23.6.2012 | 17:51
Spádómur Biblíunnar um Rómarveldi
Í kringum 500 fyrir Krist þá var Hebrea að nafni Daníel sem bjó í Babelón. Guð ákvað að upplýsa mannkynið um framtíð stórvelda þess tíma alveg fram á okkar daga svo að við gætum verið viss um að síðasti parturinn af þessum spádómi mun líka rætast en það er að Guð setur á stofn sitt eigið ríki sem mun vara að eilífu.
Í Daníel 2 lesum við að Nebúkadnesar, konungur Babílónar dreymdi draum sem hann gat ekki munað en hann var alveg viss um það að draumurinn hafi verið mjög mikilvægur. Í gegnum röð atburða þá var það maður að nafni Daníel sem með hjálp Guðs gat sagt konginum hver draumurinn var og hvað draumurinn þýddi.
Við finnum þessa sögu í Daníels bók í Gamla Testamentinu og hérna eru versin sem lýsa draumnum og þýðing Daníels á draumnum:
Daníel 2
24Daníel fór þessu næst til Arjóks, sem konungur hafði sett til að taka vitringana í Babýlon af lífi, og sagði við hann: Þú skalt ekki taka vitringana í Babýlon af lífi. Farðu með mig til konungs og ég mun ráða drauminn fyrir hann.
25Og Arjók leiddi Daníel tafarlaust fyrir konung og sagði: Ég fann mann meðal herleiddu mannanna frá Júda, sem getur sagt konungi merkingu draumsins.
26Konungur sagði við Daníel sem kallaður var Beltsasar: Getur þú sagt mér hver sá draumur var sem mig dreymdi og hvað hann merkir?
27Daníel svaraði konungi: Það er ofviða öllum vitringum, særingamönnum, galdramönnum og spásagnamönnum að opinbera konungi leyndardóm þann sem hann spyr um. 28En á himnum er sá Guð sem opinberar leynda hluti og hann hefur nú boðað þér, Nebúkadnesar konungur, hvað verða muni á hinum síðustu dögum. Þetta er draumurinn og sýnirnar sem komu þér í hug í rekkju þinni:
29Konungur, þegar þú hvíldir í rekkjunni hvarflaði hugur þinn að því hversu fara mundi á ókomnum tíma. Og hann, sem opinberar leynda hluti, sýndi þér hvað í vændum er. 30En um mig er það að segja að ekki er það vegna neinnar visku sem mér er gefin fram yfir aðra þá menn sem nú lifa að mér hefur opinberast þessi leyndardómur, heldur skyldi ráðning draumsins gefin þér, konungur, svo að þér yrðu hugsanir hjarta þíns ljósar.
31Þú horfðir fram fyrir þig, konungur, og við þér blasti risastórt líkneski. Líkneskið var feikistórt og stafaði af því skærum bjarma. Það var ógurlegt ásýndum þar sem það stóð frammi fyrir þér. 32Höfuð líkneskisins var úr skíragulli, brjóst og armleggir úr silfri en kviður og lendar úr eir, 33fótleggirnir úr járni en fæturnir að hluta úr járni og að hluta úr leir.
34Meðan þú horfðir á losnaði steinn nokkur án þess að mannshönd kæmi þar nærri. Hann lenti á fótum líkneskisins, gerðum úr járni og leir, og mölvaði þá. 35Þá molnaði niður allt í senn, járn, leir, eir, silfur og gull og fór sem hismi á þreskivelli um sumar. Vindurinn feykti því burt svo að þess sá ekki framar stað. Steinninn, sem lenti á líkneskinu, varð hins vegar að stóru fjalli sem þakti alla jörðina.
36Þetta var draumurinn. Nú segi ég þér merkingu hans, konungur.
37Þú, konungur, ert konungur konunganna og þér hefur Guð himnanna veitt konungdóm, vald, mátt og tign. 38Þér hefur hann selt mennina á vald hvar sem þeir búa, dýr merkurinnar og fugla himinsins og látið þig drottna yfir þessu öllu. Þú ert gullhöfuðið. 39En eftir þinn dag mun hefjast upp annað konungsríki, valdaminna en þitt og á eftir því þriðja ríkið, eirríkið sem mun drottna yfir veröldinni allri. 40Þá mun magnast upp fjórða ríkið, sterkt sem járn. Járn sneiðir sundur og brytjar alla aðra hluti og eins og járnið sneiðir sundur, eins mun þetta ríki brytja og sundurlima öll hin ríkin. 41Fætur sástu og tær sem voru að hluta úr efni leirkerasmiðs en að hluta úr járni. Það boðar að ríkið mun klofna. Það mun þó varðveita að nokkru styrk járnsins því að þú sást að leirinn var blandinn járni. 42Tærnar á fótunum voru að hluta úr járni og að hluta úr leir og eftir því verður það ríki öflugt að nokkru en máttlítið að nokkru. 43Þú sást að járni var blandað í leirinn. Það merkir að giftingar leiða til samrunans en ekki til samlögunar fremur en að járn og leir blandist saman.
44Á dögum þessara konunga mun Guð himnanna magna upp ríki sem aldrei mun hrynja og ekki verða selt annarri þjóð í hendur. Það mun eyða öllum þessum ríkjum og gera þau að engu en standa sjálft að eilífu. 45Það er steinninn sem þú sást losna úr fjallinu, án þess að nokkur mannshönd kæmi nærri, og mölvaði jafnt járn sem eir, leir, silfur og gull. Mikill er sá Guð sem nú hefur birt konungi það sem í vændum er. Draumurinn er sannur og ráðning hans ótvíræð.
46Nebúkadnesar konungur féll þá fram á ásjónu sína, laut Daníel og bauð að fórna honum matfórn og reykjarfórn. 47Og konungur sagði við Daníel: Vissulega er Guð ykkar guð guðanna og konungur konunganna. Og leynda hluti opinberar hann fyrst þér tókst að ráða þennan leyndardóm.
Það sem við fáum að sjá þarna er stytta sem er skipt upp í mismunandi hluta. Hver hluti er úr sérstökum málmi sem táknar mismunandi stórveldi á jörðinni. Daníel tekur fram að Babílón er fyrsta ríkið en eftir það kæmi annað sem er táknað með handleggjum og brjósti úr silfri. Við vitum út frá mannkynssögunni að ríkið sem sigraði Babelón voru Medar og Persar. Eftir það kæmi annað ríki sem táknað er með lendum úr eir ( brons ) og við vitum að Grikkland sigraði Meda og Persa. Síðasta ríkið er táknað með járn leggjum en við vitum að Rómarveldi sigraði Grikkland og tók við sem heimsveldi sem teygði sig að því við vitum núna, allt til Japans.
Núna kemur það sem er virkilega áhugavert en það er að spádómurinn segir að Rómarveldi yrði ekki sigrað af öðru ríki heldur myndi það skiptast upp í smærri ríki og það er táknað með fótum þar sem járn er blandað með leir. Þetta rættist þegar Rómarveldi sundraðist og varð að því sem við köllum í dag Evrópu. Spádómurinn tekur sérstaklega fram að menn munu reyna að nota giftingar til að sameina þetta veldi en það myndi aldrei takast. Við vitum frá mannkynssögunni að kongar Evrópu reyndu hvað þeir gátu að sameina Evrópa með t.d. giftingum en það gékk ekki. Menn síðan eins og Napóleon og Hitler reyndu að sameina Evrópu en þeim tókst það ekki.
Síðan segir spádómurinn að á tímum Evrópu mun Guð setja á stofn sitt eigið ríki sem verður eilíft ríki.
Í áttunda kafla Daníels bókar er fjallað um aðra sýn sem Daníel fékk og þar eru tvö af þessum ríkjum nefnd á nafn, Medar og Persar og síðan Grikkland. Með því að bera saman lýsingarnar milli annars kafla Daníels, sjöunda og áttunda er hægt að tengja þetta auðveldlega saman.
Hérna er fyrirlestur um þetta sama efni en farið miklu ýtarlegra í það.
Rómverskar minjar finnast í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu að segja að upp úr samstarfi EU rísi eitt sameinað ríki?
Það er svo sem ekkert ólíklegt. Ef kína t.d reynir að breiða úr sér hernaðar eða efnahagslega þá gæti það auðveldlega gerst.
Teitur Haraldsson, 24.6.2012 kl. 13:39
Neibb, horfðir þú á fyrirlesturinn? Útskýrir þetta betur en ég gat gert í textanum. Evrópa verður aldrei sameinuð eins og hún var. Að vísu ef ég skil annan spádóm rétt í Opinberunarbókinni þá mun Evrópa taka höndum saman við annað ríki og vinna með því til að ná fram ákveðnu markmiði í mjög stuttan tíma en almennt séð samkvæmt spádóminum þá verður hún ávallt sundruð.
Alvöru spádómar segja fyrir um framtíð heimsins og það er aðeins eitthvað kjöt á beinunum, eitthvað sem er merkilegt ef að það sem gerðist var ólíklegt og fólk sá það almennt ekki fyrir.
Mofi, 24.6.2012 kl. 20:08
Nei ég skil ekki allar þessar endalausu myndlysingar og tilvísanir, mér finnst þú komast nokkuð vel frá þessu án þess að vísa of mikið í heimildina.
En samt tókst mér að misskilja þig.
Síðan segir spádómurinn að á tímum Evrópu mun Guð setja á stofn sitt eigið ríki sem verður eilíft ríki.
Ég skildi þetta þannig að evrópa yrði að þessu eilífa ríki.
Teitur Haraldsson, 24.6.2012 kl. 21:19
Það er ekki það sem ég meinti. Út frá spádóminum þá myndi Guð ekki setja á stofn sitt ríki á tímum Grikkja eða Persa eða Rómarveldir heldur á tímum Evrópu. Eins og spádómurinn segir þá mun ríki Guðs gera að engu öll þessi jarðnesku ríki:
Fyrirlesturinn er skemmtilegur og útskýrir þetta miklu betur en ég náði að gera.
Mofi, 24.6.2012 kl. 22:32
Mofi, það má eins túlka spádóminn á eftirfarandi hátt:
1) Gullhöfuðið er Babýlon
2) Silfurhlutinn eru Medar
3) Bronshlutinn eru Persar (það er algengur misskilningur að Medar og Persar hafi verið með "sameiginlegt" veldi, Medar lögðu undir sig Babýlon upp úr 600 og Persar lögðu undir sig Meda um og uppúr 550).
4) Járnhlutinn eru Makedóníumenn ("Grikkir"), lýsingin passar flott.
5) Fæturnir eru Selusídar og Ptolomeiar, þeir voru auðvitað skyldir og reyndu ítrekað að sameina ríkið með giftingum.
Sú algenga kristna túlkun sem þú heldur frammi felur í sér að Rómarríki "sundrist" eða "splundrist". Það er auðvitað ekki rétt, keisarinn sat í Miklagarði og stjórnaði austurríkinu sem var mun ríkari og voldugri en vesturparturinn (sem vissulega skiptist upp í nokkur aðskilin svæði). Austurríkið var miklu ríkari, kallaði sig sjálft Rómvarveldi og voru kallaðir Rómverjar af öllum öðrum. Þeir náðu jafnframt aftur undir sig mikilvægustu hlutum vesturveldisins (sérstaklega Afríku). Það er fyrst með aðkomu Araba að verulega fer að halla undan fæti en það tók þó nærri 1000 ár áður en Austurríkið leið undir lok.
Spádómar Daníelsbókar passa ágætlega við meintan ritunartíma á tímum Makkabea, bæði þessi draumaráðning og sýnir Daníels. Gyðingar voru spentir yfir því að vera komnir með öflugt ríki sem virtist hafa burði til að leggja undir sig aðliggjandi landsvæði. Þeir áttu sand af seðlum og gátu þvingað nágrannaþjóðir til að taka upp gyðingtrú.
Sú skýring að "spádómar" Daníelsbókar lýsi fortíð ásamt draumi um nálæga framtíð er miklu líklegri en að um einhvers konar 3000 ára framtíðarsýn kristinna manna sé að ræða. Spádómarnir smellpassa að auki við þá skýringu.
Brynjólfur Þorvarðsson, 2.7.2012 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.