30.7.2012 | 12:23
Heilaþvottur og lygar þegar kemur að þróunarkenningunni
Gott að foreldrar í Hong Kong vilja ekki að þeirra börn læri einhverjar lygar. Það þarf aftur á móti ekki að vera lygar til að um sé að ræða heilaþvott, þarft aðeins einhliða fræðslu áróður þar sem upplýsingarnar eru valdar til að styðja ákveðna hugmyndafræði og öðrum sleppt og síðan sagt að ákveðin niðurstaða er hin eina rétta.
Þetta sjáum við þegar kemur að Þróunarkenningunni þegar hún er kennd í skólum út um allan heim. Ástæðan er sú að um er að ræða heilaþvott er vegna þess að hún er kennd sé sönn og eini valkosturinn þegar kemur að því að útskýra uppruna náttúrinnar. Annað dæmi um hvernig hægt er að heilaþvo einstaklinga er að benda á sönnunargögn og aðeins benda á eina leið til að túlka þau sönnunargögn.
Þar sem aftur á móti þróunarkenningin er svo einstaklega léleg kenning þá hafa menn gripið til þess
að nota lygar til að styðja kenninguna enn frekar.
Dæmu um slíkar lygar eru eftirfarandi:
Haeckel's embryos
Piltdown Man
Síðan nokkur stutt youtube þar sem farið er yfir fleiri svona dæmi.
Mótmæla heilaþvotti barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Menntun og skóli, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og Biblían er ekki heilaþvottur og ósannindi Mofi? Staðreyndir sýna að sífellt fleiri og fleiri láta ekki bjóða sér þennan Biblíu heila þvott og hafna honum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2012 kl. 13:14
Axel, þú átt frekar við að áróðurinn á móti Biblíunni er að skila þeim árangri að sífellt fleiri hafna Biblíunni. Þar sem ég trúi að Biblían segi satt og rétt frá þá er ég ósammála punktinum með ósannindi. Ég andmæli líka punktinum með heilaþvott af því að um er að ræða vitnisburð manna um þeirra samskipti við Guð. Ef einhver spyr þig um þína skoðun þá ertu ekki að heilaþvo viðkomandi með því að segja þína skoðun.
Aftur á móti þegar kemur að því að fræða um eitthvað efni, þá er auðvelt að fara yfir í heilaþvott með því að sýna aðeins eina hlið á málinu og velja út staðreyndir sem henta þínum málsstað og túlka þær einnig þannig að þær styðji þinn málstað.
Mofi, 30.7.2012 kl. 13:22
Einföld spurning:
Hvort er líklegra að vísindasamfélagið standi fyrir samsæri og heilaþvotti um Þróunarkenninguna EÐA að tiltölulega litlir og öfgafullir trúarhópar séu að berjast traustar vísindakenningar vegna þess að þær stangast á við trúarkreddur þeirra?
Ég veðja á seinni kostinn. Ekki vegna þess að vísindasamfélagið geti ekki haft rangt fyrir sér heldur vegna þess að trúarbrögð byggja ekki á traustum grunni.
Það er ekki bara fjallað um eina hlið málsins. Hugmyndir trúarbragða fá nú þegar mjög mikið rými í skólastofum, bæði á Íslandi og í flestum öðrum löndum. Satt að segja fá trúarhugmyndirnar alveg glórulaust rými.
Þær hugmyndir eiga aftur á móti ekki að fá eina sekúndu af þeim tíma sem tekinn er undir kennslu í náttúruvísindum.
Matthías Ásgeirsson, 30.7.2012 kl. 13:37
Matthías, það er ekki eins og að fremstu vísindamenn noti þessa taktík, t.d. fjallaði Steven Gould um Haeckle Embryo dæmið og það voru ekki sköpunarsinnar sem uppgvötuðu að Piltdown maðurinn væri lítið annað en lygi.
Vandamálið kemur einna best fram í orðum þessa vísindamanns hérna:
Ekki spurning um samsæri heldur um að aðhyllast þessa hugmyndafræði og það gerir það að verkum að allt verður að lúta henni og allt gert til að verja hana.
Í mínum huga eru trúarbrögð tilraunir manna til að skilja heiminn í kringum sig og þess vegna er guðleysis þróun ekkert mikið öðru vísi en búddismi, hindúismi eða kristni. Eina sem maður getur gert er að reyna að meta staðreyndirnar fyrir sjálfan sig og velja hvað manni finnst líklegast vera rétt.
Ég hefði gaman að sjá færslu frá þér Matthías þar sem þú listar upp uppgvötanir í vísindum síðustu hundrað ár sem hafa stutt þína trúarlegu afstöðu.
Ég væri mjög glaður að sjá mikinn tíma settann í kennslu á náttúruvísindum, ef bara heilaþvættinum væri sleppt og lygum. Þá myndi sköpun standa upp úr sem eini rökrétti valkosturinn fyrir held ég alveg lang flesta.
Mofi, 30.7.2012 kl. 13:46
Ef öll þekking myndi gleymast og allar bækur myndu hverfa, þá værum við í góðum málum. Við mundum smátt og smátt uppgötva vísindi aftur. Gang himintungla, þyngdarafl, afstæðiskenninguna, landrek, DNA, þróunarkennininguna og skammtafræði.
En þjóðsögur um talandi snáka og brennandi runna yrðu gleymdar. Vissulega yrðu til aðrar þjóðsögu, en þær yrðu bara öðruvísi.
Jón Ragnarsson, 30.7.2012 kl. 15:13
Við myndum gleyma fortíðinni og það er einmitt það sem Biblían er, vitnisburður um fortíðina. Að tala um Biblíuna sem þjóðsögu er einfaldlega rangt.
Mofi, 30.7.2012 kl. 15:23
> Ég hefði gaman að sjá færslu frá þér Matthías þar sem þú listar upp uppgvötanir í vísindum síðustu hundrað ár sem hafa stutt þína trúarlegu afstöðu.
Ekki mögulegt þar sem ég hef ekki "trúarlega afstöðu" í þessum málum.
Matthías Ásgeirsson, 30.7.2012 kl. 18:05
Mofi: Þú nefnir afar gott dæmi um Piltdown-manninn sem var sannarlega snautlegur kafli í vísindasögunni. Það sem þú hins vegar kemur þér hjá að nefna er að í dag nefnir enginn alvöru vísindamaður Piltdown-manninn í samhengi við alvöru rannsóknir, enda gera allir alvöru vísindamenn sér grein fyrir því að á honum er ekki hægt að byggja.
Vísindamenn sköpunarsinna geta ekki státað af sömu vinnubrögðum því þeir sjá vandamál, t.d. það að hægt er að aldursgreina hluti með margvíslegum aðferðum, og leggja sig síðan í líma við að kokka upp ótrúlegustu bull og rugl skýringar til þess að véfengja þessar aðferðir bara til þess að Biblían, sem og sú saga sem í henni er sögð, geti mögulega gengið upp. Þeir vísindamenn viðurkenna aldrei mistök heldur sjóða þeir stöðugt ógeðfelldari súpu af hálfsannleik og þvættingi til þess að heimsmynd þeirra hrynji ekki eins og spilaborg í vindi.
Þetta er lexían með Piltdown-manninum sem þú ættir að sjá, en kýst að sjá ekki. Þess í stað hangir þú eins og hundur í roði og tekur þetta eina ævafornt mál og dregur það upp hér til 'sönnunar' einhverjum hugarburði í þér. Þú veist það mætavel að þetta er ekki boðlegt, en samt grípurðu þessi hálmstrá til þess að stoppa í götin á hriplekri veraldarsýn.
Ég er nokkuð viss um að fleiri Piltdown-menn leynist í gagnasafni alvöru vísindamanna, en ég er að sama skapi viss um að þeir eru ekki margir. Þá er ég gjörsamlega viss um að þegar þeir koma fram, þá verða þeir umsvifalaust strikaður út úr vísindaregistunni og færðir yfir í brandarasafn vísindamannanna.
Mig grunar að þeir vísindamenn sem vinna þínum málstað til heilla geri sér enga grein fyrir því að mestöll þeirra vinna á heima brandara megin í kladdanum, sem er sorglegt því þeir gætu verið að gera svo miklu merkilegri hluti við sinn tíma en að sanna að söguþráður í ótrúlegri skáldsögu hafi verið raunverulegur. Öll vinna þeirra er einn risastór Piltdown-maður, en það geturðu ekki horfst í augu við því um leið og þú og þín skoðanasystkin fóruð að reyna að sanna tilveru Guðs, þá gerðuð þið í raun ekkert annað en að afsanna hana all rækilega því ykkur hefur mistekist svo herfilega í ykkar vinnu.
Það er sorglegt fyrir hlutaðeigandi, en svo dagsatt, að ef öllu er á botninn hvolft þá er Guð Piltdown-maðurinn. Einhvers staðar og einhvern tíma datt einhverjum eitthvað í hug og úr varð Guð eins og í sögunni um fjöðrina sem varð að fimm hænum. Klassískur Piltdown, svona alveg eins og þeir gerast bestir.
Óli Jón, 31.7.2012 kl. 00:34
Þú lifir í þvílíkri afneitun að það er bara broslegt að horfa upp á skrípaleikinn.
Allt í lagi, ég skal orða þetta öðru vísi. Ég hefði gaman að sjá færslu frá þér Matthías þar sem þú listar upp uppgvötanir í vísindum síðustu hundrað ár sem hafa stutt þína afstöðu.
Mofi, 31.7.2012 kl. 08:33
Mér finnst alltaf jafn magnað að sjá þá ofur trú sem menn eins og þú leggja í ótrúlega óvísindalegar og lélegar aldursgreiningar. Aðferðir sem menn hafa aldrei getað staðfest að virki á sýnum sem við vitum aldurinn á. Ég meina, þetta er alveg lægsta form af vísindum sem til er en samt þessi ofur trú, hvernig stendur eiginlega á þessu? Þetta er bókstaflega yfirnáttúrulegt fyrirbrygði í mínum augum.
Hvernig færðu þetta út? Ertu með einhver dæmi sem styðja þetta?
Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Þetta er einfaldlega merkilegt dæmi af því að menn litu á þetta sem sönnun fyrir þróunarkenningunni í hátt í 40 ár. Voðalega ertu eitthvað hörundsár að ég skuli benda á þetta tiltulega fræga dæmi þar sem menn ákváðu að ljúga til að öðlast frama í þróunar vísindunum.
Ertu með einhver dæmi um þetta?
Þegar kemur að sköpunarsinnum að stunda vísindi þá einfaldlega snýst það um að rannsaka náttúruna. Allt í henni styður tilvist hönnuðar. Ég veit ekki hvað þú eiginlega heldur að sé eitthvað öðru vísi hvernig sköpunarsinni stundar vísindi og síðan þróunarsinni. Fyrir sköpunarsinna þá þarf hann aðeins að rannsaka náttúruna og punktur. Fyrir þróunarsinna þá þarf hann að rannsaka náttúruna og síðan að reyna að skálda upp sögur um hvernig þetta gat gerst af sjálfu sér.
Mofi, 31.7.2012 kl. 09:00
> Ég hefði gaman að sjá færslu frá þér Matthías þar sem þú listar upp uppgvötanir í vísindum síðustu hundrað ár sem hafa stutt þína afstöðu.
Heldur þú virkilega að þetta sé eitthvað vandamál fyrir þá sem aðhyllast skýringar vísinda á þróun lífsins?
Matthías Ásgeirsson, 31.7.2012 kl. 11:08
Matthías, ég er einfaldlega að biðja þig um að benda á nokkrar vísindalegar uppgvötanir síðustu hundrað ára og hvernig þér finnst þær styðja þína afstöðu. Ætti að vera lítið mál ef þetta er svona voðalega vísindalegt hjá þér.
Mofi, 31.7.2012 kl. 11:19
"Matthías, ég er einfaldlega að biðja þig um að benda á nokkrar vísindalegar uppgvötanir síðustu hundrað ára og hvernig þér finnst þær styðja þína afstöðu. Ætti að vera lítið mál ef þetta er svona voðalega vísindalegt hjá þér."
Hér birtist hann ljóslifandi í allri sinni dýrð, fullkominn misskilningur þinn á skoðunum þeirra sem eru þér ekki sammála...
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 16:27
Að biðja um gögn og rök fyrir afstöðu fólks... sýnir minn misskilning? Áttu við að þeir sem ég er að tala við byggja ekki sína skoðanir á gögnum og rökum? Já, það hljómar eins og mjög líkleg tilgáta, takk Jón!
Mofi, 2.8.2012 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.