Biblían og áfengi

alcoholism-and-alcohol-abuse.jpgÍ gegnum tíðina hafa kristnir hafa haft þá hörðu afstöðu að maður á að láta áfengi í friði. Þetta hefur mikið breyst að mínu mati undanfarin ár, kannski ásamt mikilli hnignun í almennri þekkingu á Biblíunni meðal kristinna. Ein vinkona mín kláraði guðfræðina í HÍ og samkvæmt henni þá hafa útskrifaðir guðfræðingar frekar litla þekkingu á Biblíunni enda áherslan á allt annað þar.

Það er eitt sem fólk þarf að gera sér grein fyrir þegar maður les um vín í Biblíunni en það er að orðið getur þýtt áfengt vín eða óáfengan vínberjasafa. Hérna er meira um þetta atriði: http://www.tektonics.org/lp/nowine.html

Hérna eru nokkur dæmi þar sem Biblían fjallar um áfengi:

  • Þriðja bók Móse 10:9-11
    9
    "Hvorki skalt þú né synir þínir drekka vín eða áfengan drykk, þegar þér gangið inn í samfundatjaldið, svo að þér deyið ekki. Það er ævarandi lögmál hjá yður frá kyni til kyns.
    10Og þér skuluð gjöra greinarmun á því, sem er heilagt og óheilagt, og á því, sem er hreint og óhreint.  
  • Fimmta bók Móse 32:33
    Vín þeirra er höggormsólyfjan og banvænt nöðrueitur
  • 1 Samúelsbók 25:32-38
    Nabal deyr eftir mikla drykkju.
  • Orðskviðirnir 4:17
    Því að þeir eta glæpabrauð og drekka ofbeldisvín.
  • Orðskviðirnir 20:1
    Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur
  • Orðskviðirnir 23:21
    því að drykkjurútar og mathákar verða snauðir, og svefnmók klæðir í tötra
  • Orðskviðirnir 23:29-31
    Hver æjar? hver veinar? hver á í deilum? hver kvartar? hver fær sár að þarflausu? hver rauð augu? 30Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum
    31Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður.
  • Orðskviðirnir 31:4-5
    Ekki sæmir konungum, Lemúel, ekki sæmir konungum að drekka vín, né höfðingjum áfengur drykkur.  5Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum og rangfæra málefni allra aumra manna.
  • Habakkuk 2:15
    Vei þeim, sem gefur vinum sínum að drekka úr skál heiftar sinnar og gjörir þá jafnvel drukkna til þess að sjá blygðan þeirra.
    16Þú hefir mettað þig á smán, en ekki á heiðri. Drekk þú nú einnig og reika! Bikarinn í hægri hendi Drottins kemur nú til þín og vansi ofan á vegsemd þína
  • Lúkasarguðspjall 12:45
    En ef sá þjónn segir í hjarta sínu: ,Það dregst, að húsbóndi minn komi,` og tekur að berja þjóna og þernur, eta og drekka og verða ölvaður

Miðað við öll þau varnaðarorð sem Biblían hefur fyrir hinn kristna þá ætti þetta að liggja mjög skýrt fyrir. Miðað við það sem við þekkjum um áhrif víns þá ætti samfélagið að segja víni stríð á hendur. Hvernig getum við eytt peningum í þetta þegar fólk á meðal okkar glímir við alvöru skort?

Í dag ( 7. febrúar 2012) heldur Geir Jón Þórisson fyrirlestur í Hörpu klukkan átta um glæpi og forvarnir í ljósi kristinna; hvet alla til að kíkja. Sjá meira um það hérna: http://www.b3d.is/

Í gær var fyrirlestur um áhrif græðgi og spillingar og mér til mikillar ánægju fékk ég að heyra Óperukórinn flytja þetta lag hérna að neðan sem ég held mikið upp á.

 


mbl.is Áfengi hættulegasta eiturlyfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Mjög skýrt?

http://drbacchus.com/bible/alcoholr.html

Jón Ragnarsson, 8.2.2012 kl. 01:57

2 Smámynd: Mofi

Þegar kemur að þýðingum þá er því miður ruglingur milli óáfengs vínberjasafa og áfengis. Var búinn að benda á þessi leiðindi því óneitanlega geta þau flækt málið, sjá:http://www.tektonics.org/lp/nowine.html

Mofi, 8.2.2012 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband