi, 26.10.2012 kl. 09:51

5 Smámynd: Mofi

Rebekka, þetta er sorglegt.  Ég held að þetta er afleiðing þess að krisntir eru alltaf meira og meira að fjarlægjast lög Guðs, alltaf endalaust kærleiks hjal sem er algjörlega merkingarlaust án laga Guðs.

Mofi, 26.10.2012 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband