5.3.2012 | 10:57
Af hverju er trúarleg hugmynd sem útskýrir ekki vísindaleg gögn, kennd sem vísindi?
Karl Popper, frægur heimspekingur í vísindum ( philosopher of science ) sagði eftirfarandi:
Darwinism is not a testable scientific theory, but a metaphysical [religious] research programme ....
Michael Ruse, þróunarsinni og vísindaheimspekingur viðurkenndi "Evolution is a religion. This was true of evolution in the beginning, and it is true of evolutuion still today".
Þannig að ef það má ekki kenna trú í kennslustofum sem fjalla um vísindi, af hverju er þá verið að kenna þróunarkenninguna sem vísindi?
Meira um þetta hérna: http://creation.com/its-not-science og http://creation.com/the-religious-nature-of-evolution
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áður en lengra er haldið, ætti ég að benda á þetta samtal Richard Dawkins, Anthonny Kenny og erkibiskupsins af Kantaraborg um uppruna og eðli mannsins.
Ég persónulega, sem stúdent af félagssviði, kennari og guðfræðingur myndi aldrei geta kennt trú sem vísindi. Þau eru það ekki. Trú er óáþreifanlegt sjóngler, glerauga til að hjálpa við að skilja heiminn, þ.e.a.s. hver persónulegur staður minn er í honum.
Vísindin kenna mér u.þ.b. allt annað.
Trúarbrögð, þá sérstaklega þau sem reyna að útskýra af hverju við erum hér hafa aldrei gert annað en að taka bestu hugmyndir eða vinsælustu hugmyndir samtímans og feta sjálf sig innan þeirra. Af hverju? Af því að trúin kemur ekki úr tómi og í tóm.
Þannig að Gen. 1 - 3 er leið fólks sem var til á tilteknum tíma að spegla sig við samtíma sinn og svara spurningum um verund og tilgang innan þess sem þá var.
Það síðasta sem þau höfðu áhuga á var spurningin um hvaðan og hvernig maðurinn varð til í alvöru. Þau höfðu hinsvegar áhuga á spurningunni hvaða Guð væri öflugastur, sá sem óvinirnir aðhylltust (og bjó til heiminn úr skrímslinu Tíamat), eða JHVH (sem skapaði heiminn úr THWBH). Það síðasta sem þau höfðu áhuga á var svarið við spurningunni hvernig manneskjan var búin til úr kolefni. Miklu áhugaverðari var spurningin um það, hvernig syndin kom í heiminn og hvað menn geta gert til að forðast hana.
Að tefla saman nútíma vísindum og trú er eingöngu hægt á grundvelli heimsmyndar vísinda, þeirri bestu. Vegna þess að við höfum ekkert betra og vegna þess að þannig hafa trúmenn alltaf gert.
Carlos Ari Ferrer, 5.3.2012 kl. 11:43
Slóðin að ívitnuðu samtali þrímenninganna er hér: http://podcasts.ox.ac.uk/nature-human-beings-and-question-their-ultimate-origin-video
Carlos Ari Ferrer, 5.3.2012 kl. 11:46
Carlos, er ekki alveg viss um að þú hafir skilið punktinn með greininni...
Mofi, 5.3.2012 kl. 11:47
Þú tekur á þig risastór stökk frá einangruðum ummælum og eflaust réttmætri gagnrýni til þess að segja:
Hey, við eigum líka að kenna biblíulega sköpunarkenningu.
Ég ét hatt minn upp á það að Popper et al. gagnrýni vísindamenn fyrir að hugsa eingöngu á grunni þróunarkenningar og varðveita ekki opinn huga fyrir fleiri möguleikum.
Þar með er ekki sagt að bronsaldarhugmyndir um uppruna heimsins standist sem túlkunarlykill þeirra upplýsinga sem við búum yfir í dag.
Hlustaðu á samtal þeirra þriggja, og sjáðu hvað hægt er að gera, ef maður gefur trúnni séns á að vera trú og ekki vísindi.
Carlos Ari Ferrer, 5.3.2012 kl. 11:54
Carlos, punkturinn er að þróunarkenningin er trúarleg kenning. Ekkert flóknari punktur en það og ég sagði ekkert meira.
Mofi, 5.3.2012 kl. 11:58
Ég skal samt segja meira :)
Ef að trúarleg hugmynd eins og sköpun er hugmynd sem stór hluti þjóðarinnar og góður slatti af vísindamönnum aðhyllist þá tel ég það vera hluta af fræðslu að fjalla um það. Og ég legg áherslu á orðið "fræðsla" því að það er ekki eðlilegt að nemendur séu heilaþvegnir með því að kenna þeim "sannleikann" sem er þá hvað eina sem er vinsælt þann daginn.
Mofi, 5.3.2012 kl. 12:41
Svona umræður eru alltaf forvitnilegar en ...úff, biskupar :) ég hef ekki mikið álit á þeim og þeir sjaldnast á sömu bylgjulengd og ég. Hef miklu meira gaman af því þegar menn eins og Dawkins rökræða við alvöru vísindamenn eða fræðimenn. Hérna er ein af mínum uppáhalds rökræðum sem Dawkins hefur tekið þátt í, sjá: http://fixed-point.org/index.php/video/35-full-length/164-the-dawkins-lennox-debate
Mofi, 5.3.2012 kl. 12:54
Ég nenni ekki oft að rífast um svona mál, þó svo að ég ætti að gera það oftar. Ein af aðalástæðum fyrir því að ég hlusta ekki á þau rök að Sköpunarsagan og Þróunarkenningin eigi að túlka sem tvær afstæðar kenningar sem stangast á er að þróunarkenningin hefur ekkert með sköpun að gera.
Þróunarkenningin útskýrir ekki hvernig heimurinn varð til. Hún útskýrir hvernig líf er fær um að aðlagast breytandi aðstæðum. Hefur ekkert með sköpun lífs að gera.
Sú vísindafræðilega kenning sem reynir að útskýrar hvernig líf varð til kallast "Abiogenesis" eða Sjálfskviknun, eins og hún er þýdd á Íslensku. Hún gengur út á að reyna að útskýra hvernig líf getur orðið til af sjálfum sér, og notar þróunarkenninguna sér til stuðningar.
Ef þú sérð eitthvað athugunarvert við sjálfskviknun, ertu guð velkomin að gagnrýna hana. Hún er mestmegnis eingöngu byggð á fræðilegum kenningum, sem erfit er að sanna. Tekist hefur að skapa aðstæður í rannsóknarstofum, þar sem kjarnsýrur fóru að myndast af sjálfum sér, en þær eru undirstöður RNA/DNA þráða. Samkvæmt sjálfskviknun, eiga þessar þræðir að hafa hægt og rólega þróast yfir í að mynda mjög frumstæðar RNA þræði sem hægt og rólega mynduðu fyrst frumstæðu frumurnar. Ekkert af þessu hefur verið sannað.
En sjálfskviknun er ekki þróunarkenningin.
Þróunarkenningin byggist ekki á að líf hafi orðið til í einhverri kjarnsýrusúpu. Hún gengur út á að líf sem er þegar til sé fær um að aðlagast breyttum aðstæðum.
Því spyr ég, hvers vegna getur guð ekki hafa hannað heiminn með þessu fyrirkomulagi?
Einar Örn Gissurarson, 6.3.2012 kl. 13:12
Einar, gott og vel að aðgreina þróunarkenninguna frá kenningum um sjálfskviknun lífs. Fáir sem nenna að verja slíkar kenningar, sem betur fer. Þróunarkenningin inniheldur ákveðna sögu og oftast þá gefa menn sér sjálfkviknun lífs í þeim sögum. Þessi saga síðan lætur bakteríur breytast í menn og það að við sjáum dýrategundir aðlagast aðstæðum er ekkert nálægt því að styðja tilkomu mannkyns frá einfrömungum.
Það væri svo sem alveg magnað ef að Guð hefði skapað með tilviljanakenndum breytingum á genum dýra og þannig búið til mestu undur sem við vitum um. Hluti sem virka eins og tölvur, myndavélar, sónar og mörg önnur verkfræðileg undur. Það aftur á móti er ekki trúverðugt af því að tilviljakenndar breytingar á "stafrænum" kóða eru ekki líklegar til að búa til flóknar upplýsingar um hvernig á að búa til slík verkfræðileg undur. Það myndi líka þýða að þessi guð er ótrúlega grimmur svo best fyrir alla að vona að hann sé ekki til.
Einn vísindamaður orðaði þetta mjög vel:
Mofi, 6.3.2012 kl. 13:44
Gallinn við þessa tilvitnun er að hún er yrt af manni sem er að reyna afsanna Guð. David Hull var náttúrufræðingur með doktorsgráðu í Líffræði. Það fer ekki á milli mála hvoru megin við girðinguna hann stóð.
Margir sem rannsaka náttúruna eiga svipaðar tilvitnanir. David Attenborough nefnir til dæmis Loa Loa orminn, þegar hann er spurður um Guð. Þessi ormur sérhæfir sig í að lifa í mönnum og ferðast um mænuna. Oft endar hann inn í augun á fólki og orsakar þá blindu. Attenborough hefur notað þennan orm sem rök gegn tilvist Guðs, því hann neitar að trúa því að Guð sé það grimmur að hanna orm sem lifir í augum á fólki.
Menn eins og David Hull trúði ekki á guð og notaði tilvitnun þína sem rök um að hann væri ekki til. Á þeim stutta tíma sem ég eyddi í að fletta upp þann mann, sá ég að margar síður sem eru tileinkaðar sköpunarsögunni eru að nota tilvitnun hans til að gera hið andstæða. Þ.e.a.s. nota orð hans til að sýna fram á hvers vegna þróunarkenningin getur ekki verið til. Því get ég vel trúað því að hann sé að snúa sér í gröfinni í dag.
Svoleiðis fólk, bæði sköpunarsinnar og menn eins og Hull, reka hvern fleyginn á fætri öðrum á milli vísinda og trú, og sífellt fleiri enda á því að taka afstöðu á að fylgja annað hvort. Of margir trúa því í dag að þú getur ekki verið trúaður maður og aðhlynst þróunarkenningunni á sama tíma.
Einar Örn Gissurarson, 6.3.2012 kl. 19:31
David Hull útskýrir einfaldlega af hverju guð þróunarkenningarinnar getur ekki verið góður. Hann einfaldlega orðaði mínar hugsanir mjög vel. Hver hans afstaða skiptir ekki beint máli í því samhengi, annað hvort eru rökin góð eða ekki.
Þú gerir síðan þau regin misstök, að mínu mati, að setja sama sem merki milli vísinda og þróunarkenningarinnar. Eins og menn geta ekki verið vísindamenn og hafnað þróunarkenningunni. Síðan þá hef ég ekki næga trú, til að trúa að þróunarkenningin sé sönn; hún einfaldlega passar ekki við mína daglegu upplifun sem forritari, þar sem ég þarf að nota vitsmuni til að búa til upplýsingar en þróunarkenningin segir að tilviljanir geti gert það betur en skörpustu forritarar okkar tíma. Mér finnst bara ekkert rökrétt né vísindalegt við það.
Mofi, 6.3.2012 kl. 19:50
Fyrst að ég minntist á þá staðreynd að verið sé að taka tilvitnun hans Hull úr samhengi til að afsanna þróunarkenninguna, þá vildi ég bæta við:
Þú sjálfur ert sekur um að afskræma tilvitnun frá Karl Propper.
Rétt er það að Propper hafi sagt "Darwinism is not a testable scientific theory, but a metaphysical research programme..." en maður hélt áfram að tala. Full tilvitnung er svohljóðandi:
"Darwinism is not a testable scientific theory, but a metaphysical research program — a possible framework for testable scientific theories. And yet, the theory is invaluable. I do not see how, without it, our knowledge could have grown as it has done since Darwin. In trying to explain experiments with bacteria which become adapted to, say, penicillin, it is quite clear that we are greatly helped by the theory of natural selection. Although it is metaphysical, it sheds much light upon very concrete and very practical researches. It allows us to study adaptation to a new environment (such as a penicillin-infested environment) in a rational way: it suggests the existence of a mechanism of adaptation, and it allows us even to study in detail the mechanism at work."
Einar Örn Gissurarson, 6.3.2012 kl. 19:55
Ég set ekki samasem merki á milli vísindi og trú. Ég er aftur á móti orðin mjög langþreittur á þessari endalausu ríg á milli fylkinganna. Alltaf þarf einhver að vera með áróður um að þróun geti ekki átt sér stað. Alltaf þarf einhver að vera að reyna afsanna guð.
Þróun er ræðst ekki á tilviljun. Það er ávalt hönnun á bakvið það. Hvort sem við erum að tala um náttúruval eða kynbót, þá er eitthvað úti sem stýrir þróun. Vélar/hugbúnaðarþróun er ekki sambærilegt við erfðafræðilega þróun, því þú ert ekki að fást við lifandi hluti. Annars er ég sjálfur að stunda nám við forritun, þannig að við skulum sjá til hvort að afstaðan mín gagnvart því muni breytast.
Einar Örn Gissurarson, 6.3.2012 kl. 20:06
Einar, það er ekkert verið að taka tilvitnunin frá Hull úr samhengi eða nota hana til að afsanna þróunarkenninguna. Bara engan veginn og sé ekki einu sinni hvernig þér gat dottið það í hug.
Það er fínt að fá þessa viðbót við tilvitnunina, skerpir hvað hann var að meina. Breytir ekki samt því sem hann sagði sem er að þróunarkenningin er "not a testable scientific theory, but a metaphysical [religious] research programme".
Það er náttúrulega leiðinlegt þegar umræðan er ekki efnisleg og málefnaleg. Það er samt alveg þannig að það er hægt að rökræða gögnin og meta hvort þau passi betur við sköpun eða þróun og það er það sem mig langar að gera og af og til tekst það.
Það er ekki Darwiniska útgáfan sem kennd er í skólum, þar eru það tilviljanakenndar stökkbreytingar á DNA kóðanum og síðan náttúruval sem hendir óheppilegum breytingum út.
Endilega kíktu á þetta varðandi kynbót, sjá: On the Origin of Dogs
Af hverju er einhver munur þarna á milli? Þegar við skoðum lífið í sínum minnstu einingum þá sjáum við örsmáar vélar sem eru ekki frekar lifandi en skrúfur og boltar. Hefur þú séð þetta hérna: http://www.youtube.com/watch?v=Id2rZS59xSE
Endilega veltu því fyrir þér þegar þú ert að forrita, hvort að stórir hlutar af kóða eru líklegir til að verða til fyrir tilviljun. Þeir verða að vera dáldið stórir því að nýir eiginleikar þurfa að gera eitthvað nothæft því annars yrði þeim hent af náttúruvalinu. Hlutir eins og þessir hérna http://www.youtube.com/watch?v=W3KxU63gcF4 virðast út frá rannsóknum þurfa að verða til í heild sinni því að einstaka bútar hafa ekki gagnlega virkni.
Mofi, 6.3.2012 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.