26.4.2012 | 15:15
Er kristin trú fáránleg?
Ég rakst á blog grein þar sem var mynd sem setti fram skrípamynd af kristni. Það er mjög skiljanlegt að einhverjum finnist hin kristna trú vera fáránleg ef hann sér hana þannig.
Framsetningin var sirka á þessa leið:
- Guð skapar mann og konu syndug ( original sin )
- Guð lætur konu fæða sjálfan sig.
- Guð drepur sjálfan sig sem fórn fyrir sjálfan sig til að bjarga þér frá syndinni sem Guð upprunalega fordæmdi mannkynið í.
Í mínum augum er þetta röng framsetning. Svona sé ég þetta:
- Guð skapar mann og konu án syndar.
- Maðurinn velur að óhlíðnast Guði og fellur í synd. Enginn samt fæðist syndugur, aðeins með möguleikan að brjóta lögmál Guðs sem er skilgreining á hvað synd er.
- Guð gerist maður til að nálgast sköpunarverk Sitt. Þegar kemur að dómnum þá höfum við dómara sem gékk í okkar skóm, upplifði okkar þjáningar og erfiðleika og sýndi okkur betri leið til að lifa lífinu.
- Jesú er drepinn af þeim sem Hann skapaði og þykir vænt um. Til að borga gjald syndarinnar sem hver og einn valdi að drýgja. Guð hefur ákveðið að þessi heimur sem er fullur af illsku mun ekki fá að vara að eilífu heldur mun hann enda. Til þess að vond verk, þjáningar og illska endi þá þarf að tortýma þeim sem valda þessu. Fyrir þær verur sem hafa aldrei fallið í synd vaknar upp sú spurning, af hverju fá sumir eilíft líf þrátt fyrir að hafa logið, stolið, hatað og öfundað? Svar Guðs við þessu óréttlæti er að Hann sjálfur borgaði þetta gjald.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þín saga er alveg fyndin og ótrúleg og hin útgáfan. Í alvöru :-)
Skeggi Skaftason, 26.4.2012 kl. 22:03
Skeggi, eitthvað vantar upp á rökstuðninginn. Af hverju eiginlega að vera móðgandi, bara til að vera móðgandi? Færðu eitthvað út úr því að rakka aðra niður án þess einu sinni að útskýra af hverju þú ert að því? Ég bara vorkenni fólki eins og þér, þú átt bara bágt.
Mofi, 26.4.2012 kl. 22:24
"Maðurinn velur að óhlíðnast Guði og fellur í synd. Enginn samt fæðist syndugur, aðeins með möguleikan að brjóta lögmál Guðs sem er skilgreining á hvað synd er."
Sálmur 51:7 "Sjá sekur var ég, er ég varð til, syndugur, er móðir mín fæddi mig"
Guð réttlætir okkur og gerir okkur vegsamleg fyrir Jesús Krist. Þessi gjöf hefur ekkert með verk okkar að gera. En frá þessu augnabliki sem þú endur-fæðist þá mun Guð ávalt sjá þig vegsamlegan og réttlættan. rom 8:16
Synd er fjarvera frá Guði og eða að trúa ekki á Krist. Joh 16:9
Stefan, 27.4.2012 kl. 08:13
Shu Fen, hérna er grein sem fjallar um þessi vers og af hverju við ættum ekki að skilja þau á þann hátt að Guð gerir fólk að sakamönnum áður en þeir brotið neitt af sér: http://www.christiancourier.com/articles/793-does-psalm-58-teach-original-sin Slíkt væri óréttlátt og er einmitt atriði sem lætur suma finnast kristni vera fáránleg svo endilega ekki reyna að hjálpa til með það með svona rugli.
Hefur mjög mikið með verk okkar að gera í þeim skilningi að sekt okkar kemur út frá verkum okkar því að synd er lögmálsbrot
Synd eða lögmálsbrot orsakar fjarveru frá Guði og án hjálpar Guðs getum við ekki sigrað syndina. Endilega hugsaðu vel um þetta því að þetta sem þú ert að boða hérna hjálpar guðleysingjum að mála kristni sem mjög heimskulega og órökrétta og óréttláta trú.
Mofi, 27.4.2012 kl. 09:16
Mofi: Enn og aftur er það lán kristinna að Biblían er einstaklega illa skrifuð, jafnvel í málsgrein sem er jafn afdráttarlaus og sú sem er hér ofar. Er þetta virkilega ekki þreytandi að þurfa að túlka þessa bók með svona rökfræðilegum kollhnísum og töfrafræðilegum útskýringum svo hún gangi upp?
Svo er það vissulega umhugsunarefni að aldrei eru 'góðu' hlutar Biblíunnar settir í gegnum þessa 'sannleikskvörn', bara þeir óheppilegu. Þetta túlkunarkerfi kristinna virðist afar hentugt og gott fyrir málstaðinn.
Óli Jón, 27.4.2012 kl. 15:19
Óli Jón, Biblían er frekar löng og saga hennar löng og miljónir sem lesa hana og fæstir lesa hana í heild sinni svo ekki nema von að einhverjir hafi mismunandi skilning á henni. Fólk er síðan sjálft mjög ólíkt, með ólíkan bakgrunn og oftar en ekki bætir fólk sinni eigin trú ofan í það sem Biblían segir og áttar sig ekki á neinu. Ég er engan veginn á því að alvöru bókmenntir séu þannig að þær eru það einfaldar að aðeins einn skilningur sé mögulegur og menn komist að þeim skilningi við fyrsta lestur. Miklu frekar að Biblían er fjarsjóður sem fólk er búið að finna mis mikið af perlum í og þess vegna virkar fyrir marga utan að komandi að hún sé óskýr.
Af hverju ekki bara að mismunandi fólk hefur mismunandi sannfæringu og skilning? Þessi sundrung að minnsta kosti í mínum augum virkar ekkert svakalega hentug og góð fyrir málstaðinn.
Mofi, 27.4.2012 kl. 16:25
Mofi: Vissulega má finna margar perlur í Biblíunni, um það verður ekki deilt. Á sama hátt má þar finna marga taðköggla, t.d. á borð við þennan sem sem nú er um rætt.
Það sem ég geri athugasemd við er að það skuli vera talið hægt að snúa út úr jafn afdráttarlausri fullyrðingu og kemur fram í tilvitnunni hér ofar í Sálm 51:7. Þetta er ekki hægt að túlka nema á einn veg ef maður les orðin eins og þau koma fyrir. Svo er auðvitað hægt að byrja að fabúlera með einhverjar aðrar meiningar, en þá er líka búið að grafa undan öllu ritinu í heild sinni þegar reynt er að bjarga í horn á einum stað. Getum við verið sammála um það?
Svo segir þú:
En af hverju er þetta grundvallarrit svo loðið í framsetningu sinni að hægt sé að túlka það eftir hentugleika? Að tveir einstaklingar skuli geta lesið tvær andstæðar meiningar út úr sömu setningunni? Hvaða tilgangi þjónar það? Það kemur t.d. fram í ritinu að halda skuli hvíldardaginn heilagan, en það er þó ekki nægilega skýrt þegar kemur að því að skilgreina hver sá dagur er eins og þú þekkir vel. Þetta er auðvitað afar undarlegt og ber höfundum ritsins né ritinu sjálfu ekki fagurt vitni.
Óli Jón, 27.4.2012 kl. 16:55
Kristin trú er svo sannarlega ekki kjánaleg, og heimurinn væri vafalaust betri staður ef fleiri tileinkuðu sér boðskap þann sem Jesús boðar..
En hún virkar kjánaleg oft á tíðum þegar ákveðinn hópur kristinna fer að reyna réttlæta eða skýra margt af því kjánalega og hreinlega grimma sem varla er þverfótað fyrir í gamla testamentinu
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 19:24
Málið er að þegar ég kem að einhverju sem ég skil ekki við fyrstu sýn þá læt ég ekki eins og ég sé sá sem veit allt og skil hvað höfundurinn var að meina af því ég er svo vel að mér í hans menningu, hans notkun á orðum og fleira. Þú virðist hafa mjög hátt álit á sjálfum þér sem kemur þannig út að ef þú rakst á eitthvað sem þér finnst skrítið eða skilur ekki að þá ert það þú sem ert hinn eina sanna mælistika á hvað er rétt og hvað sé satt og allt sem passar ekki við þig er rangt. Mér finnst þetta voðalega undarleg leið til að nálgast hluti, hvort sem það er fólk eða rit eða tónlist eða myndlist eða hvað annað.
Margt í Biblíunni er myndrænt, ljóðrænt eða skoðun einhverra manna eða hvað þeir gerðu eða sögðu.
Vandamálið er oft þýðingarnar og það er ekki hægt að kenna Biblíunni um að einhver gaur þýddi eitthvað einhvern tíman undarlega. Sérstaklega er pirrandi að í gegnum árin hafa menn þýtt inn í Biblíuna sínar eigin kennisetningar þannig að ég get svo sem skilið pirringinn í þeim sem eru í þínum sporum. En endilega, sýndu smá umburðarlindi og þolinmæði; það er margt sem spilar hérna inn í.
Í þessu dæmi t.d. þá þýðir King James útgáfan þetta svona:
Psa 58:3 The wicked are estranged from the womb: they go astray as soon as they be born, speaking lies.
Sálmaskáldið er að kvarta yfir því að hinir "vondu" eru varla fæddir áður en þeir byrja að ljúga.
Af hverju ekki sannfæringu frekar en hentugleika?
Það er mjög skýrt að það ber að halda hvíldardaginn. Það er ekkert vers í Biblíunni sem segir að hvíldardagurinn er ekki lengur heilagur eða að fjórða boðorðið er afnumið. Jesú tók skýrt fram að Hann kom ekki til að afnema boðorðin. Vandamálið hérna er miklu frekar óhlýðni fólks, það vill halda í sínar gömlu hefðir svo það rembist að finna eitthvað til að réttlæta það. Þetta ber kristnum ekki fagurt vitni en maður þarf ekki að lesa mikið í Biblíunni um Ísrael til að sjá nákvæmlega hið sama; fólk alltaf að reyna að finna leiðir til að fara sína eigin leið frekar en hlýða skýru boðorði Guðs.
Mofi, 27.4.2012 kl. 23:25
Jón Bjarni, það er mjög skiljanleg afstaða.
Mofi, 27.4.2012 kl. 23:26
Las ekki kommentin.
En áhugaverð framsetning hjá þér.
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 2.5.2012 kl. 01:29
Svona álíka fáránleg eins og vísindakirkjan...
Jón Ragnarsson, 2.5.2012 kl. 13:17
Sæll Mofi,
Það er ekki gjörningurinn sem gerir þig viðskila við Guð, það er að þú fæðist með syndugt eðli. Þú ert fæddur inní heim þar sem allt er hneppt undir synd og börnin líka, þau hafa bara ekki brotið af sér ennþá.
Þú vilt meina að ytri helgun eða helgun á holdinu sé það sama og helgunin sem Drottinn Jesús Kristur hefur gefið þér?.
Þú gerir lítið úr trú þinni þegar þú prétikar lögmálið eins og þú gerir og ferð á mis við fagnaðarerindið. Þú kennir fólki að það sé nauðsýnlegt að halda hvíldardaginn. Samt segir ritningin að við eigum ekki að taka hrós fyrir Hans verk.(Rom3:19-31)
Allt sem Boðorðin 10 gátu ekki gert er gert í Kristi Jesús. (post 13:39)Stefan, 2.5.2012 kl. 15:46
Sleggan, gaman að heyra.
Jón Ragnarsson, af hverju?
Shu Fen, að halda boðorðin tíu getur ekki gert mann saklausann fyrir að hafa brotið þau. Án lögmálsins er engin þörf á fyrirgefningu og frelsara. Án lögmáls sem búið er að brjóta og laun syndarinnar er dauði er ekkert fagnaðarerindi.
Mofi, 2.5.2012 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.