13.3.2012 | 13:30
Sannleikurinn um drauga
Trú á drauga er ótrúlega algeng og því miður hafa kristnir ekki haft skýran boðskap varðandi drauga vegna þeirrar heiðnu hugmyndar sem læddist inn í kristni þegar Rómarveldi varð kristið. Þessi hugmynd er ódauðleiki sálarinnar svo út frá því þá trúa margir kristnir að þegar við deyjum þá erum við einhvers konar andar, á leiðinni til heljar eða himna eða föst hérna á meðal manna.
Biblían aftur á móti segir alveg skýrt að aðeins Guð hefur ódauðleika og að hinir dauðu vita ekki neitt. Þeir sofa svefni dauðans þangað til Kristur reisir þá upp, annað hvort til dóms eða eilífs dauða; eða eins og Biblían kallar það "hins annars dauða".
Hérna er heimasíða sem útskýrir þetta efni mjög ýtarlega og skemmtilegan hátt:
Sefur ekki sökum draugagangs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mofi, þú ert hérna með ágætis dæmi um hversu loðinn hinn kristni boðskapur er. Þú ert með tvær túlkanir á Biblíunni hérna sem eru: 1) Það er engin ódauðleg sál, 2) Það er ekkert helvíti (heldur eilífur dauði).
Það er hægt að finna fjöldann allan af stöðum í Biblíunni sem halda öðru fram. Til að komast að þeirri niðurstöðu sem þú heldur fram þarf að lesa þessa kafla með túlkunargleraugum, maður þarf að ákveða að það sem standi sé ekki bókstaflega rétt heldur eigi að skilja á einhvern annan hátt. Þú getur eflaust fært mjög góð rök fyrir skilningi þínum en aðrir færa ekki síðri rök fyrir miklum aragrúa af öðrum túlkunum.
Þetta er "loðnan" - þú túlkar eins og þú telur að rétt sé að túlka, aðrir túlka eins og þeir telja að rétt sé að túlka og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. "Hlaðborðskristni" eins og Hjalti segir.
Ég fletti aðeins í fermingarbiblíunni minni, prentuð 1974, og fann eftirfarandi dæmi:
Páll talar hér um „pneuma“ sem merkir „andi“ eða „sál“, í þessari merkingu eru þetta samheiti.
Greinilega andi aðskilinn frá þeim líkamanum sem verður að skilja eftir til að komast til himna.
Svo er auðvitað hinn frægi kafli í fyrra bréfi til Korintumanna (15:42-54) þar sem Páll lýsir því hvernig hinir framliðnu munu fá nýja, andlega líkama á himnum en hinir jarðnesku líkamar verða skildir eftir. Það er sálin sem fer á milli.
Þó um dæmisögu sé að ræða þá býr að baki sú skoðun að dauðir menn fari ýmist til helvítis eða himna.
Ekki nóg með það að ræninginn muni fara samstundis til Paradís heldur er Jesú sjálfur með sál sem hann felur Guði!
Jesú lifir í „andanum“, þ.e.a.s. sálinni og aðrar sálir „sitja í varðhaldi“ vegna óþekktar!
Hrópandi sálir í helvíti?
Bæði sálir og helvíti hér, enginn vafi á því.
Að vísu er hér gengið út frá líkamlegri upprisu en á móti enginn vafi um helvíti!
Nóg um helvíti hér.
Hér er ég sammála Páli, Guð er hreinasti hryllingur! Til allrar hamingju er hann ekkert annað en uppspuni. Og svo kemur ein sterkasta helvítishótun Jesú:
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.3.2012 kl. 18:33
1) Það er ekkert vers sem segir að við höfum ódauðlega sál, ekki einu sinni eitt. Við höfum aftur á móti síendurtekinn boðskap um að sálin og maðurinn eru dauðleg.
2) Hérna vandast óneitanlega málið því að í meira en þúsund ár hafa verið gerðar þýðingar byggðar á þeirri trú að helvíti sé til. Í dag eru til ótal þýðingar af Biblíunni þar sem orðið helvíti kemur ekki fyrir og ástæðan er vegna þess að grunn textinn sjálfur gefur enga ástæðu til þess. Til að sjá þetta betur þá er hægt að benda á það að gyðingar almennt hafa aldrei trúað á helvíti og orðið helvíti kemur ekki fyrir í þeirra þýðingum á Gamla Testamentinu.
Ef maður er þegar með þá hugmyndafræði að menn geta líka verið til sem einhverjir andar þá náttúrulega nóg að sjá orðið andi og halda að það styðji þannig tilveru. Páll aftur á móti talar um að lifa í andanum eða samkvæmt andanum en hann er ekki að tala um að hann sjálfur sé einhver gegnsæ anda vofa.
Ekkert þarna um eitthvað helvíti; orðið kemur ekki einu sinni fyrir þarna. Eins og það svo sem kemur ekki fyrir í Nýja Testamentinu.
Nei, Guð er réttlátur og sem betur fer munu illvirkjar mæta réttlæti. Mjög undarlegt að horfast í augu við þjáningar og dauða og eina vonin sem við höfum er að það er til kærleiksríkur Guð sem mun laga þennan heim og gefa okkur líf og segja að til allrar hamingju er þessi von uppspuni. Ég á mjög...mjög erfitt með að skilja svona hugsunargang.
Þetta er ekki helvítí í þeim skilningi að það er staður þar sem syndarar fara til og verða það kvaldir að eilífu. En jú, þetta er viðvörun til þeirra sem velja illsku og hafna fyrirgefningunni að þeir munu mæta þessum örlögum, eilíf tortýming í eldi.
Mofi, 13.3.2012 kl. 19:48
Mofi, ég held að við séum báðir meðvitaðir um að Biblían var ekki skrifuð á íslensku. Gamla testamentið nefnir Sheol 31 sinnum (skv. upplýsingum á netinu), það mætti víst útleggjast sem "ríki hinna dauðu". Nýja testamentið notar ýmist Gehenna eða Tartarus. Hið síðarnefnda er auðvitað úr grísku, dauðaríkið, sjálfsagt það sama og Sheol. En Gehenna voru ruslahaugar Jerúsalemborgar þar sem eilífir eldar brunnu - ágætis lýsing á helvíti.
Þó er ég sammála þér í því að við í nútímanum sjáum helvíti fyrir okkur í þeirri mynd sem 2000 ár af kristinni túlkun hefur skapað, ekki endilega þeirri mynd sem átt er við í Biblíunni.
Varðandi sál eða anda þá erum við alltaf að tala um "pneuma" í NT sem eins og þú veist var skrifuð á grísku. Þar er manninum skipt í soma, psyche og pneuma sem mætti þýða sem líkama, lífsanda og sál/anda. Orðin sál og andi merkja hér það sama, nákvæmlega eins og talað er um framliðna sem anda en í raun átt við sálir.
Sú skoðun var útbreidd á 1. öld (en ekki algild) að sálin væri eilíf, sú hugsun er þó nánast alveg fjarverandi hjá Gyðingum ef maður les gamla testamentið eingöngu. Gyðingleg rit frá því uþb. 300 f.o.t. nefna þó ódauðlegar sálir, t.d. Makkabeabók og Opinberun Esra. Hugsunin um ódauðlegar sálir eru því mun eldri innan gyðingdóms en kristnin.
En punkturinn hjá mér er að þessir textar sem ég vitna í má vel túlka sem staðfestingu á tilveru sálar og helvítis í Nýja Testamentinu. Þú vilt túlka þetta öðruvísi, þér er það auðvitað frjálst, en það er þín túlkun. Þó þú færir ágæt rök fyrir því þá geta aðrir fært ekki síðri rök, frá mér séð, fyrir einhverju allt öðru (þótt þú sért væntanlega ósammála því).
Það sem ég vildi benda á er að kristnin er "loðin" vegna þess að hver sem vill getur túlkað Biblíuna eftir sínu höfði. Allir sem segjast hafa fundið hina réttu túlkun hljóta að hafa rangt fyrir sér (nema kannski einn þeirra þótt ég telji það vera enginn), að halda að maður geti túlkað boðskap kristninnar á einn "réttan" veg er bara sjálfsblekking.
Loks sýnist mér þú hafa snúið við blaðinu, mér finnst þú oft hafa haldið því fram að valkostirnir séu eilíft líf eða eilífur dauði. En svo segir þú:
Er það misskilningur hjá mér, eða er hinn eilífi dauði nú orðinn að eilífri tortímingu í eldi? Ja, mér liggur nú við að segja, Guð forði mér frá kristni!
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.3.2012 kl. 20:45
Frekar "gröfin" því að góðir og vondir fara þangað og lýsingin er að þar lofar enginn Guð, þar hugsa menn ekki og hreinlega vita ekki neitt.
Mofi, 14.3.2012 kl. 10:32
Ég verð að taka undir með Brynjólfi varðandi það að biblían sé "loðin", og það sem meira er, í þessu ritasafni eru mismunandi og mótsagnakenndar skoðanir á hinu og þessu. Þannig getur Mofi vísað á vers úr Mt sem kenna klárlega að kristnir menn eigi að fara eftir lögmálinu, en þeir sem eru ósammála honum geta vitnað í bréf sem eru eignuð Páli og Mk, sem kenna klárlega að kristnir menn eigi ekki að fara eftir því.
Báðir hóparnir koma svo með ótrúlega undarlegar túlkanir á þeim versum sem eru í mótsögn við skoðanir hans. Þannig sér Mofi að trúbræður hans koma með fáránlegar túlkanir á versunum í Mt, en hann sér ekki að hann er sekur um nákvæmlega það sama þegar kemur að Mk og bréfum Páls.
Þetta með sálina er gott dæmi, þar byggir Mofi skilning sinn á Gt (sem virðist vissulega oftast ekki gera ráð fyrir sál), en Nýja testamentið gerir það klárlega.
Eins og Binni hefur bent á þá er orðið 'pneuma', og er meðal annars notað um "óhreina anda". Það er ekki verið að benda á að um "lifandi veru" sé að ræða (eins og Mofi vill þýða þetta orð), heldur að um andaveru sé að ræða, sál. Það sést líka að 'pneuma' er oft einmitt andstaðan við 'hold', hér er dæmi:
Eins og Brynjólfur hefur réttilega bent á þá eru rit Nt (eins og við mætti búast) lituð af þeim hugmyndum sem voru ríkjandi í samtíma þeirra.
Í staðinn fyrir að viðurkenna að biblían kenni einfaldlega mismunandi hluti þegar kemur að tilvist sálar. Þá trúir Mofi á þá hluta sem eru and-sálarlegir, og kemur með undarlegar túlkanir köflum sem tala um sálir. Svo hneykslast hann (réttilega) á því kristna fólki sem byrjar með kaflana sem talar um sálir og reynir að túlka í burtu versin sem Mofi byrjar með.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.3.2012 kl. 13:22
Ég viðurkenni alveg að það eru atriði sem virka loðin í Biblíunni. Þetta með sálina er skiljanlegt dæmi en Biblían talar um anda og líkama og menn velta þessu mikið fyrir sér og sjá mismunandi út úr því. Það sem flækir málin mjög mikið er þessi blanda gyðingdóms og síðan gríska hugmyndaheiminum sem blandaðist saman við gyðingdóminn. Mig grunar að ef við hefðum afrit af Nýja Testamentinu á Hebresku þá myndi mikið af ruglingnum hverfa.
Bara svo að minn skilningur á þessu komi fram. Við erum anda sem lifum í líkama. Við eigum okkur enga tilveru utan líkamans og fjölmörg vers sem segja að við dauðan sofum við til upprisunnar. En síðan eru til andaverur, eðli þeirra tilvistar er okkur hulin ráðgáta þar sem Biblían fjallar ekki mikið um þær.
Þetta er góðu punktur. Þetta er eitthvað sem ég rökræði við mína vini í kirkjunni og hópurinn skiptist í tvennt í þessu máli. Það sem fllækir málið hérna er að það er margt í lögmálinu og það voru líka lög manna eða hefðir manna og þetta blandast allt saman í einn hrærigraut.
Mofi, 19.3.2012 kl. 14:13
Afrit af Nýja testamentinu á hebresku?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.3.2012 kl. 17:00
Hjalti, þá á ég við ef við hefðum hebresku útgáfur af Nýja Testamentinu. Sumir vilja meina að eitthvað af handritum NT hafi verið skrifuð á hebresku, það er að minnsta kosti rökrétt að gyðingar hefðu skrifað eitthvað af þessum ritum á þeirra móðurmáli frekar en grísku.
Mofi, 19.3.2012 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.