Að fórna lífinu fyrir syndina

220px-Albert_Einstein_(Nobel)Það er eins og menn ætli að gáfnafar segi mjög mikið til um hvort menn álykta rétt um tilvist Guðs. Það virðist vera að stórum hluta áhugi fólks á trúarskoðunum Einsteins.  Málið með þetta bréf sem Einstein skrifaði til Erics Gutkinds þá er Einstein aðeins að endurtaka afstöðu sem hann hafði haft megnið af sínu lífi sem er höfnun á persónulegum guði.

En í gegnum líf sitt þá lýsti Einstein trú á einhvers konar Guðs sem er hluti af alheiminum eða á bakvið heiminn. Eins og t.d. sagði Einstein eitt sinn:

Albert Einstein
The more I study science the more I believe in God

Ef Einstein hefði bara vitað hvað við áttum eftir að uppgvöta, sérstaklega þegar kemur að minnstu einingum lífs þá hefði hann kannski farið í sömu átt og guðleysinginn Anthony Flew.

En afstaða Einsteins kemur vel fram í þessari hérna tilvitnun:

Albert Einstein, The World as I See It
I cannot conceive of a God who rewards and punishes his creatures, or has a will of the kind that we experience in ourselves. Neither can I nor would I want to conceive of an individual that survives his physical death; let feeble souls, from fear or absurd egoism, cherish such thoughts. I am satisfied with the mystery of the eternity of life and with the awareness and a glimpse of the marvelous structure of the existing world, together with the devoted striving to comprehend a portion, be it ever so tiny, of the Reason that manifests itself in nature.

Kannski var hugmyndin um helvíti að angra Einstein þarna eða hin ókristilega hugmynd að þegar við deyjum þá höldum við áfram að vera til eins og einhvers konar andaverur. Kannski enn frekar var það ástin á syndinni sem mótaði sýn Einsteins á Guði.

Albert Einstein
I have firmly decided to bite the dust with a minimum of medical assistance when my time comes, and up to then to sin to my wicked heart's content

Þrátt fyrir allt þetta þá sá Einstein góða hlið á kirkjunni ( sumum kirkjum ) á tímum nasista:

Arthur C. Cochrane, The Church's Confession under Hitler (Philadelphia: The Westminster Press, 1962), pp.40, 108, 268-279, 278
Being a lover of freedom, when the (Nazi) revolution came, I looked to the universities to defend it, knowing that they had always boasted of their devotion to the cause of truth; but no, the universities were immediately silenced. Then I looked to the great editors of the newspapers, whose flaming editorials in days gone by had proclaimed their love of freedom; but they, like the universities, were silenced in a few short weeks...

Only the Church stood squarely across the path of Hitler's campaign for suppressing truth. I never had any special interest in the Church before, but now I feel a great affection and admiration for it because the Church alone has had the courage and persistence to stand for intellectual and moral freedom. I am forced to confess that what I once despised I now praise unreservedly.

Við höfum öll innbyggða þekkingu á hvað er gott og göfugt en síðan reynist erfiðara að lifa samkvæmt því, eins og Páll sagði:

Rómverjabréfið 7
18
Ég veit, að ekki býr neitt gott í mér, það er, í holdi mínu. Að vilja veitist mér auðvelt, en ekki að framkvæma hið góða.
19 Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég.
20 En ef ég gjöri það, sem ég vil ekki, þá er það ekki lengur ég sjálfur, sem framkvæmi það, heldur syndin, sem í mér býr. 21 Þannig reynist mér það þá regla fyrir mig, sem vil gjöra hið góða, að hið illa er mér tamast.

Einstein virðist hafa verið skemmtilegur einstaklingur og maður vonar að hann muni öðlast eilíft líf en út frá því sem við vitum um hann þá er það mjög ólíklegt.


mbl.is Dýr afneitun Einsteins á Guði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Einstein hefur víst öðlast eilíft líf.

Þú hefur skrifað fjöldamarga pistla um hann og haldið nafni hans á lofti, og nafn hans mun vera partur af mannkynssögunni og vísindunum það sem eftir er.

Einstein öðlaðist eilíft líf - meðal okkar hér á jörðinni. Það er það sem gildir. Allt umfram það er eitthvað sm enginn hefur séð eða skynjað eða gefið raunverulegan vitnisburð um. Líkast til bara ímyndun.

Skeggi Skaftason, 8.10.2012 kl. 15:23

2 Smámynd: Mofi

Hverjum er ekki sama þótt að einhverjir muni eftir manni eftir að maður deyr? Það er ekki eins og maður viti af því.  Fyrir utan, ég man ekki eftir Einstein sem persónu, þ.a.e.s. að ég þekki ekki svipbrigðin og hvernig var að tala við hann.

Eitt af því sorglega þegar t.d. börn missa foreldra sína þegar þau eru ung er að eftir langan tíma þá upplifa sumir að þeir eru byrjaðir að gleyma hvernig foreldrarnir voru.  Við höfum að vísu auka hjálpa á okkar tímum, ljósmyndir og jafnvel video en jafnvel með þessari hjálp þá upplifa sumir þetta.

Mofi, 8.10.2012 kl. 15:47

3 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Sökum þess að þú hangir í Antony greyinu Flew eins og hundur í roði, þá er rétt að halda því til haga að miklar líkur eru taldar á því að kallgreyið hafi þjáðst af geðrænum kvillum þegar hann gekk í lið með þér. Auðvitað skiptir það ekki máli, Guð tekur á móti öllum, enda er hann lítilþægur.

Hér er grein í New York Times þar sem aðeins er minnst á þetta og svo önnur þar sem fjallað er nánar um hnignandi andlegt heilsufar Flew.

Því er spurning hvort þú leyfir kallgreyinu ekki að njóta vafans og hættir að spyrða hann við Guð því töluverðar líkur eru á því að hann hafi ekki verið með réttu ráði þegar hann snerist á rönguna. Hann er nú látinn, greyið, og máské er minningu hans né honum enginn greiði gerður með því að básúna það að Guð hafi hremmt hann, hálf æran og ósjálfbjarga.

Hvað segir þú um það?

Óli Jón, 8.10.2012 kl. 15:52

4 Smámynd: Mofi

Ég benti á myndband þar sem hann sjálfur er að fjalla um sína afstöðu og ég sé ekki betur en hann er alveg skýr.  Mér finnst þetta bara... ótrúlega aumkunarverð taktíkt að gera lítið úr þeim sem eru þér ósammála. Ég er ekki að segja að þú ert að gera það en þetta fólk sem greip til þessara bragða hefði átt að skammast sín.

Óli Jón
Því er spurning hvort þú leyfir kallgreyinu ekki að njóta vafans og hættir að spyrða hann við Guð því töluverðar líkur eru á því að hann hafi ekki verið með réttu ráði þegar hann snerist á rönguna

Ég ætla að láta hann njóta vafans og trúa hans eigin orðum enda var þessi breyting mjög góð, honum til mikils sóma. Fara eftir sinni sannfæringu, eftir gögnunum hvort þau liggja þrátt fyrir mótlæti og háð ómerkilegs fólks.

Mofi, 8.10.2012 kl. 16:24

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hverjum er ekki sama þótt að einhverjir muni eftir manni eftir að maður deyr?

Sumir eru dauðhræddir við að deyja af því þeir óttast að hverfa. Verða að engu. Sumir ríghalda í von um framhaldslíf. Þetta er meginástæða trúarbragða.

Mér dugar að leggja rækt við mitt líf hér á þessari jörð og skilja helst eftir mig eitthvað jákvætt.

Minningar mínar um afar og ömmur eru mér dýrmætar, og sögur af forfeðrum mínum og öðru merku fólki sem uppi hefur verið á undan mér.

Ég varðveiti og viðheld minningunum, enda er ég ekkert að stóla á að ég muni hitta þetta fólk aftur.

Þetta segir maðurinn sem trúir á himnaríki og eilíft líf.

Skeggi Skaftason, 8.10.2012 kl. 16:25

6 Smámynd: Mofi

Ég efast um að þetta sé nóg þegar á reynir, ef það reynist rétt þá minnsta kosti veistu um nóg af rökum til að trúa að það er eitthvað meira.

Mofi, 8.10.2012 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband