Myndin Machine Gun Preacher

Fyrir nokkru síðan sá ég myndina Machine Gun Preacher .  Ég vissi ekki alveg á hverju ég átti von á; nafnið var svona týpískt fyrir algjöra B-mynd. Einhverja Steven Seagal mynd sem er algjörlega án saminnihalds. Svo reyndist ekki vera heldur var þetta mjög öflug mynd um ævi mannsins Sam Childers.  Hann var eiturlyfjasali og eiginkona hans nektardansari en þegar hann kemur til baka úr fangelsi þá er eiginkona hans hætt að dansa og orðin kristin. Honum vægast sagt líkar illa þessi breyting og berst á móti henni. Dag einn lendir hann í því að halda að hann varð manni að bana og þessi lífsreynsla gerir það að verkum að hann ákveður að reyna að snúa við blaðinu. Eiginkona hans sannfærir hann um að koma í kirkju og hann verður kristinn.

Eitt sinn síðan þegar hann er í kirkju þá er ræðumaðurinn maður sem var í Afríku og hann fjallar um neyðina sem er þar. Fjallar um konum sem er nauðgað og börnum sem er rænt til að þjálfa sem hermenn.  Þarna fær Sam þá köllun að hann ætti að fara þangað og athuga hvort hann geti hjálpað.  Þetta verður síðan byrjunin að heil miklu starfi Sams þarna í Afríku þar sem hann stofnar munarleysingjahæli sem hann þarf að verja með öllum ráðum, þar á meðal með því að fara í bardaga við hermenn sem vilja nálgast börnin sem hann var búinn að taka að sér.

Þessi mynd hreyfði við mér, það var mjög áþreifanlegt hvernig þessar andstæður mynduðust, líf Sams í Bandaríkjunum þar sem allt snérist um hégóma og að skemmta sér og síðan örvæntinguna og hættuna við að bjarga lífi barna. Í því ljósi var skiljanlegt hve mikið það reiddi hann að horfa upp á fólkið heima að sóa peningum í tilgangslausa skemmtun og ekki tíma að hjálpa honum með einhverja aura.

Ég mæli með þessari mynd, hún er vel gerð um mjög merkilegt efni. Hún fær 6.8 á IMDB en ég gef henni alveg leikandi 8.0.


mbl.is 5.000 konum nauðgað í Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Sammála, mér þótti hún alveg fín og hún hreyfði við mér á svipaðan hátt.

Það gerist þá öðru hverju að við erum alveg sammála um bloggfærslu :)

Tómas, 18.10.2012 kl. 23:06

2 Smámynd: Mofi

Ég skal merkja þetta á dagatalinu og halda síðan upp á héðan í frá!   ok, kannski ekki alveg en svona sirka :)

Mofi, 19.10.2012 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband