Biblían besta vopnið á móti hryðjuverkamönnum

mohammed_merah.jpgÞetta hljómar líklegast mjög undarlega í eyrum fólks en leifið mér að útskýra.  Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er vegna þess að Biblían boðar eilífa fordæmingu gagnvart þeim sem hata og myrða annað fólk.  Að boða það hátt og snjallt að Merah var heigull og ómerkilegur morðingi sem mun samkvæmt Biblíunni vera að eilífu fordæmdur til helvítis. 

Ég náttúrulega trúi ekki á tilvist helvítis kannski gott að fara ekki að rökræða það í þessu samhengi enda trúa múslimar á helvíti, helvíti er mjög skýrt í Kóraninum.  Sumir geta sagt við þessu að múslimar taka ekkert mark á Biblíunni en það er ekki rétt, Biblían er þeirra trúarrit ásamt Kóraninum.  Ef að samfélagið næði að predika þennan boðskap þá trúi ég því að margir af þessum mönnum myndu skipta um skoðun varðandi sín áform að verða morðingjar sem drepa óvopnuð saklaust fólk, jafnvel að leggjast svo látt að drepa börn.

Sumir geta sagt við þessu að það þarf ekki Biblíuna til að gera þetta, það er nóg að bara samfélagið fordæmi það sem Merah gerði.  Vandamálið við það er að samfélagið ræður engu um það hverjir öðlast vist í paradís og hverjir fara til vítis; menn eins og Merah hafa miklu meiri ástæðu til að hata allt sem samfélagið segir enda í huga flestra þeirra er samfélagið spillt og djöfulegt


mbl.is 400 „einsamlir úlfar“ í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, mun Jósúa, maður sem samkvæmt biblíunni fyrirskipaði þjóðarmorð, lenda í helvíti? Eða er hann hetja sem mun fá eilíft sælulífi í himnaríki?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.3.2012 kl. 16:01

2 Smámynd: Mofi

Hjalti, hann fyrirskipaði stríð samkvæmt skipun frá Guði. Hið sama auðvitað getur gilt fyrir svona menn eins og Merah, ef hann trúir að Guð hafi fyrirskipað að það á að drepa ákveðið fólk þá trúir hann að það sem hann er að gera sé gott og það muni tryggja honum vist í paradís.

En það er einmitt punkturinn með þessari færslu, það þarf að berjast á móti þeirri trú og eitt besta vopnið að mínu mati eru t.d. þessi orð Jesú:

Matteus 5
43Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.`
44En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, 45svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.

Mofi, 24.3.2012 kl. 16:38

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Elskar þú herra Merah Mofi? Af hverju talarðu svona illa um þá sem þér ber að elska?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2012 kl. 17:01

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þannig að þjóðernishreinsarinn Jósúa er í himnaríki af því að þau þjóðarmorð voru guði þóknanleg?

"Þú skalt ekki fremja þjóðarmorð" er greinilega ekki algilt siðferðisboð. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.3.2012 kl. 17:07

5 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, ég er ekki svo góður að þykja vænt um svona óþokka, það er góð og gild gagnrýni á mig.

Hjalti, hérna er fjallað um þetta á ýtarlegan hátt: http://www.youtube.com/watch?v=bOgSxv37SbE

Ég lít ekki á þetta sem þjóðarmorð en ég lít einnig á að Guð hafi rétt til að dæma fólk sem er að fremja voðaverk. Þú ert svona týpan sem villt að Guð stöðvi barnaníðing en þegar Guð stöðvar svo barnaníðinginn þá gagnrýnir þú Guð líka fyrir það. 

Mofi, 24.3.2012 kl. 18:13

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kjarnin í því innra ástandi sem kallað er "siðferði" er eitt af lögmálum Guðs og innbyggt í allt fólk sem hluti af því að vera manneskja. Eftir það virðast endalausar raðir af tilviljanalegum atvikum í lífinu ráða hvort þessi innbygða siðferði vakni yfirleitt til lífsins eða ekki.

Ég trúi því því að þessi vesalings franski morðingi sjái um að dæma sig sjálfur. Samkvæmt þeim lögmálum sem gerði hann að manneskju í byrjun. Þessir terroristar eru oft bara sjúkt fólk sem notar trúarbragðarugl og snarbilaða pólitík heimsins til að afsaka drápseðli sitt.

Biblían er engin lækning við neinu. Frekar geta biblíulegar fílósófíur haft þau áhrif að fólk verði tilfinningalega einangrað og flatt til þess yfirleitt að geta gert svona. Ég held að þessi strákur hafi bara verið venjulegt illmenni sem fékk kraft frá hugmyndafræði Kóransins sem er sama ruglið og Biblían er...það er fullt af svona vitleysingum um allan heim og þykjast flestir berjast fyrir réttlæti í einhverri mynd.

Óskar Arnórsson, 25.3.2012 kl. 06:14

7 Smámynd: Mofi

Óskar, og er allt þetta byggt á þinni miklu þekkingu á Biblíunni, Kóraninu og sögu mannkyns og hvaða áhrif sá boðskapur sem þessar bækur hafa haft á fólk?

Mofi, 25.3.2012 kl. 09:43

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hæðni um þekkingu mína á Biblíunni eða einhverju öðru fer þér ekki sérlega vel MOFI. Ég lít fyrst og fremst á Biblíunna sem sögubók og hún er sjálfsagt byggð á sannleika sumstaðar eins og margar aðrar bækur. Að fólk hafi síðan tekið upp á því að dýrka hana gerir viðkomandi háða henni.

Það er til fólk sem les stjörnuspánna á hverjum degi og trúir á hana. Áhrif biblíunnar eru syndum góð eftir því hver les biblíunna eða svipaðar bækur. Notkun hennar á miðöldum og stýring sú sem prestar fortíðarinnar skellu yfir fólk í nafni Biblíu er sú sama og við lesum um í dagblöðum um Kóran og túlkun á henni.

Þegar maður les bækur MOFI fer maður ekki að læra utanbókar setningar úr þeim til að slá um sig með. Biblíufólk gerir þetta og keppist við að vitna í allskonar frasa sem eru úr þessari bók. Að vísu hefur misnotkun á Biblíu minnkað miðað við aðrar svipaðar bækur.

Það sem er hægt að læra frá biblíu er eingöngu að Orð hafa áhrif. Og ekkert annað. Að biblían sé heilagri enn ensk-íslenska orðabókinn mín, er hræðilegur misskilningur.

Óskar Arnórsson, 25.3.2012 kl. 13:05

9 Smámynd: Mofi

Óskar, þetta er ekki hæðni heldur einlæg kvörtun. Þú virðist aldrei hafa þekkingu, hvorki á Biblíunni eða mannkynssögunni. Til dæmis á miðöldum þá var það ekki Biblían sem gaf prestunum vald yfir fólkinu heldur að þeir héldu henni frá fólkinu enda var fólk brennt á báli fyrir að þýða hana. Þegar Lúther mótmælti og þýddi Biblíuna á mál alþýðunnar þá var það öflugt högg á móti miðalda kirkjunni því að boðskapur Biblíunnar er að fyrirgefning Guðs og aðgangur í himnaríki er ókeypis.

Mofi, 25.3.2012 kl. 15:53

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er ekkert í keppni við einn eða neinn um þekkingu á Biblíunni né annar keppna í hverju sem er. Ég hef lesið þessa bók, enn sálmana hoppaði ég mest yfir því ég vil ekki lesa kvæði. Finnst þau leiðinleg.

Jæja. Kanski miskildi ég þig. Umæðan snérist um hvort Biblían lækni hryðjuverkamenn? Ég segi nei. Það vill til að ég er á annari skoðun enn þú. Mig langaði bara að viðrana við þig.

Ef einhver notar trúarkraft sinn einlæglega í sambandi sínu við Guð, þá er það bara hið besta mál. Enn þá má ekki beina huganum á bók til að láta stjórna sér.

Enn ég myndi ekki senda hryðjuverkamenn til lækninga presta!. Geta þeir komið í staðin fyrir tannlækna? Ef hann velur það sjálfur er það allt annað mál. Ég er bara að segja þér að ég sé ekki sammála alveg ágætum pistli sem ég er bara ekki sammála.

það er mjög vel skrifað og ég skil líka að þú trúir þessu kanski. Og það er einmitt þess vegna sem ég er að kommenta þetta.

Óskar Arnórsson, 25.3.2012 kl. 16:46

11 Smámynd: Mofi

Punkturinn var að þarna eru menn sem trúa því að drepa fólk sé gott og að þeir öðlist eilíft líf fyrir verknaðinn svo okkur vantar að breyta þeirri trú. Kóraninn getur ekki gert það því að hann er kveikjan að þessari trú. Biblían getur gert þetta því að hún fordæmir svona verknað og segir að þeir sem geri svona munu ekki öðlast eilíft líf. Þar sem Biblían er orð Guðs og meira að segja múslimar líta á hana sem orð Guðs þá er þarna boðskapur sem samfélagið getur beitt sem hefur einhvern trúverðugleika í augum þessara manna.  Fyrir samfélagið að bara fordæma þessi verk er mjög máttlaust því að í augum þessara manna er samfélagið gjörspillt og orð þess hafa ekkert vægi.

Þeir sem halda að þarna eru bara sjúkir menn á ferðinni eru því miður fáfróðir um hugmyndaheim mjög margra múslima, þess vegna er t.d. bróðir  Merah stolltur af þessum verkum af því að hann trúir að þau séu góð og gild í augum Guðs.

Mofi, 25.3.2012 kl. 17:10

12 Smámynd: Mofi

Óskar
Ef einhver notar trúarkraft sinn einlæglega í sambandi sínu við Guð, þá er það bara hið besta mál. Enn þá má ekki beina huganum á bók til að láta stjórna sér.
Þá er viðkomandi sjálfur að stjórna sér, þá ef viðkomandi finnur fyrir hatri á einhverri þjóð eða samfélagi þá er hans samband við Guð aðeins samtal við sjálfan sig og það magnar aðeins upp það sem honum langar sjálfum að gera. Mjög tilgangslaust og í rauninni bara hættulegt, eina sem er inni í okkur er það sem við létum ofan í okkur. 

Mofi, 25.3.2012 kl. 17:12

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lífið býður upp á margskonar fæðu sem er okkur öllum nauðsynleg. Líkamlega og andlega. Ég er að sjálfssögðu ekki sammála þér Ef biblían segir að fólk eigi ekki að stjórna sér sjálft, þá heyrirði strax hvernig þetta hljómar. ..

Óskar Arnórsson, 25.3.2012 kl. 19:51

14 Smámynd: Mofi

Ég er á því að það er flókið mál þetta með stjórnina, held að mjög margir hafa ekki stjórn á eigin lífi og þá aðalega þrælar einhverrar fíknar eða tilfinninga. Biblían gefur leiðbeiningar varðandi hvernig maður á að lifa lífinu og mín trú er að með því að fara eftir þeim leiðbeiningum þá einmitt öðlast maður stjórn á eigin lífi. Það er mjög auðvelt að yfirgefa þessar leiðbeiningar, maður missir engan veginn þann valmöguleika. 

Mofi, 26.3.2012 kl. 09:48

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fólk hefur minna og minna val hvernig það stjórnar sýnu lífi. Það er talið að það séu 85% af fólki sem u.þ.b. 15% af jarðarbúm stjórna restinu af jarðarbúum í gegnum þjóðfélagssýstem, trúar sýstem og ekki minnst efnahagssýstem.

Það er ekkert að því að lesa biblíunna sem leiðbeinandi bók. Það er munur á að fylgja þeim leiðbeiningum sem virðast réttar og dýrka bókina eins og hún byggi sjálf yfir yfirnáttúrulegum eiginleikum. Það er bara stigsmunur og eðlismunur á því hvaða hversu mikið frelsi er fólgið í því að gefa sig á vald bókar.

Hvaða bókar sem er í þessum dúr. Það eru svo margir hópar sem hugsa þveröfugt við hvorn annan sem gera samtímis tilkall til að hafa sannleikan undir höndum. Þann eina hreina og rétta að sjálfsögðu. Þú kant þá staðreynd eins vel og ég MOFI.

Óskar Arnórsson, 26.3.2012 kl. 10:32

16 Smámynd: Mofi

Um leið og Biblían verður æðsta valdið í lífi manns þá einmitt geta menn ekki verið að stjórna þér.

Mofi, 26.3.2012 kl. 11:12

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Biblían er ekki vald ....

Óskar Arnórsson, 26.3.2012 kl. 11:24

18 Smámynd: Mofi

Hún er það ef maður gerir hana að því og hún er það í mínu lífi.

Mofi, 26.3.2012 kl. 12:04

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er það sem ég á við...fólk velur sér vald utanfrá í stað innanfrá.

Óskar Arnórsson, 26.3.2012 kl. 16:17

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég lít ekki á þetta sem þjóðarmorð....

Mofi, nema þú hafir einhverja afskaplega nýstárlega merkingu á 'þjóðarmorði', þá er þetta rangt. Því sem er lýst í biblíunni fellur kyrfilega innan þess sem kallast þjóðarmorð.

Ímyndum okkar að þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak hefðu Bush gefið út þessa yfirlýsingu: "Við höfum ákveðið að eigna okkur landið, því munum við drepa hvern einasta Íraka sem við finnum í landinu, menn, konur og börn." Segjum að þriðjungur Íraka takist að flýja undan her Bandaríkjamanna, 20 milljónir Íraka eru drepnir, menn, konur og börn.

Þetta er sambærilegt við þjóðarmorðið í biblíunni. Ef að það er ekki þjóðarmorð, þá væri þjóðarmorð Bandaríkjamanna á Írökum heldur ekki þjóðarmorð. 

Þú (og Craig) virðist halda að þjóðarmorð verði að þýða að verið sé að reyna að útrýma öllum meðlimum einhvers hóps á yfirborði jarðar, en það er einfaldlega ekki rétt. Ef það væri skilgreiningin, þá myndi ekki einu sinni Helförin flokkast sem þjóðarmorð.

Hjalti, hérna er fjallað um þetta á ýtarlegan hátt: http://www.youtube.com/watch?v=bOgSxv37SbE

Textinn í byrjuninni er fullur af rangfærslum, en við skulum einbeita okkur að því sem Craig segir. Fyrst segir hann að hann að það sé "misrepresentation" að hann hafi nokkurn tímann haldið því fram að guð hafi "commanded or could command genocide", hérna er það sem hann segir:

..[god] directed [gyðingunum] to kill all the Canaanite clans who were living in the land (Deut. 7.1-2; 20.16-18). The destruction was to be complete: every man, woman, and child was to be killed. The book of Joshua tells the story of Israel’s carrying out God’s command in city after city throughout Canaan. 

Þetta er lýsing á þjóðarmorði. Craig vill eflaust ekki nota það orð, en þetta er einfaldlega þjóðarmorð.

Ein vörn Craigs er sú að tilgangurinn með þjóðarmorðunum hafi verið sú að "hreinsa" landið af fólki af útlendingum (hvort sem að þeir myndu flýja eða vera útrýmt). Það skiptir samt engu máli hver tilgangur þjóðarmorðanna er, þetta er samt þjóðarmorð.

Svo talar hann um að fórnarlömb þjóðarmorðanna hafi verið svona ill (sem á þá líklega líka við börnin), en hann byggir þetta auðvitað á áróðri óvina þeirra. Óvinir þjóða er nánast alltaf lýst sem illmennum sem borða börn.

Svo segir Craig þetta:

"there is nothing in the narrative to suggest that any women or children were killed, there is no narrative whatsoever that says that anybody other than combatants were killed in this cleansing ["skemmtilegt" að hann noti þetta orð, sem minnir auðvitað á orðið "þjóðernishreinsun"] of the land." (~9:00)

Til að byrja með þá var skipunin sú að drepa karla, konur og börn (eins og hann viðurkennir). Svo eru sögur þar sem það er beinlínist sagt að þeir hafi gert þetta:

Og þeir bannfærðu allt, sem í borginni var, bæði karla og konur, unga og gamla, naut og sauði og asna, með sverðseggjum. (Jós 6:21)

Svo eru sögur þar sem er talað um að þeir hafi drepið allt sem "lífsanda dró" í heilu borgunum (lestu bara 10. kaflann). Það býr fólk í borgum, ekki bara hermenn.

Svo endar hann á því að það hafi bara verið frábært að drepa börn ("they were the recipient of great good") af því að þau enda öll í himnaríki!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.3.2012 kl. 18:44

21 Smámynd: Mofi

Hjalti, þú virðist alltaf byggja þína gagnrýni á Guði með þeim forsendum að Hann er ekki til. Ég get ekki alveg séð hvernig það á að ganga upp.

Mofi, 28.3.2012 kl. 14:49

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þessi atriði tengjast því ekkert hvort að einhvers konar andaverur séu til eða ekki:

1. Atburðurnir sem er lýst í Jósúabók flokkast sem þjóðarmorð.

2. Vörn Craigs er rugl (t.d. að það sé "nothing in the narrative to suggest that any women of children were killed", þrátt fyrir að það hafi verið skipunin, og að svo sé sagt að allir í Jeríkó, "bæði karlar og konur, ungir og gamlir" hafi verið drepnir, og talið um að "allt sem lífsanda dró" í öðrum borgum hafi verið drepið). 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.3.2012 kl. 15:42

23 Smámynd: Mofi

1. Ég flokka ekki dóm eða refsingu sem morð. Lögreglumaður sem stöðvar morðingja með því að skjóta hann er ekki morðingi. 

2. Hvaða vers ertu að hugsa um? Ég get ekki neitað því að ég var ekki viss um hvort að þarna væri verið að fara með rétt mál.

Mofi, 28.3.2012 kl. 17:46

24 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

1. Mofi, eins og ég hef áður sagt þér þá er ekki gerð þessi aðgreining þegar um þjóðarmorð er að ræða, þar sem að þau eru alltaf talin vera röng. En þú mátt alveg tala um "þjóðardráp" ef þér finnst það eitthvað skárra.

2. Ég vísaði í þetta í löngu athugasemdinni minni, slátrun íbúa Jeríkó er í Jósúa 6:21 og slátrun á örðum borgum er í Jósúa 10:30-40. Þetta eru bara dæmi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.3.2012 kl. 18:31

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

MOFI. Þú svarar engu sem Hjalti spyr um? Svakalega er þetta erfitt samtal? Það er samt áhugavert að fylgjast með...ég stend með Hjalta þar sem það eraf meira viti það sem hann segir...

Óskar Arnórsson, 28.3.2012 kl. 19:18

26 Smámynd: Mofi

1. Mér finnst í grunninn vandamálið vera að þér finnst að Guð hafi ekki rétt til að dæma einhvern er eða taka líf. Jafnvel þegar Guð getur gefið það aftur, þetta einfaldlega lyktar af þessu vanalega að þú ert að dæma Guð út frá þeirri ályktun að Guð sé ekki til.

2.  Já, mig minnti að sagan sagði að allir íbúar borgarinnar voru drepnir.

Óskar, hey, ég er að reyna :)

Mofi, 28.3.2012 kl. 23:33

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

1. Mofi, enn og aftur: Já, mér finnst þjóðarmorð alltaf vera röng, hvort sem það er um guð eða mann að ræða.

En, þó svo að ég væri í það mikilli afneitun, að ég teldi að allt það sem að guð gerði væri rangt, þá breytir það ekki þeim punktu að þarna er guðinn þinn að skipa og framkvæma þjóðarmorð, og Jósúa og herir hans framkvæma þetta auðvitað.

Ég veit ekki hvernig það er hægt að halda því fram að trúarrit sem hefur svona jákvætt viðhorf til þjóðarmorða getur talist á einhvern hátt vera vopn gegn hryðjuverkum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.3.2012 kl. 22:41

28 Smámynd: Mofi

Hjalti, ég sé ekki jákvætt viðhorf til þjóðarmorða. Það sem skiptir máli er hvað Biblían segir um hvernig fólk á að hegða sér og hvernig fer fyrir þeim sem brjóta t.d. boðorðin tíu.  Dómar Guðs í fortíðinni skipta þarna mjög litlu máli nema að því leiti að Guð hefur í fortíðinni stöðvað illmenni og mun að lokum gera það aftur.

Mofi, 31.3.2012 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband