22.8.2012 | 08:30
Er trú ekki byggð á gögnum?
Það er komin upp einhver misskilningur meðal margra að trú sé ekki byggð á gögnum. Að ef þú hefur gögn þá er ekki um trú að ræða. Þetta er alls ekki rétt. Það er skiljanlegt að margir hafa þessa hugmynd því að fólk trúir mörgu sem það hefur engin gögn fyrir og oft virðast margir trúa þrátt fyrir að gögnin virðast afsanna viðkomandi trú. Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að það er hægt að túlka gögn á mismunandi vegu, gögnin túlka sig ekki sjálf og þar spilar trú viðkomandi stórt hlutverk.
Svona skilgreinir Biblían hvað trú er:
Hebreabréfið 11:1
Now faith is the substance of things hoped for, the evidence of things not seen.
Við sjáum í Jóhannes 14:29, 13:19, 16:4 að þá segir Jesú að Hann segir lærisveinunum frá ákveðnum atburðum áður en þeir gerast svo að þegar þeir gerast þá munu þeir trúa. Hann gefur þeim gögn til að byggja sína trú á. Öll kristin kirkja byggir þeim vitnisburði að Jesú reis upp frá dauðum. Menn geta auðvitað afneitað þeim sem vottuðu að þetta gerðist en þeir hinir sömu geta ekki neitað að þarna eru gögn eða vitnisburður til að byggja sína trú á. Þeir geta aðeins sagt að þeirra mati er vitnisburðurinn eða gögnin ekki nógu áreiðanleg fyrir þá til að trúa.
Ímyndið ykkur Ísrael sem var vitni að því þegar Guð opnaði hafið fyrir þjóðinni til að bjarga henni frá egyptum. Erfitt að tala um að það fólk hafði trú þegar það var vitni að slíku en samt nokkru seinna sjáum við að það hafði ekki lengur trú að Guð væri með þeim, að Guð myndi gefa þeim að borða og svo framvegis. Þið getið lesið sögu þeirra í 2. Mósebók.
Ég gerði fyrir nokkru grein þar sem ég fór yfir af hverju þróunarsinnar hafa trú, sjá: Trú þróunarsinna
Síðan að lokum, John Lennox, stærðfræðingur við Oxford að útskýra tenginguna milli skynsemi, trúar og vísindalegra gagna.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stundum held ég að þú sért inn við beinið efasemdarmaður, þú þarfnist RÖKLEGRAR réttlætingar fyrir því að trúa á Guð.
Haldbærasta réttlæting þín er sköpun lífs, sem þú telur þér trú um að hafi ekki getað átt sér stað án vitræns hönnuðar - skapara. Þar með er þú kominn með SÖNNUN fyrir tilvist Guðs, og þá er auðveldara að trúa öllu mögulegu öðru í kjölfarið, svo sem að þessi vitræni Guð hafi í raun og veru boðsent efni Biblíunnar telepatískt til þeirra mennsku höfunda sem hana skrifuðu.
(Svo er enn annar handleggur að trúa því að frásagnir biblíunnar um t.d. að Guð hai opnað hafið séu sannar. Um það ætla ég ekki að ræða hér. Við Íslendingar trúðum því framan af að Íslendingasögur væru meira og minna sannar, þær eru líka meira en 1000 árum yngri en biblíuhandritin. Samt vitum við nú að þær eru auðvitað meira og minna skáldskapur.)
Ef sköpunar-sönnuninni sleppir, þá hefurðu í raun og veru ENGA aðra sönnun fyrir því að vitrænn Guð sé til.
Þér virðist ekki nægja að einfaldlega TRÚA því að Guð sé til, þú þarft að SANNFÆRA þig með rökum, gögnum, helst vísindalegum, fyrir því að Guð sé til í raun og veru, en sé ekki hugsanlega bara HUGMYND - SKÖPUN MANNSINS.
Skeggi Skaftason, 22.8.2012 kl. 09:39
Ég upplifi allt sem ég trúi á þann hátt að ég hef ástæður til að trúa því. Ef að það væru ekki til "sannanir" eða gögn sem bentu til tilvist Guðs þá sé ég ekki að ég gæti réttlætt slíka trú fyrir mér. Hið sama gildir um Biblíuna, ef að hennar vitnisburður væri að mínu mati óáreiðanlegur eins og ég sé Mormónsbók og Kóraninn þá á ég erfitt með að ímynda mér að ég trúa honum.
En sköpunarsönnunin er aðeins ein af svo ótal mörgum. Þetta er í rauninni eins og fjalla af gögnum og þau benda upp á við, til Guðs. Eins og vefur sem allur raunveruleikinn er búinn til úr og síðan hvernig er best að skilja hann. Hérna er lítið brot af þeim gögnum sem mynda þennan vef sem ég get aðeins séð að rökréttur út frá tilvist Guðs og að Biblían fari með rétt mál:
Ég ætti einhvern tíman að gera mjög ýtarlegan lista en hérna erum við aðeins að tala um af hverju einhverjir trúa eins og þeir trúa. Ég hef marg oft reynt að fá svipaðan lista frá guðleysingjum en þeir virðast byggja sína heimsmynd á einhverju öðru en gögnum; aðalega bara efasemdum en það virkar í mínum augum svakalega sorglegur grunnur að trú.
Mofi, 22.8.2012 kl. 10:13
ÞAð að þú trúir að maður af holdi og blóði eins og ég og þú hafi tekist á loft og horfið upp til skýja (eftir að hann dó og lifnaði við), ja, það segir eitt og annað um það hvað þú telur vera áreiðanleg "gögn" og "vitnisburðir".
En þú um það.
Þú gerir þér grein fyrir því að ALLAR ritaðar heimildir um þessa himnaför Jesúsar Jósepssonar voru skráðar nokkrum kynslóðum EFTIR að hún átti að hafa átt sér stað? Svo ENGINN af þeim sem skráði söguna í Biblíuna talaði actually við einhvern sem sá þetta.
(Svona eins og við ættum að trúa því ef við finndum rit frá árinu 1800 sem greindu frá því að árið 1570 hafi maður á Íslandi flogið til himna... og myndum líta á það sem órækan vitnisburð.)
Skeggi Skaftason, 22.8.2012 kl. 11:35
Þú veist að akkúrat núna eru sirka 700.000 uppi í loftinu er það ekki?
Ef að Guð er ekki til þá sannarlega er erfitt að sjá hvernig slíkt ætti að vera hægt en ef Guð er til þá er allt annað uppi á teningnum. Jesaja var búinn að spá fyrir þessu sem gefur mér ennþá meiri ástæðu til að trúa þessum vitnum.
Hvaðan færðu þessa hugmynd?
Ég skrifaði eitt sinn um efni sem tengist þessu: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn
Að síðan kristnum fjölgaði ótrúlega mikið á mjög skömmum tíma, svo mikið að heimsveldi þess tíma varð kristið aðeins sirka 300 árum eftir þessa atburði segir þó nokkuð.
Mofi, 22.8.2012 kl. 11:47
Ómálefnaleg athugasemd fjarlægð frá Jóni Ragnarssyni.
Mofi, 22.8.2012 kl. 11:47
Sorrí, fór frjálslega með tölur. Biðst afsökunar. Kíkti á grein þína.
1. Til eru yfir 5.000 forn handrit af Nýja testamentinu, þau elstu talin vera frá 100 e.kr. til 150 e.kr.
...
2. Ekkert af upprunalegu handritunum er til en aldur elstu handritanna er nálægt aldri upprunalegu eða um 50-150 árum eftir ritun upprunalegu handritanna.
...
4. Flest af bókum Nýja Testamentisins voru skrifuð af sjónarvottum
Elstu handrit NT sem eru til, en eru samt ekki, eru skrifuð 100-150 árum e.kr. af sjónarvottum - sem voru þá ... 110-200 ára gamlir?
Skeggi Skaftason, 22.8.2012 kl. 12:51
sorrí - punktar 1., 2. og 4. áttu að vera skáletraðir.
Skeggi Skaftason, 22.8.2012 kl. 12:52
Elstu handritin eru ekki upprunalegu handritin heldur afrit. Fjöldi þeirra og hve nálægt þau eru frá því að upprunalegu handritin voru skrifuð er betra en nokkur önnur forn rit sem mannkynið hefur.
Mofi, 22.8.2012 kl. 13:03
Sveinþór Eiríksson, 28.8.2012 kl. 00:21
Sveinþór Eiríksson, 28.8.2012 kl. 00:30
sveinþór skrifar : Fyrir óra löngu síðan trúði mannskeppnan á stokka og eteina sólin tunglið o.fl. þegar hún þroskaðist, einn varð náttúrulega framar öðrum, samanber kenninguna um þeir sem eru gáfaðastir og sterkastir lifa af. Að halda þvþi fram að til sé einhver guðleg vera í mannsmynd er fals. Spurning : akkurat hvað kom til að mannskeppnan fór að trúa á einhvern guð í n',mannsmynd, eg bara spyr. ( Þetta var löngu fyrir að allar trúar bækur voru skrifaðar , hver sem trúin er ) Ég held því fram að sá sterkasti , hvar sem það var nú var gerður að guði, til þass eins að halda niðri almúganum. Ég held að þessir trúarofstækismenn ættu að hætta þessu bulli og snúa sér að því pretika frekar um að ná fram réttlæti í heiminum fyrir alla. Það á að banna alla trúflokka . meira seinna
Sveinþór Eiríksson, 28.8.2012 kl. 00:56
Er eðlilegt að stökkva strax á að Biblían hafi rangt fyrir sér ef einhverjir menn hafa búið til kenningar sem eru í andstöðu við hana?
Stóri hvellurinn svo kallaði var hugmynd sem guðleysingjar börðust mjög hart á móti af því að þeir sáu að þarna voru mjög sterk rök fyrir tilvist Guðs. Þeir vildu alheim sem væri eilífur en gögnin bentu til þess að alheimurinn, efni, orka, tími og rúm var eitt sinn ekki til. Sem þýðir að það sem orsakaði alheiminn er ekki efnislegt og er eilíft, alveg eins og Biblían lýsir Guði.
Mofi, 28.8.2012 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.