18.5.2012 | 17:23
Skoðanir Ben Carson valda deilum við Emory háskólann
Ben Carson er heimsþekktur taugaskurðlæknir sem hefur öðlast ótal viðurkenningar á hans starfsferli. Hann hefur á sínum ferli skrifað yfir 100 ritrýndar greinar um hans, taugaskurðlækningar og hefur fengið 38 heiður doktorsgráður. Árið 2000 fékk Carson "The presidential Medal of Freedom" sem er æðsta orða sem óbreyttur borgari getur fengið í Bandaríkjunu.
Ben Carson hefur flutt margar ræður í háskólum en núna nýlega þá flutti Carson ræðu við útskrift við Emory háskólanum og olli það miklu uppnámi meðal nemanda og kennara. Það var ekki neitt sem Carson sagði í ræðunni sem olli þessu heldur einfaldlega það að Carson er sjöunda dags aðventisti sem trúir ekki að Þróunarkenningin sé rétt. Hérna er frétt um þetta í Woshington Post, sjá: Ben Carson's creationist views spark controvery over commencement speech Athyglisverð umfjöllun og sömuleiðis umræðan um fréttina.
Eitt af því sem fór brjóstið á þessu fólki var að Carson hefur sagt að ef að Þróunarkenningin sé sönn þá höfum við engan raunverulegan grundvöll fyrir okkar siðferði. Það er mjög undarlegt að þetta fari svona fyrir brjóstið á fólki því að þetta er algeng skoðun vísindamanna, líka þeirra vísindamanna sem eru þróunarsinnar. Eitt gott dæmi er Michael Ruse sem sagði meðal annars þetta:
Michael Ruse
Ethics as we understand it is an illusion fobbed off on us by our genes to get us to co-operate.
Síðan efast ég um að þessir nemendur hefðu kvartað yfir því ef að Richard Dawkins hefði haldið ræðu við sama tilefni jafnvel þótt hann sjálfur hefur sagt alveg hið sama um grundvöll siðferðis ef Þróunarkenningin sé sönn en hann sagði t.d. þetta:
Richard Dawkins
In a universe of blind physical forces and genetic replication, some people are going to get hurt, and other people are going to get lucky; and you won't find any rhyme or reason to it, nor any justice. The universe we observe has precisely the properties we should expect if there is at the bottom, no design, no purpose, no evil and no good. Nothing but blind pitiless indifference. DNA neither knows nor cares. DNA just is, and we dance to its music.
Þetta minnir dáldið á miðaldirnar þar sem menn gátu verið sekir um hugsunarglæpi. Að trúa ekki eins og meirihlutinn og yfirvöld sögðu fólki að trúa. Ben Carson er gott dæmi um alvöru vísindamann sem hefur afrekað heilmikið á sviði vísinda og miklu frekar hefur hans trú gefið honum góðan grundvöll til að stunda vísindi og hjálpa öðrum.
Hérna er enn önnur fréttagrein um þetta mál sem setur þetta í mjög gott samhengi, sjá: At Emory University, Consternation over Ben Carson, Evolution, and Morality
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:51 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Eitt af því sem fór brjóstið á þessu fólki var að Carson hefur sagt að ef að Þróunarkenningin sé sönn þá höfum við engan raunverulegan grundvöll fyrir okkar siðferði."
Finnst þér skrýtið að fyrir trúlaust fólk hljómi það kjánalega að heyra sagt að það sé enginn grundvöllur fyrir þeirra siðferði?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 17:39
Þetta er algeng skoðun vísindamanna, ef einhver trúir að siðferði hafi þróast og þróast út frá tilviljanakenndum stökkbreytingum og náttúruvali ( sem er vægast sagt ekki mjög siðferðislega vænt ferli ) þá er siðferði mjög breytilegt og gæti verið í rauninni hvað sem er.
Tökum t.d. eitt sem Darwin sagði:
Þetta hljómar aðeins kjánalega fyrir þá þróunarsinna sem hafa lítið sem ekkert hugsað út í hvaða þýðingu þeirra trú hefur varðandi eitthvað eins og siðferði.
Mofi, 19.5.2012 kl. 18:03
Segðu mér Mofi, afhverju er siðferði hluti af þróun?
Er það afleiðing þróunar að menn hafa gaman af því að fara í bíó og horfa á góðar bíómyndir?
Afhverju heldur þú og fleiri að siðferði sé eitthvað "process" sem er tilkomið vegna þróunar... er það ekki bar fullkomlega eðlilegt að fólk vilji ekki lifa í ástandi þar sem virðing fyrir náunganum er nauðsynleg ???
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 02:13
Ég held að siðferði sé ekki hluti af þróun af því að ég trúi ekki að mannkynið hafi orðið til með tilviljanakenndum breytingum á DNA yfir langan tíma. Aftur á móti, ef einhver trúir að tilviljanir og náttúruval bjó okkur til þá er það það ferli sem bjó til okkar siðferði og það hefði getað búið til hvaða siðferði sem er. Lestu það sem Dawkins skrifaði og íhugaðu það.
Mofi, 20.5.2012 kl. 09:10
Hvernig koma tilviljunakennar breytingar á DNA þessu við?
"og það hefði getað búið til hvaða siðferði sem er."
Þetta er einfaldlega rökleysa Mofi..
Af nákvæmlega sömu ástæðu og fólk vill helst ekki vera í fangelsi þá vill venjulegt fólk ekki lifa í samfélagi þar sem ekki eru neinar reglur. Ég misþyrmi ekki öðru fólki vegna þess að ég vill ekki lifa í samfélagi þar sem fólki er misþyrmt. Þtta hefur ekkert með náttúruval eða erfðir að gera, þetta snýst um að einhvern tíma í frumbernsku mannkyns leitaðist maðurinn við að koma sér útúr því ástandi sem kallað hefur verið náttúrulegt ástand. Í náttúrulegu ástandi eru engar reglur, þar er þetta spurning um að drepa eða vera drepinn.
Vandamálið við að ræða þessa hluti við trúað fólk er að það virðist ekki með nokkru móti getað ímyndað sér það að trúlaust fólk hafi raunverulegt siðferði.
Ímyndaðu þér nú eitt augnablik að þróun sé sönn lýsing á veru okkar hér og svaraðu eftirfarandi spurningum
- Væri það afleiðing þróunar að finnast það gaman að fara í bíó?
- Væri það afleiðing þróunar að stór hópur fólks hefði gaman af því að horfa á fótbolta?
- Væri það afleiðing þróunar að njóta þess að horfa á fallegt sólsetur?
Ef svarið við þessum spurningum er nei, þá er síðasta spurningun sú - afhverju heldur þú að það ætti að vera afleiðing þróunar að vilja ekki berja, limlesta og/eða stela frá öðru fólki?
Siðferði sem snýr að virðingu fyrir náunganum er afleiðing sambúðar manna í þúsundir ára, ekki einhver afleiðing þróunar eða breytingar á erfðaefni - að rökræða þetta á þeim grundvelli að hér sé um að ræða náttúruval og/eða DNA erfðir sem birtast í siðferði er þessvegna jafn kjánalegt og að ætla halda því fram að áhugi karlmanna á klámi sé eitthvað í genunum á þeim
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 12:26
Jón Bjarni, ég á ekki til orð... ok, eitt orð, vá!
Mofi, 20.5.2012 kl. 22:46
Jæja, reiðin runnin af mér svo ég get gert heiðarlega tilraun til að svara þessari þvælu.
Þú ert hérna ekki að skilja neitt, ekki neitt, ekki einu sinni ögn af engu. Þetta snýst um hvaða öfl sköpuðu tegundina og ef þau öfl eru eins og þróunarsinnar segja að séu, tilviljanakenndar breytingar á DNA og náttúruval þá eru það öfl sem hafa enga siðferðisvitund og okkar siðferði hefði getað verið hvað sem er.
Lestu nú aftur það sem Darwin sagði:
Nei, vandamálið við að ræða þessa hluti við heimskt fólk er að það virðist ekki hafa getu til að skilja einföldustu hluti. Heldur þú að þróunarsinnar sem hafa bent á þetta vandmál með uppruna siðferðis ef þróunarkenningin er rétt geti ekki ímyndað sér að trúlaust fólk hafi raunverulegt siðferði? Þeir er oftast guðleysingjar og þróunarsinnar!
Rökin eru síðan ekki að guðleysingjar eða þróunarsinnar hafa ekki siðferði! Að þú skulir hafa sagt þetta hreinlega afskrifar þig sem vitrænan einstakling sem hægt er að rökræða við.
Svarið við öllum þessum spurningum er já, auðvitað.
Lestu það sem Dawkins skrifaði
Samkvæmt þróunarkenningunni þá svo sannarlega er það í okkar genum að hafa gaman af klámi.
Mofi, 21.5.2012 kl. 10:08
Ég frábið mér að ætla reyna ræða hluti við fólk sem virðist ekki getað komið frá sér heilli setningu án þess að kalla viðmælendur sína heimska...
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:01
http://en.wikipedia.org/wiki/State_of_nature
"The concept of state of nature was posited by the 17th century English philosopher Thomas Hobbes in Leviathan and his earlier work On the Citizen.[2] Hobbes wrote that "during the time men live without a common power to keep them all in awe, they are in that condition which is called war; and such a war as is of every man against every man" (Leviathan, ch. XIII). In this state any person has a natural right to the liberty to do anything he wills to preserve his own life, and life is "solitary, poor, nasty, brutish, and short" (loc. cit.). Hobbes' view of the state of nature helped to serve as a basis for theories of international realism.
Within the state of nature there is no injustice, since there is no law, excepting certain natural precepts, the first of which is "that every man ought to endeavour peace, as far as he has hope of obtaining it" (Leviathan, ch. XIV); and the second is "that a man be willing, when others are so too, as far forth as for peace and defence of himself he shall think it necessary, to lay down this right to all things; and be contented with so much liberty against other men as he would allow other men against himself" (loc. cit.). From this, Hobbes develops the way out of the state of nature into civil government by mutual contracts."
Hér meðal annars útskýrir afar virtur heimspekingur hið náttúrulega ástand sem hægt er að ímynda sér áður en menn settu sér einhverjar reglur í umgengni við náungann.. Trúarbrögð eru engin patent lausn til að komast útúr því ástandi, enda þarf lítið sem ekkert ímyndunarafl til að sjá að í slíku ástandi vill enginn lifa. Það er því fullkomlega rökrétt að leiðin út úr slíku ástandi er sú að tegundin smátt og smátt setur sér leikreglur sem aflétta slíku ástandi. Að ætla fara hengja allan sinn málflutning eins og þú gerir á það að samkvæmt þróunarkenningunni séu slíkar leikreglur einhver afleiðing náttúrvals og/eða einhverra breytinga á erfðaefni er 100% þvæla.
Af nákvæmlega sömu ástæðum og enginn nennir að spila spil þar sem ekki eru neinar leikreglur þá vill stór hluti mannkyns ekki lifa í ástandi þar sem ekki eru neinar reglur.
Það hvernig "siðferði" slíkrar tegdunar þróast er því engin random afleiðing þróunar heldur er það afar rökrétt leið út úr þessu lögleysuástandi sem enginn vill vera í.
Þitt argument byggist á því eingöngu að gera því skóna að siðferði hefði skv þróunarkenninunni getað orðið hvernig sem er, það er einfaldlega jafn vitlaus og að halda því fram að maðurinn hefði allt eins getað þróast í þá átt að ganga á höndunum en ekki fótunum og drekka vatn í gegnum nefið á sér.
Svo ættir þú alvarlega að fara endurskoða þessa aðferð þína til rökræðu sem fellst að því er virðist að mestu í því að ráðast á viðmælendur þína en ekki það sem þeir eru að segja.. Það er þekkt rökvilla sem þú ættir að þekkja vel nú þegar.. og aðferð sem gerir ekki lítið úr neinu nema þeim málsstað sem þú ert að verja hér
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:09
Ég er ansi langt frá því að vera heimskur Mofi, og hugsa að ég sé jafnvel töluvert betur gefinn en þú Ég er vel lesinn, bæði á sviði heimspeki, trúarbragðafræða og hef haft áhuga á líffræði og sérstaklega siðferði mjög lengi.
Það að ég sé ósammála þér gefur þér nákvæmlega engan rétt til þess að ausa yfir mig fúkyrðum eins og þú gerir hér í siðasta innleggi, og er hreinlega dónaskapur sem fullorðinn manneskja ætti ekki að viðhafa hafi hann hlotið þokkalegt uppeldi.
Þú ert þínum málsstað til skammar ef þú getur ekki látið af þessum ósið þínum.
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 20:14
Ég er búinn að fá nóg...
Mofi, 21.5.2012 kl. 22:28
Og réttlætir það svona framkomu?
Tala ég svona við þig
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 22:41
Þetta er svona svipað og gagnrýna einhvern fyrir að fá glóðurauga eftir að hafa kílt hann.
Mofi, 21.5.2012 kl. 22:58
Nei Mofi... Það er ekki í lagi að leggja út með þann útgangspunkt í samræðum við annað fólk að viðkomandi sé nú svo heimskur að það sé varla orðum í hann eyðandi - sem er það sem þú gerir hér og hefur gert oft áður.
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 11:49
Ég nálgast þetta viðfangsefni frá annari hlið en þú, þ.e. ég nálgast þetta frá hlið heimspekinnar, en það er sú grein sem mest hefur velt fyrir sér siðfræði. Mun meira en nokkurn tíma hefðbundin lífvísindi. Ég er hér að benda á annan vinkil en þann sem þú ert að taka og fæ yfir mig þvílíkan fúkyrðaflaum að manni hálf blöskrar. Ég er hvorki hálfviti eða heimskur - og það held ég að þú vitir fullvel. Það er því einfaldlega óásættanlegt að þú skulir ekki sjá þér fært að ræða þessi mál án þess að kalla mig heimskan í annarri hverri setningu.
Ég hef aldrei nokkurn tíma kallað þig heimskan eða þina skoðun á málinu heimskulega - þó svo að ég sé þér oft ekki sammála - ég virði þitt sjónarmið og hef sagt það hér ótal sinnum.
Það er spurning að þú farir að temja þér álíka kurteisi
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 11:51
Það sem ég er að benda á er að siðfræði getur vel verið afleiðing þróunar á þann hátt að þegar maðurinn hafði til þess vit og getu þá fór hann að setja sér reglur til að fylgja í samskiptum við annað fólk - að koma sér útúr þessu náttúrulega ástandi sem Hobbes lýsti..
Þín skoðun er hinsvegar sú að skv þróun hefði siðferði átt að þróast með manninum mun lengur og hefði getað endað á hvern veg sem var.
Því er ég ekki sammála og bendi þessvegna á þessi skrif margra af virtustu heimspekinum sögunnar, meðal annars Tómasar Aquinos sem er einhver virtasti kennismiður kirkjunnar eins og þú sjálfsagt veist.
Til að setja þetta upp á einfaldan hátt þá er ég að segja að grunn siðferði eins og við lifum flest við getur verið afleiðing þess að vit mannsins náði þvi leveli að hann fór að koma sér út úr kerfi þar sem þetta snerist um að éta eða vera étinn. Eina leiðin út úr því var að setja sér sanngjarnar reglur hvers afleiðing varð það siðferði sem við þekkjum í dag. Reglurnar hefðu ekkert getað verið á hvern veg sem er eins og þú gefur í skyn. Því ef ennþá hefði verið í lagi að myrða, nauðga og stela þá hefðum við ekki komist úr þessu náttúrulega ástandi.
Ég er þessvegna ekki sammála því þegar þú heldur því fram að það hafi verið tilviljunum háð að siðferðið varð eins og það er í dag.. Af nákvæmlega sömu ástæðu að þegar hjólið var fundið upp voru engar líkur á því að það hefði verið ferkantað en ekki hringlaga.. Af þeirri einföldu ástæðu að ferkantað dekk gæti ekki sinnt tilgangi sínum
Siðferði þar sem í raun er ekkert siðferði eða þar sem virðing fyrir náunganum er engin eða lítil hefði þessvegna aldrei þjónað tilgangi sínum heldur.
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 12:00
Maður sem ber ekki virðingu fyrir skoðunum annarra á ekki skilið að borin sé virðing fyrir hans eigin Mofi.. hafðu það í huga
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 14:44
Skiljanlega. Þetta er eins og að leyfa einhverjum að halda ræðu sem trúði því að jörðin væri flöt.
Þetta er bara gamla tuggan að "aðeins trúaðir hafi siðferði vegna þess að þeir eru trúaðir". Sem er auðvitað bull.
En hann fékk að halda ræðuna, þannig að ég skil ekki þetta væl.
Jón Ragnarsson, 22.5.2012 kl. 15:03
Jón Bjarni, stundum segir fólk hluti sem eru það heimskir að annað hvort er fólk að viljandi að ergja mann með heimsku eða það virkilega er svona úti að aka. Þú sagðir að rökin væru að guðleysingjar hafa ekki siðferði, þetta er svo rangt og óheiðarlegt að ég ætti aldrei að yrða á þig aftur fyrir að segja svona rugl.
Síðan hunsar þú alveg skoðanir Darwins, Dawkins og Michael Ruse; það er eitt að þú sért ósammála með aðra sýn en maður þarf að sjá smá vott að þú skiljir umræðuefnið til að nenna að tala um það við þig.
Mofi, 23.5.2012 kl. 10:48
Jón Ragnarsson, þú skilur ekki að einhverjir hafa áhyggjur af því að héðan í frá mun verða athugað hvort að menn trúir þróunarkenningunni eða ekki áður en þeir fá að halda svona ræður?
Endilga kíktu á ræðuna: Ræða Ben Carson við Emory háskólann
Enda er þetta óheiðarleg lygi frá einhverjum þróunarsinnum, eða einhver var svo heimskur að halda að þetta væri rökin.
Mofi, 23.5.2012 kl. 10:52
Mofi, ef þú læsir actually það sem ég er sð skrifa þá sæir þú að ég er ekki einusinni ósammála þér, ég er að benda þér á að þetta þarf ekkert endilega að vera eins og þú segir að það sé, og færi fyrir því fullkomlega gild rök sem þú kýst að hunsa og reynir þess í stað að gera lítið úr minni persónu.
Darwin er enginn æðstiprestur og hvað þá Dawkins..
Þú ert hér að halda því fram að sé þróun staðreynd þá sé siðferði afleiðing þeirrar þróunar og gæti hafa þróast á hvaða veg sem er.. Ég er hinsvegar að færa fyrir því rök að þó að þróun sé staðreynd þá þurfi siðferði ekkert að vera bein afleiðing þróunar heldur rökrétt afleiðing þess að maðurinn náði ákveðnu stigi samfélagslegrar vitundar og gáfna..
Hvernig væri að þú meðtækir það í stað þess að ásaka mig í sífellu um að vera heimskur...
Þú færð aldrei nokkurn mann til að taka þig alvarlega ef þú lætur ekki af þessum ósið þínum
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 16:49
"Þú sagðir að rökin væru að guðleysingjar hafa ekki siðferði, þetta er svo rangt og óheiðarlegt að ég ætti aldrei að yrða á þig aftur fyrir að segja svona rugl."
Hvenær sagði ég þetta?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 16:51
Mofi, 23.5.2012 kl. 17:00
Mér er bara alveg nákvæmlega sama hvað Dawkins og Darwin segja... Ég er hér að vitna í marga af virtustu heimsspekingum sögunnar og þar á meðal dýrling og virtasta kennismið kirkjunnar Mofi, og þú skeiðar framhjá því eins og það skipti ekki máli og ákveður frekar að taka þann pól í hæðina að segja að ég sé heimskur.. En ég skoðaði þetta quote þitt í Dawkins.. og surprise surprise - hverju heldur þú að ég hafi komist að?
Jújú, quote mining - hér kemur upphaflega útgáfan
"The total amount of suffering per year in the natural world is beyond all decent contemplation. During the minute that it takes me to compose this sentence, thousands of animals are being eaten alive, many others are running for their lives, whimpering with fear, others are slowly being devoured from within by rasping parasites, thousands of all kinds are dying of starvation, thirst, and disease. It must be so. If there ever is a time of plenty, this very fact will automatically lead to an increase in the population until the natural state of starvation and misery is restored. In a universe of electrons and selfish genes, blind physical forces and genetic replication, some people are going to get hurt, other people are going to get lucky, and you won't find any rhyme or reason in it, nor any justice. The universe that we observe has precisely the properties we should expect if there is, at bottom, no design, no purpose, no evil, no good, nothing but pitiless indifference."
Hann er einfaldlega að lýsa "circle og life" eins og hann birtist okkur ljóslifandi á hverjum einasta degi - þetta kemur því þróun siðfræði nákvæmlega ekkert við..
Snúum okkur nú að Darwin quotinu þínu.. hvað helduru að ég hafi fundið þar Mofi? Jújú, vel þekkt quote mining sem er svo útbreitt af sköpunarsinnum að þessi tiltekna quote mining hefur verið tekin sérstaklega fyrir og skoðuð.. m.a. hér..
http://openparachute.wordpress.com/2011/11/22/moral-strawmannery/
Held svo að þú ættir að fara varlega í það að kalla menn heimska Mofi þegar þú virðist trekk í trekk cópera tilvitnanir hingað og þangað, teknar úr samhengi án þess að svo mikið sem gera tilraun til að staðreyna uppruna þeirra..
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 19:56
Vá hvað ég er búinn að fá nóg af þinni heimsku og fáfræði, þér er ekki við bjargandi.
Mofi, 24.5.2012 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.