23.5.2012 | 13:00
Postulasagan II
Á hverjum hvíldardegi fer ég í kirkju og fer í hvíldardagsskóla. Vanalega er þetta þannig að fólk skiptir sér í litla hópa og einn stýrir umræðunni og farið er yfir lexíu vikunnar sem lang flestir aðventistar í heiminum eru að rannsaka í sameiningu. Þennan ársfjórðunginn er verið að fjalla um trúboð.
Þegar ég les lexíuna og hlusta á hugmyndir fólks um trúboð þá hef ég velt því fyrir mér ef að lærisveinarnir hefðu notað þessar aðferðir eftir krossfestingu og upprisu Krists. Þá hefði Postulasagan verið allt öðru vísi.
Vina trúboðið - Friendship evangelism
Ef að Pétur og lærisveinarnir hefðu fattað þessa snilldar aðferð við að boða þá hefði Pétur t.d. boðið Kaífas í grill til sín næsta hvíldardag og hefði endurtekið boðið aftur og aftur. Síðan nokkrum mánuðum seinna þá sér Pétur Kaífas labba fram hjá þar sem grillveislan var haldin, svona eins og hann væri að athuga hvort þetta væri eitthvað fyrir sig. Pétur verður vitni að þessu og segir frá þessu næst þegar hann fer í kirkju og hinir postularnir hlusta á og segja við Pétur að með þessu áframhaldi þá mun Kaífas mæta í grillið og síðan við gott tækifæri þá mun Pétur geta spjallað við hann um sína trú og þá er aldrei að vita nema Kaífas muni líka vel við það sem hann heyrir og jafnvel skírast... einhvern tíman.
Ég sé alveg fyrir mér einhvern spyrja hvort að þeir ættu ekki að benda þeim á að þeir höfðu myrt Jesú og á dómsdegi þá myndu þeir þurfa mæta Guði sem lygarar, þjófar og morðingjar en Pétur hefði þá hastað á hann og sagt að það gæti móðgað Kaífas, þeir yrðu fyrst að verða vinir hans áður en hægt væri að tala um slíka hluti.
Já, þetta væri mögnuð lesning á trúboði fyrstu postulanna.
Halda fyrirlestra
Önnur algeng trúboðs aðferð er að dreifa miðum í hús og bjóða fólki á opinbera fyrirlestra. Það væri gaman að sjá kafla í Postulasögunni þar sem þessi aðferð hefði verið notuð og þá hefði það kannski verið Ananías sem Pétur hefði rétt svona miða og boðið vingjarnlega á fyrirlestur og síðan verið mjög ánægður þegar hann hefði séð Ananías ganga framhjá þar sem fyrirlestrarnir voru haldnir, svona eins og hann væri að athuga þetta en væri ekki enn alveg til í að fá sér sæti og hlusta. Og síðan væru Postularnir að fagna þessum merka áfanga og vonuðust að einhvern tíman myndi hann nú koma og hlusta og þá er aldrei að vita nema eitthvað gerðist.
Allar þessar aðferðir eru svo sem ágætis tilraunir fólks að kynna fólki trú sína en...það verður að segjast að ef að við værum að lesa um Postulana og hvað þeir gerðu og þeir hefðu hagað sér svona þá... væri örugglega Postulasagan löngu gleymd. Enginn hefði nennt að þýða svona vitleysu og hvað þá varðveita hana í núna tvö þúsund ár.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.