Peninga græðgi er rót alls ills

greed1.jpgPeningar eru eins og olía fyrir vél, þeir auðvelda fólki að skiptast á auðlindum eins og mat, olíu, verkfærum og vinnuframlagi. Þegar mikið er af peningum í umferð og þeim dreift með eðlilegum jöfnuði gengur samfélagið vel. Þess vegna er gífurlegt vald fólgið í því að stjórna því magni af peningum sem er í umferð. Það hjálpar mjög mikið til að skilja umræðuna um Evruna, krónuna og kanadíska dollarann með því að þekkja sögu peninga og hérna er fín mynd sem segir þá sögu The Money Masters

Það eru ekki peningar sem Biblían segir vera rót alls ills heldur græðgin í peninga og kannski frekar, græðgi almennt sem er brot á tíunda boðorðinu sem segir að maður á ekki að girnast það sem maður á ekki.

Það er búið að vera lærdómsrík reynsla fyrir mig að vera í London og týna veskinu mínu. Þar sem ég þekki nánast engan hérna og símanum mínum var stolið tveimur dögum áður þá upplifði ég mig sem alveg ótrúlega hjálparvana. Sem betur fer var ég með tvö pund í vasanum svo ég gat gengið í einhverja þrjá tíma að Victoríu stöðinni en þaðan fer strætó til bæjarins sem ég bý í og ef maður tekur þann sem fer frekar seint og kemur þar af leiðandi á áfanga stað seint um kvöldið þegar allt er lokað að þá kostar hann bara eitt pund.  En þessi upplifun að vera á stað þar sem allt er morandi í fólki og nóg er til af öllu, gnægð af mati og öllu sem hugurinn girnist en geta ekki gert neitt var mjög sterk og lærdómsrík. Fékk smá nasasjón af því hvernig það hlýtur að vera fyrir fólkið sem er þarna á götunni, situr með hundana sína við hliðina á sér og betlar peninga.

Án síma og peninga er eins og maður getur ekki neitt, getur ekki fengið sér að borða og nærri því getur ekki farið á klósettið þar sem aðeins kúnnar fá að nota klósettin sem eru á veitingastöðunum og það kostar einnig á almenningsklósettin.

Í ljósi þessa er dapurt að sjá hvernig við sóum peningum eða ætti ég að segja auðlindum í óþarfa. Sorglegt að hlusta á fólk tala um hvernig húsin þeirra og bílarnir gætu verið ennþá betri og flottari. Það sem er mest dapurt er maður sjálfur, að sjá þessa sömu græðgi í manni sjálfum.

Sem betur hefur Biblían góðar fréttir handa okkur, þrátt fyrir að vera sek um svona græðgi þá er fyrirgefning fyrir það í boði fyrir þá sem vilja. Fyrir þá sem vilja snúa við blaðinu og fá hjálp frá Guði til að vera betri manneskjur og síðan auðvitað, loforð Guðs um nýjan himinn og nýja jörð þar sem réttlæti býr þegar Jesú kemur aftur.

Opinberunarbókin 21
Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekki framar til.

Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum.

Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: "Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra.

Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið."

Og sá, sem í hásætinu sat, sagði: "Sjá, ég gjöri alla hluti nýja," og hann segir: "Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu."

Og hann sagði við mig: "Það er fram komið. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns.

Sá er sigrar mun erfa þetta, og ég mun vera hans Guð og hann mun vera minn sonur.


mbl.is Peningar ekki rót alls ills
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Gott að heyra að það endaði vel þetta ævintýri þitt í London. Minnti mig á þegar ég var einn í London fyrir tveimur árum að ferðast, maður fannst maður vera lítill í þessari stóru borg.

Karl Jóhann Guðnason, 28.5.2012 kl. 11:14

2 Smámynd: Mofi

Ekkert smá lítill já!   Mjög heppinn, það var stelpa frá Búlgaríu sem fann veskið mitt og hjálpaði mér að komast til hennar og beið heillengi eftir mér þar sem að lestinni minni seinkaði og svo var í vandræðum með að finna rétta strætóinn. Eftir allt þetta þá afþakkaði hún fundarverðlaun og bauð mér að drekka með sér á veitingastað þarna og spjallaði heillengi við mig.  Þetta sem virkaði sem mikil ólukka endaði sem skemmtileg blessun.

Mofi, 28.5.2012 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband