Forritun lífsins

Áhugavert myndband sem fjallar um frumuna og DNA og hvaða ályktanir við getum dregið af því sem við vitum um þessa hluti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Mofi. Ég kíkti nú bara framhjá til að benda þér á eftirfarandi link varðandi "Junk DNA", samkvæmt greininni þá um 80% af DNA einhvers konar stýrikerfi, 2% eiginleg gen og afgangurinn "rusl". Um daginn var ég með ágiskun um 80% rusl, sú ágiskun stenst trúlega ekki ef niðurstaða þessarar greinar reynist réttar:

http://www.independent.co.uk/news/science/scientists-debunk-junk-dna-theory-to-reveal-vast-majority-of-human-genes-perform-a-vital-function-8106777.html

Varðandi myndbandið sem þú vísar til, ég hef ekki tíma til að horfa á svona langt myndband (sérstaklega þar sem það er einstaklega langdregið á köflum), en ég rak mig á nokkur atriði sem sýna mér að það er varla mikið mark takandi á málflutningnum. Myndbandið snýst um DNA sem forritunarkóða, um upplýsingar og upplýsingabærni. Lykilatriðið er upplýsingar, "information".

Þetta lykilfyrirbæri er skilgreint snemma í myndbandinu svona:

"Information: That which can be communicated through symbolic language".

Þetta er afskaplega þröng skilgreining ef menn þykjast vera að tala fyrir hönd "vísinda". Þetta passar t.d. alls ekki við eðlisfræðina. Sálfræðingar myndu einnig setja stóran fyrirvara við að hægt sé að tjá alla þekkingu með orðum. Póstmódernískir heimspekingar myndu benda á að það eina sem hægt er að tjá með táknbundnu tungumáli er tákn tungumálsins. Undirliggjandi "upplýsingar" miðlist varla nema fyrir tilviljun og heppni.

Loks er skilgreiningin órökrétt þar sem hún felur í sér tátólógíu og jafnvel hringskilgreiningu: Tungumál er táknberandi samskiptamáti. Þar af leiðandi eru ekki til nein ekki-táknberandi tungumál: "There are no non-symbolic languages".

Tungumál hafa það hlutverk að vera táknberandi, og táknin eru upplýsingatákn. Tungumál er þess vegna upplýsingamiðlandi fyrirbæri. Ef við snúum skilgreiningunni við fáum við:

"Language is a means of tramsmitting information using symbols".

Þetta er fín skilgreining á tungumálum, en engin skilgreining á upplýsingum, "information". Það er alls ekki sjálfgefið að tungumál geti flutt allar upplýsingar. Enda myndu vísindamenn á flestum sviðum einmitt staðfesta það sem skynsemin segir okkur: Upplýsingar eru miklu víðfeðmari fyrirbæri en bara það sem hægt er að tjá með orðum.

Sem sagt, fyrsta (og grunn) skilgreining myndbandsins stenst ekki skoðun.

Næst segir kynnir að vísindamenn skipti upplýsingum í þrjá flokka:

1) Shannon information: Data which does not require meaning.

2) Functional information: Data which requires meaning.

3) Prescriptive information: Instructional information.

Þessi þrískipting er hugsanlega uppfinning myndbandsgerðarmanna, alla vega finn ég hana hvergi í umfjöllun um upplýsingar. Enda get ég ekki séð á hvaða grunni eða á hvaða plani þetta eigi að vera fullnægjandi þrískipting fyrirbærisins "upplýsingar".

Fyrir það fyrsta þá er ekkert vísindalegt fyrirbæri sem heitir "Shannon information", alla vega tekst mér ekki að finna það. Shannon var frumkvöðull "information theory", vinna hans snérist fyrst og fremst að þjöppun og miðlun stafrænna upplýsinga, hann skoðaði einnig "upplýsingabærni" óreiðu í samhenginu "hávaði" í flutningskerfum.

Þarna vaknar óneitanlega upp sú hugsun hvort þetta sé ekki þrískipting byggð á tölvunarfræðihugsun. Nr. 2 og 3 samsvara Von-Neuman skiptingu í upplýsingar og kóða. Og nr. 1 er haft með af því að tölvunarfræðingar hafa lært eitthvað um Shannon og þjöppun upplýsinga og lágmarksmun á upplýsingum og óreiðu.

Það er einnig athyglisvert við skilgreiningu á nr. 3 að það er engin skilgreining. Skýringin er bara endurtekning: "Prescriptive information" er nákvæmlega það sama og "instructional information".

Skilgreining á nr. 2 er líka mjög léleg. Hvað merkir "data which requires meaning". Hverning á maður að skilja það að "upplýsingar krefjist merkingar". Er verið að meina "merkingarbærar upplýsingar", þ.e. "meaningful information"?

Loks er liður 1 í þrískiptingunni mótsögn við aðal skilgreininguna (og í mótsögn við sjálfa sig). "Data" er annað orð yfir "upplýsingar", yfirleitt notað um afmarkaðar hlutlægar upplýsingar (t.d. mæliniðurstöður) en ekki afstæðar, huglægar upplýsingar. Þetta er þó ekki "vísindaleg" skilgreining, og ekki heldur tölvunarfræðileg skilgreining.Kannski frekar málvenja.

Fyrsta skipting upplýsinga fullyrðir sem sagt að til séu upplýsingar án merkingar (eða upplýsingar sem krefjist ekki merkingar). Hér er væntanlega verið að vísa til afstæðrar merkingar. Ef "data" hefði hvorki hlutlæga né afstæða merkingu væri ekki hægt að tjá það með orðum og þar afleiðandi gengi það þvert á skilgreining upplýsinga eins og sett er fram í upphafi.

Allt í allt er myndbandið hugsað til að setja fram ákveðna trúarlega skoðun (giska ég á, ég hef ekki horft á það allt). Það byrjar með gervivísindum sérstaklega sett fram til að búa til forsendur fyrir niðurstöðuna. Sem sagt ekki sérlega vísindaleg vinnubrögð.

Brynjólfur Þorvarðsson, 6.9.2012 kl. 06:53

2 Smámynd: Mofi

Takk Brynjólfur. Það logar allt á flestum af síðunum sem ég skoða þegar kemur að sköpun þróun af þessum fréttum, enda skiljanlegt.

Núna fær spurningin um hvort að saga þróunarsinna varðandi að menn komu af einhvers konar apalegri lífveru fyrir 5-10 miljón árum síðan standist. Það var nógu svakalegt að reyna að útskýra í kringum 120 miljónir stökkbreytinga sem breyta okkur í menn en núna bætist við gífurlegur fjöldi sem kemur síðan í mörgum lögum.

Varðandi gagnrýnina á myndbandið þá finnst mér þú vera dáldið að týna þér í smáatriðum og hvort að einhver hópur fræðinga hafi aðeins öðru vísi skilning en einhver annar á einhverjum hugtökum.  Hérna er grein sem fjallar um þennan mun á upplýsingum sem þú varst ekki sáttur við, sjá: http://www.evolutionnews.org/2012/04/peer-reviewed_s059061.html

Þetta er fag sem er ennþá í mótun, fólk er ennþá að ná áttum í þessu og þarna eru hugtök til að reyna að útskýra fyrirbrygðin sem við sjáum.

Brynjólfur
Fyrir það fyrsta þá er ekkert vísindalegt fyrirbæri sem heitir "Shannon information", alla vega tekst mér ekki að finna það.

Þetta er einfaldlega tilvísun í hvernig Shannon mældi upplýsingar en sú mæling tekur ekki inn í jöfnuna hvort að um er að ræða óhljóð eða raunverulegar upplýsingar sem geta verið gagnlega í viðkomandi samhengi.
Við gætum t.d. mælt "shannon upplýsingar" í DNA lífveru en ef t.d. 80% væri drasl eða óhljóð þá gæfi þessi mæling á upplýsingum með aðferð Shannons ranga mynd af því hve mikið af gagnlegum upplýsingum eru þarna á ferðinni.

Ég sé ekki gervivísindin þarna og finnst eins og þú hefur ekki sýnt fram á neitt slíkt.

Mofi, 6.9.2012 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband