Hvernig varð kynlíf til?

photo1.jpgLífverur sem fjölga sér án kynlífs gera það hátt í tvisvar sinnum hraðar en lífverur sem fjölga sér með kynlífi svo hvernig gat kynlíf orðið betra til að búa til fleiri afkvæmi til að vera valið af náttúruvalinu?  Og hvernig gátu efni með enga vitsmuni fundið upp öll þau lífrænu tæki og tól sem þurfa að vera til á sama tíma til að geta afrekað þetta sem kynlíf er?  Hvernig gátu ferli sem hafa enga vitsmuni sett saman flókið ferli, fullt af samhæfðum karl og kvenkyns líffærum?

Að tala um að þessi aðferð til að fjölga sér geti búið til meiri fjölbreytileika hjálpar ekkert við að útskýra hvernig þetta varð til því að þessir eiginleikar koma ekki að góðum notum fyrr en eftir er búið að setja saman allt sem þarf til en tilviljanir og náttúruval hafa ekki hugmynd um þessa kosti áður en þeir verða til.

Þessar einföldu spurningar byrja svo sem ekki að lýsa hve ógurlegt vandamál þetta er fyrir guðleysis þróunarsinnana, hérna er farið betur í saumanna á þessu: http://creation.com/refuting-evolution-2-chapter-11-argument-evolution-of-sex

Miklu frekar var kynlíf hannað og meiriháttar gjöf frá Guði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

.... "og hvernig gátu efni með enga vitsmuni"... það er einmitt það sem er. Það er líklegast ekkert efni til án vitsmuna, ef meðvitund telst til vitsmuna...

Óskar Arnórsson, 21.2.2012 kl. 05:30

2 Smámynd: Mofi

Ég held að ég sé sammála þér nema ég fatta ekki alveg þetta með "ekkert efni til án vitsmuna", heldur þú að t.d. steinar hafi vitsmuni eða meðvitund?

Mofi, 21.2.2012 kl. 09:33

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

já reyndar MOFI. Ég get nú ekki alveg skýrt það út í fáum orðum. En ég trúi að ekkert efni sé til nema af því að það er til meðvitund. Þessa meðvitun er það sem ég kalla Guð. Steinar eru efni sem í kjarnanum eru lifandi.

Það er allavega hreyfing í steinum eins og í öllu efni...og hreyfing getur ekki átt sér stað nema með vitundarorku....einhvernvegin svona er minn skilningur á þessu.

Óskar Arnórsson, 21.2.2012 kl. 10:34

4 Smámynd: Mofi

Ég held að ég hafi allt aðra skilgreiningu en þú á hvað er lifandi.

Mofi, 21.2.2012 kl. 11:45

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég þykist vita það. Ég held að ég hafi haft sömu skoðun og þú í mörg ár, enn ég endurskoðaði þá hugsun eiginlega með hjálp vísindanna ... þetta er svolítið stór pæling faktískt...það er alla vega gaman að henni.

Ég er inni á lifandi Andi, Skapari og það er útilokað að það sé neitt annað. Efnisheimurinn er oft kallaður "blekking" eða "Matrix" og þá er það spurning hver býr blekkingunna til. Guð gerði manneskunna í sinni mynd og manneskjurnar sköpuðu síðan sjálfa blekkingunna til læra eitthvað held ég...

Eins og hvað er fyrir utan þetta Universum og eru mörg kanski alveg eins við hliðinna, aðrar víddir og þá hversu margar. Alla vega er þetta allt stórmerkilegt...

Óskar Arnórsson, 21.2.2012 kl. 17:03

6 Smámynd: Mofi

Ég myndi einmitt segja að út frá uppgvötunum í vísindum þá flokka ég líf aðeins sem það sem hefur það sem einkennir líf, gífurlegt magn af upplýsingum og flóknar vélar sem kunna að vinna úr þeim upplýsingum. Hérna er örstutt myndband sem gefur smá innsýn inn í hvað ég er að tala um: http://www.youtube.com/watch?v=RrS2uROUjK4

Að allt efni er með innri hreyfingu segir mér frekar að allur efnisheimurinn er viðhaldinn af orku og mín trú er að sú orka komi frá Guði. Viðhaldið af meðvitund en er ekki meðvitundin sjálf.  Að það eru til aðrir alheimar eru bara hugmyndir guðleysingja til að leysa vandamálið með fínstillingu lögmála okkar heims. Það er ekki til snefill af gögnum sem styðja tilvist þeirra og fræðilega gætu ekki verið til gögn sem styðja tilvist þeirra.

Mofi, 22.2.2012 kl. 09:28

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Virkilega góð youtube-mynd! Alveg sammála að það að öll orka kemur að sjálfsögðu frá Guði. Enn okkar hugmyndir um hvað Guð er í rauninni eru gjörólíkar.

Ég trúi t.d. ekki að til sé manneskja sem er Guðleysingi í þeirri merkingu sem þú virðist leggja í hugtakið. Að menn séu að reyna að skilja heimin gerir fólk ekkert fráhverfan Guði.

Þvert á móti þá er aukin skilningur á lífinnu einmitt til þess fallin að menn fá áhuga á Guði og beri virðingu fyrir honum að sjálfsögðu.

Óskar Arnórsson, 22.2.2012 kl. 10:45

8 Smámynd: Mofi

Að tala um einhvern sem guðleysingja er aðeins að lýsa hans eigin afstöðu og sú afstaða er að það eina sem er til í þessum heimi er hið efnislega, það er ekkert andlegt og enginn Guð; að efnið er það eina sem til er.

Mofi, 22.2.2012 kl. 11:08

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er til einhver manneskja sem ekki er andleg? Er það afstaða þín? Mín afstaða er að manneskja er til eingöngu vegna þess að hún er andleg í grunnin. Það þýðir ekki automatiskt að viðkomandi eða allar manneskjur séu meðvitaðar um það...

Óskar Arnórsson, 22.2.2012 kl. 17:27

10 Smámynd: Mofi

Aðeins að tala um hver afstaða guðleysingja er. Í þeirra huga erum við bara efni og það er ekkert á bakvið efnið eða neitt þannig. Mín afstaða er að við erum verur sem getum verið til vegna líkama okkar. Mætti líkja okkur við ljósaperu, þegar rafmagn flæðir í gegnum okkur þá skínum við en þegar rafmagnið hættir að flæða þá hættum við að vera til. Þangað til Guð kveikir aftur á okkur sem ég trúi að gerist við endurkomuna.

Mofi, 22.2.2012 kl. 19:54

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér líkar við þessa afstöðu þína MOFI. Enn málið er að þær manneskjur sem eru ómeðvitaðar um Guð eru jafn nálægt "Honum" og þeir sem eru að stúdera Hann...

Óskar Arnórsson, 23.2.2012 kl. 12:26

12 Smámynd: Mofi

Heldur þú að Guð geti fjarlægst slíka ef Hann vill það?

Mofi, 23.2.2012 kl. 12:35

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei MOFI, ég trúi of gott um Guð til þess að ég geti ímyndað mér að Hann sjálfur sé að gera sér rellu yfuir smámunum eins og einu lífi sem tekur ekki meira enn 90 ár eða rúmlega það stundum.

Ég er að sjálfsögðu að vitna í fólk sem lifir allt frá milljónum ára til bara nokkur þúsund ár sem er algengt. Lífslengd mannfólks á jörðinni er vandamál sem er verið að reyna að leysa.

Ég veit ekkert hvernig það mál gengur enda skiptir það það engu máli perónulega....Guð samkvæmt mínum skilningi fjarlægisr enga manneskju. Það eru bara við sem höldum það..

Óskar Arnórsson, 23.2.2012 kl. 13:54

14 Smámynd: Mofi

Þegar maður misþyrmir barni, eru það smámunir?

Er það síðan gott að vera hjá einhverjum sem vill ekki nærveru þína?

Hvaða gögn hefur þú fyrir því að fólk lifir í miljónir ára?

Mofi, 23.2.2012 kl. 13:59

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er með fullt af "göngum" um það MOFI. Annars væri ég ekki að segja Þetta yfirleitt. þú þarft að afla þér þér þessara gagna sjálfur. Eg vil trúa því að þú vitit nákvæmlegsa hvað ég á við.

Óskar Arnórsson, 23.2.2012 kl. 14:07

16 Smámynd: Mofi

Þú átt líklegast við að þú ert með vitnisburðs fólks sem heldur þessu fram, ekki satt?

Mofi, 23.2.2012 kl. 14:28

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Meðal annars vitnisburðir annara...

Óskar Arnórsson, 24.2.2012 kl. 03:37

18 Smámynd: Mofi

Eitthvað annað?

Mofi, 24.2.2012 kl. 10:00

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mín eigin reynsla ...

Óskar Arnórsson, 24.2.2012 kl. 10:04

20 Smámynd: Mofi

Og hver er hún?  Ég hef aldrei hitt neinn með slíka reynslu, hef sannarlega ekki vott af slíkri reynslu sjálfur.

Mofi, 24.2.2012 kl. 10:35

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég myndi nú ekki vilja skrifa hana á neitt blogg. Þó ég sé ekkert viðkvæmur fyrir mögulegum misskilningi fólks, þá dreg ég línuna einhverstaðar þarna. Hef reyndar aldrei skrifað þær niður sem ég ætti reyndar að gera.

Það eru fjórar samanlagt og sú fyrsta sem kom "skriðunni af stað" var nú bara upplifun í skipstrandi sem ég var með í innsiglunni æi Grindavík fyrir mörgum árum. Það leið langur tími í þá næstu, enn það var greinilegt að þær tengjast allar. Ég var skíthræddur við þetta fyrst enn svo breyttist þetta í jafna og balanseraða "reynslu".

Til að reyna að útskýra þetta einfalt þá var eins og ég gæti "downlodað" upplýsingum sem ég vissi oft ekkert til hvers voru, frá fólki sem ég var í kringum.

Sumar voru "kommon sens" miðað við það sem ég vissi og urðu þægileg staðfesting á mörgum málum, aðrar voru langt fyrir utan mína getu að vinna úr á þeim tíma. Þessar upplýsingar vinna á með tímanum og áhrifin sem komu með þessu voru með öflugustu auðmykt sem ég hef upplifað. Ég veit að hún var ekki í mér, enn tengdist mér samt innan frá.

Í dag hef hitt aragrúa af fólki sem hefur fengið svipaðar upplifanir, og reyndar gegnum kristna líka. Fer eftir afstöðu hvers og eins. Bara einn á Íslandi þekki ég persónulega sem hefur lent í einhverju svipuðu. Þetta verður of langt mál MOFI. Enn alla vega gera þessar upplifanir það einfalt fyrir mig að treysta Guði og vantreysta BIblíu og reyndar öllu trúarsýstemi.

þú veist mína afstöðu í sambandi við þetta, að ég er viss um að trúarbrögð breyttust í stjórntæki og eru enn.Ég hef stúderað áhrif trúarbragða árum saman og ekki séð neitt sem segir mér neitt annað. Það eina sem er spennandi við kristni er "kristsvitundinn" sem allir geta tengst sem vilja. Ég hef prófað það nokkrum sinnum og einhver kynnti sig sem Jesú. Ég efast ekkert að það var hann, áhrifin voru sterkt líkamleg og andleg. Ég varð mest hissa á óstjórnlega þægilegum áhrifum með hann svona nálægt...

Óskar Arnórsson, 24.2.2012 kl. 11:35

22 Smámynd: Mofi

Ég myndi ekki treysta minni eigin reynslu svona mikið. Fólk hefur upplifað óteljandi hluti við alls konar aðstæður. Eitt sem hef hef rekist töluvert mikið á er fólk sem upplifir helvíti, eld og kvalir og allt það. Ég treysti þeim upplifunum ekki.  Miljónir segjast hafa séð drauga og geimverur. Ég þekki fólk sem segist hafa séð engla og enn fleiri sem segjast hafa séð djöfla.

Ég benti þér á myndband þar sem einn maður segir frá sinni lífsreynslu, kíktir þú á það?

Minn punktur er einfaldlega sá að ég teysti aðeins einhverju sem ég get staðfest og Biblían gefur upp þannig kröfur sem maður getur prófað hana með.

Mofi, 24.2.2012 kl. 13:22

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já ég kíkti á bandið og fannst stórmerkilegt. Munurinn á okkur er að ég treysti bara minni eigin upplifun, enn hlusta á alla fyrir það. Sama myndi ég ráðleggja ððrum að gera. Að hlusta á sjálfan sig fyrst og fremst. Að nota biblíu sem leiðbeiningu myndi ég aldrei þora. Það virkar á mig eins og að keyra um með GPS með gömlu korti.

Fólk segir frá allskonar upplifunum og það snýst ekkert lengur hjá mér hvort ég skilji þær eða hvað mér finnst um þær. Ég trúi að allir séu komnir meira eða minna af geimverum og jörðin er bara ein af óteljandi nýlendum í universum. Sköpunasagan gildir ekkert gagnvart efnisheiminum, enn ég kaupi hana gagnvart innri heiminum sem samkvæmt minni niðurstöðu nákvæmlega jafnstór og efnisheimurinn.

Þegar Guð skapaði manneskjuna er ekki átt við sköpun líkama og þess háttar. Þess vegna er þróunarkenningin líka rétt. Innri og Ytri heimar er í 100% jafnvægi. Þekkinginn í dag er líklegast ekkert á við það sem verður daglegt brauð eftir 50 ár. Biblíann ein og sér gefur ekki það tækifæri til að öðlast þann skilning sem ég sækist eftir.

Þessi eltingaleikur við "sannanir" eins og vísindin leggja í það orð í dag, er stundum stórvafasamt. Það þarf að víkka það hugtak alveg gesilega svo vit verði í. Vísindin t.d. komast ekkert áleiðis í útskýringar á Guði, einfaldlega vegna þess að vísindin einskorða sig við efnisheimin og næstum reikna ekki með neinu öðru. Þess vegna hafa vísindinn lítið sem ekkert að koma með í mörgum málum.

Gamlir jógar sögðu fyrir 50 árum að vandamál mannkyns í framtíðinni yrði tengt allskonar sýstemum sem lætt yrði á mannkynið. Þeir voruðu við öllum trúarbrögðum, sýstemum enn samt verður að vera eitthvað sýstem. Alla vega rútínur og reglur. Samt ekki þannig að þær hefti frelsið sem fólk sækir í. ..

Óskar Arnórsson, 24.2.2012 kl. 15:16

24 Smámynd: Mofi

Gaman að þessu, finnst eins og ég skilji þig töluvert betur núna.  Ég held að það eina sem mér finnst sitja eftir er að vara þig við að treysta of mikið eigin upplifun. Það er auðvelt að eitthvað rugl í hausnum á okkur getur ruglað okkur í ríminu. Látið okkur halda að við sjáum eitthvað sem er ekki þar eða fundið eitthvað sem enginn fótur er fyrir.

Mofi, 24.2.2012 kl. 16:53

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er allt innra með okkur sem við þurfum á að halda í lífinu. Líka Guð.. ;) Ég ætla að halda áfram að treysta því...

Óskar Arnórsson, 24.2.2012 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 803247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband