Er hollt að borða kjöt?

meatdevil.jpgStundum líður mér eins og þróunarsinnar eru að gera grín að mér, að þeir í rauninni trúa þessu ekki og þetta er bara einn stór brandari.  Sú tilfinning kom yfir mig þega ég las þessa frétt. Það sem er virkileg ráðgáta varðandi þróun mannsins, að breyta apalegu dýri í manneskju þá þarftu í fyrsta lagi að breyta heilanum, tölvunni sem gefur okkur getuna að hugsa og þú þarft að gera það með tilviljanakenndum breytingum á því DNA sem geymir upplýsingarnar eins og stafrænn kóði um hvernig á að búa til þessa ofurtölvu sem við höfum.  Þetta var eitthvað sem angraði Darwin, hann áttaði sig á því að ef að við virkilega þróuðumst út frá einhvers konar dýri þá væri erfitt að trúa því að það væri eitthvað að marka okkar hugsanir:

Charles Darwin
With me, the horrid doubt always arises whether the convictions of man's mind, which has been developed from the mind of the lower animals, are of any value or at all trustworthy. Would any one trust in the convictions of a monkey's mind, if there are any convictions in such a mind?

Það ætti að vekja með manni grunsemdir að það er eitthvað að þegar manns trú segir manni að það er kannski ekkert að marka manns eigin hugsanir. Síðan vilja þeir láta kalla sig "the brights" þegar þeirra eigin trú segir að kannski eru þeir ekkert bright og gætu aldrei komist að því.

En, var það kjöt át sem var lykilatriði í þróun mannkyns og þá mjög gott fyrir okkur eða voru við hönnuð til að borða ávexti eins og Biblían heldur fram?

Hérna eru nokkur rök fyrir því að við vorum hönnuð til að borða ekki kjöt:

  • Kjötætur hafa klær en almennt hafa grænmetisætur ekki klær og menn hafa ekki klær.
  • Kjötætur hafa beittar tennur sem þær geta notað til að rífa kjöt í sig en ekki flatar tennur eins og menn hafa.
  • Kjöætur hafa meltingarkerfi sem er sirka þrisvar sinnum lengd líkama síns á meðan menn hafa meltingarkerfi sem er sirka tíu sinnum lengd líkama síns eins og grænmetisætur.
  • Menn hafa munvatnskirtla sem eru nauðsynlegir til að melta korn og ávexti.
  • Kjötætur hafa sterkar sýrur í maganum til að melta kjöt á meðan grænmetisætur hafa sýrustig sem er um tuttugu sinnum veikara en kjötætur og hið sama á við menn.

Þegar kjötætur borða kjöt þá elda þær ekki kjötið og krydda; ástæðan fyrir því að við gerum það er vegna þess að hrátt kjöt ókryddað er frekar ógeðslegt að okkar mati. Við þurfum að fela bragðið með alls konar kryddum. Ég samt neita því að ekki að vel kryddað kjöt getur verið mjög gott á bragðið.  Þegar við erum í náttúrunni og sjáum lamb eða kanínu þá er ekki í eðli okkar að rífa þau í sundur og borða, miklu frekar að klappa þeim og leika við þau.  Aftur á móti þegar við sjáum appelsínu eða flott mangó þá vaknar löngunin að fá sér bita.  Að vísu þá spilar reynsla okkar hérna inn í, þ.e.a.s. að þegar við sáum kók og hamborgara í fyrsta sinn þá var örugglega ekki mikil löngun að borða þetta en eftir að hafa smakkað þá lærðum við að þetta sé girnilegt.  Mjög fáir vilja borða kjöt eins og við finnum það í náttúrunni, svið eru að minnsta kosti ekki mjög vinsæl í mínum vinahring og ég vil helst ekki horfa í augun á dýrinu sem ég er að borða.

Síðan er spurning með hvað er hollt fyrir okkur. Stór rannsókn sýndi fram á að krabbamein er líklegra að koma upp meðal þeirra sem neyta kjöts:

http://www.cancerproject.org/survival/cancer_facts/meat.php
Large studies in England and Germany showed that vegetarians were about 40 percent less likely to develop cancer compared to meat eaters

Þessi síða fjallar síðan mér til mikillar ánægju einnig um aðventista og sagði þetta:

http://www.cancerproject.org/survival/cancer_facts/meat.php
In the United States, researchers studied Seventh-day Adventists, a religious group that is remarkable because, although nearly all members avoid tobacco and alcohol and follow generally healthful lifestyles, about half of the Adventist population is vegetarian, while the other half consumes modest amounts of meat. This fact allowed scientists to separate the effects of eating meat from other factors. Overall, these studies showed significant reductions in cancer risk among those who avoided meat.

Eins og alltaf, að fara eftir ráðleggingum Biblíunnar er best fyrir okkar heilsu og ánægju og svo sannarlega væri þessi heimur betri ef að kjöt iðnaðurinn hyrfi, bæði væri þá minna um þjáningar dýra en í flestum tilfellum er farið virkilega illa með dýrin í þessum iðnaði og sömuleiðis væri hægt að rækta meiri mat í staðinn ef að fókusinn væri ekki á að rækta mat fyrir dýr sem við síðan borðum.

Ég hafði skrifað um svipað efni áður hér: Hvaða mataræði vorum við hönnuð til að borða?

 


mbl.is Kjötát lykilatriði í þróun mannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband