Postulasagan II

acts7-58.jpgÁ hverjum hvíldardegi fer ég í kirkju og fer í hvíldardagsskóla. Vanalega er þetta þannig að fólk skiptir sér í litla hópa og einn stýrir umræðunni og farið er yfir lexíu vikunnar sem lang flestir aðventistar í heiminum eru að rannsaka í sameiningu.  Þennan ársfjórðunginn er verið að fjalla um trúboð.

Þegar ég les lexíuna og hlusta á hugmyndir fólks um trúboð þá hef ég velt því fyrir mér ef að lærisveinarnir hefðu notað þessar aðferðir eftir krossfestingu og upprisu Krists. Þá hefði Postulasagan verið allt öðru vísi.

Vina trúboðið - Friendship evangelism

Ef að Pétur og lærisveinarnir hefðu fattað þessa snilldar aðferð við að boða þá hefði Pétur t.d. boðið Kaífas í grill til sín næsta hvíldardag og hefði endurtekið boðið aftur og aftur. Síðan nokkrum mánuðum seinna þá sér Pétur Kaífas labba fram hjá þar sem grillveislan var haldin, svona eins og hann væri að athuga hvort þetta væri eitthvað fyrir sig.  Pétur verður vitni að þessu og segir frá þessu næst þegar hann fer í kirkju og hinir postularnir hlusta á og segja við Pétur að með þessu áframhaldi þá mun Kaífas mæta í grillið og síðan við gott tækifæri þá mun Pétur geta spjallað við hann um sína trú og þá er aldrei að vita nema Kaífas muni líka vel við það sem hann heyrir og jafnvel skírast... einhvern tíman. 

Ég sé alveg fyrir mér einhvern spyrja hvort að þeir ættu ekki að benda þeim á að þeir höfðu myrt Jesú og á dómsdegi þá myndu þeir þurfa mæta Guði sem lygarar, þjófar og morðingjar en Pétur hefði þá hastað á hann og sagt að það gæti móðgað Kaífas, þeir yrðu fyrst að verða vinir hans áður en hægt væri að tala um slíka hluti.

Já, þetta væri mögnuð lesning á trúboði fyrstu postulanna.

Halda fyrirlestra

Önnur algeng trúboðs aðferð er að dreifa miðum í hús og bjóða fólki á opinbera fyrirlestra. Það væri gaman að sjá kafla í Postulasögunni þar sem þessi aðferð hefði verið notuð og þá hefði það kannski verið Ananías sem Pétur hefði rétt svona miða og boðið vingjarnlega á fyrirlestur og síðan verið mjög ánægður þegar hann hefði séð Ananías ganga framhjá þar sem fyrirlestrarnir voru haldnir, svona eins og hann væri að athuga þetta en væri ekki enn alveg til í að fá sér sæti og hlusta. Og síðan væru Postularnir að fagna þessum merka áfanga og vonuðust að einhvern tíman myndi hann nú koma og hlusta og þá er aldrei að vita nema eitthvað gerðist.

 

Allar þessar aðferðir eru svo sem ágætis tilraunir fólks að kynna fólki trú sína en...það verður að segjast að ef að við værum að lesa um Postulana og hvað þeir gerðu og þeir hefðu hagað sér svona þá... væri örugglega Postulasagan löngu gleymd. Enginn hefði nennt að þýða svona vitleysu og hvað þá varðveita hana í núna tvö þúsund ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband