Trú þróunarsinna

reconstruction_evolutionÞað virðist vera einlæg trú þróunarsinna að þeir hafa ekki trú. Hafa þá sannfæringu að þeir viti svörin við stóru spurningum lífsins og ástæðan, þeir hafa sönnunargögn.  Hérna kemur skilgreining Biblíunnar á hvað trú er og sá skilningur sem flestir hafa á því hvað trú er.

Hebreabréfið 11:1
Now faith is the substance of things hoped for, the evidence of things not seen.

Sú hugmynd að trúa án þess að hafa nein sönnunargögn til að byggja þá trú kemur ekki frá Biblíunni. Marg oft þá segir Jesú að Hann segir ákveðna hluti svo að seinna, þegar þeir rætast þá myndu lærisveinarnir trúa. Páll segir í Rómverjabréfinu að sköpunarverkið lætur alla vita að það er til skapari:

Rómverjabréfið 1
20
For since the creation of the world God’s invisible qualities—his eternal power and divine nature—have been clearly seen, being understood from what has been made, so that people are without excuse.

Þannig að það er alls ekki þannig að það er einhver dyggð að trúa án sönnunargagna, það er miklu frekar bara heimskulegt og aumingjalegt og engan veginn afstaða sem kristnir hafa sögulega haft.

Þannig að út frá Biblíulegri skilgreiningu á hvað trú er, eitthvað sem menn halda að sé rétt út frá sönnunargögnum en þeir sjá það ekki með berum augum, trúa þá þróunarsinnar?

Miklihvellur

Við sjáum sönnunargögn um að alheimurinn hafði byrjun en það er ekki mikið meira sem við vitum fyrir víst. Þróunarsinnar sáu ekki þetta gerast, sáu ekki hvaða efni mynduðust eða hvernig þau fóru að því að verða að plánetum og stjörnukerfum. Við sjáum ekki einu sinni í dag neitt af þessu myndast, sjáum þær springa og eyðileggjast en ekki myndast.  Þannig að út frá skilgreiningunni á hvað trú er, þá hafa þróunarsinnar trú þegar kemur að þessu efni.

Uppruni lífs

Þróunarsinnar trúa því að líf hafi sprottið upp úr dauðum efnum án nokkurar íhlutunar vitrænna veru af nokkri sort. Í þessu tilviki hafa þróunarsinnar engin sönnunargögn fyrir þessari trú og fjall af sönnunargögnum að þetta er röngt trú. Samt trúa þeir þessu svo í þessu tilfelli hafa þeir blinda trú því þeir hafa ekki sönnunargögn til að styðja hana.

Uppruni náttúrunnar

Þegar kemur að uppruna náttúrunnar þá hafa þróunarsinnar slatta af sönnunargögnum sem sum hver styðja þessa trú en hið sama gildir hér eins og dæmin á undan, það sá þetta enginn gerast og við sjáum þetta ekki gerast í dag. Þannig að þrátt fyrir einhverjar staðreyndir og rök þá samt sá enginn bakteríu þróast yfir í aðrar tegundir af lífverum og enginn sá apalega tegund verða að manneskju. Við ættum að sjá eitthvað af þeim tegundum sem voru á milli apa og manna. Þetta er ástæðan fyrir alls konar sorglegu rugli í upphafi þessarar aldar, sjá: Darwin’s apemen and the exploitation of deformed humans

Hið sama gildir um alls konar sögur sem þróunarsinnar hafa spunnið upp síðustu hundrað árin eða svo. Sögur sem reyna að útskýra meðvitund, ást, vitsmuni, siðferði, kynlíf, "echo-location", byssur, sjón og miklu fleiri eru sögur af atburðum sem enginn sá og staðreyndirnar sem eiga að styðja þetta eru afskaplega fáar og lítilfjörlegar. Þar af leiðandi er hérna líka um að ræða trú, trú að eitthvað gerðist sem við vorum ekki vitni að og höfum engin bein sönnunargögn um að gerðust í raun og veru.

Ekki misskilja mig, trú á sköpun er líka trú. Menn verða að trúa, hvort sem það er sköpun eða þróun, málið snýst um hvort gögnin passa betur við sköpun eða þróun en það endar alltaf í...trú!

Hérna er trú skilgreind: http://is.wiktionary.org/wiki/tr%C3%BA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband