30.8.2012 | 16:17
Er hægt að rannsaka kraftaverk?
Minn skilningur á yfirnáttúrulegum kraftaverkum er kraftur sem ræður yfir náttúrunni og hefur áhrif á náttúruna. Þegar Jesú gerði kraftaverk þá var um að ræða áhrif sem fólk gat séð fyrir sig sjálft. Fólkið sem skráði niður þessi kraftaverk þekktur alveg eins og við hvernig orsök og afleiðing virka. Það fólk vissi alveg að það er ekki hægt að ganga á vatni, breyta vatni í vín, fæða þúsundir með örfáum fiskum eða rísa upp frá dauðum. Það það síðan gerðist fyrir framan það þá vissi það að sá sem framkvæmdi þessi verk hafði vald yfir náttúrunni, hafði sem sagt yfirnáttúrulegt vald.
Sá sem hefði viljað rannsaka þessi kraftaverk hefði samt aðeins getað gert tvennt, athugað hvort að einhver áhrif væru ennþá greinanleg eftir kraftaverkið eða metið vitnisburð þeirra sem voru vitni að kraftaverkunum. Í flestum tilfellum þá er vitnisburður einu sönnunargögnin sem voru möguleg. Jafnvel þegar kemur að fæða þúsundir með örfáum fiskum þá samt hefði ekki verið nein leið til að meta hvort að maturinn sem var afgangs hefði haft yfirnáttúrulegan uppruna.
Sum kraftaverk sem Biblían lýsir hefðu samt átt að skilja eftir sig ummerki, eitt slíkt dæmi er þegar Guð leiddi Ísrael út úr Egyptalandi. Veit um að minnsta kosti tvær myndir sem hafa verið gerðar um þau ummerki, hérna er ein þeirra: http://video.google.com/videoplay?docid=-4305370740783955461
En jafnvel í þessu dæmi þá er hægt að útskýra ummerkin án yfirnáttúru svo mín niðurstaða er að það er erfitt að rannsaka kraftaverk og staðfesta með mikilli vissu en það geta verið vísbendingar sem styðja að kraftaverk gerðist og síðan verða menn að meta hvort að viðkomandi vitnisburður og gögn eru nógu góð til að velja að trúa.
Hvernig rannsakar maður kraftaverk? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Trúmál, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Mofi,
Áhugaverðar pælingar hér. Við verðum að horfa til þess að á framkvæmd kraftaverka verður alltaf að vera einhver vafi, þ.e. önnur skýring. Því ef kraftaverk væru "óumdeilanleg staðreynd", þá stæðum við ekki uppi með eitthvað sem heitir "trú" heldur "endanlegan sannleika". Ef Guð myndi gera þannig kraftaverk þá myndi hann loka leið okkar allra til hans því þá myndi engin trúa - því allir myndu vita. Vitneskja er ekki það sama og trú. Við getum hins vegar byggt trú okkar á því hvað okkur finnst vera "líklegast" eða "skynsamlegast". Því má segja að við trúum í blindni að einhverju leiti, en auðvitað er trúarganga hins kristna manns ekki blind. Við vitum það báðir, við fáum staðfestingu á trú okkar í gegnum samfélag við Jesúm Krist, hins vegar er það samfélag aðeins á andlegum vettvangi og verður því ekki staðfest með mælanlegum gögnum.
Ég er með einn vitnisburð um kraftaverk. Vinstri fóturinn á mér var hátt í cm styttri en sá hægri. Þetta olli mér miklum vandræðum sem fólust í þvi að ef ég fékk vöðvabólgu þá varð hún þrálát og fór ekki við svona hefðbundnar aðferðir. Ég fór á lækningasamkomu hjá fíladelfíu þar sem vinstri fóturinn var lengdur í nafni Jesú Krists. Þegar nafnið var sagt (in the name of Jesus) þá fann ég fótinn lengjast. Vöðvabólgan hefur skánað gríðalega eftir þetta og ég þarf ekki annað en að teygja mig aðeins til, til þess að losna við hana (vöðvabólguna).
Mig langaði til þess að eiga um þetta einhver gögn sem myndu staðfesta kraftaverkið og fór því í göngugreiningu hjá Flexor. Þar kom fram að fætur mínir væru núna jafn langir, ég sagði þeim sem framkvæmdi göngugreininguna frá lækningasamkomunni því ég hélt kannski að hann hefði aðra skýringu, en hann sagði bara "Ok, lengdu þeir bara á þér fótinn?". Ég fékk hjá honum skýrslu frá árinu 2007 þar sem skekkjan kemur fram og er því góð til samanburðar. Það getur verið að það sé til önnur skýring og læknisfræðimenntaðir menn gætu kannski komið með hana. En mín trú er að Jesús hafi læknað mig og gert kraftaverk í mínu lífi en það er aðeins mín trú - ekki staðreynd fyrir nokkurn annan en mig sjálfan. Kraftaverkið sannar ekki tilvist hans, en er trúarstyrkjandi fyrir mig.
Með góðum kveðjum,
Valur Arnarson, 31.8.2012 kl. 11:22
Ellen White orðaði þetta að Guð gefur okkur meira en nóg af gögnum til að trúa en skilur alltaf eftir einhverja hanka fyrir okkur að hengja okkar efasemdir á ef við viljum gera það. Hún orðaði þetta flottar en ég en vonandi komst hugmyndin á framfæri.
Skemmtileg saga þarna Valur. Eitt sem þeir sem tilheyra ekki einhverri lifandi kristinni kirkju er að svona sögur eru ótrúlega algengar. Þeir tala um að Guð gerði eitthvað á tímum Jesú og Móse en er alveg hættur að gera kraftaverk í dag en ef eitthvað er þá eru svona frásagnir miklu algengari núna á þeim tímum.
Mofi, 31.8.2012 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.