15.5.2012 | 13:04
Líkamsrækt er ekki lykillinn að því að grennast
Rakst á mjög góða grein sem útskýrir mjög ýtarlega af hverju líkamsrækt er ekki lykillinn að því að grennast, sjá: Why Exercise Is NOT the Key to Weight Loss
Ekki misskilja mig, líkamsrækt er frábær. Hún yngir þig upp, þú öðlast styrk og almenn heilsa eykst svo um munar. Málið er bara að hún er ekki góð, nærri því gagnslaus þegar kemur að því að grennast. Lykillin að því að grennast er mataræðið.
Hérna eru nokkrar greinar sem ég hef gert um þetta efni:
- Er hollt að borða kjöt?
- Hvaða mataræði vorum við hönnuð til að borða?
- 70 ára sem lítur út fyrir að vera 40 ára
- 95 ára gamall hjartaskurðlæknir
- Esekíel brauð
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Matur og drykkur, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyndið, því nú slasaði ég mig á síðasta ári - tók mig á í matarræði en gat lítið sem ekkert hreyft mig. Þegar ég fór að geta hreyft mig af viti með sama matarræði fór kílóin að renna af mér eins og smjör og ég hef á 3 mánuðum með hollu matarræði + hreyfingu misst helmingi fleiri kíló en ég missti síðustu 10 mánuði þar á undan þar sem ég tók mig eingöngu á í matarræði. Ég hef þess utan misst um 7% fitu og aukið töluvert á vöðvamassa minn.. Brennsla mín er líka töluvert meiri svo að það er mun auðveldara fyrir mig að léttast núna en áður.. Það er, að þar sem líkami minni þarf meiri orku þá léttist ég hraðar með því að borða bara ca. 2000 kalóríur á dag. Það nefnilega munar soldið um það að vera eyða 3000-3500 dag vegna hreyfingar og svo því að vera bara að eyða 2500 á dag með engri hreyfingu.
Ef ég borða bara 2000 kalóríur i dag þá eru 1000 sem ég brenni af fitu, fyrir 6 mánuðum síðoan þá voru kalóríurnar sem ég brenndi því ca. 500 á dag ef ég stóð mig 100% í matarræðinu (sem er kannski ekki svo einfalt).. Það þarf ekki mikla reiknisnilli til að sjá það Mofi að þessi fullyrðing þín gengur einfaldlega ekki upp.
Það er samt alveg ljóst að þegar þú ætlar að grenna þig þá skiptir matarræðið mestu máli, því það skiptir engu máli hvað þú brennir miklu í ræktinni ef þú étur það allt til baka..
En að segja að líkamsrækt sé gagnslaus til að grennast er 100% þvæla.
Við þetta má svo bæta að það sem yfirleitt stoppar flesta í því að grennast er hversu hægt árangurinn kemur fram oft, sá sem heldur sig við rétt matarræði, missir kannski úr einn og einn dag mun á endanum léttast ef hann stendur sig.
Sá sem fer af stað í átak á sama tíma, nema stundar reglulega og góða líkamsrækt hann finnur mun fljótar mun á sér, kannski ekki á vigtinni í fyrstu en hann finnur það á sjálfum sér - sá einstaklingur er því einfaldlega miklu líklegri til þess að ná á endanum sínum markmiðum en sá sem ekki hreyfir sig - sálfræði hlutinn Mofi er nefnilega líklega þyðingarmeiri en bæði matarræðið og hreyfingin.
Ég hreinlega get ekki með nokkru móti skilið hvernig þú færð þig til að segja "Málið er bara að hún er ekki góð, nærri því gagnslaus þegar kemur að því að grennast. "
Þetta er jafnfurðulegt og að halda því fram að góð bílvél sé allt að því gagnlaus þegar kemur að því koma bíl á milli staða, því það séu jú dekkinn sem rúlla honum eftir veginum og bensínið sem kemur henni í gang.
Það er bílvélin sem skiptir öllur máli þegar á að mæla það hvað verður úr orkunni sem er dælt á bílinn.. ekki tegundin af bensíni
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 02:36
Sá sem stundar reglulega líkamsrækt, borðar vel af próteinum og fjölbreytta fæðu - hann gerir það að verkum að prótein breytir fitu í vöðva í líkama hans - og það Mofi er besta leið sem til er til að grennast ...
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 02:43
Þú last augljóslega ekki greinina sem ég var að benda á...
Það er síðan stór munur á venjulegu fólki og einhverjum sem getur varla hreyft sig. Mörg ár í fótbolta með gaurum sem spila kannski þrisvar í viku en fitna og fitna er nóg sönnun fyrir mig að mataræðið er númer eitt, tvö og þrjú þegar kemur að því að grennast. Líkamsrækt hjálpar, auðvitað...
Mofi, 16.5.2012 kl. 09:19
Ég sagði það að ég held orðrétt:
"Það er samt alveg ljóst að þegar þú ætlar að grenna þig þá skiptir matarræðið mestu máli, því það skiptir engu máli hvað þú brennir miklu í ræktinni ef þú étur það allt til baka.."
En að segja það að líkamsrækt sé gagnslaus til grenningar er einfdaldlega út í hött..
Líkamsrækt + rétt matarræði er langsamlega besta leiðin til að grennast og miklu betri leið en að breyta bara matarræði.
Því fleiri kaloríum sem líkaminn þinn eyðir því auðveldara er að halda þig það langt undir þeirri brennslu að fita hverfi - ég held hreinlega að þú sért eitthvað að misskilja orðið gagnslaus
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 09:32
Það eða þú virðist halda að þar sem menn tali alltaf um matarræðið númer eitt, tvö og þrjú að þá sé líkamrækt einhversstaðar þar langt á eftir... Þetta er hinsvegar ekki það sem átt er við..
Þú getur hamast á brettinu og í lyftingarsalnum alla daga, en ef þú étur ekki nóg af kolvetnum, próteini og eða passar að éta ekki of mikið af fitu og sykri þá verður árangurinn lítill eða enginn... En um leið og þú hinsvegar ferð að borða rétt þá fljúga kílóin af, og þau gera það margfalt hraðar en hjá þeim sem er bara að borða rétt...
Það er því ekki með nokkru einasta móti hægt að samþykkja fullyrðingu þess efnis að líkamsrækt sé gagnslaus tel fitubrennslu
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 09:36
Minn punktur er að þú getur grennt þig án þess að nota líkamsrækt en þú getur ekki grennt þig með líkamsrækt ef mataræðið fylgir ekki með. Í samhengi við það að grennast þá hjálpar líkamsrækt þér aðalega á þann hátt að það eykur brennslu en það eykur brennslu tiltulega lítið á þann hátt að þú getur eyðilagt álagið sem líkamsræktin gerði með jafnvel einum McDonalds hamborgara.
Síðan er líka punkturinn í greininni sem þú last ekki að það skiptir mestu mála hvað þú borðar. Það eru menn sem vinna við byggingarvinnu, burðast með þunga hluti daginn út og inn, meiri líkamsrækt fimm sex tíma á dag en venjulegt fólk sem fer þrisvar í viku í ræktina en þeir eru samt mjög oft feitir vegna mataræðisins.
Mín hugmynd um að borða rétt og þín hugmynd um að borða rétt eru örugglega ekki eins. Endilega lestu greinina og segðu mér hvað þér finnst.
Mofi, 16.5.2012 kl. 09:44
Mofi, sá sem fer í ræktina og tekur þokkalega á því 4-5 sinnum í viku brennir ca 500 kalóríum meira á dag en sá sem hreyfir sig ekki neitt. Fyrir hver 3500 kalóríur sem þú brennir tekur þú af þér 1 kíló af fitu, að því gefnu að þú étir ekki þess meira.. En það kemur því ekki við að líkami sem hreyfir sig brennir meira en sá sem hreyfir sig ekki - líkamsrækt er þannig gagnleg leið til fitubrennslu, algjörlega óháð þeirri staðreynd að það er mjög auðvelt að éta af sér púlið í ræktinni.
En það er fullkomin rökleysa að segja að þar sem einn hamborgari éti af þér ferðina í ræktina sé líkamsrækt gagnslaus til að grennast...
"Mín hugmynd um að borða rétt og þín hugmynd um að borða rétt eru örugglega ekki eins. Endilega lestu greinina og segðu mér hvað þér finnst."
Uppistaðan í minni fæðu er fiskur, mest lax og bleikja ásamt grænmeti, ávöxtum og trefjaríkjum morgunverði
Hugsa að ég sé bara nokkuð vel settur
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 11:26
Lestu bara greinina...
Mofi, 16.5.2012 kl. 19:42
Mofi, ég hef stundað íþróttir frá því ég var krakki og stundað reglulega líkamsrækt með heilbrigðu matarræði síðustu 10-15 árin eða svo... Ég þarf ekki að lesa eitt eða neitt til að vita það að þegar ég er að stunda líkamsrækt brenni ég meiru en þegar ég geri það ekki.. Þó að matarræðið sé alltaf það sama..
Að halda svona vitleysu fram segir mér bara lítið annað en það að þú hefur líklega aldrei stundað líkamsrækt af einhverju viti eftir að þú komst á fullorðinsár
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 20:35
Ef þú velur fáfræði þá þú um það.
Mofi, 16.5.2012 kl. 21:00
Bent þú mér vinsamlegast á mína fáfræði hér..
Hvað er það sem ég hef haldið hér fram sem er rangt?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 21:15
Það sem ég vil fá frá þér núna er einhver útskýring á því hvernig manneskja sem ekki stundar líkamsrækt fer að því að breyta próteinum í sinni fæðu í vöðva... Þegar þú hefur bent mér á það þá skal ég samþykkja að til sé betri leið til að grennast en að stunda líkamsrækt með réttu matarræði
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 00:29
Jón Bjarni, hvernig breytir prótein fitu í vöðva? Lífeðlislegan action mekanisma takk.
Bróðir pabba þíns, 17.5.2012 kl. 05:17
Jón, þú vilt ekki lesa greinina, þá ertu að velja að hafna upplýsingum.
Mofi, 17.5.2012 kl. 08:48
Ég er búinn að lesa þessa grein Mofi.. Ég held hinsvegar að þú sért eitthvað að misskilja orðið gagnslaus
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 11:52
http://en.wikipedia.org/wiki/Protein_(nutrient)
Þessi lestur ætti ekki að taka þig langan tíma Bróðir
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 11:54
Með því að reyna á vöðva notar líkaminn prótein til þess að byggja þá upp og gera þá stærri, stærri vöðvi þarf meiri orku en lítill og þar sem protein er ekki notaður sem orkugjafi nema ekkert annað sé í boði þá veldur það því að líkaminn ræðst á t.d. fitu til þess að næra þessa stærri vöðva.. Ég vona að þú hafir ekki haldið að ég væri að gefa það í skyn að með því að borða prótein þá réðist það á fitu og breytti henni í vöðva
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 11:59
Varðandi þessa grein sem þú bendir hér á Mofi þá virðist þú vera lesa hana með einhverjum furðulegum augum ef þú færð það út að verið sé að segja að líkamsrækt sé gagnslaus til þess að grenna sig... Þarna er verið að benda á að margir sem æfa eiga það til að éta meira.. Menn fara kannski í ræktina og skella sér svo í borgara og bjór eftir æfingu - finnst þeim eiga það skilið.
Þetta virkar ekki, sá sem étur af sér púlið (eins og ég benti á hér ofar) hann mun ekki grennast að neinu ráði - hann mun hinsvegar með tímanum ef hann heldur áfram að hreyfa sig komast í betra form og þegar hann svo loksins byrjar að borða rétt mun grennast.
En að segja að vegna þess að margir sem hreyfa sig borði í kjölfarið meira en þeir brenndu séu einhver rök fyrir því að líkamsrækt sé gagnslaus til grenningar er jafn heimskulegt og að segja að það sé fitandi að fara í bíó vegna þess að það er svo líklegt að þu fáir þér popp og kók með myndinni.
Maður sem er búinn að vera hundrað kíló í 10 ár, breytir engu í sínu matarræði en fer að hreyfa sig 3-4 sinnum í viku.. hann mun grennast Mofi
Að bera því við að vegna þess að sumir sem hreyfi sig éti það síðan á sig aftur sé einhver röksemd með því að líkamsrækt sé gagnslaus til grenningar er einfaldlega rökleysa, alveg eins og bíódæmið mitt
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 12:06
Þú ert svona gaur sem ert í þessu til að rífast er það ekki? Misstir þú alveg af þeim ótal skiptum sem ég sagði að líkamsrækt hjálpar til við að grennast?
Burt séð frá því þá er þarna mikilvægur punktur, menn geta grennst með því að taka bara mataræðið í gegn en menn geta ekki grennst með líkamsrækt og mataræðið í steik. Að aðgreina hvað líkamsrækt gerir vel og hvaða áhrif mataræðið hefur tel ég að muni hjálpa mjög mörgum. Sérstaklega þeim sem fara endalaust í spinning og fótbolta en fitna samt á hverju ári meira og meira.
Mofi, 17.5.2012 kl. 13:51
"Burt séð frá því þá er þarna mikilvægur punktur, menn geta grennst með því að taka bara mataræðið í gegn en menn geta ekki grennst með líkamsrækt og mataræðið í steik."
Það að menn geti grennst með því að taka matarræðið í gegn þýðir ekki að líkamsrækt sé gagnslaus til að grennast Mofi - sem er það eina sem ég er búinn að vera benda á hérna..
Þú sagðir orðrétt:
"Málið er bara að hún er ekki góð, nærri því gagnslaus þegar kemur að því að grennast."
Þetta er einfaldlega fullkomin þvæla... Þegar það er svo búið að leiða að því hvaðan þú dregur þessa niðurstöðu þína þá kemur í ljós að þú færð það út að þar sem líkamsrækt gagnist ekkert til að grennast þegar matarræðið er ekki gott að þá getir þú haldið því fram að líkamsrækt sé gagnslaus leið til að grennast?
Þetta er algjörlega óskiljanleg röksemdarfærsla hjá þér..
Reglulegar lyftingar þar sem reynt er á grunnvöðvahópa líkamans með reglulegu millibili (ekki meira en 7 dagar á milli vöðvahópa) ásamt "cardio" æfingum ásamt því að passa það að borða rétt er ekki bara besta, heldur langbesta leið sem til er til að grennast..
Sá sem gerir það ásamt því að taka matarræðið í gegn mun grennast margfalt hraðar en bara sá sem passar hvað hann borðar..
Líkamsrækt er þannig ljósárum frá því að vera gagnslaus þegar kemur að því að grennast..
Hinsvegar, getur þú stundað eins mikla líkamsrækt og þú vilt, en ef þú étur eins og svín með því verður árangurinn lítill
Þú getur hinsvegar ekki leitt þig að niðurstöðu á þann veg að segja að líkamsrækt sé gagnslaus vegna þess að það er hægt að eyðileggja hana með röngu matarræði..
Það er jafn vitlaus og að segja að bílar séu gagnslausir vegna þess að það er ekki hægt að láta þá ganga fyrir tómatsósu
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 16:27
Ástæðan fyrir því að ég er að segja þetta hérna er ekki til að rífast við þig Mofi, heldur vegna þess að þetta er eitthvað sem maður sér alltof oft... Hver þekkir ekki fólk sem er alltaf að fara í hinn eða þennan megrunarkúrinn eða breyta um matarvenjur.. Danska kúrinn, hreinfæðu og hvað þetta heitir allt saman..
90% af fólki sem ætlar að koma sér í form svona gefst upp á endanum, eða þá að það eyðileggur árangurinn með nammidögum, finnst það vera svo duglegt og verðlaunar sig með hinu og þessu - afleiðingin er sú að fólk léttist kannski fyrst, svo hægist smátt saman á því og fólk gefst á endanum upp...
Sá sem ákveður að taka matarræðið í gegn og hreyfa sig á sama tíma með því sér árangur miklu fyrr, kannski bara eftir viku, eftir 4 vikur ef fólk stendur sig getur árangurinn verið orðinn svo góður að fólk verður "hooked"
Líkamsrækt og Matarræðið haldast því fullkomlega í hendur og ýkja góð áhrif hvors annars, bæði líkamleg og andlega.
Það er hinsvegar alveg rétt sem þú segir hér að með matarræði einu saman er vel hægt að grennast á meðan líkamsrækt meðfram því að halda áfram að éta meira en þú brennir virkar ekki.
En vandamálið í báðum tilfellum er matarræðið, ekki likamsræktin, hún er aldrei gagnslaus - sá sem stundar reglulega líkamsrækt og grennist ekki neitt, en fitnar samt ekki heldur er að gera sér mikið gagn
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 16:33
Held að við séum bara komnir á stað þar sem við getum verið sammála :)
Það sem ég hef séð er að fólk fer í svona átak, fer í ræktina á fullu en vegna þess að mataræðið er í steik þá er árangurinn lítill sem enginn og fólkið alveg uppgefið enda er erfitt að standa undir álagi líkamsræktar ef þú ert ekki að borða rétt. Síðan liðið sem stundar massíva líkamsrækt, fótbolti þrisvar í viku er algengt meðal minna félaga en samt fitna þeir og fitna með hverju árinu. Á meðan einhver sem tekur bara mataræðið í gegn getur gjörbreyst á nokkrum mánuðum.
Mér finnst gott að fólk átti sig á kostum líkamsræktar sem eru frekar stórkostlegir eins og þú hreinlega yngist við líkamsrækt, aðalega lyftingar, sjá: Viltu verða yngri að ári liðnu? og það er bara eitt atriði af mörgum.
En vandamálið er að fólk er oftast að hugsa líkamsrækt til þess að grennast og jafnvel enn heimskulegra, til að léttast í kílóum sem getur ruglað fólk alveg í ríminu þegar það þyngist vegna aukins vöðva massa.
Ef maður veit hvað er gott fyrir hvaða markmið þá tel ég að menn séu miklu líklegri til að ná þeim árangri sem þeir sækjast eftir.
Mofi, 17.5.2012 kl. 19:34
Það er já, alltof algengt að menn fari á fullu í ræktina og haldi að það sé nóg, en svo gerist ekki neitt því menn borða ekki rétt - koma uppgefnir heim úr ræktinni og halda að vegna þess að þeir hafi verið svo duglegir sé nú í lagi að panta sér pizzu.
Leiðin ti að grennast er mjög einföld, lærðu að telja kaloríurnar sem þú lætur ofan í þig, láttu reikna eða reiknaðu sjálfur á netinu hvað þú brennir mörgum kalóríum á dag - passaðu svo að borða ekki fleiri hitaeiningar á dag en þú ert að brenna.
Drekktu nóg vatn og slepptu sykruðu gosi og brauði
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 22:50
Því duglegri sem þú ert í ræktinni því meira prótein reynir þu að borða, í dufti, laxi, kjúklingum, túnsfiski o.s.frv. Vöðvarnir stækka, þú brennir meiru bara með því að vera til sem gerir það auðveldara að borða færri hitaeiningar en þú brennir daglega
Hið fullkomna jafnvægi :)
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 22:52
Mér sýnist vera nokkuð augljóst að þú varst að halda því fram.
"...hann gerir það að verkum að prótein breytir fitu í vöðva í líkama hans..."
Bróðir pabba þíns, 18.5.2012 kl. 02:16
Ef þú lest yfir það sem ég hef skrifað hér og kemst að þeirri niðurstöðu að ég haldi að það sé verkunin þá verður bara að hafa það.. Ég ætla ekki að eyða tíma í að sannfæra þig um hvað ég held og ekki held...
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.