En að kenna þeim að elda ekki mat?

Þegar við eldum mat þá erum við að eyðileggja næringuna sem er í honum. Alltaf þegar við steikjum, sjóðum, eldum í ofni þá erum við að skemma mikið af því góða sem er í matnum.  Hvernig væri frekar að venja börnin á eina og eina máltíð sem er hráfæði eins og ávextir.  Ein af mistökunum sem margir gera sem fara á hráfæði er að hlutfall fitu í matnum verður of mikið. Lykillinn til að minnka hættuna á þessu er að borða mikið af ávöxtum.

Ávextir eru svona heildarpakki af næringu því þeir innihalda allt það sem líkaminn þarfnast eins og ensím til að brjóta niður matinn, prótein, vítamín, steinefni, orku og trefjar og vísindamenn eru enn að reyna að greina öll þau ótal efni sem eru í ávöxtum. 

Vill svo til að ávextir eru það sem Biblían segir að Guð ætlaði okkur mönnunum að borða svo Biblíulega séð þá eru ávextir það besta sem við getum borðað. Það skemmir síðan ekki fyrir að þeir eru ótrúlega góðir.  Það er nokkuð magnað af ef að mannkynið myndi færi sig yfir í að borða aðalega ávexti þá yrðu án efa spítalar hálftómir og skortur á mat heyrði sögunni til því það þarf miklu meiri auðlindir til að rækta kjöt. Sumir segja að Biblían innihaldi ekki neitt nytsamlegt en bara á fyrstu síðunni er lausnin á mjög stórum hluta af vandamálum mannkyns.

Hérna er listi af fyrirlestrum um heilsu sem ég mæli með: http://amazingdiscoveries.tv/c/7/Life%20at%20its%20Best%20-%20English/


mbl.is Skref í baráttunni við offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Skúlason úr Skólastræti

"Alltaf þegar við steikjum, sjóðum, eldum í ofni þá erum við að skemma mikið af því góða sem er í matnum."

Tja. Sumt er reyndar auðveldara fyrir mann að fá einhverja næringu úr, hafi það verið soðið fyrst. Nú hef ég ekki listann í kollinum, hvað þá við hendina, en þetta gildir í það minnsta um aspas. Hrár aspas er tiltölulega gagnslaus, en eftir suðu er hann nýtilegri. Eitthvað með trefjarnar í honum að gera, minnir mig. Það var eitthvað meira, auðvitað, en ég get bara ómögulega munað hvað það var. Mögulega brokkólí og kannske t.d. maís og hrísgrjón og ýmsar korntegundir sem verða meltanlegri - og þar með nýtilegri - við suðu og/eða mölun.

"það þarf miklu meiri auðlindir til að rækta kjöt."

Það er alveg rétt. Fyrr eða síðar, ef það á að sjá til þess að enginn svelti (nema að eigin ósk...) þarf að hætta þessari kjötframleiðslu.

Þorsteinn Skúlason úr Skólastræti, 8.9.2012 kl. 19:27

2 Smámynd: Mofi

Þorsteinn, takk fyrir góða athugasemd.  Það er rétt að sumt þarf að elda til að við getum borðað það en ég set stórt spurningamerki hvort að slíkt sé endilega hollt fyrir okkur að borða. Hvort sem maður aðhyllist þróunarkenninguna eða sköpun varðandi uppruna mannsins þá hefur slíkur matur ekki verið hluti af okkar upprunalegu fæðu sem þýðir að meltingarerfi okkar er ekki hannað fyrir slíkt.

Mofi, 9.9.2012 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband