Umfjöllun um bestu rökin fyrir því að menn og simpansar eiga sameiginlegan forföður

Hérna fjalla Jerry Bergman og Jeffrey Tomkins um rökin sem margir hafa sett fram sem skotheld rök fyrir því að menn og simpansar eiga sameiginlegan forföður.  Þessi rök kallast "chromosome 2 fusion model" sem ganga út á að í fortíðinni á eitthvað undarlegt að hafa gerst hjá sameiginlegum forfeðri simpansa og manna og að við sjáum það í dag í simpönsum og mönnum.

Hérna er Kenneth Miller að útskýra þetta, gaman að sjá hrokann alveg leka af honum ( já, mér líkar virkilega illa við Kenneth Miller )

Það er áhugavert að hérna kynnir Ken Miller þessi rök sem mótrök gegn Vitrænni hönnun sem sýnir hversu svakalega hann skilur ekki þessa umræðu. Rök fyrir því að simpansar og menn eiga sameiginlegan forföður kemur Vitrænni hönnun ekkert við. Eina sem Vitræn hönnun segir er að sumt í náttúrunni er betur útskýrt með vitrænni hönnun frekar en tilviljunum, ekkert meira en það.  Ken Miller segist síðan vera kaþólikki en opinberlega afstaða Kaþólsku kirkjunnar er að Guð hafi skapað manninn sérstaklega.

Þessi rök hjá Ken Miller aftur á móti eru gild rök gegn Biblíulegri sköpun, hérna er grein sem fer ýtarlega í þessi rök, sjá: The chromosome 2 fusion model of human evolution—part 1: re-evaluating the evidence

Nokkur atriði í greininni sem eru mjög áhugaverð:

The only evolutionary research group to seriously analyze the actual fusion site DNA sequence data in detail were confounded by the results which showed a lack of evidence for fusion
...
The purportedly overwhelming DNA evidence for a fusion event involving two primate chromosomes to form human chromosome 2 does not exist, even without the aid of new analyses
...
A common claim for fusion is that “the DNA sequence of the rest of human chromosome 2 closely matches very precisely the sequences of the two separate chimpanzee chromosomes.” This claim is unsupported by a lack of detailed comparative DNA sequence data. It is noteworthy that the chimp rough-draft DNA sequence assembly was largely based on the human genome as a framework for its construction
...

Þessi grein var sú fyrsta af tveimur.

Þangað til næsta grein kemur út þá er hérna önnur grein sem fjallar um þessi rök þróunarsinna fyrir sameiginlegum forföður manna og simpansa, sjá: What the Literature Says about Chromosomal Fusion and Why It Says It


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 803247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband