8.3.2012 | 16:16
Væru enn skylmingarþrælar ef að kristni hefði aldrei orðið til?
Mér finnst þetta áhugaverð spurning. Boðskapur Biblíunnar, bæði Gamla ( 3. Mósebók 19:18 ) og Nýja Testamentisins er að elska náungan eins og sjálfan sig og ég trúi því að kristin hugmyndafræði hafi verið lykil atriðið í því að afnema þennan barbarisma. Sagnfræðingar telja að á hátindi þessara leika hafi u.þ.b. átta þúsund manns dáið á hverju ári í hringleikahúsunum. Ímyndið ykkur, það er eins og ágætlega stórt sveitarfélag á Íslandi væri slátrað öðru fólki til skemmtunar á hverju ári.
Sumir virðast gera ráð fyrir því að ef að kristni hefur svona góð áhrif, af hverju varð Róm þá ekki að einhverju fyrirmyndar ríki þar sem allir voru góðir. Í mínum augum er slíkur hugsunargangur mjög barnalegur. Í fyrsta lagi þá getur enginn boðskapur gert alla menn góða. Jafnvel þótt að trúin sé góð þýðir ekki að maðurinn sjálfur verði góður, að hann nái tökum á öllum sínum göllum.
Það er síðan flókin saga hvernig Róm varð kristið því að heiðnin sem var þar til fyrir hvarf ekki einn tveir og þrír. Því miður blandaðist þarna kristni saman við heiðnina og við sitjum enn uppi með heiðnu kenningarnar um eilífa sál og eilífar kvalir í helvíti með flestra kristna safnaða í dag.
Ég trúi því að ef að ef það hefði ekki verið fyrir kristni að þá hefði barbasismi Rómar haldið áfram allt til okkar tíma. Það er nefnilega mikil hugsunarvilla að halda að meiri upplýsingar og skynsemi auki endilega meðaumun og kærleika milli manna.
Sitthvað um sögu skylmingaþrælanna, sjá: Gladiator
Konur börðust sem skylmingaþrælar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 16:22 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að upplýsingaöldin sé pínu ósammála þessari seinustu staðhæfingu þinni.
Einnig hefur margsinnis verið sýnt fram á að með aukinni menntun og þekkingu fari glæpatíðni lækkandi og almenn velferð og jafnrétti aukist. Eymdin er mest þar sem menntunarstigið er lægst.
Rebekka, 8.3.2012 kl. 17:20
Rebekka, almenn velmegun hefur þau áhrif að það er minni neyð og minni ástæða til að fremja glæpi og það bætir samfélagið heilmikið. Minn punktur held ég samt standi enn að meiri vitsmunir, meiri þekking og allt það býr ekki til endilega til kærleiksríkara fólk.
Mofi, 8.3.2012 kl. 20:25
ég er sammála þessu hjá mofa en ekki öllu hjá rebekka því ég er ekki mentaður og fynnst það bara ágætt en ég hef aldrei framið glæp eins og margir í minni ætt sem hafa enga mentun það eru margir kostir við að hafa ekki mentun og matrgir kostir við að hafa mentað sig auk allra galla sem fylgja báðum þessum þáttum en það eru fjölda mörg störf sem ekki þarf mentun í en vonandi mun ný kynnslóð gera betur en okkar við erum enn að læra og lærum hvern dag eitthvað nýtt
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 17:44
Sæll Mofi! Ég held að það sé enginn vafi á því að kristnin hafi haft áhrif á ofbeldisleiki en eins og með svo margt annað í sögu kristninnar þá er hún oftar spegill tíðarandans en mótandi hans.
Hugsandi fólk á fyrstu nokkrum öldum okkar tímatals voru farin að fá æ meiri ímugust á blóðleikjum og blóðfórnum. Kristnin er algjörlega laus við blóðfórnir (fyrir utan auðvitað Jesú sjálfan) og þarf alls ekki að réttlæta það neitt sérstaklega sem sýnir að slíkrar réttlætingar var ekki þörf - þrátt fyrir að nánast öll önnur trúarbrögð voru löðrandi í blóði fórnardýra. Tíðarandinn var einfaldlega orðinn leiður á blóðfórnum.
Árelíus lét banna blóðleiki á 2. öld án sýnilegra áhrifa frá kristninni (sem hann taldi frekar heimskuleg trúarbrögð) og áhrifamestu heimspekikenningar lögðust einnig gegn þeim, sér í lagi stóisisminn en hann kenndi að allir menn væru bræður og jafnir og hvatti til góðmennsku og umburðarlyndis. Stósisminn var áhrifamesta heimspekikerfi á fyrstu öld fyrir okkar tímatal (löngu fyrir meinta fæðingu Krists) og lengi á eftir. Auðvitað er hér enn um speglun á tíðaranda að ræða - hugsandi menn komast að því að manngæska og ást til náungans sé "rétt" og smíða um það heimspekikerfi. Kristnin tekur auðvitað þetta til sín en tekst hugsanlega það sem stóisismanum tókst ekki, að ná út fyrir raðir menntamanna.
Samfélagsgerð og tíðarandi hafa oftast mjög mikið að segja og það sem kemst kannski næst blóðleikjum fornaldar voru auto-da-fe sviðsetningar kaþólsku kirkjunnar sem voru vægast sagt hryllilegar. Kristnar sýningar í kristnum tilgangi.
Galdrabrennurnar voru auðvitað svipað eðlis, ógeðfelldar sýningar settar á svið af kristinni kirkju í kristnum tilgangi. Kirkjan setti sig heldur ekki upp svo neinu nemi á móti blóðugum og opinberum aftökum stjórnvalda þar sem pyntingar voru partur af prógramminu.
Siðaboðskapur kristninnar er kannski ágætur ef maður túlkar hann í anda mannúðar. En það er upplýsingaöldin og aukin réttlætiskennd og mannvirðing samfélagsins sem hefur mótað samtíma okkar og um leið kristnina sem nú þykist alltaf hafa verið eitthvað annað en hún var.
Brynjólfur Þorvarðsson, 11.3.2012 kl. 15:00
Ég er einmitt á því að aukin réttlætiskennd og mannvirðing séu ávextir kristninnar. Endilega kíktu á þessa grein hérna: Er mannkynið að verða göfugra og mildara?
Finnst þú vera að rugla saman kristnum og kristni, mjög skiljanlegt en samt mikilvægur munur á milli. Kristnir einmitt segir að mannkynið er fullt af illsku og það þarf á hjálp Guðs að halda til að halda henni í skefjum. Boðskapurinn og andi Guðs síðan gerir það fyrir þá sem einarðlega leita þess. Margir aftur á móti taka á móti boðskapnum og trúa honum en hann einfaldlega breytir þeim ekki og þeir fara á móti honum í gjörðum þótt í orðum segjast þeir vera boðskapnum fylgjandi. Miðalda kirkjan var síðan alls ekki kristin í þeim skilningi að hún var að reyna að fara eftir boðskapi Biblíunnar. Svipað og flestar kirkjur í dag, þær hafa opinberlega þá stefnu að vera yfir Biblíunni og segja henni fyrir frekar en að Biblían segi kirkjunum fyrir.
Mofi, 12.3.2012 kl. 10:30
Athugasemd fjarlægð frá einhverjum sem virðist vera í basli með eigið uppeldi.
Mofi, 13.3.2012 kl. 09:08
Mofi, ég skilgreini kristna sem þá sem kalla sig kristna. Þú vilt skilgreina kristna sem þá sem skilja kristnina "rétt".
Það var tvennt sem ég vildi benda á í fyrri færslu: Mannúðarhugsjónir voru til á undan kristninni og voru talsvert útbreiddar og unnu verulega á áður en kristnin náði að hafa einhver áhrif. Kristnin er að hluta svar við tíðarandanum þá eins og alltaf.
Hitt var að kristnin hefur ekki komið í veg fyrir óhugnað á borð við blóðleiki Rómarveldis og jafnvel oft beinlínis stutt slíkan óhugnað. Galdrabrennur voru ekki á miðöldum heldur nútíma og lúterska kirkjan var miklu virkari en sú kaþólska.
En jafnvel miðaldakirkjan var alveig eins kristin og kirkja nútímans, boðskapur biblíunnar er nógu loðinn til að kirkjan aðlagar sig alltaf tíðarandanum.
Rannsókn sem gerð var hér í Danmörku um afstöðu presta á 19. og 20. öld til ýmissa mála sem við teljum til sjálfsagðra mannréttinda í dag er mjög athyglisverð. Þar kom í ljós að prestar voru með mjög mismunandi skoðanir eins og samfélagið allt, enginn sérstakur munur. Prestar endurspegla tíðarandann í þessum málum, ekki kristnina.
Við sjáum þetta auðvitað gerast í dag í sambandi við réttindabaráttu samkynhneigðra. Þar eltir kirkjan tíðarandann, að vísu langt á eftir og á mjög svo erfitt með það, þar sem hér er vegið að einhverjum dýpsta boðskap kristninnar.
Í mínum huga er boðskapur biblíunnar og kristninnar í raun mannfjandsamlegur, hann setur alltaf manninn og mannúðina í annað sæti á eftir hagsmunum meints Guðs. Í umræðu um samkynhneigða birtist þetta mjög sterklega, kristnir telja Guð vilja eitthvað sem er í andstöðu við mannréttindi og mannúð og eru í stökustu vandræðum með að gera upp hug sinn hvort þeir eiga að fylgja innri mannúð eða ytri kristnum boðskap.
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.3.2012 kl. 11:44
Enda mjög mikilvægt. Ímyndaðu þér lækna í samfélaginu og inn á milli eru menn sem hafa ekkert farið í háskóla og vita ekkert hvað þeir eru að gera. Er ekki nauðsynlegt að gera grein á milli alvöru lækna og þeirra sem eru að blekkja?
Það hefur alltaf verið til gott fólk út um allan heim. Ég myndi síðan segja að mannúðarhugsjónir hafi komið skýrt fram hjá gyðingum og það er auðvitað á undan kristni. Spurningin er hugmyndafræðin og auðvitað hafa komið upp vel meinandi menn með ágætis hugmyndafræði. Það er samt þannig að frá 0-300 e.kr. þá ríkti alveg ótrúlegt harðræði í rómverveldi og kristni kom þar fram sem mótvægi, svo mikið mótvægi að heimsveldið breyttist. Því miður breyttist það í blöndu af heiðni og kristni en það er önnur saga og löng.
Ert hérna að mínu mati að rugla saman kristnum og kristni; boðskapi Krists og síðan mönnum sem kalla sig kristna. Munurinn er óþægilega mikill, því miður.
Boðskapur Biblíunnar er ekkert loðinn, það er fólk sem er loðið. Það er fólk sem að les ekki Biblíuna og fólk sem hafnar því sem hentar því ekki og fólk sem velur að láta hefðir hafa forgang á Biblíuna og margt fleira. Sjáðu bara í dag, þjóðkirkjan í staðinn fyrir að fara eftir boðskapi Biblíunnar þá fer hún eftir tíðarandanum. Þetta er bara mannlegten er ekki Biblíunni að kenna.
Frekar að þarna er um að ræða órjúfanlega heild. Hagsmunir Guðs felast í að hugsa um lítilmagnann eins og kemur vel fram í orðum Krists:
Þegar menn láta sem svo að hugsmunir Guðs eru stærri byggingar, falleg málverk og hreinlega peningar í þeirra eigin buddu þá ertu bara búinn að finna hræsnara og þeir eru hræsnarar vegna þess að það er ekki samræmi milli þeirra hegðunnar og þess boðskaps sem þeir þykjast vera fara eftir.
Mofi, 13.3.2012 kl. 13:15
Með "hagsmunum Guðs" var ég ekki að meina byggingar eða annað veraldlegt góss. Ég var einmitt að tala um "vilja" Guðs eða einhvers konar "samning" við hann. Ef maður trúir því (eins og þú gerir að mér skilst) að maður fái aðeins eilíft líf ef maður fylgir vilja Guðs þá er það meintur vilji Guðs sem er alltaf í forsæti yfir öllum öðrum hagsmunum. Þar sem meintur vilji Guðs stangast á við hagsmuni mannfólksins þá velur sá "rétt-kristni" alltaf málstað Guðs. Eins og er svo vel að koma í ljós i umræðunni um manréttindi samkynhneigðra sem eru mun fleiri á Íslandi en meðlimir í þínum söfnuði.
Þú segir að boðskapur kristninnar (eða Biblíunnar) sé ekki loðinn. Nú nenni ég ekki að þræta um einstök tilfelli, af nógu er að taka, en er það ekki besta sönnun "loðnunnar" að nánast engir tveir einstaklingar, hvað þá trúfélög, skilja hana eins? Þarf frekari sannana við?
Varðandi harðræði Rómarveldis á tímabilinu 0-300 þá sýnir mannkynssagan ótrúlegt harðræði allra menningarsvæða aftan úr grárri forneskju. Assýríumenn eru kannski ágætis dæmi um þetta. Þróun í burt frá þessu ástandi byrjar með tilkomu stafrófs og almenns læsis í kjölfarið sem er kannski farið að breiða verulega úr sér á 7. og 6. öld f.o.t. enda sér maður mikinn mun á arftökum Assýríumanna í almannatengslaæfingum (að sýna sig í ljósi mannúðar, samanber ímynd Babílóníumanna og Persa í Biblíunni) en einnig upphaf raunverulegrar hugarfarsbreytingar sem m.a. kemur fram í Biblíunni sem einmitt byrjar ritunartíma sinn á þessum sama tíma.
Eins og ég benti á þá voru stóistar komnir með mjög áhrifamiklar og útbreiddar skoðanir innan Rómarveldis á öldinni fyrir meinta fæðingu Krists. Að harðræði heimsveldisins skyldi halda áfram er ekki þeim að kenna, breytingar taka tíma. En afstaða almennings til þræla breyttist t.d. verulega á lýðveldistímum og meðhöndlun þeirra varð (oft) miklu mannúðlegri. Og eins og ég benti á í fyrstu færslu þá bannaði Árelíus keisari blóðleiki um miðbik 2. aldar e.o.t., greinileg áhrif frá stóisisma.
En þótt ástandið færi batnandi þá hélt óhugnaður ýmis konar áfram í meira eða minna mæli, oft með þátttöku eða blessunar kirkjunnar sem með sína loðnu Biblíu gat elt tíðarandann. Ekki að kirkjan hafi ekki líka reynt að hafa áhrif, því neita ég ekki, og stundum reyndar með góðum árangri - nú hugsa ég t.d. um kirkjufriðinn frá hámiðöldum, einmitt þegar menntunarstig Evrópu var aftur komið nógu hátt til að mannúðarhugsjónir gátu breiðst út á nýjan leik.
Þróunin til aukinnar mannúðar snýst nefnilega eingöngu um aðgengi að upplýsingamiðlum. Fyrst stafrófið sem í 2000 ár stuðlaði að útbreiðslu mannúðarhugsjóna. Næsta bylting var prentun og ódýr pappír sem leiddi af sér upplýsingaöld og enn meiri og sterkari útbreiðslu mannúðarhugsjóna sem við njótum enn góðs af í dag. Þriðja byltingin var útvarpið og sér í lagi sjónvarpið sem hefur verulega breytt heiminum til batnaðar. Núna síðast er það Internetið. Hver ný bylting í upplýsingatækni leiðir af sér meiri mannúð og betra samfélag. Engar þessara breytinga eiga sér uppruna í kristni eða hjá kirkjunni, hún fylgir á eftir (og stundum langt á eftir).
Edward Gibbon varð fyrstur á nútíma til að skrifa ítarlega um fall Rómarveldis ("The Decline and Fall of the Roman Empire", lok 18. aldar) var lítið hrifinn af kristni en að öðru leyti sammála þér. Hann kenndi nefnilega kristninni um fall Rómarveldis, einmitt vegna þess að mannúðarblaður kristinna hefði dregið úr bardagaþrótti Rómverja. Hann gleymdi því hins vegar að germönsku innrásarþjóðirnar voru líka kristnar! Seinni tíma sagnfræðingar hafa hafnað skýringum Gibbon, sjálfur held ég að hann hafi sagt þetta meira til að atast í kirkju eigin tíma en sem raunverulega skýringu.
Spurningin sem þú varpar fram er hvort enn væru skylmingarleikar ef krisnin hefði ekki komið til. Svarið er augljóslega nei. Stóisisminn, ný-platónisminn og aðrar heiðnar greinar heimspeki og trúarbragða voru á sömu leið, almenningsálitið var einfaldlega að breytast. Ég neita því ekki að kristnin hafði áhrif til góðs akkúrat í þessum efnum en ef ekki kristnin þá eitthvað annað. Og ég leyfi mér að halda því fram að við hefðum náð endurreisn og upplýsingu og nútíma mannréttindum fyrr ef kirkjan og kristnin hefði ekki verið að þvælast fyrir.
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.3.2012 kl. 16:18
En málið er einmitt að þeir hagsumir eru náungakærleiki og reglur til að passa upp á velferð okkar.
Það er auðvitað mikilvægt að standa vörð um mannréttindi allra.
Menn geta rifast um alls konar hluti en mín reynsla er að oftast er um að ræða áhrif frá samfélaginu, eins og hvernig fólk skilur mismunandi hugtök, áhrif frá mis góðum þýðingum, sögulegar ástæður og fleira. Það er auðvitað einhver dæmi þar sem Biblían er ekki skýr en ég tel þannig dæmi eru frekar fá og fæst þess eðlis að ástæða sé að búa til nýja kirkju vegna þeirra.
Þarf að þjóta, to be continued :)
Mofi, 13.3.2012 kl. 19:58
Gaman að spjalla við þig Mofi! Mér sýnist þú í lokamálsgreininni vera sammála mér um loðnu kristninnar.
Hver sá sem les texta þarf að túlka textann, jafnvel þótt hann vilji skilja hann orðrétt og nákvæmlega (t.d. lagabálk eða ársskýrslu fyrirtækis). Sá sem skrifar hugsar eitt en honum tekst sjaldnast að koma hugsuninni allri til skila í textanum (nú veit ég að margir kristnir telja að Biblían sé með einhverjum hætti skrifuð af Guði þannig að þeir geta þá litið fram hjá þessu atriði). Sá sem les þar alltaf að túlka bókstafi, orð og setningar út frá sinni þekkingu, hugarástandi og því samfélagi sem hann lifir í. Jafnvel þótt ritari og lesandi tali sama tungumál geta þeir haft mismunandi túlkun á einstökum orðum eða hugtökum, og þegar reynt er að skapa hugsanatengsl frá einni setningu eða málsgrein til annarrar verður vandamálið enn stærra. Áhugi lesandans er til að mynda á einhverju öðru, hann vantar hugsanlega einhverja þekkingu sem ritari gengur út frá, hann hefur kannski reynslu sem litar túlkun hans og ritari hefur auðvitað enga hugmynd um.
Þegar textinn er skrifaður á tungumáli sem enginn lengur talar, fyrir mörg þúsund árum, og er oft eingöngu að finna í mismunandi góðum handritum, þá margaldast vandinn. Þýðendur og textarýnar koma á milli ritara og lesanda með sínar eigin túlkanir og fordóma.
Jafnvel þótt við værum altalandi á grísku, arameisku og hebresku Biblíutíma þá eru forsendur okkar til skilnings gjörólikar forsendum ritarans. Við þyrftum að lifa í hans eigin samfélagi á hans eigin tíma til að nálgast það að geta skilið það sem hann skrifar jafn vel og við skiljum það sem við erum sjálfir að skrifa hvor til annars. Og eins og af grönum má sjá þá er innbyrðist skilningur okkar oft frekar takmarkaður.
Maður má auðvitað aldrei gleyma því að ritarar Biblíunnar voru alltaf að skrifa til eigin samtíðar, og jafnvel þótt þeir hefðu einhverja lesendur framtíðar í huga þá gátu þeir ekki ímyndað sér að þeir lesendur hefðu annan bakgrunn en þeir sjálfir. Tilraunir okkar til að skilja svo forna texta er oftar en ekki eins og að sitja í helli Platóns og reyna að giska á hver sumartískan verður.
Að lokum, áður en ég dreg mig í hlé fyrir nóttina vil ég hrósa þér fyrir eftirfarandi, ég vissi alltaf að þú værir drengur góður (alls engin dulin merking hérna!).
Brynjólfur Þorvarðsson, 13.3.2012 kl. 21:03
Þess vegna er mikilvægt að láta Biblíuna útskýra sín eigin hugtök sjálf en ekki gefa orðum aðra merkingu vegna þess að manns eigið samfélag skilur orðin á ákveðinn hátt. Gott dæmi um þetta er orðið "að eilífu" en Biblían notar orðið á annan hátt en við gerum. T.d. á nokkrum stöðum þá eru tíu kynslóðir sagðar vera eilífar eða talað um að maður sem þjónaði til dauða dags þjónaði að eilífu. Biblíulegi skilningurinn á þessu orði virðist vera eins lengi og viðkomandi lifir eða viðkomandi hlutur er til. Meira um þetta hérna: http://www.helltruth.com/q-a/forever-and-ever.aspx
Já, ég viðurkenni að það getur verið smá vinna í að leita að hver meining höfunda Biblíunnar upprunalega var og þar af leiðandi skiljanlegt að fólk í dag hefur mismunandi skilning á textum Biblíunnar. Mér líkar illa við að segja að Biblían sé loðin því að aðal atriði Biblíunnar eru ekki mjög umdeild.
Takk fyrir gott spjall :)
Mofi, 14.3.2012 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.