Albert Einstein: "the more I study science, the more I believe in God"

220px-Albert_Einstein_(Nobel)Áhugavert að Einstein skildi segja þetta. Þarna er hann að bergmála það sem annar merkilegur vísindamaður hafði sagt áður:

Louis Pasteur
The more I study nature, the more I stand amazed at the work of the Creator

Því miður þá trúði Einstein aldrei á persónulegan Guð og alls ekki Guð Biblíunnar. Ég hefði haft mjög gaman af því að fá að tala við hann um þau málefni. Ein af útskýringunum sem Einstein gaf fyrir þessari afstöðu sinni var þessi:

Albert Einstein, The World as I See It
I cannot conceive of a God who rewards and punishes his creatures, or has a will of the kind that we experience in ourselves. Neither can I nor would I want to conceive of an individual that survives his physical death; let feeble souls, from fear or absurd egoism, cherish such thoughts. I am satisfied with the mystery of the eternity of life and with the awareness and a glimpse of the marvelous structure of the existing world, together with the devoted striving to comprehend a portion, be it ever so tiny, of the Reason that manifests itself in nature.

Ég aftur á móti get ekki skilið skapara sem byggir inn í mig skyn á réttlæti og löngun eftir heimi þar sem kærleikur og réttlæti býr að vera síðan sama um þann heim og þær verur sem hann skapaði. Síðan er ég engan veginn sannfærður um að allir sem hafa von um að Jesú gefi þeim líf þegar Hann kemur aftur hafa þá von vegna mikils egó. Auðvitað hafa sumir mikið egó en ég hef hitt nógu mikið af auðmjúkum kristnum einstaklingum til að efast stórlega um þessa ályktun Einsteins.

Í mínum huga var líklegast aðal ástæða Einsteins fyrir þessari afstöðu til persónulegs Guðs þessi hérna:

Albert Einstein
I have firmly decided to bite the dust with a minimum of medical assistance when my time
comes, and up to then to sin to my wicked heart’s content

Mín reynsla er að nærri því alltaf þegar kemur að afstöðu fólks til einhvers í Biblíunni þar sem um synd er að ræða þá byggist þeirra afstaða miklu frekar á þeirra ást á þeirra eigin lífsstíl en hvað er rökrétt og hvað er satt.

SixDaysEn þessi upplifun Einsteins, að því meira sem hann rannsakaði vísindin því meira trúði hann á Guð þá voru gefnar út tvær bækur þar sem vísindamenn með doktors gráður útskýrðu af hverju þeir trúðu á sköpun og oftast var það vegna rannsókna á þeirra sviði. Þessar tvær bækur eru In Six Days og On the Seventh Day.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband