Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Nú? Ég sem hélt að þessi lög hefðu orðið til í flóðinu mikla?

Ég sé nú reyndar alveg "death" og "suffering" passa við flóðið. Enda var guð ekkert að tvínóna við að drepa alla á jörðinni (utan þessa fáu á bátnum).

Eða áttu við að þér þyki það undarlegt að þrátt fyrir allan þann dauða sem við sjáum í jarðlögunum, þá sé enn nóg af lífi enn í dag?

Gætirðu, m.ö.o. útskýrt aðeins betur? :)

Tómas, 28.9.2012 kl. 09:27

2 Smámynd: Mofi

Punkturinn með myndinni er að Biblían segir að þegar Guð skapaði mannkynið þá var það góð sköpun en þróunarkenningin segir að þegar mannkynið kom á sjónarsviðið þá var það í heim sem var fullur af dauða og þjáningum. Í staðinn fyrir það sem Biblían segir að vegna syndar mannsins þá kom dauðinn inn í heiminn þá er dauðinn hluti af sköpunarverkinu og sem sagt, Guði sjálfum að kenna.

Vonandi hjálpaði þetta :)

Varðandi setlögin þá er þessi mynd ekki að reyna neitt að útskýra þau, hún er að fjalla um þá sýn sem kemur fram ef að þróunarkenningin sé sönn.  Ég trúi að setlögin eru best útskýrð í flóðinu en það er önnur umræða, hérna eru nokkrar greinar um það ef áhugi er fyrir hendi:

Mofi, 28.9.2012 kl. 09:50

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Tómas, þú hefur líklega ekki tekið eftir Adam og Evu á myndinni. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.9.2012 kl. 09:52

4 Smámynd: Mofi

Góður punktur Hjalti, myndin væri betri ef þau væru aðeins sýnilegri.

Mofi, 28.9.2012 kl. 09:57

5 Smámynd: Tómas

Ehh.. svo undir Eden voru milljónir dýrategunda, útdauðar? Nei. Myndin meikar ekki meiri sens við það :)

En annars er ég alveg sammála. Þróunarkenningin hlýtur að stangast á við bókstaflega túlkun biblíunnar - sem er þín kristni. Svo er fólk að túlka biblíuna á hundruðir annara vegu, og sumar "kristnir" sem renna upp frá þeim skilningi stangast ekki á við þróunarkenninguna. Þetta er allt sama vitleysan fyrir mér svosem.

En mér þykir þessi mynd engu betru en síðasta mynd sem þú póstaðir. Báðar fullar af vitleysu. Mér þykja þeir pistlar sem þú skrifar talsvert áhugaverðari.

Tómas, 28.9.2012 kl. 10:15

6 Smámynd: Mofi

Tómas, þetta er fyrir kristni til að skilja ósamræmið milli þróunarkenningarinnar og Biblíunnar. Þú síðan samþykkir að þróunarkenningin stangast á við bókstaflegu túlkun Biblíunnar. Það er ekki alveg allur sannleikurinn því að marg oft í gegnum Biblíuna er vísað til þess að dauðinn er manninum að kenna og fyrsti maðurinn var Adam svo þetta er ekki bara hvernig maður les fyrsta kafla Biblíunnar.  Svo hvernig þú getur sagt að myndin er full af vitleysu þegar þú sjálfur samþykkir punktinn sem myndin kemur á framfæri er dáldið undarlegt, held að þú hafir ekki alveg hugsað þetta í til enda.

Mofi, 28.9.2012 kl. 10:35

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er eðlilegt að Adam og Eva sjáist ekki á myndinni. Þau eru handan við hólinn við fornleifauppgröft, en það má bara ekki vitnast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 12:01

8 Smámynd: Mofi

Axel, þau eru þarna, bara ekki mjög sjáanleg. Ég skal gefa þér að kannski voru þau að taka sér pásu frá fornleifauppgreftrinum :)

Mofi, 28.9.2012 kl. 12:10

9 Smámynd: Tómas

Mofi:
Þú síðan samþykkir að þróunarkenningin stangast á við bókstaflegu túlkun Biblíunnar. Það er ekki alveg allur sannleikurinn því að marg oft í gegnum Biblíuna er vísað til þess að dauðinn er manninum að kenna og fyrsti maðurinn var Adam svo þetta er ekki bara hvernig maður les fyrsta kafla Biblíunnar.

Ekki allur sannleikurinn? Skv. þróunarkenningunni var fyrsti maðurinn ekki búinn til úr mold, né heldur varð fyrsta konan til úr rifbeini hans.

Það er alveg nóg fyrir mig til að álykta að bein túlkun á biblíunni stangast gjörsamlega á við þróunarkenninguna.

Ég samþykki punktinn sem þú telur myndina koma á framfæri - en ég samþykki hvergi að þessi mynd sé góð útskýring á neinu.

Tómas, 28.9.2012 kl. 14:45

10 Smámynd: Mofi

Tómas, myndin á að útskýra hvað er rangt við að blanda saman Biblíunni og þróunarkenningunni; ekkert annað. 

Mofi, 28.9.2012 kl. 14:48

11 Smámynd: Tómas

Sure... Án efa varstu að lesa þessa nýlegu grein af creation.com

http://creation.com/drawing-power

En... mér þykir talsvert augljósara að sköpun manns úr mold samræmist ekki þróunarkenningunni.

Og mér finnst myndin ekki endilega meika sens án þess samhengis sem rætt er um í greininni. Þú þurftir að benda mér á að myndin fjallar um heim byggðan á dauða, sjúkdómum og þjáningu, meðan hægt er að túlka myndina á fleiri vegu. T.d. hvað það er undarlegt að það er mennsk beinagrind undir jörðinni sem Adam og Eva standa á - fyrsta fólkið..

En ég veit þó ekki með að segja að það skuli ekki blanda saman biblíunni og þróunarkenningunni - því það eru margir sem, á undarlegan hátt, ná að blanda þessu tvennu saman. Tekst að teygja skilninginn all verulega. Ég vona að sem flestir átti sig á því sem David (höfundur greinarinnar) áttaði sig á.

Tómas, 28.9.2012 kl. 15:14

12 Smámynd: Mofi

Tómas
En ég veit þó ekki með að segja að það skuli ekki blanda saman biblíunni og þróunarkenningunni - því það eru margir sem, á undarlegan hátt, ná að blanda þessu tvennu saman. Tekst að teygja skilninginn all verulega. Ég vona að sem flestir átti sig á því sem David (höfundur greinarinnar) áttaði sig á.

Það sem ég er að vona að kveiki á perunni hjá kristnum er að dauði og þjáningar er Guði að kenna. Það ætti að vera óásættanlegt, eitthvað sem flestir guðleysingjar fatta eins og þessi hérna útskýrir virkilega vel:

David Hull
The problem that biological evolution poses for natural theologians is the sort of God that a darwinian version of evolution implies ... The evolutionary process is rife with happenstance, contingency, incredible waste, death, pain and horror ... Whatever the God implied by evolutionary theory and the data of natural history may be like, He is not the Protestant God of waste not, want not. He is also not a loving God who cares about His productions. He is not even the awful God portrayed in the book of Job. The God of the Galápagos is careless, wasteful, indifferent, almost diabolical. He is certainly not the sort of God to whom anyone would be inclined to pray

Mofi, 28.9.2012 kl. 15:21

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mofi. Við þurfum ekki Krist né Adam og Evu, til að trúa á náungakærleikann og óflokkuðu góðu alheimsorkuna.

Það er sorglegt að fylgjast með fólki sem ekki þorir að sleppa takinu á áróðurs-trúarbrögðunum heimsins, og einnig hinum sem hafna raunverulegu skilyrðislausu náungakærleikstrúnni án trúarbragða-áróðurs.

Ég er gífurlega þakklát fyrir að vera trúuð án trúarbragða. Þannig trúarbrögð eru nefnilega ekta og milliliðalaus. Kærleikurinn og fyrirgefningin kemur einungis frá hjartanu, án milliliða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.9.2012 kl. 21:28

14 Smámynd: Mofi

Anna, þetta er einfaldlega þinn áróður þar sem þú sest í hásæti Guðs og leggur út hver vilji almættisins er.

Mofi, 28.9.2012 kl. 22:10

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mofi. Þetta er ekki áróður, heldur mín tilfinning og skoðun.

Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að allir fari eftir sinni eigin réttlátu hjartans trú. Það getur ekki verið réttlátt að ásaka mig um áróður, þegar réttlátt hjartans-trúfrelsi er það sem ég er að segja og meina.

Ef ég teldi mig yfir algóða almættið hafin, þá myndi ég ekki biðja það um að hjálpa mér og öllum öðrum jafnt.

Hvers vegna segir þú að ég setji mig í almættis-sætið, ef ég veit að ég er vanmáttugri en almættið algóða, og bið það um hjálp?

Mér þætti vænt um ef þú getur útskýrt þessar hásætis-Guðs-ásakanir betur fyrir mér. Ég læri af réttlátri gagnrýni, rökum og skýringum, en ég læri ekkert af ásökunum, án raka og útskýringa.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2012 kl. 16:16

16 Smámynd: Mofi

Anna, það sem angrar mig er að þú gagnrýnir trú annara eins og hreinlega að trú sé röng en kemur síðan með þína eigin sem þú virðist skálda upp á staðnum. Þegar þú segir að trúfrelsi er mikilvægt og náungakærleikur er það sem skiptir máli þá er ég alveg hjartanlega sammála en þar er um að ræða mín trúarbrögð. Ef að þú ert að segja hvað almættinu finnst þá ertu dáldið að klifra upp í hásæti Guðs og láta sem svo þínar skoðanir eru skoðanir almættisins. Mín trú er að Biblían er opinberun Guðs þegar kemur að hvað er rétt og hvað er rangt en samt á þann hátt að það er öllum frjálst að trúa því eða hafna.

Mofi, 29.9.2012 kl. 17:36

17 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mofi. Ég hef ekki lesið Biblíuna, né önnur trúarbragðarit. Ég held ég hafi aldrei gagnrýnt friðsamlega og réttláta trú annarra. Ég hef gagnrýnt öfgar trúarbragða.

Almættið algóða er að mínu mati yfir öll bókstafstrúarbrögð hafin. Ég virði þá sem eru trúarbragðaritar-trúaðir, ef þeir sinna sinni trú einungis af náungakærleika og réttlæti.

Það eru trúarbragða-öfgarnar sem hafa farið verst með mannkynið. Þess vegna finnst mér trúarbrögð hættuleg fyrir frið og kærleika.

Heimsstjórnsýslan gerir sinn stríðsrekstur út á kostnað bankarænds almennings og öfga-trúarbragða-stríða á miskunnarlausan hátt!!! 

Sú staðreynd nægir mér til að taka afstöðu frá öllum trúarbrögðum. Ég hef valið mína milliliðalausu leið í trúnni á almættið algóða og friðsamlega. Ég kann ekki að útskýra afstöðu mína betur, og biðst ég afsökunar á því.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2012 kl. 20:55

18 Smámynd: Mofi

Anna, hvaðan kemur þá einhvers konar opinberun almættisins? Ert þú einhvers konar boðberi þess? 

Anna
Það eru trúarbragða-öfgarnar sem hafa farið verst með mannkynið. Þess vegna finnst mér trúarbrögð hættuleg fyrir frið og kærleika.

Útskýrðu fyrir mér hvernig t.d. öfga Amish eða öfga Jainism hefur farið illa með mannkynið?

Anna
Sú staðreynd nægir mér til að taka afstöðu frá öllum trúarbrögðum. Ég hef valið mína milliliðalausu leið í trúnni á almættið algóða og friðsamlega. Ég kann ekki að útskýra afstöðu mína betur, og biðst ég afsökunar á því.

Þú hefur ekki einu sinni lesið Nýja Testamentið, hvernig getur þú fengið það út að þú vitir hverjar staðreyndirnar séu?  Málið er að þú telur þig vita heilan helling en virðist ekki átta þig á því að þessar upplýsingar hafa komið í gegnum sjónvarpið, skólan og alla þá sem hafa orðið á vegi þínum. Allt þetta hefur mótað þína sýn á heiminn en þú hefur ekki tekið þér tíma í að rannsaka eitthvað af þessu af einhverri alvöru sem gerir þína sýn ekki milliliðalausa eða hlutlausa.

Ef þú vilt t.d. meta mína afstöðu þá gætir þú lesið Matteusarguðspjallið og þessi fyrirlestraröð, sjá: http://www.hopevideo.com/david_asscherick.htm

Kv,
Halldór

Mofi, 29.9.2012 kl. 22:15

19 Smámynd: Mofi

Anna, þér gæti þótt þessi grein hérna forvitnileg: http://creation.com/answering-reasonable-atheist-philosophical-questions

Fjallar um alls konar siðferðis spurningar og hvernig alls konar fólk hefur komist að alls konar niðurstöðum þegar kemur að siðferðisspurningum.

Mofi, 30.9.2012 kl. 11:17

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mofi. Takk fyrir svörin.

Ég hef ekki hæfileika til að flokka mína trú. Hún er nefnilega ekki mótuð eftir neinu sem ég hef lesið, heldur reynslu minni af þeim einstaklingum sem ég hef hlustað á, kynnst og unnið með upp í gegnum tíðina.

Þetta hljómar kannski undarlega, en ég leyfi tilfinningum og upplifunum mínum að njóta sín. Held það sé kallað lífsreynsla, á fínu bókmenntamáli hálærðra skólamanna.

Ég get ekki breytt mér til að passa inn í siðlausa og "sannkristna" samfélagið á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2012 kl. 17:34

21 Smámynd: Mofi

Af hverju að hugsa þetta á þennan hátt, "að tilheyra" einhverju samfélagi?  Af hverju ekki einfaldlega að meta mismunandi afstöður og komast þannig að sinni eigin niðurstöðu út frá þekkingu á þeim mismunandi skoðunum sem til eru?

Jafnvel ef þú kemst að þeirri niðurstöðu að þú ert sammála í grundvallar atriðum ákveðins hóps þá þarftu ekki að tilheyra honum frekar en þú vilt en trúðu mér, það getur verið mikil blessun eins og ég upplifi mína trú að ég get farið út um allan heim og fundið hóp af fólki sem er eins og andleg fjölskylda mín.

Mofi, 30.9.2012 kl. 18:09

22 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mofi. Nú er ég innilega sammála þér. Kærleikurinn er landamæralaus.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2012 kl. 19:51

23 Smámynd: Mofi

En hvað með hitt? :)

Mofi, 30.9.2012 kl. 20:18

24 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mofi. Hvaða hitt?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2012 kl. 22:38

25 Smámynd: Mofi

Skoða hina hliðina svo þú þín afstaða er út frá þekkingu á hvað aðrir trúa og af hverju annars ertu eins og gagnrýnandi sem fer aldrei á leikritin sem hann er að gagnrýna eða les aldrei bækurnar sem hann skrifar sína ritdóma um.

Mofi, 30.9.2012 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband