12.4.2012 | 14:07
Huggun í guðleysi
Fyrir venjulegt fólk þá eru það eðlileg viðbrögð að ákalla Guð eða þann sem öllu ræður þegar lífið liggur við. Mér þykir alltaf vænt um þannig sögur því maður vonar að sem flestir geri það og að Guð muni heyra þá bæn. Eða ef að illa fer að þá muni þetta ákall sætta Guð og mann og viðkomandi öðlist eilíft líf; sama hvaða kirkju hann eða hún tilheyrði eða kirkju yfirhöfuð.
Það sem angrar mig er þegar fólk er stolt yfir sínum efasemdum og vantrú. Lætur sem svo að það sé svo gáfað af því að það efast um Guð. Hræsnin er síðan frekar leiðinleg þegar viðkomandi síðan missir einhvern, þá er eins og Guð er til og muni taka á móti viðkomandi. Það er nefnilega engin huggun í guðleysi.
Merkilegt hvað guðleysingjar eru duglegir að boða sína trú, ég á mjög erfitt með að sjá hvað það er sem þeir hafa fram að færa. Náttúrulega, trú á ekki að vera hvað hentar manni eða lætur manni líða vel heldur hvað sé satt. En í þeirri deild eru þeir líka í vandræðum því að það er ekki eins og þeir hafa mikið af rökum fyrir tilvistarleysi Guðs; eru bara ekki sáttir við þau rök sem eru fyrir tilvist Guðs.
Ég vildi sjá fólk horfast í augu við lífsháska og ef að í þannig aðstæðum það ákallar Guð að þá lifa samkvæmt því. Þótt að Guð vill auðvitað að við köllum á Hann á ögurstundu þá vill Hann líka okkar vinskap þegar allt gengur vel. Það er frekar móðgandi, vinur sem hefur aðeins samband þegar hann vill eitthvað. Kirkjan getur verið góður staður, getur verið staður þar sem maður hittir vini og öðlast andlega fjölskyldu; staður þar sem maður getur talað um stóru spurningar lífsins og lífið sjálft, ásamt því að heyra eitthvað áhugavert.
Reyndi að halda aftur tárunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 803246
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fullt af fólki missir hægðir þegar það lendir í hrikalegu áfalli. Á það þá að missa hægðir alla daga svo það sé ekki hræsnarar?
Matthías Ásgeirsson, 12.4.2012 kl. 14:21
Þú hlýtur að sjá að þetta er ekki sambærilegt :/
Mofi, 12.4.2012 kl. 14:22
Við dæmum ekki fólk út frá því hvernig það bregst við hrikalegu áfalli. Ertu ekki sammála því?
Matthías Ásgeirsson, 12.4.2012 kl. 14:25
Ég veit ekki á hverju þú byggir þessa fullyrðingu um hræsni og að fólk ákalli guð þegar það missir einhvern eða lendir í vandræðum. Ég veit að þetta er til, en þetta líkast til fyrst og fremst uppeldislegt atriði.
En svona þér að segja þá er fullt af fólki - og það "venjulegu" - sem hefur lent í vandræðum og/eða misst einhvern án þess að byrja að ákalla einhverjar ímyndaðar verur.
Ég veit að þú ert trúaður og það er í lagi mín vegna. En þú mættir alveg sleppa svona tilefnislausum og inniihaldslausum fullyrðingum og alhæfingum um trúlausa. Sennilega kemur þetta til af einhverri minnimáttarkennd, þeas. þörfin fyrir að klína einhvers konar "trú" á þá sem segjast vera trúlausir.
Ég þykist vita hver viðbrögðin yrðu ef við trúlausir værum stöðugt að fullyrða að það væru allir trúaðir. Þetta er einfaldlega óþolandi virðingarleysi fyrir skoðunum annarra.
PS.Það þarf ekki að afsanna tilvist guðlegra vera. Fullyrðingum sem haldið er fram á röksemda má nefnilega hafna án röksemda.
Valgarður Guðjónsson, 12.4.2012 kl. 14:31
Matthías, ekki spurning um að dæma einhvern, aðeins að ef einhver ákallar Guð þegar hann er í hættu að þá er það frekar dapurt að vilja ekkert hafa með Hann að gera þegar allt gengur vel. Ef að einhver finnur að í ákveðnum aðstæðum að þá vill hann hjálp Guðs að þá ætti hann að leita Guðs líka þegar hættan er farin.
Mofi, 12.4.2012 kl. 14:39
Þú virðist hafa misskilið eitthvað varðandi hvað það er sem mér finnst vera hræsni. Svo ég endurtaki það þá er það að vilja eitthvað hafa með Guð að gera í ákveðnum aðstæðum en svo í öðrum vilja ekkert með Guð að gera.
Ekki gleyma fullt af fólki sem hefur lent í vandræðum án þess að ákalla hin raunverulega Guð.
Þú ert líka trúaður þó að trúin sé alls ekki rökrétt að mínu mati og það er líka í lagi mín vegna. Orðið "trúlaus" eða "trúleysingi" kom hvergi fram í greininni svo þú ert hérna að lesa inn í orð mín sem er ekki þar.
Trú er einfaldlega skoðun fólks á hlutum sem það hefur sannfæringu um en getur ekki sannað.
Spurningin er frekar hvort getur útskýrt heiminn sem við lifum í betur, guðleysinginn eða sá sem trúir á Guð. Ég hef ekki séð mikið af rökum fyrir guðleysi, aðeins vanmáttug gagnrýni á fanta góð rök.
Mofi, 12.4.2012 kl. 14:46
> "aðeins að ef einhver ákallar Guð þegar hann er í hættu að þá er það frekar dapurt að vilja ekkert hafa með Hann að gera þegar allt gengur vel."
Hver gerir það?
"Gvuð minn góður" er upphrópun - ekki endilega raunverulegt ákall til almáttugrar veru. Ekki frekar en "Gvuð hjálpi þér".
Matthías Ásgeirsson, 12.4.2012 kl. 14:48
Ég er auðvitað að tala um alvöru ákall, alvöru bæn til Guðs ekki upphrópun sem hefur enga þýðingu.
Mofi, 12.4.2012 kl. 14:56
Ég vona þú afsakir mér það að taka færsluna þína, nánast í heilu lagi, og krítísera þá parta sem ég hef athugasemdir við.
Ætlaði fyrst að taka helstu punkta fyrir, en svo sá ég að ég hafði eitthvað að segja um flest atriðin.. og fannst þetta því bara eðlilegast.
Þetta er eflaust uppeldið, eða eitthvað innbyggt í menninguna hreinlega. Enda hefur mannskepnan verið trúuð síðan heimildir geta.
Ef guð er allsstaðar, alltaf, og algóður, þá vænti ég þess að hann heyri bænina og bregðist við henni. Ég hef hinsvegar engar rannsóknir séð sem sýna fram á þetta, sem segir mér að guð sé ekki til, eða að honum sé merkilega mikið sama um okkar óskir.
Hvers vegna þyrfti svo að sætta guð og mann? Eru þeir eitthvað ósáttir? Og hvers vegna ætti guð að vera ósáttur við manninn. Er það syndin? Sem guð vissi að við myndum fá á okkur þar sem hann er alvitur..? Nei, kaupi það ekki.
Ég kvíði þeim degi sem ég þarf að horfast í augu við að missa náinn ástvin. Ég á örugglega eftir að sækja eitthvað til guðlegra ímynda (uppeldið - ég er nú bara mannlegur :) ). En að segja að það sé engin huggun í guðleysi skiptir engu máli. Það er eins og að segja að það séu engar uppskriftir í kristinni trú. Kemur málinu í raun ekkert við. Ég vonast til að geta sótt mína huggun annað (til vina og vandamanna t.d. Það verður að koma í ljós þegar ósköpin dynja yfir).
Trúleysi er ekki trú. Þetta hefur margoft komið fram á blogginu þínu, sem og annars staðar, og ætti að vera útrætt mál. Er það trú hjá þér að trúa ekki á spaghettiskrýmslið? Hvað hefur sú trú fram að færa?
Trúleysi inniheldur t.d. ekki það að trúa á þróunarkenninguna. Það er ekkert sem trúleysi á að hafa fram að færa.
Við þurfum ekki að sanna að guð sé ekki til. Sönnunarbyrðin liggur á þeim sem fram færir tilgátuna. Þetta hefur líka margoft verið rætt á blogginu, og leiðinlegt að sjá þig endurtaka þessa villu.
Það er líka frekar móðgandi að hóta dauða (kvölum jafnvel sumir, þó ekki endilega þú minnir mig) nema maður trúi því sem vinur manns segir.
Það er líka fjöldinn allur af góðum stöðum til að öðlast andlega fjölskyldu og ræða stórar spurningar. Kirkjan er ekki eini staðurinn. Reyndar man ég satt best að segja aldrei eftir því að hafa rætt þessa hluti þegar ég var meðlimur í söfnuðinum. Enda aldrei djúpt sokkinn í þessi mál þá, svo það er kannski eðlilegt. Oftast er þett bara presturinn að prédika yfir söfnuðinum. En þú hefur örugglega aðra reynslu úr þinni kirkju.
Afsakaðu aftur að ég skuli demba öllu þessu hér inn. En ég veit þér þykir gaman að kryfja málin þokkalega vel, svo þetta sakar varla ;)
Tómas, 12.4.2012 kl. 19:45
Fyrir þá sem tilheyra kirkju og hitta kristið fólk annað hvort þekkja aragrúa af sögum af bænarsvörum og eða upplifað það sjálfir. Að reyna að rannsaka bænarsvör er dæmt til að mistakast, það er eins og að reyna að setja Guð í tilraunarglas og ég hef enga trú að Guð vilji troða sér í slíkt.
Græðgi, losti, öfund, reiði, hatur, lygar og fleira býr til bil á milli Guðs og manna en Guð tekur þeim sem iðrast og vilja snúa við blaðinu vel.
Skiptir miklu máli varðandi hvaða trú maður aðhyllist; að einfaldlega gera sér grein fyrir þessu. Ef Guð er til þá er maður óheyrilega móðgandi að vilja ekkert með Hann hafa allt líf sitt, aðeins þegar eitthvað kemur fyrir vill maður hafa eitthvað með Hann að gera. Ekki sniðugt að hæðast svona að Guði þó það er kannski ekki svo meðvitað eða viljandi.
Ég tala líka um guðleysi, ekki trúleysi. Í mínum augum er trúleysi svipað og meðvitundaleysi.
Þetta er spurning um skilning fólks á heiminum sem það lifir í, svör við stóru spurningum lífsins, hvaðan kom alheimurinn, hvaðan kom lífið, hvaðan komu við, af hverju erum við hér og hvað verður um okkur. Guðleysi svarar öllum þessum trúarlegu spurningum og þar af leiðandi alveg jafn mikil trú og kristin trú.
Þetta er ekki villa eins og ég útskýrði hérna fyrir ofan.
Er það að þú munt deyja einhverjar fréttir fyrir þig? Eitthvað sem þú vissir ekki fyrr en ég benti á það?
Ég bendi á að það er til aðili sem hefur unnið dauðann og við getum átt þá von ef við sækjumst eftir henni. Enginn ætti að taka þessu illa; frekar að forvitnast um hvort þetta geti verið satt ef að viðkomandi vill ekki deyja.
Því miður vantar þetta í margar kirkjur; ég fann mjög fyrir því í þeim heimsóknum sem ég hef farið í aðrar kirkjur nema hreinlega mína. Kíktu í lexíu næsta hvíldardag í Aðvent kirkjuna í Reykjavík, ég verð með lexíuna; líklegast sú síðasta þar sem mitt plan er að flytja næstu mánðarmót.
Ég miklu frekar þakka skemmtilega athugasemd :)
Mofi, 12.4.2012 kl. 20:22
Ég hef ennþá áhuga á að vita af hverju þú tekur sköpunarsöguna (sem við erum sammála um að menn hafi ritað í biblíuna) jafngilda vísindalegri kenningu, en kastar frá þér öðrum sköpunarkenningum.
Ég sé nákvæmlega engan mun á sannleiksgildi sögunnar í fyrsta kafla biblíunnar, og sköpunarsögunni úr norrænum trúarbrögðum.
Ef guð hefur áhrif á efnisheiminn, þá er hann mælanlegur. Ef ég get ekki séð guð með vísindalegu aðferðinni, þá hef ég enga ástæðu til að halda að hann sé til. Þetta er algerlega fúndamentalt hjá mér.
Þetta svarar ekki athugasemd minni. Guðinn sem er oftast verið að ræða um veit nákvæmlega allt sem ég mun gera og hugsa. Ég er þar með á hans ábyrgð, ekki satt? Svo það væri hans ábyrgðarleysi að taka ekki við mér, jafnvel þótt ég trúi ekki á hann.
Ég er ekki að hæðast að guði. Ég er að hæðast að hugmyndinni um hann. Maður getur ekki hæðst að einhverju sem maður trúir ekki að sé til. Mér finnst t.d. ekkert að því að kalla guð biblíunnar vitleysing. Hann gerir mistök á mistök ofan, og lausn hans er oftar en ekki fjöldamorð, einhvers konar. En það er náttúrulega minn skilningur á biblíunni. Ég efast ekki um að það séu góðar ástæður fyrir fjöldamorðunum (t.d. talar Dr. Craig e-rsstaðar um hið óendanlega góða sem öll óskýrðu ungabörnin fengu þegar þau voru myrt í einhverri biblíusögunni).
Ég nota hugtökin oftast sem hið eitt og sama. Ég skilgreini guðleysi oftast sem þetta: "Það að hafa ekki guð í heimsmynd sinni". Það hefur ekkert með aðrar vísindalegar kenningar að gera. Þú getur verið guðleysingi, en trúað því að geimverur hafi komið öllum tegundum (e. "kinds" til að vísa í biblíulega sköpun) fyrir á jörðinni á Kambríumtímanum.
Maður getur sum sé verið guðlaus, og trúlaus, en haft allt aðra sýn á heiminn en hinn hefðbundni vísindamður.
Hins vegar er það klárt mál, að flestir trúlausir, og guðlausir, samþykkja helstu vísindalegu kenningarnar. En það gerir guðleysi ekki að kenningu. Aftur get ég spurt þig: Hvað hefur trú þín um að spaghettiskrýmslið sé ekki til fram að færa?
Ég er að tala um þennan "andlega dauða". Þetta sem trúaðir hóta jafnan að við trúlausir/guðlausir verðum að vara okkur á og bjargast frá. Sumir tala um helvíti líka, eins og ég minntist á.
Svo: Hvernig er það gott dæmi, að kalla það móðgandi að gera ekki það sem "vinur" manns gerir, þrátt fyrir hótanir um allt illt?
Guð (segir sagan) setti leikinn upp. Jú, hann gaf okkur frjálsan vilja og hvaðeina - en hann veit allt sem myndi gerast, og svo ætlar hann að refsa okkur í þokkabót, ef við gefumst ekki honum. Ekki kalla ég það vin.
Ertu að tala um Jesús? Eða einhvern annan af þeim þúsundum sem í gegnum aldirnar hafa verið sagðir komast gegnum hinn jarðlega dauða. Ég trúi ekki að Jesús (ef hann var til) hafi lifað af dauðann. Vegna þess að eina heimildin er biblían, og hún er sko undarleg bók.
Ég er búinn að forvitnast rosalega mikið, og komst að þeirri niðurstöður að besta tækifærið mitt liggur í að styðja vísindi, t.d. þau sem Aubrey de Gray stundar.
Þakka gott boð. Gæti verið áhugavert. Hugsa málið.
Gott mál ;)
Tómas, 12.4.2012 kl. 21:06
Af hverju angrar þetta þig? Ert þú ekki stoltur og glaður yfir þinni trú? Ekki angrar það mig.
Ég veit svo sem ekki hvort margir trúlausir séu "stoltir" af sinu trúleysi, en sumir kannski stoltir yfir því að þora að "koma út úr skápnum" og lýsa sínu trúleysi opinberlega. Því trúleysi hefur framanaf ekki verið beinlínis viðurkennt og ekki síst kirkjunnar menn ásakað trúleysingja fyrir hálfgert siðleysi eða skort á siðferði.
Hefur þú í alvöru reynslu af þessu?? Þekkirðu trúleysingja sem hefur lýst því yfir eftir andlát náins ættingja, að hann sé nú farinn að trúa á handanlíf?
Trúleysingjar mæta í jarðarfarir í kirkjur, láta jafnvel presta jarðsyngja sig, enda fátt annað verið í boði þar til mjög nýlega. Og það kann að vera af tillitsemi við ættingja. En ég bara þekki ekki yfirlýsta trúleysingja sem fara að ákalla Guð við áfall. Líf mitt hefur sem betur fer verið stóráfallalaust, en hef þó t.d. þurft að mæta í jarðarfarir ungra barna góðra vina og ættingja. Það gerði mig ekki meira trúaðan. Frekar að það hafi truflað mig, í viðkvæmu sálarástandi, að heyra prest fullyrða að barnið væri nú komið eitthvert annað og að foreldrar þess myndu hitta það aftur. Ég held nefnilega ða presturinn viti þetta ekkert betur en ég eða þú. En kannski leið foreldrunum betur, og það skiptir meira máli en hvernig ég tók þessum orðum.
Skeggi Skaftason, 12.4.2012 kl. 21:07
Sá sem trúir á Guð þykist geta útskýrt heiminn. Sá trúlausi þykist ekkert endilega geta það.
Skeggi Skaftason, 12.4.2012 kl. 21:10
Hljómar svona eins og Guð sé svona ósýnilegur harðstjóri, svona "Big Brother" sem njósnar um okkur og fylgist með að við tilbiðjum sig reglulega og berum virðingu fyrir sér.
Hvaða heilvita vera gerir kröfu um það að aðrir tilbiðji sig?? Í fullri alvöru, er þessi Guð þinn eins og einræðisherra í Norður-Kóreu?
Skeggi Skaftason, 12.4.2012 kl. 21:20
Kannski hef ég misskilið eitthvað með hræsnina, ég las þetta þannig að þú teldir mjög algengt að trúlaust fólk ákallaði guð í vandræðum.
Nei, ég er ekki trúaður og væri ákaflega þakklátur ef þú hættir að klína þessu hugtaki á mig. "Trú" er gjarnan gengisfellt í þessum tilgangi yfir í að merkja eitthvað allt annað en það sem trúarbrögðin standa fyrir.
Það er grundvallar munur á að hafa (annars vegar) órökstuddar og ruglingslegar sköpunarkenningar fáfróðra hirðingja frá því fyrir fleiri þúsund árum sem einhvern heilagan sannleik og haga lífinu eftir því eða (hins vegar) eða skoða rökstuddar kenningar vísindamanna og telja þær ýmist líklegar, sannaðar, ósannaðar eða ólíklegar.
Ég vona að ég hafi misskilið eitthvað í síðustu setningunni, þú ert varla að halda fram að það séu rök fyrir þessum graut um sköpunina? Hvað þá "fanta góð"?? Það eru einfaldlega engin rök og engar upplýsingar til fyrir guðlegu verunni. Þess vegna er sjálfgefið að hafna henni og þarf engin rök til.
Þú virðist gleyma þeim möguleika að gera sér grein fyrir að við höfum enga vissu fyrir hvernig heimurinn varð til (eða þess vegna hafa ekki hugmynd um það) og vera fullkomlega sáttur við það. En ef við komumst einhvern tímann að því, þá verður það með aðferðum vísindanna. Ekki með "fabúleringum" út í loftið.
Annars læt ég þetta gott heita.
Valgarður Guðjónsson, 13.4.2012 kl. 00:13
Ég geri ráð fyrir því að þú sért stoltur af þinni trú, enda þætti skrítið ef þú værir það ekki, annars værir þú líklega ekki þeirrar trúar sem þú ert. En það er líka eitthvað sem þú hefur fyrir sjálfan þig. Ég er hvorki stolt eða óstolt af því hvar ég stend í þessum málu. Þetta er bara eitthvað sem er eðlilegt fyrir mig, og tel mig ekki knúna til þess að troða því upp á aðra. :)
Ég get heldur ekki túlkað guðleysi eða efasemdum um tilvist einhvers æðri máttar sem einhverja gáfnayfirlýsingu eða hræsni. Þú gætir allt eins sagt að það maður sem skellir sökinni ekki á drauga og yfirnáttúrulegar verur þegar brakar í húsinu hans, heldur telur að grunnurinn sé bara að sökkva eins og eðlilegt er.
Efasemd er fullkomnlega mannleg. Fólk sem spyr einskis og lætur leiða sig áfram í blindni, er hinsvegar með öllu óeðlilegt.
Ég hef persónulega aldrei orðið vitni af því að yfirlýstur guðleysingi hafi fundið trú eða huggun í bæn þegar viðkomandi missir ástvin eða verður fyrir áfalli. A.m.k. hef ég aldrei leitað þangað. Ég hef hinsvegar fundið huggun í því að ástvinurinn átti gott líf, og naut þess á meðan hann lifði. Hvert hann hinsvegar fór, eftir fyrningardagsetninguna, get ég ekki fullyrt. Og því spekúlera ég ekkert í því.
Nú veit ég alls ekki hvernig þú fannst trúnna, hverjar aðstæðurnar voru..
En fyrir mig, þá þarf ég ekki að leita þangað. Ég finn það bara alls ekki innra með mér að ég þurfi að sækja huggun í eitthvað sem ég sé ekki. Það sem veitir mér huggun er að ég geri mitt besta, og ef það var ekki nógu gott, þá læri ég af mistökum mínum og reyni betur næst. Það sem ég get gert í dag, er að verða betri manneskja en ég var í gær, og betri manneskja á morgun en ég var í dag. Ég get verið í stöðugri sjálfsskoðun, og tekið ábyrgð á mínum gjörðum og staðið upp þegar ég dett.
Að leita eitthvert annað, í ósýnilega veru, Guð, eða hvað fólk vill kalla það, finnst mér hálfpartinn vera að ýta allri ábyrð frá, og skella því eitthvert annað.
Right back at ya.
Annars hef ég mína trú/trúleysi út af fyrir mig, það truflar mig ekkert hvað aðrir trúa á. Maðurinn minn er t.d. trúaður, og ég og hann berum virðingu fyrir skoðunum hvors annars á þessu málum og því veldur það aldrei deilum.
Mér er það gjörsamlega fyrirmunað að skilja afhverju fólk myndi sækjast í eitthvað sem lætur þeim líða illa.
Það er hægt að snúa þessu við. So right back at ya. :)
Þegar trú / trúleysi er annars vegar, finnst mér að fólk ætti bara að leita hamingjunnar. Að þeim skilyrðum uppfylltum að það treður ekki á réttindum annarra, þá ætti fólk að leita hamingjunnar hvar sem hana er að finna sama í hvaða mynd hún kemur. Það held ég, að sé það sem við ættum öll að einblína á. :)
Með fullri virðingu fyrir þér.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.4.2012 kl. 00:30
Heildar vitnisburður Biblíunnar er sannfærandi að mínu mati á meðan norrænu goðafræðin eru það ekki.
En málið er að reyna að mæla Guð og mér finnst það dæmt til að mistakast. Það er til nóg af persónulegum vitnisburðum varðandi bænheyrslur og það má segja að það sé mælanlegt ef að viðkomandi lítur á vitnisburð sem einhvers virði.
Ég get ekki séð það. Hann skilur valið eftir í okkar höndum. Annars væri Guð eins og eiginmaður sem er alveg sama hvort að tilvonandi brúður vill vera með Honum eða ekki.
Ég sé það ekki sem mistök að leyfa fólki að velja og stundum hafa ákveðið að nú sé nóg komið af illsku og stöðvað hana.
Ef maður ætlar að dæma Guð þá verður maður að gera það á þeirri forsendu að Guð sé til. Út frá því og út frá Biblíunni þá er þetta líf eymdarlíf sem er aðeins fyrir okkur til að velja gott eða illt. Velja hvort við viljum líf með Guði eða hafna því. Þannig að ef að Guð tekur líf frá börnum þá er miklu frekar um að ræða stuttan svefn og síðan vakna þau til þess lífs sem Guð skapaði þau fyrir.
Að trúa á geimverur og fólk fyrir kambríum og fleira hljómar ekki eins og trúleysi í mínum eyrum. Mín sýn á þetta er einfaldlega sú að ef maður svarar stóru trúarlegu spurningum mannkyns þá er maður trúaður; Guð getur verið í þeim svörum eða ekki en viðkomandi situr uppi með trúarleg svör og er því trúaður.
Ég er bara að tala um dauðan sem allir vita að þeir horfast í augu við.
Guð gefur okkur frjálst val, mér finnst það vingjarnlegt að velja ekki fyrir mig.
Veistu um heimildir um einhvern annan sem reis upp frá dauðum? Ertu síðan búinn að lesa guðspjöllin og eitthvað af bréfunum til að meta þessar heimildir?
Varðandi tilvist Jesú þá gæti þér þótt þetta forvitnilegt: http://www.youtube.com/watch?v=u9CC7qNZkOE
Af hverju ekki vísindin sem Isaac Newton, Michael Faraday, Louis Pasteur og þeir sem lögðu grunninn að okkar nútíma vísindum?
Mofi, 13.4.2012 kl. 10:06
Aðalega af því að viðkomandi hefur ekki rök fyrir sinni afstöðu. Hefur einfaldlega gagnrýni og dauða fyrir endastöð svo þetta er mér afskaplega undarlega fyrir sjónir.
Þekki þannig dæmi þó ég býst ekki við þessu af hörðum guðleysingjum eins og gaurunum í Vantrú. Frekar fólk sem pælir lítið í þessu en almennt hefur þá afstöðu að Guð sé ekki til en síðan andspænis svona aðstæðum að þá breytist þetta og síðan þegar allt er orðið betra þá er Guð settur til hliðar.
Hvað er að því að deila þeirri trú og von með þeim sem syrgir? Hvort sem viðkomandi er guðleysingi eða guðstrúar þá tekur hann þessu í trú.
Kannski þannig útgáfur eru til en flestir sem ég kannast við telja sig vita svörin við stóru spurningum lífsins.
Skiljanlegt en prófaðu að hugsa frekar á þann hátt að við setjum alltaf eitthvað efst í okkar lífi og Guð veit að það er okkur fyrir bestu að það sé Hann. Ástæðan er að Hann er skaparinn og lífsgjafinn og veit hvað er okkur fyrir bestu. Þetta verðskuldar alveg heila færslu, mikið til að hugsa um.
Mofi, 13.4.2012 kl. 10:23
Mér finnst þetta frekar lýsa þínum fordómum gagnvart þeim sem trúa á Guð. Ég mun ekki hætta að segja að þeir sem svara trúarlegum spurningum séu trúaðir. Ef þú hefur skoðun á tilvist Guðs, skoðun á uppruna lífs, uppruna mannkyns, af hverju við erum hér og hvað verður um okkur þegar við deyjum þá ertu trúaður í mínum augum því að þú veist ekki svörin við þessum spurningum þú svarar þeim í trú.
Ekki í mínum augum. Sérstaklega þegar við höfum í huga að vísindin hafa miklu frekar gefið þeim sem trúa á Guð enn fleiri ástæður til að trúa á síðustu hundrað árum eða svo.
Allt í lagi, ýkt góð :)
Það eru rök fyrir tilvist Guðs en ekki rök fyrir hafna henni, aðeins að sumum finnst rökin fyrir tilvist Guðs ekki nógu góð sem hlýtur að vera afskaplega aumingjaleg staða til að vera í.
Mofi, 13.4.2012 kl. 10:28
Ég er auðvitað ekki að tala um alla en t.d. Richard Dawkins vill að annað orð yfr guðleysingjar ( atheist ) og hans uppástunga var "The brights". Bara svona dæmi um hvað ég er að tala um.
Ég skrifa síðan athugasemdir á bloggið, þú skrifar athugasemdir á bloggið, ég sé ekki betur en hvorugt okkar er að troða neinu upp á annað fólk. Allir hafa val hvort þeir vilja spjalla við okkur eða sleppa því.
Gaman að heyra. Forvitinn að vita af hverju? Ef að Guð er ekki til og við erum bara tilviljanakennd hrúga af efnum sem er hér í dag og síðan að eilífu horfin á morgun, af hverju þá að vera að þessu?
Af hverju er merkilegt að ég tala við aðra um mína trú? Mín trú segir að það sé von andspænis dauða og þar sem allir eru börn Guðs þá er það okkar skylda að koma vel fram við aðra. En að guðleysingjar vilja deila sinni trú og boða hana finnst mér mjög undarlegt, hvað eiginlega hefur þessi trú fram að færa nema tilgangsleysi og dauða; af hverju að deila því með einhverjum?
Óh nei, þú snýrð þessu ekki á mig :)
Endalaust af rökum fyrir tilvist Guðs og ég hreinlega skammast mín hvað ég hef verið latur að skrifa um þau öll. Hérna er smá dæmi um slíkt: Þeir sem eru án afsökunnar
Hljómar vel. Ertu til í að hjálpa mér að skilja hvernig þú beitir þessu í þínu lífi með þinni trú?
Mofi, 13.4.2012 kl. 10:51
Hræsni?
Bull. Þetta er hefð. Afar og ömmur, pabbar og mömmur, frændur og frænkur segja öll, "Guð minn góður, er ekki í lagi með þig?" Og svo apa allir þetta eftir hvor öðrum, skiptir engu máli hvort viðkomandi trúir á guð eða ekki. Þarna ertu bara að tína einhvern tittlingaskít og reyna að sýna trúlausa í neikvæðu ljósi.
Og trúleysi er ekki trú. Annars er ekki hægt að rökræða við trúaða, því ef þeir hlustuðu á rök, þá væru þeir ekki trúaðir. :)
Jón Ragnarsson, 13.4.2012 kl. 11:39
Enginn að tala um upphrópanir.
Ég er ekki að tala um meðvitundarleysi...ég meina trúleysi. Ég er að tala um guðleysi og öllum þeim trúarlegu spurningum sem guðleysingjar svara út frá þeirra guðleysis trú.
Mofi, 13.4.2012 kl. 11:41
Þetta er barasta kjaftæði, afsaku orðbragðið.
Nákvæmlega. Þetta er helsti grundvöllur trúar. Ótti við dauðann og svo hitt ða menn hafa leitað skýringa á furðum heimsins.
Við höfum núna býsna góða vísindalegar skýringar á hinum efnislega alheimi. Hér á Íslandi er ekki nema í mesta lagi fáein hundruð manna í sérvitrum sértrúarsöfnuðum sem neita viðurkenndri vísindalegri þekkingu. Hvergi á Vesturlöndum er nein umræða um þetta, nema í USA þar sem fáfræði og öfgatrú er áberandi í opinberri umræðu.
Sko. Það truflar mig ekkert þótt þú eigir ósýnilegan vin sem þú kallar Guð. Og kannski eiga fleiri slíkan vin. En eki þykjast vita hvernig aðrir eigi að haga sínu sambandi við sinn ósýnilega vin.
Skeggi Skaftason, 13.4.2012 kl. 13:03
Þetta er sannleikurinn og kjarni málsins.
Ekki ef ég trúi því að þegar maður deyr þá er allt búið. Það er ekki mín trú en það er trú sumra. Sumir síðan hafa mikið á móti hugmyndinni um Guð og það verður að þeirra aðal ástæðum fyrir að hafna tilvist Guðs svo svona tilfinningar eru ekki einhver mælikvarði á hvaða trú sé rétt; hvaða trú sé byggð á rökréttum grunni og gögnum.
Viðurkenndri þekkingu? Hver er hin viðurkennda þekking á uppruna alheimsins, uppruna lífs, uppruna gífurlegs flókinna upplýsinga í DNA? Miklu frekar að sú vísindaþekking sem við höfum aflað okkur hefur gefið þeim sem trúa á Guð ennþá fleiri ástæður til að trúa. Vægast sagt hefur staðan fyrir guðleysi versnað all svakalega síðustu hundrað ár; hreinlega ekkert hefur komið í ljós sem hefur gert þá afstöðu gáfulegri. Ef þú veist um eitthvað þá endilega benti mér á það.
Það er umræða um þessi mál um allan heim, mis mikil auðvitað.
Mofi, 13.4.2012 kl. 13:27
Þú fullyrðir óskaplega mikið um "trú" annarra.
Ég t.a.m. "trúi" því ekki beinlínis að "allt sé búið" en jú mér finnst það langlíklegast vegna þess að ég hef ENGAR vísbendingar eða sannanir fyrir því að mín vitund geti lifað áfram í öðru lífi/öðrum heimi/annarri vídd.
Mér finnst svona frekar kjánalegt að sannfæra sjálfan sig um að slíkt muni taka við, en ef einhverjum líður betur að halda í slíka von er það svo sem meinlaust. (En stundum alls ekki meinlaust, t.d. eru sjálfsmorðssprengjuvargar oftar en ekki hvattir áfram með loforðum um glæst framhaldslíf.)
En þessi afstað mín er ekki TRÚ.
Ekki frekar en að það telst ekki almennt TRÚ að trúa því ekki að jólasveininn sé til.
Skeggi Skaftason, 13.4.2012 kl. 14:00
Ég var ekki að fullyrða neitt um trú einhvers aðila en já, ég leyfi mér alveg að tala um ákveðna trú í þeim skilningi að það er til fólk sem hefur þá trú.
Áttu við að þú veist hvað gerist eða þú hefur ekki skoðun á því?
Ég er alveg sammála að ef einhver hefur ekki skoðun á því, hefur ekki afstöðu til þess þá er ekki um trú að ræða.
Mofi, 13.4.2012 kl. 14:11
Þetta átti ekki að vera skot hjá mér, vona að þú hafir ekki túlkað það þannig. Almenn skoðanaskipti, og umræður er auðvitað jákvæður hlutur og ekkert nema gott um það að segja. :)
En á beggja megin er fólk sem sættir sig alls ekki við annarra skoðanir (séu þeir þeim ósammála) og svífast einskis í að reyna að "snúa" fólki. En það eru ekki allir þannig sem betur fer.
Burtséð frá því hvernig og afhverju við erum hérna, þá erum við hérna. Til hvers að eyða orku í það að þræta um hver tilgangurinn er? Afhverju reynum við ekki eftir okkar bestu getu að eiga góð samskipti við náungann? Voðalega lítið sem við getum gert til þess að forðast samskipti, þau verða alltaf einhver.
Lykillinn að góðum samskiptum er skilningur og virðing í garð náungans. Að sætta sig við að fólk hefur mismunandi skoðanir, hvort sem það er pólitík, trúarbrögð eða hversu mikil mjólk á að fara í kaffið, og bera virðingu fyrir skoðunum og lífsstíl fólks.
Með þessu átti ég aðeins við að fólk beggja megin notar oft sömu rökin, þeim er oft bara snúið við. :) Átti alls ekki að vera skot á þig, ég hef greinilega ekki komið því þannig til skila, ég biðst forláts.
Ég trúi því að okkur beri siðferðisleg skylda til þess að koma vel fram við aðra, hvort sem að guð sé inni í myndinni eða ekki. :)
Mér þykir í sjálfu sér ekkert undarlegt við það að trúleysingjar vilji bera út sinn boðskap frekar en þeir sem eru trúaðir. Þvert á móti þykir mér það eðlilegt. Ef fólk á annað borð hefur svakalegan áhuga á einhverju, hvort sem það er trúleysi, trú eða bifvélavirkjun, þá held ég að viðkomandi myndi ekki sleppa neinu tækifæri til þess að tala um það. En það er alltaf hægt að fara yfir strikið. En hver sem sannfæringin er, verður fólk að temja sér skilning á því að það eru ekki endilega allir sammála, og það á líka bara að vera allt í lagi. :)
Allt sem hefur upphaf hefur líka endir. Mér finnst t.d. líf mitt ekki tilgangslaust núna þótt það sé kannski endilega ekkert eftir dauðann. Ég á tvö yndisleg börn, traustan og góðan maka, og hreint frábæra fjölskyldu sem styður við bakið á mér. Þess vegna skiptir mig það engu máli hvað kemur eftir dauðann, líf mitt er mjög ríkt. Ef það er einhver tilvera eftir dauðann, þá skal ég takast á við hana þegar ég er dauð. Lífið gengur fyrir núna. :)
Það sem ég átti að sjálfsögðu við, var það sem ég sagði hér að ofan. Trúuðum er fyrirmunað að skilja rök og sönnunargögn vísindasinnaðra trúleysingja. Og öfugt. Þessu er öllu hægt að snúa við.
En þegar öllu er á botninn hvolft, þá vitum við ekkert. Tæknin í dag getur ekki sagt okkur hvort það guð sé til eða ekki.
Við erum jafn misjöfn og að við erum mörg. Hvort sem við erum svört, hvít, grá eða fjólublá, gagnkynhneigð, samkynhneigð, tvíkynhneigð eða hvað.
Við þurfum að sýna náunganum skilning, átta okkur á því að það geta ekki allir verið eins og við, og að mismunandi lífstílar annars fólks gerir heiminn bara litríkari.
Ég fann hamingjuna í því að hugsa vel um fjölskylduna mína, eins og ég minntist á hér ofar, þá á ég tvö yndisleg börn sem eru mér allt. Að hlúa að þeim og manninum mínum og gera allt sem ég get til þess að sjá til þess að þeim líður vel, veitir mér alveg einstaka hamingju.
En hamingjuna finna ekki allir á sama stað. Metnaður og skoðanir er mismunandi á milli manna, og sumir finna hamingjuna í skordýrafræði, heimsreisum, eða matjurtaræktun.
Það eru auðvitað hlutir sem mér þykja undarlegir í fari annarra, og margt sem ég er ekki sammála, en ég er alveg viss um að þessir sömu aðilar hugsa það sama um mig. Og ég virði það og sýni því skilning. Auk þess sem það truflar mig ekki, þar sem mér líður alveg rosalega vel í eigin skinni.
Ef ég geri mistök, hef rangt fyrir mér og veit það, þá viðurkenni ég það hispurslaust, tek ábyrgð á því, og reyni að gera betur næst, og jafnvel bæta fyrir það ef kostur er á.
Lykillinn er stöðug sjálfsskoðun, en eins og ég sagði ofar er ég langt frá því að vera fullkominn, en ég hef alla ævina til þess að laga það. :) Það besta sem ég get gert núna, er að vera betri manneskja en ég var í gær. :)
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.4.2012 kl. 14:26
Mofi, þú spyrð:
Svarið blasti við í færslunni minni síðustu. Ég sagði orðrétt:
Ég t.a.m. "trúi" því ekki beinlínis að "allt sé búið" en jú mér finnst það langlíklegast vegna þess að ég hef ENGAR vísbendingar eða sannanir fyrir því að mín vitund geti lifað áfram í öðru lífi/öðrum heimi/annarri vídd.
Ég kalla ekki þessa afstöðu mína TRÚ, frekar en afstöðu mína til jólasveinsins, trölla og huldufólks, álfa og annarra goðsagnafyrirbæra.
En JÁ, ég tek vissa afstöðu.
Kallar þú afstöðu eins og mína 'TRÚ' ?
Skeggi Skaftason, 13.4.2012 kl. 15:52
Þræta tilgangslaust en spjall áhugavert.
Hefur þú pælt í af hverju?
Ef um er að ræða aðeins að tala um það sem maður hefur áhuga á þá skil ég það.
Skil það vel en ég hvet alla til að íhuga vel þessa hluti því ég trúi að eftir þetta líf er dómur og annað hvort eilíft líf eða ekki og ef við viljum ekki ganga á Guðs vegum á meðan við lifum þá munum við missa af því og slíkt væri hræðilegt.
Ég er búinn að rökræða þessa hluti í mörg ár og hef gefið upp alla von um að sjá rök frá guðleysingjum fyrir sinni afstöðu; fyrir utan gagnrýni á rökin sem þeir sem trúa á Guð koma með.
Ég tel að uppgvötanir í vísindum geta gefið okkur alls konar vísbendingar og akkúrat núna er staðan yfirþyrmandi á þá leið að okkar heimur hlýtur að hafa haft hönnuð. Ég hef aðeins séð lélegar afsakanir gagnvart því fjalli af gögnum sem við höfum í dag.
Takk annars fyrir góða athugasemd. Afsakaðu að ég tók hana svona í bútum; langaði bara að svara ákveðnum punktum sem komu upp, annars hljómaði þetta allt mjög vel.
Mofi, 13.4.2012 kl. 16:53
Mofi, 13.4.2012 kl. 17:09
Alveg sammála þér, Mofi. Sjálfur er ég ekkert að pirra mig á þessari hræsni en ég verð að viðurkenna að ég vorkenni þeim sem stunda trúarlega hentistefnu. Til dæmis vorkenni ég þeim prestum þjóðkirkunnar sem trúa ekki á almáttugan Guð en fara í vinnuna á hverjum degi og þykjast til þess að fá laun í vasann. Þannig líf getur ekki annað en verið mannskemmandi.
Hörður Þórðarson, 13.4.2012 kl. 19:34
Hörður, ég missi ekki svefn yfir þessu en bara þegar ég hugsa út í þetta þá er þetta svekkjandi. Kannski aðalega vegna þess að ég vildi sjá fleira fólk í kirkjunni, fleira fók rannsaka og skírast. Já, vantrúuðum prestum þjóðkirkjunnar vorkenni ég þrátt fyrir allt of há laun.
Mofi, 13.4.2012 kl. 20:29
Mofi, af hverju segirðu að spurningar eins og "hvaðan komum við" eða "hvaðan kom lífið" séu "trúarlegar" Hvað gerir spurningu að "trúarlegri" spurningu?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.4.2012 kl. 20:48
Ég varpa þessu fram í þriðja sinn. Er þessi afstaða mín 'trú'?
Skeggi Skaftason, 13.4.2012 kl. 23:22
Benedikt V. Warén, 14.4.2012 kl. 10:31
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir!!! Það eitt var nóg til að ég henti þessum ímyndaða vin og framkvæmdi hlutina sjálfur. Hefur sjaldan gengið eins vel og eftir að ég losnaði úr viðjum hræsninnar sem þessi guðs trú er...
Þetta er bara mín upplifun og er ég sáttur, þú getur haft þína og það angrar mig ekki svo lengi sem þú ert ekki að væna mig um hræsni vegna þess að ég er of gamall og þroskaður fyrir ímyndaða vini...
Ólafur Björn Ólafsson, 14.4.2012 kl. 16:58
Þetta eru spurningar sem við vitum ekki svör við og þær spurningar sem fólk hefur svarað í trú í mörg þúsund ár, hvort sem það voru guðir grikkja, hindúar, búddistar, múslimar eða kristnir. Þetta eru spurningarnar sem menn voru að glíma við og síðan þegar guðleysingjar ætla að glíma við þessar sömu spurningar þá vilja þeir af einhverjum afbrigðilegum ástæðum ekki kannast við að þeir geri það trú. Mjög undarlegt.
Mofi, 15.4.2012 kl. 14:14
Mér finnst lang líklegast að Biblían sé sönn og það er mín trú svo í mínum augum er þessi afstaða þín, þín trú.
Benedikt, hvaða á þetta að þýða?
Ólafur, ég útskýrði vel hvað það var sem ég leit á sem hræsni, ef þú fellur ekki undir þá skilningu þá var ég ekki að væna þig um hræsni.
Mofi, 15.4.2012 kl. 14:17
Allt í lagi, spurning er s.s. trúarleg ef: 1) við vitum ekki svarið við henni 2) trúarbrögð hafa svarað henni í gegnum tíðina.
En þegar það kemur að sérstaklega einni þessara spurninga, uppruna mannkyns, þá vitum við svarið. Og það er ekki eitthvað "guðleysissvar", þetta er bara svarið sem vísindin hafa komist að. Það að þú samþykkir ekki svarið, af því að það samræmist ekki trú þinni, breytir því ekki að við vitum svarið.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.4.2012 kl. 14:47
Mofi, 16.4.2012 kl. 09:11
Mofi, menn vita einfaldlega hver uppruni mannkyns er. Þýðir ekki að láta eins og þetta sé einhver "ógnvekjandi" og "steikt" sannfæring. Og þetta er ekki eitthvað "guðleysissvar", ekki frekar en útskýringar okkar á veðrinu eru "guðleysissvör".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.4.2012 kl. 13:51
Hjalti, endilega gerðu þá blog grein þar sem þú ferð yfir staðreyndirna sem sannfærðu þig um að þetta sé einhver þekking en ekki eins og ég sé þetta, trú í algjörri andstöðu við raunveruleikan.
Mofi, 16.4.2012 kl. 14:10
Mofi, ef þú vilt í alvöru fræðast um þetta, þá myndirðu lesa einhverjar fræðibækur um mannfræði og líffræði, í staðinn fyrir að lesa einungis einhver bandarísk sköpunarsinnablogg.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.4.2012 kl. 14:35
Hjalti, þú sem sagt getur ekki útskýrt hvaða staðreyndir og rök sannfærðu þig um þetta?
Mofi, 16.4.2012 kl. 14:36
Jú, Mofi. En ef þú vilt í alvöru fræðast um ástæðurnar, þá legg ég til að þú lesir einhverjar alvöru bækur um þetta, sem ég satt best að segja efast um að þú hafir gert.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.4.2012 kl. 14:43
Ég tel mig vita nógu mikið um þetta til að hafna þessu sem ævintýrum svo mig langar frekar að sjá þín rök og hvaða gögn sannfærðu þig.
Mofi, 16.4.2012 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.