10.9.2012 | 12:22
Býflugur og travelling salesman vandamálið
Ímyndaðu þér að þurfa að ferða milli hundrað borga og þú þyrftir að finna þá leið sem er hakvæmust og síðan komast aftur heim. Þetta er vandamál í tölvunarfræðinni og kallast "the travelling salesman problem" og menn eru komnir með nokkuð gott algrím sem leysir þetta vandamál. Maður setur aðeins inn punktana og alla mögulegar leiðir milli allra punkta og hve dýrt er að fara á milli þeirra og síðan... bíður maður í dágóðan tíma eftir því að tölvan finnur út úr þessu. Því fleiri punktar, því lengur er tölvan að finna út úr þessu.
Vill svo til að býflugur leysa þetta sama vandamál en gera það ótrúlega hratt og vel samkvæmt einni vísindarannsókn sem gerð var við Lundúnar háskólanum. Svona orðaði einn af vísindamönnunum þetta:
Professor Lars Chittka, University of London
In nature, bees have to link hundreds of flowers in a way that minimises travel distance, and then reliably find their way homenot a trivial feat if you have a brain the size of a pinhead! Indeed such travelling salesmen problems keep supercomputers busy for days.
Við eigum eins og er ekki séns að búa til svona litla og öfluga tölvu sem getur reiknað þetta út. Það segir okkur að sá sem hannaði bífluguna er ennþá gáfaðri en við. Við getum alveg útilokað náttúruval og tilviljanir því að það eru ferli með engar gáfur en til að afreka þetta þá þarf gáfur, svo mikið getum við verið viss um.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Trúmál, Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:55 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 803252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er ypsilon í í býflugur
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 12:52
Takk
Mofi, 10.9.2012 kl. 12:55
Ég veit ekki hvort þú skoðaðir rannsóknirnar sem Chittka og fl. hafa verið að vinna að, en þau próf sem ég sá, eftir (reyndar mjög stutt) yfirlit, voru einungis fyrir fáeinar nóður.
Ég er með lítið tæki í vasanum sem getur leyst þess lags vandamál á fáeinum sekúndubrotum.
Má vera að þeir hafi framkvæmt próf með fleiri tugum nóða, eða hundruðum, sem vissulega væri áhugaverðara, en ég fann ekkert slíkt. Ef þú finnur rannsókn sem styður þessa tilgátu, endilega sendu það hingað inn. Það getur nefninlega vel verið að býflugur geti ekki fundið bestu lausnina við aðeins erfiðari vandamálum, heldur séu bara með góðar nálganir fyrir fáar/nokkrar nóður. Sem er alls ekki jafn merkilegt..
Reyndar, ef maður les textann vandlega, þá er prófessorinn ekki að halda því fram að býflugur geti leyst verkefni sem tók ofurtölvu marga daga að leysa. Hann sagði einungis að býflugur virtust geta leyst verkefni af sama tagi. Sem er lítið mál. Ég gæti gert svona verkefni á A4 blaði fyrir 4 nóður (jafnvel 5, ef ég skrifa smátt).
Enn fremur er ég ósammála síðustu málsgreininni, bara svo það sé á hreinu :) Það er nefninlega alls ekki búið að sýna fram á að þróunarkenningin geti ekki "framleitt" gáfaðar lífverur. Ég veit þú segir það ómögulegt - en þú ættir ekki að gera það. Ég hef aldrei sagt að guð geti ekki verið til - vegna þess að ég get alltaf haft rangt fyrir mér.
Tómas, 10.9.2012 kl. 18:52
Tómas, þetta var niðurstaðan sem vísindamennirnir fengu en já, ég veit ekki hve margar nóður þeir staðfestu að býflugurnar leistu dæmið á hagkvæman hátt. Hann sagði beint út að býflugurnar gera þetta fyrir hundruði blóma í náttúrunni svo það virðist vera þeirra niðurstaða.
Mofi, 11.9.2012 kl. 08:18
Varðandi síðasta punktinn, er þetta rétta aðferðin til að nálgast svona spurningu? Ætti það ekki frekar að vera að það þarf að sýna fram á að tilviljanir og náttúruval geti sett saman veru með gáfur?
Mofi, 11.9.2012 kl. 08:30
Niðurstaðan er ekki sú að þeir viti að býflugur geti fundið bestu lausn á TSP fyrir hundruðir nóða.
Chittka segir að býflugur verði að lágmarka ferðavegalengdina milli blóma, og að þess lags verkefni geti tekið ofurtölvur marga daga. Hann segir hvergi að þeir hafi sýnt fram á að býflugur finni virkilega bestu lausnina - né heldur virðast 3 rannsóknir þeirra, sem ég kíkti lauslega á, benda til þess.
Rannsóknirnar benda hins vegar til þess að þær finna oftast bestu lausnina fyrir mjög fáar nóður - sem er ekki mjög impressive.
Hægt er að finna nálgunarlausnir við stórum TSP á sæmilega góðum tíma, meðan besta lausnin (sem er kannski fáeinum prósentum betri en margar nálganir) krefst margra daga útreikninga.
Ég held þú takir orð hans of bókstaflega.
Varðandi athugasemd um síðasta punktinn. Ég hef margoft rætt þetta við þig, og reynt að sýna fram á að upplýsingar geti orðið til út frá náttúrulögmálum og handahófi. Ég veit ekki hvernig mér ætti að ganga betur að reyna að sýna þér fram á hvernig gáfur geti orðið til gegnum þróunarkenninguna.
Ég vil heldur ekki fara að rökræða það hér. Ég vildi bara benda á að mér þykir þú oftúlka orð Chittka, og að þó býflugur geti leyst (eða fundið nálganir) við erfiðum vandamálum, þá þykir mér það ekki jafn tilkomumikið og þér.
Tómas, 11.9.2012 kl. 13:02
Bara til að leggja áherslu á það sem ég sé athugavert við pistilinn þinn:
Ég sé hvernig þú getur túlkað orð hans þannig að hann viti að býflugur geti leyst stór TSP vandamál, sem taki ofurrölvur marga daga, en í fyrsta lagi túlka ég orð hans öðruvísi og í öðru lagi benda rannsóknirnar sjálfar ekki til þess að hann sé virkilega að meina þetta.
Tómas, 11.9.2012 kl. 13:18
Ég sé ekki betur en Chittka segir þetta beint út en er alveg sammála að kannski er hann að lesa of mikið út úr takmörkuðum gögnum ef þetta var aðeins prófað fyrir nokkra punkta. Hann er síðan sá sem rannsakaði þetta og honum fannst þetta tilkomumikið svo kannski vantar þig að rannsaka þetta eins og hann og þá finndist þér þetta líka tilkomumikið?
Mofi, 11.9.2012 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.