22.8.2012 | 15:06
Er beikon fyrir kristna?
Fyrir flesta kristna þá gildir lítið sem ekkert frá Gamla Testamentinu fyrir kristna í dag. Þetta er mjög undarleg afstaða þar sem Jesú sagði að það fólk sem tilheyrði Hans fjölskyldu væru það fólk sem færi eftir boðum Guðs.
Markúsar guðspjall 3:35
Hver sem gerir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir.
Augljóslega fyrir alla sem hlustuðu á Jesú þarna skildu að vilji Guðs birtist í orðum Móse og spámannanna. Enn frekar sagði Jesú að þegar lesið er upp úr lögmálinu þá eigum við að fara eftir því ( Mat 23:1 )
Ef að fólk gerði þetta þá myndi það heyra t.d. þessi orð hérna:
3. Mósebók 13:7
þið skuluð telja svín óhreint því að það hefur klofna hófa, það hefur klaufir en jórtrar ekki.
Eitt af því sem kristnir hafa haldið fram að eiga ekki við kristna er hreint og óhreint kjöt eins og svínakjöt. Versið sem vitnað er í til að réttlæta þetta er þetta hérna:
Matteus 15:11
Ekki saurgar það manninn sem inn fer í munninn, hitt saurgar manninn sem út fer af munni.
Við fyrstu sýn virðist þetta borðlyggjandi og dugði mér sem afsökun fyrir minni pepperóní pizzu sem mér þótti ekkert smá vænt um.
Hérna koma ástæðurnar fyrir því að þetta vers getur ekki þýtt að það sé í lagi fyrir kristna að borða svínakjöt eins og beikon.
- Jesú segir rétt áður en Hann segir að "ekki saurgar það manninn sem inn fer í muninn" þá segir Jesú þetta:
Matteus 15:5
En þið segið: Hver sem segir við föður sinn eða móður: Það sem ég hefði átt að styrkja þig með gef ég til musterisins, 6hann þarf ekki að heiðra föður sinn eða móðurVantar í sum handrit.. Þið ógildið orð Guðs með erfikenningu ykkar.
Hérna er Jesú að gagnrýna Fariseiana fyrir að brjóta boð Guðs. Á Hans næsta setning að ógilda heilu kaflana í orði Guðs? Og gera það án þess að nokkur taki eftir því og finnist þetta dáldið undarlegt að gagnrýna Fariseiana fyrir að fara á móti Orði Guðs og síðan næsta setning Hans er að það sé í góðu lagi að fara á móti Orði Guðs. Fariseiarnir voru alltaf að leita að ástæðu til að lögsækja Jesú og ef Jesú hafði verið að boða svona stóra breytingu á lögmáli Guðs þá hefðu þeir nýtt sér það. - Ef að það raunverulega er þannig að við megum borða hvað sem er, af hverju þá var þá einu skipanirnar sem hinir nýju kristnu fengu voru þessar hérna:
Postulasagan 15:19
Ég lít því svo á að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim sem snúa sér til Guðs 20heldur rita þeim að þeir haldi sig frá öllu sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði.
Augljóslega þá fengu þeir sem voru glænýjir í trúnni reglur varðandi hvað þeir mættu borða. Það ætti einnig að lyggja fyrir að kröfur til nýrra meðlima væru meiri en þessi, eitthvað sem er kemur í ljós í öllum bréfum póstulanna þar sem þeir fara yfir ótal atriði sem kristnir áttu að fara eftir. - Í Postulasögunni þá fær Pétur sýn þar sem Guð sjálfur biður Hann um að borða óhreint kjöt en Pétur harðneitar og segist aldrei hafa borðað slíkt. Það vill svo til að það var Pétur sem bað um útskýringu á þessu sem Jesú sagði um að það er ekki það sem fer ofan í manninn sem saurgar hann.
Matteus 15:16
Hann svaraði: Hafið þið ekki enn skilið? 17Skiljið þið ekki að allt, sem inn kemur í munninn, fer í magann og lendir síðan í safnþrónni?
Pétur greinilega skildi Jesú ekki þannig að nú mætti borða hvað sem er. Pétur virðist hafa skilið Jesú eins og kemur aðeins seinna fram:
Matteus 15:20
En að eta með óþvegnum höndum saurgar engan mann.
Í öllum kaflanum minnist enginn á óhreint kjöt eða svínakjöt. Enginn spyr, þýðir þetta þá að stór hluti lögmál Guðs er fallinn úr gildi sem er það sem sumir vilja meina að Jesú hafi verið að kenna. - Jesaja talandi um endalokin segir þetta:
Jesaja 66
17Þeir sem helga sig og hreinsa til að fara í garðana og leita þann uppi sem er í miðjunni, eta svínakjöt, maðka og mýs, munu allir farast, segir Drottinn.
Ég þekki athafnir þeirra og hugsanir.
Ef einhver vill frelsast þá hlýtur hann að vilja að forðast þennan dóm sem Guð lýsir yfir þeim sem gera þetta.
Best væri að láta greyið dýrin í friði. Hvernig er hægt að vera sáttur við sjálfan sig að heimta dauða yfir þessum sæta gaur hérna fyrir ofan bara til að njóta einhvers sem maður finnst gott á bragðið? Við þurfum ekki að borða þau og það er hreinlega óhollt fyrir okkur að neyta kjöts.
Beikonilmurinn mun svífa yfir Skólavörðustígnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Trúmál | Breytt 23.8.2012 kl. 08:14 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 803246
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.