Dýrð Guðs

Hubblepic1Ég tók þátt í Biblíulexíu síðasta hvíldardag þar sem þetta umræðuefni kom upp, þ.e.a.s. dýrð Guðs. Fólk var að velta því fyrir sér dýrð Guðs út frá bæn Jesú í Jóhannesarguðspjalli 17. kafla.  Sumir töldu þarna vera að tala um krossinn, aðrir um upprisuna og enn aðrir um endurkomuna. Allt skemmtilegar vangaveltur en mér datt í hug saga sem fyrir mig útskýrir einna best dýrð Jesú. Ég að vísu deildi henni ekki með hópnum en vil endilega deila henni hérna.

Sagan segir frá lítilli stúlku og mömmu hennar. Þegar hún var mjög ung þá áttaði hún sig á því að hendur mömmur sinnar voru afskræmdar og ljótar.  Hún tók eftir því að þegar ókunnugir sáu hendurnar hennar þá var þeim brugðið og sumir áttu erfitt með að fela að þeim fannst þetta óhugnalegt. Eftir að hugsa mikið um þetta datt dótturinni í hug að gefa mömmu sinni flotta hanska í jólagjöf. Móðirin var auðvitað þakklát eins og foreldrar eru alltaf þegar börnin þeirra gefa þeim gjafir. En eftir þetta þá fór dóttirin að biðja móður sína að vera með hanskana oftar og oftar og sérstaklega ef von væri á gestum í heimsókn.  Eitt sinn átti dóttirin von á nýrri vinkonu í heimsókn og þegar hún bankaði upp á þá var það mamman sem fór til dyra en hafði gleymt hönskunum. Vinkonunni var brugðið og dóttirin tók eftir þessu og varð öskureið og skammaði móður sína fyrir þetta. Móðirin varð auðvitað miður sín yfir þessu og fór sorgmæt í burtu.  Vildi svo til að amma stelpunnar var í heimsókn, sat í hægindum sínum í stofunni en varð vitni að þessu. Seinna um kvöldið þá kom amman til ungu stelpunnar og sagði að hún vildi tala við hana og segja henni frá því af hverju hendur móðir hennar væru eins og þær voru.  Amman sagði henni að þegar hún hefði verið lítið barn þá hefði kviknað í heimili þeirra, mamma hennar hefði hætt lífi sínu til að leita að henni hafðu þurft að teygja sig í gegnum eld til að ná í hana til að bjarga henni úr brennandi húsinu. Eftir að heyra þessa sögu þá flæddu tárin niður kinnarnar á dótturinni og eftir þetta þá voru hendur mömmu hennar dýrmætar í hennar augum og það sem hún var stoltust af.

Kristnir ættu að sjá krossinn og naglaförin í höndum frelsarans eins og dóttirin sá hendur móður sinnar.  Ummerkin þegar Guð teygði Sig inn í fjandsamlegan heim og bjargaði okkur þrátt fyrir að við sýndum Honum oft óvirðingu. Þótt að tign Guðs og Hans máttur eins og við sjáum t.d. birtast í sköpunarverkinu, hvort sem við horfum á náttúruna eða út í undur geimsins séu tilkomu mikil þá er krossinn ennþá tilkomu meiri því að til þess að skapa heiminn þá þurfti Guð aðeins að tala og það varð en til þess að frelsa okkur undan sekt og dauða þá varð Guð að þjást og deyja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband