Er venjulegt salt í lagi?

Hérna er áhugavert myndband um salt, sögu salts og tenginguna við heilsu. Það sem mér finnst áhugavert er að venjulegt borðsalt skortir það sem náttúrulegt salt hefur. Ekki að venjulegt salt sé óhollt en eins og búið er að predika í mörg ár þá er slæmt að nota of mikið af því. Vegna þess að náttúrulegt salt sem ekki er búið að vinna þá inniheldur það alls konar steinefni sem líkaminn þarf og er þar af leiðandi hollt á meðan venjulegt borðsalt hefur ekki þessi steinefni.


mbl.is 1 poki af iðnaðarsalti á KFC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hreint salt er allt eins.

Ef eitthvað salt er sagt vera öðruvísi en annað salt þá gildir annað af tvennu: það er í raun nákvæmlega eins eða það er ekki salt.

Hinsvegar er fullt af efnablöndum sem innihalda efnasambandið natríumklórið ásamt öðrum efnum, seldar undir allskonar vöruheitum eins og "sjávarsalt", "náttúrusalt" o.s.frv.

Að sama skapi er eitt vatn ekkert hollara eða betra en annað vatn, því vatn er annaðhvort efnasamband vetnis og súrefnis eða ekki. Hinsvegar eru margir vökvar seldir undir ýmsum vörumerkjum sem innihalda það í bland við ýmis önnur efni. Mjólk er til dæmis ekki vatn þú það sé bróðuparturinn af innihaldi hennar.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2012 kl. 21:48

2 Smámynd: Mofi

Hreint salt já en ekki náttúrlegt salt. Því fylgir alltaf helling af steinefnum sem eru góð fyrir mann en vantar vanalega í þetta venjulega borðsalt.

Mofi, 17.1.2012 kl. 22:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þá er það ekki salt heldur blanda af salti og "einhverju öðru".

Ef slík blanda hefur einhver önnur áhrif við neyslu en hreint salt, þá er það ekki saltið sem veldur því heldur þetta "eitthvað annað".

Að segja að þetta salt sé betra en hitt saltið er hinsvegar rökleysa.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2012 kl. 04:14

4 Smámynd: Mofi

Þannig kemur salt fyrir út í náttúrunni og þannig hafa menn notað salt í árþúsundir. Það sem við höfum sem borðsalt er unnið salt þar sem þessi náttúrulegu steinefni eru ekki lengur í.

Hérna er ágæt grein sem útskýrir þetta: 8 Health Benefits of Unrefined Natural Salt

Guðmundur
Að segja að þetta salt sé betra en hitt saltið er hinsvegar rökleysa. 

Ef að tvö matvæli eru mismunandi, innihalda mismunandi efni og annað er hollara en hitt, hvernig er það þá rökleysa að segja að annað sé betra en hitt?

Mofi, 18.1.2012 kl. 08:46

5 Smámynd: Jón Ragnarsson

http://www.quackwatch.com/11Ind/mercola.html

Jón Ragnarsson, 18.1.2012 kl. 12:20

6 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Mæli með sjávarsalti, það inniheldur þessi steinefni. Mjög einfalt að skipta út venjulegu salti fyrir það.

Held ekki það sé mikil munur á því og himalayasalti og auk þessu miklu ódýrara.

Karl Jóhann Guðnason, 19.1.2012 kl. 08:55

7 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Samanburður á sjávarsalti og borðsalti:

http://www.naturalnews.com/029212_sea_salt_sodium.html

Karl Jóhann Guðnason, 19.1.2012 kl. 09:04

8 Smámynd: Mofi

Ég hef lesið að sjávarsalt sé verri kostur en himalayasalt en er búinn að steingleyma ástæðunum.  Takk fyrir linkinn, þetta er forvitnilegt.

Mofi, 19.1.2012 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803264

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband