Sannleikurinn um drauga

ghosts.jpgTrú á drauga er ótrúlega algeng og því miður hafa kristnir ekki haft skýran boðskap varðandi drauga vegna þeirrar heiðnu hugmyndar sem læddist inn í kristni þegar Rómarveldi varð kristið. Þessi hugmynd er ódauðleiki sálarinnar svo út frá því þá trúa margir kristnir að þegar við deyjum þá erum við einhvers konar andar, á leiðinni til heljar eða himna eða föst hérna á meðal manna.

Biblían aftur á móti segir alveg skýrt að aðeins Guð hefur ódauðleika og að hinir dauðu vita ekki neitt. Þeir sofa svefni dauðans þangað til Kristur reisir þá upp, annað hvort til dóms eða eilífs dauða; eða eins og Biblían kallar það "hins annars dauða".

Hérna er heimasíða sem útskýrir þetta efni mjög ýtarlega og skemmtilegan hátt:


mbl.is Sefur ekki sökum draugagangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, þú ert hérna með ágætis dæmi um hversu loðinn hinn kristni boðskapur er. Þú ert með tvær túlkanir á Biblíunni hérna sem eru: 1) Það er engin ódauðleg sál, 2) Það er ekkert helvíti (heldur eilífur dauði).

Það er hægt að finna fjöldann allan af stöðum í Biblíunni sem halda öðru fram. Til að komast að þeirri niðurstöðu sem þú heldur fram þarf að lesa þessa kafla með túlkunargleraugum, maður þarf að ákveða að það sem standi sé ekki bókstaflega rétt heldur eigi að skilja á einhvern annan hátt. Þú getur eflaust fært mjög góð rök fyrir skilningi þínum en aðrir færa ekki síðri rök fyrir miklum aragrúa af öðrum túlkunum.

Þetta er "loðnan" - þú túlkar eins og þú telur að rétt sé að túlka, aðrir túlka eins og þeir telja að rétt sé að túlka og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. "Hlaðborðskristni" eins og Hjalti segir.

Ég fletti aðeins í fermingarbiblíunni minni, prentuð 1974, og fann eftirfarandi dæmi:

því ef þér lifið eftir holdinu, munuð þér deyja, en ef þér deyðið með andanum gjörðir líkamans, munu þér lifa (Rómverjabréf, 8:13)

Páll talar hér um „pneuma“ sem merkir „andi“ eða „sál“, í þessari merkingu eru þetta samheiti.

Því að vér vitum, að þótt vor jarðneska tjaldbúð verði rifin niður, þá höfum vér hús frá Guði, inni, sem eigi er með höndum gjört, eilíft á himnum. ... Vér erum því ávalt hughraustir og vitum að meðan vér eigum heima í líkamanum, erum vér að heiman frá Drotni ... já, vér erum hughraustir og langar öllu fremur til að hverfa burt úr líkamanum og vera heima hjá Drotni. .. Því að öllum oss ber að birtast fyrir dómstóli Krists, til þess að sérhver fái endurgoldið það sem hann hefur unnið í líkamanum ... (II. Korintubréf, 5:1-10)

Greinilega andi aðskilinn frá þeim líkamanum sem verður að skilja eftir til að komast til himna.

Svo er auðvitað hinn frægi kafli í fyrra bréfi til Korintumanna (15:42-54) þar sem Páll lýsir því hvernig hinir framliðnu munu fá nýja, andlega líkama á himnum en hinir jarðnesku líkamar verða skildir eftir. Það er sálin sem fer á milli.

En svo bar við, að fátæki maðurinn dó og að hann var borinn af englum í faðm Abrahams; en ríki maðurinn dó líka og var grafinn. Og er hann hóf upp augu sín í Helju, þar sem hann var í kvölum ... (Lúkas 16:22-23)

Þó um dæmisögu sé að ræða þá býr að baki sú skoðun að dauðir menn fari ýmist til helvítis eða himna.

Sannlega segi eg þér: í dag skaltu vera með mér í Paradís. ... Faðir, í þínar hendur fel eg anda minn!(Lúkas 23:43-46)

Ekki nóg með það að ræninginn muni fara samstundis til Paradís heldur er Jesú sjálfur með sál sem hann felur Guði!

Hann (Jesú) var að vísu deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður sem andi. Í andanum fór hann einnig og prédikaði fyrir öndunum í varðhaldi, sem óhlýðnast höfðu fyrrum ... (Péturs bréf 3:19-20)

Jesú lifir í „andanum“, þ.e.a.s. sálinni og aðrar sálir „sitja í varðhaldi“ vegna óþekktar!

Því að til þess var og dauðum boðað fagnaðarerindið, að þeir að vísu verði dæmdir eftir mönnum í holdi, en lifi eftir Guði í anda. (Péturs bréf 4:6)

... sá ég undir altarinu sálir þeirra manna, sem drepnir höfðu verið fyrir sakir Guðs orðs ... og þeir hrópuðu hárri röddu ... (Opinberun Jóhannesar, 6:9-10)

Hrópandi sálir í helvíti?

En hræðist eigi þá, sem líkamann deyða, en geta eigi deytt sálina; en hræðist heldur þann, er mátt hefir til að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti. (Matteus 10:28)

Bæði sálir og helvíti hér, enginn vafi á því.

... betra er þér inn að ganga handarvana til lífsins en að hafa báðar hendurnar og fara í helvíti, í hinn óslökkvandi eld. ... betra er þér höltum inn að ganga til lífsins en að hafa báða fæturna og verða kastað í helvíti. ... betra er þér eineygðum að ganga inn í guðsríkið en að þú hafir bæði augu og þér verði kastað í helvíti, þar sem ormur þeirra deyr ekki og eldurinn sloknar ekki. (Markús, 9:43-49)(einnig Matteus 18:8-9)

Að vísu er hér gengið út frá líkamlegri upprisu en á móti enginn vafi um helvíti!

Þú heimskingi! á skilið að fara í eldsvítið. (Matteus 5:22). ... og sitja til borðs með Abraham og Ísak og Jakob í himnaríki; en sonum ríkisins mun verða varpað út í myrkrið fyrir utan; þar mun verða grátur og gnístran tanna.(Matteus 8:12). ... og kastið honum út í myrkrið fyrir utan; þar mun vera grátur og gnístran tanna. Því að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir (Matteus 22:13-14

Nóg um helvíti hér.

Því að ef vér syndgum af ásettu ráði ... er það rétt sem óttaleg bið eftir dómi, og grimmilegur eldur ... Hve miklu þyngri hegning ætlið þér þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda, er hefur fótum troðið son Guðs ... Því að vér þekkjum þann, er sagt hefir: Mín er hefndin, eg mun endurgjalda ... Óttalegt er að falla í hendur lifanda Guðs (Hebreabréfið 10:26-31)

Hér er ég sammála Páli, Guð er hreinasti hryllingur! Til allrar hamingju er hann ekkert annað en uppspuni. Og svo kemur ein sterkasta helvítishótun Jesú:

Hver sem ekki er mér, honum verður snarað út eins og greinunum, og hann visnar, - þeim er safnað saman og kastað á eld og brent. (Jóhannes 15:5-6)

Brynjólfur Þorvarðsson, 13.3.2012 kl. 18:33

2 Smámynd: Mofi

Brynjólfur
Mofi, þú ert hérna með ágætis dæmi um hversu loðinn hinn kristni boðskapur er. Þú ert með tvær túlkanir á Biblíunni hérna sem eru: 1) Það er engin ódauðleg sál, 2) Það er ekkert helvíti (heldur eilífur dauði).

1) Það er ekkert vers sem segir að við höfum ódauðlega sál, ekki einu sinni eitt. Við höfum aftur á móti síendurtekinn boðskap um að sálin og maðurinn eru dauðleg.

2) Hérna vandast óneitanlega málið því að í meira en þúsund ár hafa verið gerðar þýðingar byggðar á þeirri trú að helvíti sé til. Í dag eru til ótal þýðingar af Biblíunni þar sem orðið helvíti kemur ekki fyrir og ástæðan er vegna þess að grunn textinn sjálfur gefur enga ástæðu til þess. Til að sjá þetta betur þá er hægt að benda á það að gyðingar almennt hafa aldrei trúað á helvíti og orðið helvíti kemur ekki fyrir í þeirra þýðingum á Gamla Testamentinu.

Brynjólfur
Ég fletti aðeins í fermingarbiblíunni minni, prentuð 1974, og fann eftirfarandi dæmi

Ef maður er þegar með þá hugmyndafræði að menn geta líka verið til sem einhverjir andar þá náttúrulega nóg að sjá orðið andi og halda að það styðji þannig tilveru. Páll aftur á móti talar um að lifa í andanum eða samkvæmt andanum en hann er ekki að tala um að hann sjálfur sé einhver gegnsæ anda vofa.

Brynjólfur
Hrópandi sálir í helvíti? 

Ekkert þarna um eitthvað helvíti; orðið kemur ekki einu sinni fyrir þarna. Eins og það svo sem kemur ekki fyrir í Nýja Testamentinu.

Brynjólfur
Hér er ég sammála Páli, Guð er hreinasti hryllingur! Til allrar hamingju er hann ekkert annað en uppspuni. Og svo kemur ein sterkasta helvítishótun Jesú

Nei, Guð er réttlátur og sem betur fer munu illvirkjar mæta réttlæti.  Mjög undarlegt að horfast í augu við þjáningar og dauða og eina vonin sem við höfum er að það er til kærleiksríkur Guð sem mun laga þennan heim og gefa okkur líf og segja að til allrar hamingju er þessi von uppspuni. Ég á mjög...mjög erfitt með að skilja svona hugsunargang.

Jóhannes 15:5-6
Hver sem ekki er mér, honum verður snarað út eins og greinunum, og hann visnar, - þeim er safnað saman og kastað á eld og brent.

Þetta er ekki helvítí í þeim skilningi að það er staður þar sem syndarar fara til og verða það kvaldir að eilífu. En jú, þetta er viðvörun til þeirra sem velja illsku og hafna fyrirgefningunni að þeir munu mæta þessum örlögum, eilíf tortýming í eldi.

2. Þessalónikubréf 1
8Hann kemur í logandi eldi og lætur hegningu koma yfir þá, sem þekkja ekki Guð, og yfir þá, sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú.
9Þeir munu sæta hegningu, eilífri glötun, fjarri augliti Drottins og fjarri dýrð hans og mætti,

Mofi, 13.3.2012 kl. 19:48

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, ég held að við séum báðir meðvitaðir um að Biblían var ekki skrifuð á íslensku. Gamla testamentið nefnir Sheol 31 sinnum (skv. upplýsingum á netinu), það mætti víst útleggjast sem "ríki hinna dauðu". Nýja testamentið notar ýmist Gehenna eða Tartarus. Hið síðarnefnda er auðvitað úr grísku, dauðaríkið, sjálfsagt það sama og Sheol. En Gehenna voru ruslahaugar Jerúsalemborgar þar sem eilífir eldar brunnu - ágætis lýsing á helvíti.

Þó er ég sammála þér í því að við í nútímanum sjáum helvíti fyrir okkur í þeirri mynd sem 2000 ár af kristinni túlkun hefur skapað, ekki endilega þeirri mynd sem átt er við í Biblíunni.

Varðandi sál eða anda þá erum við alltaf að tala um "pneuma" í NT sem eins og þú veist var skrifuð á grísku. Þar er manninum skipt í soma, psyche og pneuma sem mætti þýða sem líkama, lífsanda og sál/anda. Orðin sál og andi merkja hér það sama, nákvæmlega eins og talað er um framliðna sem anda en í raun átt við sálir.

Sú skoðun var útbreidd á 1. öld (en ekki algild) að sálin væri eilíf, sú hugsun er þó nánast alveg fjarverandi hjá Gyðingum ef maður les gamla testamentið eingöngu. Gyðingleg rit frá því uþb. 300 f.o.t. nefna þó ódauðlegar sálir, t.d. Makkabeabók og Opinberun Esra. Hugsunin um ódauðlegar sálir eru því mun eldri innan gyðingdóms en kristnin.

En punkturinn hjá mér er að þessir textar sem ég vitna í má vel túlka sem staðfestingu á tilveru sálar og helvítis í Nýja Testamentinu. Þú vilt túlka þetta öðruvísi, þér er það auðvitað frjálst, en það er þín túlkun. Þó þú færir ágæt rök fyrir því þá geta aðrir fært ekki síðri rök, frá mér séð, fyrir einhverju allt öðru (þótt þú sért væntanlega ósammála því).

Það sem ég vildi benda á er að kristnin er "loðin" vegna þess að hver sem vill getur túlkað Biblíuna eftir sínu höfði. Allir sem segjast hafa fundið hina réttu túlkun hljóta að hafa rangt fyrir sér (nema kannski einn þeirra þótt ég telji það vera enginn), að halda að maður geti túlkað boðskap kristninnar á einn "réttan" veg er bara sjálfsblekking.

Loks sýnist mér þú hafa snúið við blaðinu, mér finnst þú oft hafa haldið því fram að valkostirnir séu eilíft líf eða eilífur dauði. En svo segir þú:

En jú, þetta er viðvörun til þeirra sem velja illsku og hafna fyrirgefningunni að þeir munu mæta þessum örlögum, eilíf tortýming í eldi.

Er það misskilningur hjá mér, eða er hinn eilífi dauði nú orðinn að eilífri tortímingu í eldi? Ja, mér liggur nú við að segja, Guð forði mér frá kristni!

Brynjólfur Þorvarðsson, 13.3.2012 kl. 20:45

4 Smámynd: Mofi

Brynjólfur
Mofi, ég held að við séum báðir meðvitaðir um að Biblían var ekki skrifuð á íslensku. Gamla testamentið nefnir Sheol 31 sinnum (skv. upplýsingum á netinu), það mætti víst útleggjast sem "ríki hinna dauðu"

Frekar "gröfin" því að góðir og vondir fara þangað og lýsingin er að þar lofar enginn Guð, þar hugsa menn ekki og hreinlega vita ekki neitt.

Predikarinn 9:5
For the living know that they shall die: but the dead know not any thing, neither have they any more a reward; for the memory of them is forgotten.

Sálmarnir 115:17
The dead praise not the LORD, neither any that go down into silence

Brynjólfur
En Gehenna voru ruslahaugar Jerúsalemborgar þar sem eilífir eldar brunnu - ágætis lýsing á helvíti.

Aðeins ef menn eru með fyrirfram ákveðna hugmynd um að helvíti sé staður þar sem menn eru kvaldir að eilífu. Það er ekkert þarna í textanum sem talar um eilífar kvalir heldur er þarna talað um ruslahaug; það sem fer þangað er eytt.

Brynjólfur
Þó er ég sammála þér í því að við í nútímanum sjáum helvíti fyrir okkur í þeirri mynd sem 2000 ár af kristinni túlkun hefur skapað, ekki endilega þeirri mynd sem átt er við í Biblíunni.

Gaman að heyra :)

Brynjólfur
Varðandi sál eða anda þá erum við alltaf að tala um "pneuma" í NT sem eins og þú veist var skrifuð á grísku. Þar er manninum skipt í soma, psyche og pneuma sem mætti þýða sem líkama, lífsanda og sál/anda. Orðin sál og andi merkja hér það sama, nákvæmlega eins og talað er um framliðna sem anda en í raun átt við sálir.

 Orðið sem notað er yfir "sál" í Biblíunni væri að mínu mati best þýtt sem lifandi vera því að því er beitt á menn og dýr. Í sköpunarsögunni sjáum við líkama fá lífs anda og þannig verður hann lifandi sál eða lifandi vera.

Brynjólfur
Sú skoðun var útbreidd á 1. öld (en ekki algild) að sálin væri eilíf, sú hugsun er þó nánast alveg fjarverandi hjá Gyðingum ef maður les gamla testamentið eingöngu.

Þótt þú bætir Nýja Testamentinu við þá er samt ekki eitt vers sem segir að sálin sé eilíf en ótal mörg sem tala um sálina sem dauðlega svo þetta ætti að lyggja alveg skýrt fyrir. Aftur á móti var það mjög ríkt í grískri hugmyndafræði að sálin væri eilíf og þarna blandaðist heiðni við kristni yfir í það sem við sjáum í dag.

Brynjólfur
Gyðingleg rit frá því uþb. 300 f.o.t. nefna þó ódauðlegar sálir, t.d. Makkabeabók og Opinberun Esra. Hugsunin um ódauðlegar sálir eru því mun eldri innan gyðingdóms en kristnin

Alls konar heiðnar hugmyndir hafa oft fengið fótfestu meðal gyðinga í gegnum aldirnar.

Brynjólfur
En punkturinn hjá mér er að þessir textar sem ég vitna í má vel túlka sem staðfestingu á tilveru sálar og helvítis í Nýja Testamentinu. Þú vilt túlka þetta öðruvísi, þér er það auðvitað frjálst, en það er þín túlkun

Öllum er frjálst að skilja þetta eins og þeir vilja, fyrir mitt leiti er Biblían skýr og menn þurfa að snúa út úr óljósum versum og líta fram hjá mjög skýrum versum til að halda í ...já, rangan skilning :)

Brynjólfur
Það sem ég vildi benda á er að kristnin er "loðin" vegna þess að hver sem vill getur túlkað Biblíuna eftir sínu höfði

Þegar ekki eitt vers segir að sálin sé eilíf en fjölmörg sem segja að sáin sé dauðleg, er þá hægt að segja að það sé hægt að túlka það eins og maður vill?

Ég er alveg sammála þér að slík dæmi eru til þar sem menn geta ruglast og fengið mismunandi hugmyndir en þessi dæmi eru fá.

Brynjólfur
Er það misskilningur hjá mér, eða er hinn eilífi dauði nú orðinn að eilífri tortímingu í eldi? Ja, mér liggur nú við að segja, Guð forði mér frá kristni!

Hvað er dauðinn annað er tortýming?  Það eru þau örlög sem þú þegar veist að bíða þín, alveg sama hver þín trú er.  Sársaukinn sem hinn endanlegi dómur mun valda tel ég muni vera í samræmi við glæpi viðkomandi; held að flestir muni ekki finna neitt en t.d. að nauðgarar, morðingjar og barnanýðingar munu upplifa þjáningu í samræmi við þeirra glæpi.

Mofi, 14.3.2012 kl. 10:32

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég verð að taka undir með Brynjólfi varðandi það að biblían sé "loðin", og það sem meira er, í þessu ritasafni eru mismunandi og mótsagnakenndar skoðanir á hinu og þessu. Þannig getur Mofi vísað á vers úr Mt sem kenna klárlega að kristnir menn eigi að fara eftir lögmálinu, en þeir sem eru ósammála honum geta vitnað í bréf sem eru eignuð Páli og Mk, sem kenna klárlega að kristnir menn eigi ekki að fara eftir því. 

Báðir hóparnir koma svo með ótrúlega undarlegar túlkanir á þeim versum sem eru í mótsögn við skoðanir hans. Þannig sér Mofi að trúbræður hans koma með fáránlegar túlkanir á versunum í Mt, en hann sér ekki að hann er sekur um nákvæmlega það sama þegar kemur að Mk og bréfum Páls.

Þetta með sálina er gott dæmi, þar byggir Mofi skilning sinn á Gt (sem virðist vissulega oftast ekki gera ráð fyrir sál), en Nýja testamentið gerir það klárlega.

Eins og Binni hefur bent á þá er orðið 'pneuma', og er meðal annars notað um "óhreina anda". Það er ekki verið að benda á að um "lifandi veru" sé að ræða (eins og Mofi vill þýða þetta orð), heldur að um andaveru sé að ræða, sál. Það sést líka að 'pneuma' er oft einmitt andstaðan við 'hold', hér er dæmi:

Sá sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun, en sá sem sáir í andann, mun af andanum uppskera eilíft líf. (Gal 6:8) 

Eins og Brynjólfur hefur réttilega bent á þá eru rit Nt (eins og við mætti búast) lituð af þeim hugmyndum sem voru ríkjandi í samtíma þeirra. 

Í staðinn fyrir að viðurkenna að biblían kenni einfaldlega mismunandi hluti þegar kemur að tilvist sálar. Þá trúir Mofi á þá hluta sem eru and-sálarlegir, og kemur með undarlegar túlkanir köflum sem tala um sálir. Svo hneykslast hann (réttilega) á því kristna fólki sem byrjar með kaflana sem talar um sálir og reynir að túlka í burtu versin sem Mofi byrjar með.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.3.2012 kl. 13:22

6 Smámynd: Mofi

Ég viðurkenni alveg að það eru atriði sem virka loðin í Biblíunni. Þetta með sálina er skiljanlegt dæmi en Biblían talar um anda og líkama og menn velta þessu mikið fyrir sér og sjá mismunandi út úr því. Það sem flækir málin mjög mikið er þessi blanda gyðingdóms og síðan gríska hugmyndaheiminum sem blandaðist saman við gyðingdóminn. Mig grunar að ef við hefðum afrit af Nýja Testamentinu á Hebresku þá myndi mikið af ruglingnum hverfa.

Bara svo að minn skilningur á þessu komi fram. Við erum anda sem lifum í líkama. Við eigum okkur enga tilveru utan líkamans og fjölmörg vers sem segja að við dauðan sofum við til upprisunnar. En síðan eru til andaverur, eðli þeirra tilvistar er okkur hulin ráðgáta þar sem Biblían fjallar ekki mikið um þær.

Hjalti
Þannig getur Mofi vísað á vers úr Mt sem kenna klárlega að kristnir menn eigi að fara eftir lögmálinu, en þeir sem eru ósammála honum geta vitnað í bréf sem eru eignuð Páli og Mk, sem kenna klárlega að kristnir menn eigi ekki að fara eftir því. 

Þetta er góðu punktur. Þetta er eitthvað sem ég rökræði við mína vini í kirkjunni og hópurinn skiptist í tvennt í þessu máli. Það sem fllækir málið hérna er að það er margt í lögmálinu og það voru líka lög manna eða hefðir manna og þetta blandast allt saman í einn hrærigraut.

Mofi, 19.3.2012 kl. 14:13

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Afrit af Nýja testamentinu á hebresku? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.3.2012 kl. 17:00

8 Smámynd: Mofi

Hjalti, þá á ég við ef við hefðum hebresku útgáfur af Nýja Testamentinu. Sumir vilja meina að eitthvað af handritum NT hafi verið skrifuð á hebresku, það er að minnsta kosti rökrétt að gyðingar hefðu skrifað eitthvað af þessum ritum á þeirra móðurmáli frekar en grísku.

Mofi, 19.3.2012 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband