Sagði Benedikt páfi "Nauðsynlegt að uppræta bókstafstrú"?

pope-benedict-fundamentalist.jpgRÚV var með þessa frétt: Nauðsynlegt að uppræta bókstafstrú þar sem sagt var frá beiðni páfa að uppræta bókstafstrú. Þegar ég googlaði þetta þá aftur á móti voru ensku fréttirnar svona: Pope urges religions to root out fundamentalism

Hvað segir fólk, er "fundamentalism" hið sama og bókstafstrú?

Eitthvað segir mér að fólk hérna hafi mjög mismunandi skilning á hvað þessi hugtök þýða. Ef maður t.d. skoðar á wikipedia hvað fundamentalism þýðir þá er kristinn fundamentalism eftirfarandi afstaða:

Eitthvað segir mér að páfi hefur ekki verið að meina að það þarf að uppræta þessa trú, þó að vísu að ég best veit er hann ósammála fyrsta atriðinu.

Ef um er að ræða bókstafstrú þá er Kaþólska kirkjan á móti því að taka sköpunarsöguna of alvarlega og lætur sem svo að hún samþykki þróunarkenninguna nema bara að Guð leiðbeindi þróuninni sem er í rauninni akkúrat á móti kjarna þróunarkenningarinnar.  

Ég er einmitt á því að ekki bókstafstrú er hættuleg því að þá eru engin höft á hver trúin er eða hvað menn gera í nafni trúarinnar.  Boðorðin tíu breytast í tíu uppástungur og hvað annað sem Biblían kennir verður að hverju sem menn vilja. Ég hef ekki rekist á marga sem eru á móti því að taka lög landsins bókstaflega. Ekki viljum við dómara sem tekur ekki mark á bókstafi laganna?

Lykilatriðið þegar kemur að fundamentalisma og bókstafstrú er hvaða grundvallar trúaratriði eru um að ræða og hvað er bókstafurinn að kenna. Ef að bókstafurinn skipar morð á þeim sem eru þér ósammála eða er á móti tjáningarfrelsi þá er slík bókstafstrú af hinu illa. Hver hérna er á móti bókstafstrú sem segir að boðorðin tíu eru í gildi og skylda okkar er að elska náungan eins og sjálfan sig og það sem maður vill að aðrir menn gjöri sér það á maður þeim að gjöra?

Hérna er Sam Harris að fjalla um hvað honum finnst raunverulega vandamálið er þegar kemur að mismunandi trúarbrögðum. Ég er ekki sammála honum í öllu hérna en hann kemur með punkta sem eru mjög góðir.


Ég held að ég þarf aðeins betri útskýringu á hvað Benedikt páfi var að meina þarna og það er eins og við þurfum aðeins að skilgreina okkar hugtök betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir eru lélegir í guðfræðinni og fræðiheitunum þarna á Rúvinu.

"Bókstafstrú" er allt of loðið og tvírætt (ef ekki margrætt) hugtak til að duga sem "þýðing" á fundamentalism.

Og páfinn var ekki að hafna því, að bókstafir Biblíunnar flytji okkur boðskap hennar og séu forsenda trúarskilningsins.

Jón Valur Jensson, 16.9.2012 kl. 20:38

2 Smámynd: Tómas

Þetta er nú bara fyndið - með páfann. Hér er wikipediu-skilgreiningin:

Fundamentalism is the demand for a strict adherence to specific theological doctrines

Ég skil þetta (bókstaflega) sem bókstafstrú. Má vel vera að páfinn hafi ekki ætlað að meina það þannig...en hann er nú einusinni bara maður. Hann hefði kannski átt að tala um "aggressive/violent religious fundamentalism" en ekki bara "religious fundamentalism". Ég hefði annars talið hann vera fundamentalisma - jafnvel þótt hann samþykki þróunarkenninguna og telji jörðina vera 4.5 milljarða ára gamla. Það er nefninlega hægt að teygja bókstaf biblíunnar utan um þróunarkenninguna (enda gera mjög margir það). Anyway..Mér fannst það nú bara fyndið þegar páfinn lét þessi orð falla :)

Nú.. um bókstafstrú:

Hér er smá dæmisaga (úr hinni bókstaflega sönnu bók, Biblíunni, skv. þér):

http://www.biblian.is/default.asp?action=pick&book=0&chap=22

og hér eru grófar upplýsingar um fólk sem heyrir raddir

http://www.mentalhealth.org.uk/help-information/mental-health-a-z/H/hearing-voices/
http://www.hope-health-recovery.org.uk/documents/How_Common_Hear_Voices.pdf

Leggjum nú 2 og 2 saman... Látum sem þú farir að heyra rödd (alls ekkert ólíklegt ef marka má rannsóknir). Ef röddin segist vera guð og skipar þér að fórna manneskju fyrir sig, hvort væri betra að þú værir bókstafstrúarmaður á biblíuna (sem inniheldur nákvæmlega svona aðstæður) eða að þú værir ekki bókstarfstrúarmaður?

Svo finnst mér ótrúlegt hvernig þér tekst að koma með rök fyrir því að "ekki-bókstafstrú" sé hættuleg. Og að einhvern veginn tengja það við lagabókstafinn. Ég hef bara fínar ástæður fyrir að fara eftir lögunum. Ef ég finn mér góðar ástæður til þess að fara ekki eftir einhverjum lögum, þá mun ég mögulega ekki fara eftir þeim og reyna að fá þeim breytt. Lögin eru ekki greypt í stein - enda breytast þau oft og eru undan okkur mannfólkinu komin.

Hið sama verður ekki sagt um biblíuna, sem hefur verið meira og minna sama ritið í langan tíma, og er ekki að fara að breytast - aldrei. Það er ekkert hægt að leggja þessa tvo hluti að jöfnu.

Auk þess er bókstafstrú er gagnslaust hugtak ef þú lætur sem það eigi við um öll skiptin sem fólk ákveður að fara eftir einhverjum hugmyndum, sama hversu langan tíma og hvers eðlis hugmyndin er - en mér finnst þú akkúrat vera að gera það að ofan.

Það að fara eftir lögum landsins er ekki bókstafstrú.

En já.. ég er sammála þér um að bókstafstrú er ekki það sama og bókstafstrú. Það eru til mismunandi hugmyndir, og sumir bókstafstrúarmenn eru mun hættuminni en aðrir.

Well.. ég verð seint sannfærður um að bókstafstrú á biblíuna sé af hinu góða (sbr. söguna um Ísak og Abraham).

Tómas, 17.9.2012 kl. 12:05

3 Smámynd: Mofi

Tómas
Leggjum nú 2 og 2 saman... Látum sem þú farir að heyra rödd (alls ekkert ólíklegt ef marka má rannsóknir). Ef röddin segist vera guð og skipar þér að fórna manneskju fyrir sig, hvort væri betra að þú værir bókstafstrúarmaður á biblíuna (sem inniheldur nákvæmlega svona aðstæður) eða að þú værir ekki bókstarfstrúarmaður?

Ísak var sonurinn sem Abraham var búinn að bíða eftir allt sitt líf og gerði það vegna þess að það var loforð frá Guði. Abraham var búinn að ganga með Guði í langan tíma og upplifa alls konar atburði þar sem Guð var með honum svo þegar kom að þessu þá hafði Abraham mjög góða ástæðu til að treysta Guði. Ég myndi segja ekki séns að eðlilegir einstaklingur myndi t.d. fremja morð ef hann bara heyrir einhverja rödd segja það. Sérstaklega bókstafstrúar einstaklingur því að bókstafurinn segir að morð er rangt og skylda okkar er að elska náungan eins og sjálfan sig svo líklegast er röddin ekki frá Guði ef röddin er að segja manni að brjóta boðorð Guðs.

Tómas
Svo finnst mér ótrúlegt hvernig þér tekst að koma með rök fyrir því að "ekki-bókstafstrú" sé hættuleg. Og að einhvern veginn tengja það við lagabókstafinn.

Ég bendi einfaldlega á tvö mismunandi bókstafi og spyr af hverju eru allir á því að það er fínt að fara eftir bókstafnum í einu tilfellinu en ekki hinu. Stjórnvöld í Þýskalandi settu í lög að gyðingar væru ekki persónur og þar af leiðandi ekki glæpur að myrða gyðinga. Þannig getur gerst þegar það eru engin bönd á illsku mannsins, þegar menn setja sjálfan sig fyrir ofan allt og alla.  Þegar kemur pressa frá umhverfinu t.d. að drekka eða sofa hjá eða gera lítið úr öðrum þá stendur krafa Biblíunnar á viðkomandi að drekka ekki, að drýgja ekki hór og að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.

Tómas
Hið sama verður ekki sagt um biblíuna, sem hefur verið meira og minna sama ritið í langan tíma, og er ekki að fara að breytast - aldrei. Það er ekkert hægt að leggja þessa tvo hluti að jöfnu.

Þar einmitt hefur Biblían vinninginn, hún breytist ekki.

Tómas
Well.. ég verð seint sannfærður um að bókstafstrú á biblíuna sé af hinu góða (sbr. söguna um Ísak og Abraham).

Biblían bannar að fórna fólki svo...

Mofi, 17.9.2012 kl. 12:36

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mofi:

Biblían bannar að fórna fólki svo...

En sagan um Ísak og Abraham er lykilsaga í biblíunni. Abraham ÆTLAÐI að fórna Ísak, og samkvæmt sögunni var það rétt ákvörðun hjá honum.

Þannig réttara er að segja:

Biblían bannar að fórna fólki NEMA þegar Guð biður um að það sé gert.

Skeggi Skaftason, 17.9.2012 kl. 15:43

5 Smámynd: Mofi

</body>

Skeggi, ef að Guð sjálfur biður um eitthvað þá er það auðvitað það sem gildir. Sá sem einfaldlega heyrir svona raddir hefur mjög góða ástæðu til að ætla að Guð myndi mjög líklega ekki biðja hann um að brjóta boðorð Guðs. En þegar kemur að því að glíma við fólk sem heyrir raddir þá erum við auðvitað á mjög erfiðu svæði. Held að lang flestir myndu hafna bókstafi Biblíunnar og velja það sem röddin segir nema lið eins og ég sem tek bókstafinn mjög alvarlega. Svona eins og Pétur þegar Guð bað hann um að borða svínakjöt:

Postulasagan 10
10
Kenndi hann þá hungurs og vildi matast. En meðan verið var að matreiða, varð hann frá sér numinn,
11 sá himininn opinn og hlut nokkurn koma niður, líkan stórum dúki. Var hann látinn síga til jarðar á fjórum skautum. 12 Þar voru á alls kyns ferfætt dýr, skriðdýr jarðar, svo og fuglar himins. 13 Og honum barst rödd: "Slátra nú, Pétur, og et!" 14 Pétur sagði: "Nei, Drottinn, engan veginn, aldrei hef ég etið neitt vanheilagt né óhreint."

Mofi, 17.9.2012 kl. 15:50

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

mofi:

Hver hérna er á móti bókstafstrú sem segir að boðorðin tíu eru í gildi

Hvað með öll hin lögin úr sömu Mósebók? Af hverju er yfirleitt sleppt að minnast á þau?

Ber ekki að taka þau bókstaflega??

5 Hver sem lýstur föður sinn eða móður sína skal líflátinn verða.

16 Hver sem stelur manni og selur hann, eða hann finnst í hans vörslu, hann skal líflátinn verða.

17 Hver sem bölvar föður sínum eða móður sinni skal líflátinn verða.

...

18 Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda.

19 Hver sem hefir samlag við fénað skal líflátinn verða.

20 Hver sem færir fórnir nokkrum guði, öðrum en Drottni einum, skal bannfærður verða.

...

o.s.fr. o.s.fr.

Skeggi Skaftason, 17.9.2012 kl. 15:52

7 Smámynd: Mofi

Öll refsi ákvæði í Mósebókunum eiga við ákveðið samfélag, samfélag með dómsstóla sem fara eftir þessum lögum og samfélag sem hefur samþykkt að þetta eru þeirra lög. Postularnir predikuðu aldrei að kristnir ættu að búa til nýtt Ísrael ríki.

Mofi, 17.9.2012 kl. 15:57

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

En boðorðin tíu?

Eru þau kannski bara ætluð Móse einum??

Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma

sagði Guð. Hann sagði ekki "ÞIÐ skuluð ekki..."

Skeggi Skaftason, 17.9.2012 kl. 16:04

9 Smámynd: Mofi

Ástæðan fyrir að hin ákvæðin eiga ekki við kristna er að það er ekki hægt að fara eftir þeim nema í heild sinni. Það þarf dómsstólana og samfélag sem samþykkir að lifa undir þessum lögum.  Lögin eru samt að mínu mati alveg í gildi en í þeim skilningi að Guð mun dæma eftir þeim á dómsdegi en ekki að það á að búa til nýtt Ísraels ríki þar sem við mennirnir tökum að okkur að refsa.

Alveg eins og þó það stendur einhvers staðar í lögum Íslands að það er bannað að keyra undir áhrifum áfengis og refsingin við því er svo og svo mikil þá eru ekki einstaklingar að taka það til sín þannig að þeir eru að taka fólk höndum og refsa því á eigin spýtur.

Mofi, 17.9.2012 kl. 16:11

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Æ ég held að þú sert farinn ða bulla.

Hvor er "heilbrigðari" regla frá Guði:

Hver sem bölvar föður sínum eða móður sinni skal líflátinn verða.

Hver sá sem móðgar spámanninn skal líflátinn verða.

Báðar reglurnar eru úr helgum textum og sumir/margir telja að þær séu í fullu gildi, a.m.k. fyrir ákveðin samfélög. (Þu sjálfur varst að segja það.)

Skeggi Skaftason, 17.9.2012 kl. 16:19

11 Smámynd: Mofi

Hvað akkúrat telur þú vera bull?

Almennt þá er afstaða kristinna að Móselögin eins og þau leggja sig ekki lengur í gildi, ég er ennþá að rannsaka það efni og ekki kominn með niðurstöðu. 

Ég held að þessar reglur eru hreinlega svipaðar og "laun syndarinnar er dauði" og lygarar munu ekki öðlast eilíft líf. Dauði fyrir að ljúga virkar óneitanlega sem mjög hörð refsing en inn í þetta allt saman kemur fyrirgefningin fyrir þá sem iðrast og biðja um hana.

Mofi, 17.9.2012 kl. 16:52

12 Smámynd: Tómas

Ef ég fæ að skjóta inn smá svari við skrifum þínum Mofi.

Mofi:
Skeggi, ef að Guð sjálfur biður um eitthvað þá er það auðvitað það sem gildir. Sá sem einfaldlega heyrir svona raddir hefur mjög góða ástæðu til að ætla að Guð myndi mjög líklega ekki biðja hann um að brjóta boðorð Guðs.

"hefur mjög góða ástæðu"? Hvaða ástæða er betri en "guð fyrirskipaði það"? Engin, skv. því sem þú varst að skrifa.

En hvernig gerir þú greinarmun á "svona röddum" og guði sjálfum? Þú lætur eins og þetta sé leikur einn - að átta sig á muninum. Hvernig áttar þú þig á muninum?

Af hverju ætti guðhræddur maður ekki að drepa son sinn ef hann telur sig hafa heyrt guð biðja sig um að gera það? (líkt og Abraham í sögunni). Skv. sögunni var guð mjög ánægður að Abraham hafi verið til í þessa mannfórn.

Ef þú trúir bókstaflega á "orð guðs" (biblíuna), hvernig getur þú hafnað því þegar geðsjúkur  morðingi segits hafa myrt eftir vilja guðs? Er biblían ekki full af sögum þar sem guð skiptir sér af fólki og biður það um að gera hitt og þetta (eins og að.. say...myrða). Fordæmið er til, skv. bókinni þinni.

Er bókstafstrú af þessari sort virkilega heilbrigð?

Ég veit ekki.. mér finnst biblían vera sjúk bók.

Tómas, 17.9.2012 kl. 18:59

13 Smámynd: Mofi

Tómas
En hvernig gerir þú greinarmun á "svona röddum" og guði sjálfum? Þú lætur eins og þetta sé leikur einn - að átta sig á muninum. Hvernig áttar þú þig á muninum?

Aðeins einhver sem þekkir Guð á möguleika á því.  

Tómas
Ef þú trúir bókstaflega á "orð guðs" (biblíuna), hvernig getur þú hafnað því þegar geðsjúkur  morðingi segits hafa myrt eftir vilja guðs?

Af því að boðorðin segja "þú skalt ekki myrða" og Jesú sagði "elska skaltu náungan eins og sjálfan þig".

Tómas
Er biblían ekki full af sögum þar sem guð skiptir sér af fólki og biður það um að gera hitt og þetta (eins og að.. say...myrða). Fordæmið er til, skv. bókinni þinni.

Ég sé það ekki þannig. Ég sé þjóð fara í stríð gegn annari þjóð vegna þess að hún var orðin svo spillt að það var ekki hægt að bjarga henni. Þegar t.d. þjóð stundar að fórna sínum eigin börnum þá getur þú rétt ímyndað þér hvað slík þjóð gerir í stríði og hvort að það að fara í stríð er ekki algengt. Ég geri stóran mun á milli þess að berjast á móti illsku og fremja illvirki. Ég sé stóran mun á því að ráðast á nasista sem eru að myrða miljónir af saklausu fólki og síðan nasistönum sjálfum. Þú vonandi skilur hvað ég er að reyna að útskýra.

Mofi, 17.9.2012 kl. 19:33

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Andmælendur reyna hér á simplan hátt að búa sér til árásir á Biblíutrú með tilvísun í fórn Abrahams. Þá hefur sennilega aldrei órað fyrir því, hve margvíslega má túlka og útleggja þá helgisögu (eins og gert er í fræðum Gyðinga) og ættu að líta á góð skrif um hana í bók eftir Gyðinginn Alan Dershowitz, sem yngstur manna varð prófessor í Harvard (í lögum), en hún nefnist The Genesis of Justice: Ten Stories of Biblical Injustice that Led to the Ten Commandments and Modern Law. Warner Books. ISBN 978-0-446-67677-9. (Sbr. einnig smá-færslu mína um Dershowitz hér vegna heimsóknar hans til Íslands og viðtals við hann í Mbl.)

Jón Valur Jensson, 18.9.2012 kl. 01:34

15 Smámynd: Mofi

Ég skil þá alveg. Þegar þessa sögu ber á góma í biblíulexíum í minni kirkju þá segja margir að þeir eiga erfitt með að skilja þessa sögu.  Ég sé Guð þarna vera að útskýra fyrir Abraham og Ísrael hvað Hann myndi þurfa að gera, að fórna sínum eigin syni en auðvitað lætur Guð Abraham ekki þurfa að framkvæma það. Það er líka stór þáttur í sögunni, Abraham fórnar ekki Ísak.

Mofi, 18.9.2012 kl. 08:08

16 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur:

Ertu sammála Páfa um að bókstafstrú sé slæm?

Varðandi söguna af Abraham og Ísak, þá er það satt aÐ hana má eins og aðrar sögur túlka á margvíslegan hátt. En það er erfitt aÐ túlka hana öðruvísi en að Guði beri að hlýða í blindni, maður eigi að gera ALLT sem Guð biður mann um að gera.

Maður sem trúir á Guð á að taka orð Guðs framyfir heilbrigða skynsemi og almennt siðferði. Guð hefur ALLTAF rétt fyrir sér.

Það sér það hver maður (nei, bara næstum því hver maður) að svona boðskapur er stórhættulegur, því fæstir fá nokkurn tímann að upplifa það að Guð tali við þá beint og milliliðalaust.

En þeir eru fjölmargir sem eru reiðubúnir aÐ TÚLKA fyrir okkur Guðs orð og útskýra vilja hans. Slíkir menn geta verið hættulegir. Slíkt vald til að miðla SANNLEIKANUM er hættulegt, ekki síst í ljósi sagna eins og sögunnar af Abraham og Ísak, sem beinlínis segir að við eigum að slökkva á heilbrigðri skynsemi og treysta Guði í blindni.

Í BLINDNI.

Skeggi Skaftason, 18.9.2012 kl. 09:07

17 Smámynd: Mofi

Skeggi
En það er erfitt aÐ túlka hana öðruvísi en að Guði beri að hlýða í blindni, maður eigi að gera ALLT sem Guð biður mann um að gera.

Í gegnum Biblíuna þá er alveg skýrt að hlíðni við Guð er af hinu góða. Abraham var búinn að marg óhlýðnast Guði, t.d. verða þess valdandi að eiginkona hans var send í kvennabúr, tvisvar... síðan tók hann aðra eiginkonu til að eignast barn, þvert á það sem Guð var búinn að biðja hann um. Guð var samt búinn að opinberast Abraham í gegnum líf hans aftur og aftur og mjög líklega þá var Guð búinn að sanna fyrir Abraham að Hann gæti vakið Ísak upp frá dauðum ef það myndi gerast því að Guð var búinn að lofa Abraham að afkomendur Ísaks yrðu að mikilli þjóð.  Þetta er ekki að mínu mati einhver blindni heldur var Guð búinn að sanna sig fyrir Abraham og ég trúi að hið sama gildir fyrir okkur.

Skeggi
Það sér það hver maður (nei, bara næstum því hver maður) að svona boðskapur er stórhættulegur, því fæstir fá nokkurn tímann að upplifa það að Guð tali við þá beint og milliliðalaust.

Dáldið fyndið hvernig við nálgumst þetta á mismunandi hátt. Þú sérð þennan boðskap sem hættulegan á meðan ég sé hann sem mikla vörn ef einhver virkilega byrjar að heyra raddir.  Fyrir mitt leiti er hérna á ferðinni mjög yfirborðskennd þekking á Biblíunni og þess vegna skiljum við þetta á svona mismunandi máta.

Skeggi
En þeir eru fjölmargir sem eru reiðubúnir aÐ TÚLKA fyrir okkur Guðs orð og útskýra vilja hans. Slíkir menn geta verið hættulegir. Slíkt vald til að miðla SANNLEIKANUM er hættulegt, ekki síst í ljósi sagna eins og sögunnar af Abraham og Ísak, sem beinlínis segir að við eigum að slökkva á heilbrigðri skynsemi og treysta Guði í blindni.

Ég sé þetta frekar eins þessi maður hérna:

Horace Greeley
It is impossible to mentally or socially enslave a BIBLE reading people. The principles of The BIBLE are the groundwork of human freedom

Ég sé þig hérna rugla saman kristnum sem lesa aldrei Biblíuna og hafa ekki sjálfstæða skoðun heldur láta presta mata sig en trúðu mér, munurinn er gífurlegur. Það er engan veginn boðskapur Biblíunnar að slökkva á skynseminni þó að Biblían segir skýrt að maður ber að treysta orði Guðs frekar en eigin skynsemi og mín reynsla er að það er svo satt.

Mofi, 18.9.2012 kl. 09:23

18 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mofi segir:

Það er engan veginn boðskapur Biblíunnar að slökkva á skynseminni þó að Biblían segir skýrt að maður ber að treysta orði Guðs frekar en eigin skynsemi

Þú ert kominn í hring. Það á sem sagt ekki að "slökkva" á skynseminni, bara ýta henni til hliðar.

It is impossible to mentally or socially enslave a BIBLE reading people. The principles of The BIBLE are the groundwork of human freedom

Hvað með fólkið sem Jim Jones lét fremja fjöldasjálfsmorð, lásu þau ekki biblíuna?

Ég sé þig hérna rugla saman kristnum sem lesa aldrei Biblíuna og hafa ekki sjálfstæða skoðun heldur láta presta mata sig

Það er beinlínis þeirra starf, að "mata" okkur. Ef það þyrfti ekki að mata okkur þá þyrfti enga presta.

Skeggi Skaftason, 18.9.2012 kl. 10:03

19 Smámynd: Mofi

Skeggi
Þú ert kominn í hring. Það á sem sagt ekki að "slökkva" á skynseminni, bara ýta henni til hliðar.

Ef að pabbi unglings segir honum að ekki nota dóp og þrátt fyrir að unglingurinn skilji það ekki en velur að treysta að pabbi sinn veit sínu viti, er það ekki bara hið gáfulega að gera fyrir unglinginn?

Skeggi
Hvað með fólkið sem Jim Jones lét fremja fjöldasjálfsmorð, lásu þau ekki biblíuna?

Mjög líklega ekki því það fundust ekki Biblíur á meðal fólksins.

Skeggi
Það er beinlínis þeirra starf, að "mata" okkur. Ef það þyrfti ekki að mata okkur þá þyrfti enga presta.

Andleg næring ætti engan veginn að vera aðeins 30 mínútna ræða, einu sinni á viku. Alvöru kristið fólk les eitthvað í Biblíunni á hverjum degi og ef einhver segir eitthvað sem það er ekki viss um þá tekur það sér tíma til að rannsaka það upp á eigin spýtur í Biblíunni til að fylgja henni en ekki mönnum.

Mofi, 18.9.2012 kl. 10:16

20 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ef pabbi unglings segir honum að nota dóp hlýðir hann vonandi EKKI. (Það gerist kannski ekki, en foreldrar biðja því miður stundum börn sín að gera hræðilega hluti, um það var frétt seinast í blaðinu í dag.)

Hugsandi manneskjur eiga nefnilega EKKI að slökkva á skynsemi sinn og treysta í blindni. Hvorki öðru fólki né gamalli bók sem er óskýr og mótsagnakennd.

Það er mín lífsskoðun.

Skeggi Skaftason, 18.9.2012 kl. 10:25

21 Smámynd: Mofi

Skeggi, en að treysta að foreldrar manns viti meira en maður sjálfur og hafi manns hagsmuni fyrir brjósti er hið gáfulega í flestum tilfellum. Að velja að treysta einhverjum sem er traustsins verður er að nota sína skynsemi. Það er einmitt ekki blindni.

Mér finnst Biblían ekki óskýr né mótsagnakennd og alltaf þegar ég hef farið að ráðum hennar þá hefur það verið mér til blessunar svo að fylgja henni er fyrir mitt leiti hið skynsamlega og að óhlíðnast henni er það sem er óskynsamlegt.

Hve mikið af því sem þú lærðir í skóla kom aðeins frá fólki sem hafði kannski rangt fyrir sér?  Eitt dæmi sem mér dettur í hug er t.d. að fyrir sirka fimmtíu sextíu árum síðan voru læknar að mæla með reykingum á meðan spámaður Guðs ( Ellen White ) sagði að reykingar væru skaðlegar heilsunni.  Við þurfum svo svakalega oft að bara velja hverjum við treystum og mín reynsla er að Guð er traustins verður á meðan menn eru það sjaldnast ekki.

Mofi, 18.9.2012 kl. 10:34

22 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hvernig vissi Ellen White að það væri skaðlegt að reykja? Stendur það í biblíunni? Sagði Guð henni það??

Hvað er að vera "spámaður Guðs"?

Hvernig getum við TREYST því að einhver sem segist vera "spámaður Guðs" sé ekki bara að þykjast eða ímynda sér að hann/hún sé spámaður Guðs?

Hvað ef einher er geðveikur og heyrir raddir í hausnum og HELDUR í fullri alvöru að það sé rödd Guðs?

Þú veist jafnvel og ég að það er fullt af misvitru fólki sem les biblíuna og réttlætir svo alls konar vitleysu með henni.

(T.d. þeir sem fara og mótmæla fyrir utan jarðarfarið samkynhneigðra í USA. Og mörg fleiri dæmi mætti nefna.)

Skeggi Skaftason, 18.9.2012 kl. 11:06

23 Smámynd: Mofi

Hún sagði að Guð hefði gefið henni sýnir, maður getur síðan metið hennar vitnisburð, hafnað honum eða trúað.

Að vera spámaður Guðs þýðir að Guð er að tala til fólks í gegnum mann.

Skeggi
Hvernig getum við TREYST því að einhver sem segist vera "spámaður Guðs" sé ekki bara að þykjast eða ímynda sér að hann/hún sé spámaður Guðs?

Ef einhver þegar treystir Biblíunni þá verður viðkomandi spámaður að tala í samræmi við það sem Guð er þegar búinn að opinbera. Ef maður treystir ekki Biblíunni þá fyrir mitt leiti er erfiðara að vita hvort viðkomandi er að segja satt eða ekki.

Skeggi
Hvað ef einher er geðveikur og heyrir raddir í hausnum og HELDUR í fullri alvöru að það sé rödd Guðs?

Já, heimurinn er flókinn.  Það eru samt ekkert voðalega margir sem fólk hefur tekið eitthvað alvarlega þegar þeir hafa sagst vera spámenn Guðs.  Ég að minnsta kosti hef mikla fordóma gagnvart því að einhver segist vera spámaður, hef hellings efasemdir um að það komi annar spámaður nokkur tíman fram þó ég reyni að hafa möguleikan opinn ef ske kynni.

Skeggi
Þú veist jafnvel og ég að það er fullt af misvitru fólki sem les biblíuna og réttlætir svo alls konar vitleysu með henni.

(T.d. þeir sem fara og mótmæla fyrir utan jarðarfarið samkynhneigðra í USA. Og mörg fleiri dæmi mætti nefna.)

Já, engin spurning. Mér finnst ég hafa vopn á móti þessu fólki eins og t.d. orð Jesú um að koma fram við aðra eins og maður vill að þeir komi fram við sig. Ég veit samt ekki hvort ég vildi rökræða við akkúrat þetta fólk sem þú nefnir, það virðist vera algjörlega óviðræðuhæft. Fullt af fyrirlitningu og heift. Þótt einhver gerir eitthvað sem þú telur vera synd þá er skylda að nálgast viðkomandi í kærleika og virðingu.

Mofi, 18.9.2012 kl. 11:18

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skeggi, spurning þín: "Ertu sammála páfa um að bókstafstrú sé slæm?" er RÖNG. Páfinn var ekki að tala gegn trúnni á bókstaflegt inntak Biblíunnar, heldur gegn fundamentalisma (lestu fyrsta innlegg mitt). Þú ert sjálfur líklega bókstafstrúar á meintan sannleik í þínum eigin orðum.

Hins vegar er Nýja testamentið með athyglisverðar ábendingar um mikilvægi andans fram yfir bókstafinn. En það felur ekki í sér neina afstöðu gagnvart hinni einföldu fúndamentalistatrú ýmissa prótestanta né heldur gegn kaþólskri viðurkenningu á gildi bókstafslegs inntaks Biblíunnar. En það inntak felur í sér semítískt málfar og hugsun, sem menn verða að setja sig inn í, ef þeir ætla sér að skilja inntakið rétt. Í hebreskunni er t.d. ekki til miðstig lýsingarorða, og þá er farið framhjá þeim vanda með því að segja t.d. að einn sé elskaður og annar hataður (synir Ísaks, Jakob og Esaú).

Harla margir þurfa að kynna sér Biblíufræði í alvöru og Gamla testamentisins sér í lagi, ef þeir til dæmis ætla sér að ráðast á það.

Jón Valur Jensson, 18.9.2012 kl. 11:19

25 Smámynd: Skeggi Skaftason

Er þetta EKKI bókstafstrú??

Fundamentalism is the demand for a strict adherence to specific theological doctrines usually understood as a reaction against Modernist theology, primarily to promote continuity and accuracy. [1] The term "fundamentalism" was originally coined by its supporters to describe a specific package of theological beliefs that developed into a movement within the Protestant community of the United States in the early part of the 20th century, and that had its roots in the Fundamentalist&#150;Modernist Controversy of that time.[2] The term usually has a religious connotation indicating unwavering attachment to a set of irreducible beliefs

http://en.wikipedia.org/wiki/Fundamentalism

Skeggi Skaftason, 18.9.2012 kl. 11:43

26 Smámynd: Skeggi Skaftason

En kannski var páfi bara að meina að bókstafstrú ANNARRA væri röng, en að sín eigin bókstafstrú væri rétt.

Þannig boðskapur er mjög algengur í öllum abrahamisku eingyðistrúarbrögðunum.

Skeggi Skaftason, 18.9.2012 kl. 11:44

27 Smámynd: Mofi

Skeggi
En kannski var páfi bara að meina að bókstafstrú ANNARRA væri röng, en að sín eigin bókstafstrú væri rétt.
Það væri að minnsta kosti skiljanleg afstaða, hey; það er mín afstaða :)

Mofi, 18.9.2012 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 803249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband