19.9.2012 | 09:37
Hvað ef meðlimur Vantrúar væri numinn á brot af geimverum?
Þeir sem tilheyra Vantrú eða þeir sem vilja flokka sem sig efasemdamenn þeir oftast hafna því að geimverur eru hér á meðal okkar að nema fólk burt og gera tilraunir á þeim. En hvernig myndi hinn venjulegi Vantrúar meðlimur bregðast við því að upplifa á mjög raunverulegan hátt að geimverur rændu honum? Myndi hann hafna þessari upplifun vegna þess að vísindalegar staðreyndir segðu að þetta væri rangt? Ef svo, af hverju? Hvaða vísindalegu staðreyndir eru til sem segja okkur að geimverur eru ekki flúgandi út í geimnum og koma hingað af og til til að gera rannsóknir á okkur? Einhverjir gætu sagt að við höfum ekki gögn um tilvist þeirra og þess vegna bæri viðkomandi vísindaleg skilda að hafna þessari upplifun en þegar kemur að atburðum í fortíðinni þá oftast höfum við aðeins vitnisburð fólks sem gögn fyrir að viðkomandi atburður átti sér stað. Lang flest sem gerðist í fortíðinni eins og þegar Babýlón var sigruð, þegar rómverjar sigruðu grikki, þegar Abraham Lincon var myrtur, eru atriði sem við verðum að taka í trú út frá vitnisburði fólks. Í dag höfum við vitnisburð ótal fólks um að það hafi séð geimskip eða geimverur svo tæknilega séð höfum við gögn fyrir tilvist geimvera.
Svo, hvað myndi hinn venjulegi meðlimur Vantrúar bregðast við mjög raunverulegri upplifun að geimverur hefðu numið hann á brot og hann hefði upplifað að vera um borð í geimskipi með geimverum? Myndi hann hafna þessari lífsreynslu eða myndi hann samþykkja hana?
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 803249
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er óvitlaus pistill hjá þér.
Þetta segir okkur einmitt að ónákvæmir vitnisburðir fólks um ótrúlega atburði ber að taka með nokkrum fyrirvara. Ég tel svo sérstaklega vera ef atburðirnir eiga að hafa gerst fyrir 2000-3000 árum síðan og skráðir á blað löngu síðar af öðrum en meintum vitnum.
En svo ég svari spurningunni fyrir mitt leyti. Ég myndi eðlilega gera ráð fyrir að aðrir myndu ekki endilega trúa frásögn minni af brottnámi geimvera nema ég gæti staðfest söguna með einhverjum hætti, og ég myndi íhuga þann möguleika hvort mig hefði verið að dreyma eða hefði verið með ofskynjanir.
Skeggi Skaftason, 19.9.2012 kl. 09:49
Bara pælingar varðandi hvernig fólk mótar sínar trúarlegu hugmyndir. Okkar tilvist hérna er svo óviss að jafnvel manns eigin upplifanir, sama hve raunverulegar þær eru, eru þess eðlis að maður getur þurft að efast um þær. Síðan hve ótrúlegur atburður er, er alltaf mats atriði hvers og eins. Mín upplifun er að guðleysingjar velti ekkert fyrir sér hve mikið af ótrúlegum hlutum þeir þurfa að trúa til að útskýra heiminn á Guðs því fyrir mig er þeirra afstaða virkilega ótrúleg.
Dettur þér í hug einhver leið fyrir þig að geta staðfest söguna? Væri myndband af atburðinum nóg? Væri brot úr geimskipinu nóg?
Mofi, 19.9.2012 kl. 10:05
Hvað væri nóg fyrir ÞIG, til að þú myndir trúa MÉR ? :-)
Skeggi Skaftason, 19.9.2012 kl. 10:45
Þú hefur hellings trúverðugleika í mínum bókum svo... :)
Ég myndi örugglega trúa þér að því leiti að ég myndi trúa að þú værir ekki að ljúga og þín upplifun væri sönn. En síðan myndi ég túlka það út frá því sem ég tel þegar vera rétt.
Mofi, 19.9.2012 kl. 11:08
Af hverju er ekki galið að taka mark á rituðum heimildum og fornleifum etc. sem styðja sögur um Babýlon, Rómverja, Grikki og Abraham Linkoln?
Af hverju er pínu galið að taka mark á brottnámssögum fólks?
Hér er ástæðan: Fyrri flokkurinn lýsir ósköp "venjulegum" atburðum. Fólk er myrt á hverjum degi. Valdabaráttur ríkja eru reglulega í fréttum, og hafa fylgt manninum gegnum aldir og árþúsund.
Seinni flokkurinn lýsir hlut sem fáir geta sagst hafa séð, og er í raun ótrúlega ólíklegur, sé tekið mið af fjarlægð frá okkur til næsta sólkerfis, og frásagna fólksins og tilgangs brottnámsins (hvers vegna ættu stórgáfaðar og öflugar geimverur að ræna einum og einum einstaklingi og gera smá tilraunir, oftast á næturna...). Nei.. svona lags sögur eru allt að því fráleitar.
Hið sama á náttúrulega við um sögur af fólki sem rís upp frá dauða, gengur á vatni, breytir einu efni í annað, býr til efni úr engu o.s.frv.
Nú er ég ekki meðlimur í Vantrú, en ef ég myndi lenda í því að telja að mér hafi verið rænt... Þá vona ég að ég muni til allra X-Files þáttanna og kvikmynda sem ég hef séð með brottnámi og geimverum, og að ég muni líka eftir því að heilinn getur spilað hin ótrúlegustu spellvirki á minningar og upplifanir. Kannski verð ég sannfærður um að geimverur séu til.. og ég mun ekki ætlast til þess að neinn trúi mér fyrr en ég get fært fram einhver betri sönnunargögn en einfalda frásögn.
Tómas, 19.9.2012 kl. 14:30
Tómas, miðað við hve margir trúa að geimverur hljóti að vera til... þarna einhvers staðar úti í geimnum þá ættu sögur af því að hitta geimverur ekki að reyna svo á trúvöðva margra. Er kannski möguleiki að samfélagið spilar hérna inn í? Að ef að samfélagið segir eina söguna vera trúverðuga þá er miklu auðveldara að trúa henni en annars? Tökum t.d. sögunni að menn og apar eiga sameiginlega forföður eða að líf sjálfkviknaði, í dag eru skilaboð samfélagsins að þessar sögur eru sannar og þess vegna eiga margir auðvelt með að trúa þeim á meðan fyrir tvö hundruð árum síðan þá hló samfélagið að þessum hugmyndum og fólk átti erfitt með að trúa þessum sögum.
Mofi, 19.9.2012 kl. 15:59
Ég er nánast handviss um að það séu til geimverur, einhversstaðar þarna úti. Síðast þegar ég heyrði um Drake jöfnuna var áætlunin 2.5 geimveru-populationir aðeins í okkar vetrarbraut.
En það þýðir ekki að ég taki brottnámssögur mjög alvarlega. Því þær eru flestar fáránlegar, og fjalla um - eins og ég sagði áður - ótrúlega tæknivæddar geimverur, sem haga sér stórundarlega. Nema þeir séu "mannfræðingar" sem vilja ekki láta vita af sér.. Anyway. Það að margir telji geimverur geta verið til kemur brottnámssögunum lítið við.
Hefur samfélagið áhrif á vinsæld kenninga..? Jú, örugglega. En þegar kenningar sanna sig, þá á samfélagið það til að taka þær í sátt - hversu fjarstæðukenndar þær eru svosem. Hversu fáránlegt er það að líkamar okkar eru að mestu ekkert (þ.e. atóm eru fáránlega "sparse").
Sú kenning að apar og menn eigi sameiginlegan forföður hefur heilan herskara af gögnum á bak við sig. Sálfræðilega, genalega, fornleifafræðilega, líffræðilega erum við fáránlega líkar dýrategundir. Sú hugmynd að e-r hafi verið numin brott af geimverum hefur einungis - aðeins og eingöngu - vitnisburð fólksins sem fór... of það ber oft fyrir sig minnisleysi... Ekki trúverðugt.
Sjálfkviknun lífs? Við vitum hvernig efni haga sér. Við höfum efnafræði til að segja okkur það. Við vitum að alls konar efnasambönd geta myndast í náttúrunni. Við höfum séð meginskrefin gerast, í tilraunastofum, aðeins á síðustu áratugum. Jú, það er fáránlega ólíklegt að líf kvikni af sjálfu sér á einhverri plánetu. En... alheimurinn er nokkuð stór. Og æfagamall (kannski óendanlega gamall?). Það er ekkert sem krefst galdra við þessa kenningu. Því finnst mér hún alls ekki fjarstæðukennd. Sýndu mér fram á að þetta sé ómögulegt, eða komdu með líklegri kenningu, og ég mun hafna kenningunni.
Fyrir tvöhundruð árum vissi fólk ekki neitt, miðað við vitneskjuna í dag. Þú ert vel að þér og ættir að vita hversu miklar framfarir hafa orðið á síðustu öld í vísindum.
Tómas, 19.9.2012 kl. 16:17
Miðað við hve ólíklegt það er að bara eitt prótein myndist fyrir tilviljun þá finnst mér undarlegt að sjá hve fólk er gjarnt á að trúa að lífverur gætu hafa myndast annars staðar.
Það væri gaman að sjá grein frá þér þar seme þú listar upp þennan herskara af gögnum. Í mínum augum þá er einmitt þessi hugmynd mjög fjarstæðukennd vegna þeirra þekkingar sem við höfum.
Hefur þú kynnt þér þá vitnisburði sem til eru fyrir þessu?
Ef við skoðum líkurnar á því að eitt prótein myndist fyrir tilviljun en einföldustu lífverur sem við vitum um þarf meira en hundrað. Við höfum 20 tegundir af amínósýrur og þessi prótein eru samsett úr sirka 400 amínósýrum þar sem röðin þarf að vera rétt. Þetta er þá svipað eins og lottó, líkurnar á því að fyrsta amínósýran sé rétt er einn á móti tuttugu. Líkurnar á því að næsta sé líka rétt er tuttugu sinnum tuttugu. Sem þýðir að líkurnar á því að prótein upp á 400 amínósýrur myndist fyrir tilviljun er 20^400. Til að setja þessa tölu í samhengi þá tala eðlisfræðingar um að fjöldi atóma í alheiminum er 10^80.
Þetta síðan hundsar alveg vandamálin við að mynda amínósýrur sem eru heilmikil og vandamálið með að mynda réttu tegundirnar af amínósýrum, sjá: Evolution Hopes You Don't Know Chemistry: The Problem with Chirality
Og mér finnst öll þessi þekking benda í eina átt, upp :)
Mofi, 19.9.2012 kl. 17:54
Mofi:
Mofi, þú ert ekki líffræðingur. Þu ert bókstafstrúaður. Þú ert ekki hlutaus þegar kemur að þessari spurningu.
Bentu okkur á EINN háskólalíffræðing sem telur að menn og apar eigi ekki sameiginlegan forföður. Þá skulum við tala saman.
Skeggi Skaftason, 19.9.2012 kl. 20:29
Ég haf mörg dæmi um hve líkar lífverur við virðumst vera. Þau gögn styðja ekki "god dunnit" kenninguna. Þau hrekja hana ekki - ég viðurkenni það - en þú hlýtur að sjá hvernig þessi atriði sem ég nefndi geta stutt þá tilgátu að við séum í reynd skyld. Þú hlýtur að átta þig á því - ég er ekki að segja að þú eigir að samþykkja tilgátuna - bara að sjá hvernig þessi atriði geta stutt hana.
Ekkert sérstaklega. En ef einhver myndi telja sig hafa verið brottnuminn á síðustu árum, hvað heldur þú að sá hinn sami sé búinn að sjá marga mismunandi geimverumyndir? Og efast þú um að heili viðkomandi geti púslað saman fantasíum úr því sem hann hefur úr að vinna?
Mofi. Ég nenni ekki að ræða þetta núna. Þetta er gömul tugga sem ég hef margoft heyrt frá þér. Þetta hefur verið margoft rætt fram og til baka, og ég sé ekki að þetta sé vandamál fyrir sérfræðinga sem halda því fram að þetta geti nú víst gerst. Það eru tugþúsundir sérfræðinga - af öllum kynþáttum. Ekkert samsæri. Eins og Skeggi bendir á, þá ert þú ekki einn af þeim sérfræðingum. Ég held mig við sérfræðiálitið, því ég er nokkuð viss um að þeir hafa mjög margir heyrt þessi rök áður.
Þar fyrir utan var ég í raun búinn að benda á að alheimurinn er gífurlega stór, og mögulega óendanlega gamall. Kannski er síðasti miklihvellur alls ekki sá eini. Ég veit.. fabúleringar. En þú veist ekkert betur en ég hvað gerðist fyrir fyrstu Planc-sekúnduna. En.. þú trúir reyndar ekki að miklihvellur hafi gerst, svo.. ég býst að á meðan þér finnst líklegt að guð hafi sett ljóseindir frá fjarlægum stjörnum þannig upp að þegar þær birtast augum okkar núna virðast þær hafa verið að ferðast í 13 milljarða ára.... þá kannski þýðir ekki einusinni að stinga upp á því að alheimurinn sé stór og gamall. Þú ert þegar búinn að hafna seinna atriðinu.
Jæja.. nenni ekki að þræta um efni sem tengjast ekki upphaflegri athugasemd, sem er (og þetta var nú aðalatriðið):
Þú ert að bera saman frásagnir af mjög ólíklegum atburðum, sem hafa aldrei verið staðfestir með almennilegum hætti við frásagnir úr mannkynssögu, sem eru ósköp reglulegir atburðir.
Þú notar svo þennan samanburð til þess að gera lítið úr röksemdarfærslum Vantrúarmanna.
Er þetta ekki svolítið kjánalegt?
Matt Dillahunty (minnir mig) hefur oft bent á þetta með dæmisögu: Ef ég segist eiga hund í garðinum mínum, af hverju myndir þú efast um það? Ef ég hefði frekar sagst eiga dreka í garðinum mínum, myndir þú ekki hafa ástæðu til að draga þá staðhæfingu í efa?
Fjöldi fólks sem staðhæfir atburðinn er ekki heldur góður mælikvarði á sannleiksgildið. Eitt sinn lét David Copperfield frelsisstyttuna í NY hverfa. Við vitum að styttan hvarf ekki, en það voru þó áhorfendur á svæðinu sem létu blekkjast, eftir því sem ég best veit.
Tómas, 20.9.2012 kl. 01:57
Þetta er rökleysan frá yfirvaldi, í staðinn fyrir að meta gögnin sjálf þá að fara í pissu keppni hver finnur flesta líffræðinga með ákveðna skoðun. Það er engin leið til að eiga skemmtilegar umræður.
Samt, bara svo að þú vitir að það eru vísindamenn sem aðhyllast einmitt þetta þá er hérna dæmi um nokkra: http://www.answersingenesis.org/home/area/bios/
Mofi, 20.9.2012 kl. 07:26
Já já, engin spurning. Ég aðeins tel að nánari skoðun segi okkur að þetta gengur ekki upp. Þessi nánari skoðun er aftur á móti eitthvað sem óþægilega fáir eru tilbúnir að gera.
Ég held að það kæmi þér á óvart hve margir hafa svona sögur og hve raunsæjar þær eru. Eins og ein sagan sem ég heyrði í sjónvarpinu hérna í Englandi þar sem einn rithöfundur sá geimskip fyrir áratugi síðan með hópi af fólki. Mjög skýr maður og þetta var ekkert sírutrip hjá honum eða neitt þannig eða hafði séð neitt fyrir eða eftir þennan atburð.
Málið er að þegar Guð er útilokaður úr myndinni þá verða menn að trúa þessu sama hvernig tölfræðin er. Hafðu í huga að þetta er bara eitt prótein, þetta er ekki allur pakkinn með gífurlegu magni af upplýsingum og kerfi sem virkar. Þú hérna einfaldlega neitar að horfast í augu við staðreyndirnar og velur að trúa einhverjum hópi af fólki.
Til hvers þá að tala um eitthvað ef að þín skoðun er einfaldlega að fara eftir einhverjum hópi manna? Það eru síðan sérfræðingar sem halda þessum rökum á lofti, þetta er ekkert mín uppfinning.
Þú ert sem sagt tilbúinn í alls konar fabúleringar til að forðast Guð? Af hverju? Þú getur varla sagt að þú ert opinn þegar kemur að þessu efni eða hvað?
Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf ( Miklihvellur )
Ég er einfaldlega að benda á að þegar kemur að trú varðandi hvað gerðist í fortíðinni þá treystum við á vitnisburð fólks. Það er ekkert meira eða minna en það. Færslan var einfaldlega til þess að velta því upp, hvernig bregst fólk við upplifun sem fer á móti því sem það trúir.
Það er líka alveg góður punktur að auðvitað er erfiðara að trúa því að Jesú reis upp frá dauðum frekar en hið nýjasta að Jesú átti konu. Ég er alveg sammála því og tel fullkomlega eðlilegt að nálgast guðspjöllin með efa en meta samt vitnisburðinn á sanngjarnan hátt.
Mofi, 20.9.2012 kl. 08:32
Ég ætla aðeins að svara því sem tengist bloggfærslunni:
Jú, það er meira og minna en það. Það er akkúrat málið. Ég á mjög erfitt með að trúa því þegar fólk segir frá ótrúlegum atburðum, en á talsvert auðveldara með að taka fólk trúanlegt þegar það segir frá trúlegum atburðum. Við treystum ekki endilega á vitnisburð fólks.
Sá partur af færslunni byggir á þeirri forsendu að Vantrúarmeðlimir eigi að taka geimverusögur jafn alvarlega og sögur af ósköp venjulegu fólki hér á jörðinni.
Ég vildi bara benda á að þessi forsenda er röng, og þú virðist sjálfur vera samþykkur því (jesú giftur vs. jesú upprisinn...). Ertu ósammála þessari athugasemd?
En jújú. Vissulega áhugavert að velta því fyrir sér hvernig fólk með mismunandi heimssýnir myndi bregðast við því að lenda í því að upplifa brottnám (hvort sem það sé raunverulegt, eða bara inni í hausnum á fólki). Ég, persónulega, vona að ég afskrifi það í ljósi þess sem ég ritaði að ofan: David Copperfield + X-Files og geimverumenning Hollywood + heilinn getur auðveldlega fríkað út af ýmsum ástæðum. Mér þætti það talsvert líklegri skýring en að ég hefði actually lent í þessu.
Býst við að Vantrúarmeðlimir svari á svipaðan hátt.. þó veit ég ekki.
Tómas, 20.9.2012 kl. 10:30
Ég er ekki sammála að þetta var forsenda. Aðal málið var að þeir hafa ákveðna "trú" eða afstöðu að þessar sögur eru uppspuni og raunveruleikinn er að geimverur eru ekki hérna á meðal okkar. Svo út frá því vangaveltur hvernig þeir myndu bregðast við að upplifa eitthvað sem fer á móti því sem þeir þegar trúa að sé satt.
Forvitnilegt svar... kemur mér samt á óvart miðað við hve sannfærður þú virðist vera að geimverur séu til.
Mofi, 20.9.2012 kl. 10:42
Mofi, mig langar að deila með þér persónulegri reynslu sem ég vona að þú látir standa hér, því ég tel að hún eigi fullt erindi inn í þessa umræðu.
Síðan ég man eftir mér hef ég persónulega glímt við alvarlegt vandamál sem lýsir sér þannig að mig dreymir alltof mikið, þetta lýsir sér þannig að öfugt við það sem gerist hjá flestum þá virðist REM hluti svefns míns vera mun meiri en hjá venjulegu fólki. REM hluti svefnsins er sá hluti svefns þar sem heilinn er mest virkur. Það vita það flestir sem muna draumana sína að oft geta þeir virst mjög langir þó að í raun hafi menn bara dreymt í nokkrar mínútur. Ímyndaðu þér hvernig það er þegar þig dreymir í raun í 5-6 klukkutíma á nóttu og jafnvel meira. Mig hefur þannig t.d. dreymt að ég hafi verið í fangelsi að því er virtist heilu dagana og vikurnar. Mig hefur dreymt það að deyja og vera í einhverskonar eftirlífi.. Og mig hefur jafnvel dreymt geimverur ;) ... Þetta kann að hljóma fyndið eða jafnvel sem krydd í tilveruna, en það er það alls ekki. Vegna þess hversu raunverulegir draumarnir oft þá jafnvel bindst ég tilfinningaböndum við þá sem mig dreymir (veit þetta hljómar furðulega) En þú getur t.d. ímyndað þér ef þú myndir núna skyndilega vakna upp og það renna yfir þig að allir sem þér þykir vænt um, foreldrar, systkini o.s.frv. Væru í raun ekki til... Auðvitað rennur það fljótlega upp fyrir mér að mig var bara að dreyma, en þetta augnablik sem ég vakna er oft hræðilegt og því fylgir ofsahræðsla í stutta stund í sumum tilfellum (fer eftir því hvað mig var að dreyma).
Þess utan dreymir mig oft sömu hlutina aftur og aftur, það er.. mig dreymir sama fólkið aftur og aftur.. þannig jafnvel að heilinn á mér man það sem mig hefur dreymt áður inni í draumnum. Þegar ég var yngri gerði ég t.d. dauðaleit í gömlum blöðum og dóti af manneskju sem ég var bara ekkert viss um hvort hefði verið til eða ekki. Þ.e. ég hélt að kannski væri mig einfaldlega að dreyma eitthvað sem hefði gerst áður, fyrra líf t.d. Sem var að sjálfsögðu bara vitleysa.
Ég er ekki sá eini í fjölskyldunni minni sem hef átt við þetta vandamál að stríða, móðursystir mín á við sama vandamál að stríða og svo á ég frænku sem hefur eytt síðustu 40 árum niðri við sundin blá, það er nú bara ekki þetta sem er að henni, en hún t.d. trúir því að hún sé einhver manneskja sem er löngu dauð.
Þetta hefur eins og áður segir valdið mér miklum vandræðum í lífinu, þannig á ég t.d. mjög erfitt með að eiga persónuleg tengsl við fólk..
Þetta kemur og fer samt, ég get átt góðar vikur og mánuði og svo mjög slæm tímabil.. það sem ég þarf að gera er að ég tek mjög sterk lyf sem framkalla djúpsvefn, venjuleg svefnlyf virka ekki heldur þarf ég að taka geðhvarfssýkislyf hvers hliðarverkun er svefn sem kemur í veg fyrir þessar draumfarir, auk þess sem þau hjálpa mér með andlega líðan, enda fylgir þessu tímabundin depurð og þunglyndi þegar þetta er sem verst.
Afhverju er ég að segja þér þetta.. Jú, málið er að þetta sýnir hversu stórfurðulegur heilinn í fólki getur verið, hann getur búið til mjög raunverulegar sýnir og tilfinningar um eitthvað sem er ekki til. Þannig lendi ég t.d. reglulega í því í kringum fólk að ég er að rifja upp hluti sem gerðust en enginn kannast við.. Þá rennur það oft upp fyrir mér að líklega var þetta bara eitthvað sem mig dreymdi en var svo raunverulegt að heilinn á mér gerir ekki greinarmun þar á milli.
Með þessa ævilöngu reynslu á bakinu les ég af miklum áhuga sögur fólks sem segist hafa lent í hinu og þessu, fólk sem segist hafa komið til himnaríkis, talað við guð, verið brottnumið af geimverum , upplifað fyrra líf o.s.frv. Og fyrir mér er ekki nokkur vafi á því að þeir sem segja þessar sögur skipast líklega að mestum hluta í 2 hópa, þá sem hafa við svipað vandamál og ég stríða, hvort sem það er eitt og eitt skipti eða alla ævi.. og svo þá sem eru einfaldlega að ljúga :)
Nú ætla ég ekkert að útiloka eitt eða neitt eins og venjulega, en ég tel að þetta sé eitthvað sem er þess vert að koma inn í þessa umræðu
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 13:17
Þér er það að sjálfsögðu frjálst Mofi að trúa svona sögum sem sannleika, en ég ætla að taka mér það bessaleyfi að gera það ekki.. Í framhaldi af því ætla ég líka að leyfa mér það að aðhyllast ekki sem trú, trúarbrögð sem eru að mínu mati líklega byggð á nokkur þúsund ára gömlum sögum í svipuðum dúr...
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 14:04
Takk fyrir að deila þessu Jón Bjarni. Hef alveg hellings löngun til að ekki eyða athugasemdum frá þér, þó það væri ekki nema fyrir hve óskaplega leiðinlegt það er að finna athugasemdir í blog kerfinu; af einhverjum ástæðan þá er sá partur ótrúlega hægur.
Þetta er fínt innlegg í þessa umræðu því þarna sjáum við hve erfitt það er að vera viss um eitthvað. Jafnvel okkar eigin upplifanir geta verið erfiðar, hve miklu meira þá vangaveltur ókunnugra manna á mjög takmörkuðum gögnum. Fyrst þú lest svona sögur, svona vitnisburð fólks með miklum áhuga, hefur þú lesið vitnisburð Nýja Testamentisins? Fyrir mig þá skiptir miklu máli í hvaða umhverfi sá vitnisburður á sér stað því að Gamla Testmentið var búið að útlista í grófum dráttum hvað ætti að gerast. En auðvitað er um að ræða vitnisburð um mjög magnaða atburði og allt sem passar ekki við manns daglegu reynslu er miklu erfðara að trúa en hið hversdagslega.
Mofi, 20.9.2012 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.