Er allt í lagi að ryðjast inn í kirkjur og sviðsetja kynlífssenur

Flest ef ekki öll lönd hafa lög varðandi hegðun fólks á almannafæri. Menn sem spranga um naktir í Eskjuhlíðinni gætu þurft að borga sektir eða jafnvel dúsa inn í í smá tíma. Við íslendingar tökum svona hlutum með stakri ró enda ekkert sérstakt vandamál hérna en mörg önnur lönd taka miklu harðar á þessu. Eitt af þeim löndum er greinilega Rússland.

En er það virkilega verjandi að afsaka að hljómsveit troði sér óvelkomnar inn í kirkjur og setji þar á svið orgíur?  Mér þykir þetta mál allt saman mjög undarlegt og þá sérstaklega sá hópur manna sem er að verja þessa vitleysinga. Pútín er sannarlega gagnrýnisverður en að fara inn í kirkjur og hneyksla fólk er heimskuleg leið til að gagnrýna Pútín.

Ef ég er að misskilja eitthvað varðandi þetta mál hérna þá endilega leiðréttið mig.


mbl.is Sagði Pussy Riot sviðsetja orgíur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála þér í því að það er ekki í lagi og ekki réttlætanlegt á nokkurn hátt að menn vanhelgi það sem öðrum er heilagt með orðum eða gjörðum, hvort heldur eru kirkjur, heimili manna eða annað.

Þeir sem hafa réttlætt framferði stúlknanna í kirkjunni í Rússlandi í nafni málfrelsis fara villur vegar, þeir átta sig ekki á því að réttindi manna enda nákvæmlega þar sem réttindi annarra byrja.

En gullmolinn í færslunni hjá þér Mofi er þessi setning:

Ef ég er að misskilja eitthvað varðandi þetta mál hérna þá endilega leiðréttið mig.

Getur þú nefnt eitt dæmi þess að þú hafir tekið leiðréttingum og ábendingum við skrif þín og samþykkt andstæðar skoðanir þínum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.9.2012 kl. 09:16

2 Smámynd: Mofi

Skemmtilegt að heyra þetta Axel og að ég hafi ekki verið að misskilja málið.

Það eru komin alveg þó nokkur dæmi þar sem ég þurfti að afsaka misskilning, jafnvel eftir heilmiklar umræður. Hérna er eitt dæmi: Nýja Testamentið tilheyrir ekki nýja sáttmálanum

Hjalti er líklegast sá sem hefur oftast leiðréttt mig þar sem ég var sammála að hann hafði rétt fyrir sér og ég þurfti að lagfæra.

Mofi, 6.9.2012 kl. 09:59

3 Smámynd: Ásta María H Jensen

Það er allt í lagi að "Ryðjast" með ypsilon :-)

Ásta María H Jensen, 6.9.2012 kl. 11:22

4 Smámynd: Mofi

Takk Hekla :)

Mofi, 6.9.2012 kl. 11:32

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég held að flestir hafi ekki verið að réttlæta nákvæmlega það sem konurnar gerðu, heldur fordæma þá mjög þungu refsingu sem þær hlutu fyrir.

Og fangelsisdómurinn var ekki fyrir að "sviðsetja orgíu" heldur fyrir að ryðjast inn og syngja lag óboðnar. Þú getur skoðað gjörninginn á Youtube.

Skeggi Skaftason, 7.9.2012 kl. 09:45

6 Smámynd: Mofi

Skeggi, ég er sammála að þetta er allt of þungur dómur. Einn mánuður í fangelsi hlýtur að vera meira en nóg til að fólk geri svona ekki aftur.  Varðandi akkúrat hvað þær gerðu á hefur maður heyrt mismunandi sögur, Pútin sagði þarna að sviðsvetja orgíur þú segir annað.  Þetta sem ég sá á youtube var frekar saklaust og að sitja inni í sjö ár er auðvitað allt of hörð refsing.

Mofi, 7.9.2012 kl. 09:58

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég vona að þú treystir betur eigin augum en orðum popúlísks pg hálfgerðs einræðisherra! :-)

Bara svo það sé á hreinu, af því við erum á öndverðum meiði í trúmálum ;-), þá fannst mér mjög óviðegandi hjá stelpunum í pönkgrúppunni að ryðjast inn með mótmæli sín svona akkúrat á þennan stað sem hefur alveg sérstaka þýðingu í augum kirkjurækinna Rússa. Um það skrifaði Maurildisbloggari góðan og fróðlegan pistil:

http://maurildi.blogspot.com/2012/07/putin-og-pussultin.html

Skeggi Skaftason, 7.9.2012 kl. 10:48

8 Smámynd: Mofi

Orð Pútins eru frekar léttvæg í mínum eyrum einmitt vegna þessara atriði. Maður hefði haldið að ljúga væri mjög alvarlegt af svona háttsettu fólki því að ef það er gripið við lygi þá væri þeirra orðspor og áreiðanleiki rústir einar... en nei, þannig bara virkar þetta ekki. Virðist virka þannig fyrir okkur venjulega fólkið. Ég veit að ef ég lýg að fólki og það kemst upp um mig þá er minn trúverðugleiki í rúst svo hvernig þessir pólitíkusar komast upp með þetta er alveg magnað.

Svakalega góð grein þarna sem þú bentir mér á. Setti þetta allt saman í gott sögulegt samhengi og alveg sammála niðurstöðunni, þessar stelpur eru bara dónar. Ég vona samt að þær fái ekki svona harðan dóm.

Mofi, 7.9.2012 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 803254

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband