Kenningar sem valda ágreiningi - ástand hinna dauðu

Góð "ræða" með Doug Bachelor þar sem hann útskýrir hvað Biblían kennir um ástand hinna dauðu. Margar kristnar kirkjur kenna að þegar þú deyrð þá ferðu til himna en þessi hugmynd er heiðin og passar engan veginn við vitnisburð Biblíunnar. Doug Bachelor gerir þetta hérna á frumlegan hátt, setur sig í spor þeirra sem eru ósammála og svarar þeirra athugasemdum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvort það virkar bara þannig hérna á blogginu þínu, eða hvort það er þannig í alvöru... En þú virðist fá alveg ískyggilega mikið af þinni þekkingu frá youtube myndböndum Mofi..

Ég fæ það stundum á tilfinninguna að þú gerir þér ekki alveg grein fyrir því að þó að fólk segi eitthvað og taki það upp sé það kannski ekki alltaf endilega sannleikanum samkvæmast..

Vil taka það fram að ég er ekki að segja að það sé endilega málið hér.. En hef tekið eftir þessu t.d. þegar þú fjallar um málefni ísrael og palestínu

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 03:31

2 Smámynd: Mofi

Þetta er bara þægileg aðferð til að nálgast upplýsingar. Fólk er sjaldnast til í að lesa langar greinar, hvort sem maður er að benda á þær eða skrifa sjálfur. Það sem virðist vera aðgengilegast og líklegast til að fólk skoði þá eru það stuttar færslur með suttum myndböndum.  Það má síðan segja að það sé tegund af leti að nota youtube myndbönd frekar en að skrifa greinar sjálfur og ég er búinn að vera latur við það undanfarið.

Mofi, 19.1.2012 kl. 10:54

3 identicon

Það má vel vera að þetta sé þægileg leið til að nálgast upplýsingar, hún er hinsvegar ekki mjög góð.

Þegar þú lest greinar eða bækur, sérstaklega um fræðilegt efni.. þá ert þú í þeirri stöðu að geta skoðað um leið hvaðan menn fá sínar heimildir og ert því í þeirri stöðu yfirleitt að geta tjekkað sannleiksgildi og eða áreiðanleika þess sem þú ert að lesa.. (sá sem getur ekki heimilda er marklaus)

Það hinsvegar er yfirleitt ekki hægt þegar um er að ræða myndbönd á netinu, þar ertu yfirleitt mataður af ákveðnum upplýsingum, oft settum fram þannig að um sannleik sé að ræða án þess að þess sé getið á nokkurn hátt hvaðan slíkar upplýsingar koma...

Ég þannig skoða nánast aldrei þau myndbönd sem þú setur hér inn, eindfaldlega vegna þess að yfirleitt er ekki nokkur leið að kanna um leið hvaðan upplýsingarnar eru fengnar...

Ég les hinsvegar flest það sem þú setur hér inn :)

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 19:00

4 Smámynd: Mofi

Þú getur alltaf leitað upplýsinga um viðkomandi atriði og athugað hvað aðrir segja um sama atriði. Alveg ágætur punktur sem þú kemur með hérna en ég tel þig samt missa af miklu ef að þú skoðar ekki stutt áhugaverð myndbönd, viðkomandi myndband getur verið heimild í sjálfu sér þó maður veit aldrei hve áreiðanlegt það er. Við sitjum því miður uppi með heim sem er fullur af lygum og óáreiðanlegum fullyrðingum á báða bóga. Það er hreinlega erfiðis vinna hreinlega að kafa í gegnum þetta en vonandi vel þess virði.

Mofi, 20.1.2012 kl. 09:10

5 Smámynd: Mofi

Punktuinn sem kannski kom ekki skýrt fram var að myndböndin geta komið með rök fyrir einhverju eða útskýrt eitthvað sjónarhorn og maður þarf ekki heimildir til að meta slíkt.

Mofi, 20.1.2012 kl. 10:01

6 identicon

Sjáðu til... Í svona myndbandi þarf maður að týna út þau atriði sem maður vill skoða betur og leita sér svo upplýsinga um þau sjálfur..

Í fræðigrein eða riti er einfalt að sjá með fótnótum og svo heimildarskrá nákvæmlega hvaðan upplýsingarnar koma..

Á þessu er mjög stór munur

Ég skoða alveg stutt myndbönd, en ég skoða þau með því hugarfari að með því sé ég að heyra skoðun eða álit aðila sem þarf ekki endilega að vera rétt - ég get ekki skoðað slík myndbönd með þeim huga að þar sé endilega verið að fara satt og rétt með..

Myndband er þannig handónýt heimild til að vísa í.. Verandi háskólagenginn þá er ég viss um að þú veist alveg hvað ég er að meina :)

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 12:13

7 Smámynd: Mofi

Þú getur líka verið að fá rök en ekki endilega heimildir. Síðan geta myndbönd vísað í heimildir alveg eins og fræðigreinar.  Þetta getur verið letjandi og alls ekki eins fræðilegt og góðar greinar en við erum flest hérna áhugamenn að velta hlutum fyrir sér.

Mofi, 20.1.2012 kl. 12:59

8 identicon

Rök án heimilda eru ekki rök Mofi... Það eru orð, og orðum er hægt að raða saman af vild, sá vilji mótast svo yfirleitt af huglægri afstöðu þess sem raðar þeim saman...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 14:10

9 identicon

Málið er að þú virðist oft á tíðum leggja þetta að jöfnu, að myndbönd sé á einhvern hátt hægt að leggja að jöfnu við fræðilegar heimildir....

Þannig fannst þér í umræðunni um ísrael og palestínu allt í lagi að beita fyrir þig sem rökum í umræðunni myndböndum, augljóslega framleiddum af ísraelum og því augljóslega ekki hlutlausar um efnið... Og fannst þau fyllilega jafnstæð t.d. skýrslum alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, sameinuðu þjóðanna og rauða krossins...

En ég sé það svo alveg hérna á svörunum þínum að þú gerir þér alveg grein fyrir þessu :) Svo ég hef litlu við þetta að bæta

Bara muna að taka svona myndböndum með fyrirvara, kvikmynd hefur verið notuð sem áróðurstæki síðan í fyrra stríði.. Vegna þess að það er auðvelt að misnota þetta form tjáningar

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 14:19

10 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Rök án heimilda eru ekki rök Mofi... Það eru orð, og orðum er hægt að raða saman af vild, sá vilji mótast svo yfirleitt af huglægri afstöðu þess sem raðar þeim saman...

Þú áttir þig vonandi á því að þarna kemur þú með fullyrðingu og rök en kemur ekki með heimildir til að styðja mál þitt.

Ef menn koma með fullyrðingu fyrir einhverju þá getur það verið eðlileg krafa að fá heimildir því maður trúir ekki viðkomandi fullyrðingum. Þetta er samt bara stundum. Ég t.d. vísaði í myndband þar sem John Lennox útskýrði hvernig hann sæi kraftaverk og vísindi og rök Davids Hume. Þarna kom hann með rök, hann er heimildin sem stærðfræði prófessor til margra ára við einn af virtustu háskólum heims.

Þú veist að í ritgerðum þá getur heimild verið bara maður sem talað var við og ekkert annað.

Mofi, 20.1.2012 kl. 14:23

11 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Bara muna að taka svona myndböndum með fyrirvara, kvikmynd hefur verið notuð sem áróðurstæki síðan í fyrra stríði.. Vegna þess að það er auðvelt að misnota þetta form tjáningar
Mjög sammála... ég hef samt minni trú á hlutleysi en margir aðrir en það er önnur umræða.

Mofi, 20.1.2012 kl. 14:25

12 identicon

"Þú áttir þig vonandi á því að þarna kemur þú með fullyrðingu og rök en kemur ekki með heimildir til að styðja mál þitt."

Tel mig ekki þurfa þess í þessu tilviki - það hlýtur bara að vera common sense að það sem ég segi geti varla talist áreiðanleg heimild nema ég geti bakkað það upp með gögnum..

Ef ég segi "ástandið í Súdan er bara í fínu lagi" tek það upp og pósta því á youtube án þess að styðja það neinum gögnum.. þá eru þetta ekki rök, heldur bara orðin innantóm

Annars held ég að við séum ekkert svo ósammála hérna :)

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 15:41

13 identicon

Og þó að ég myndi birta með einhverjar random myndir eða video af hlæjandi börnum í Súdan.. þá myndi það ekkert auka á sannleiksgildi þess sem ég væri að segja

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband