Baráttan um Biblíuna

Langar að benda á áhugverðan fyrirlestur sem fjallar um hvaða handrit hafa verið notuð til að þýða Biblíuna. Hvernig í dag eru komnar í umferð Biblíur sem byggja á mjög vafa sömum handritum sem grafa undan guðdómi Jesú og að Hann er eina leiðin fyrir menn að öðlast eilíft líf.

Síðan annað myndband sem fer yfir hvað er að breytast í þessum handritum, af hverju breytingarnar eru oft greinilega fikt við textann og hugmyndafræðina sem liggur að baki þessum breytingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Maðurinn heldur því að TR (textus receptus) hafi verið notaður af kristnum mönnum allan tímann, en raunin er sú að TR varð til á 16. öld þegar Erasmus bjó til útgáfuna sína, og hann hafði aðeins aðgang að örfáum mjög ungum handritum.

Þessi maður heldur því fram að allt það sem er ekki nákvæmlega eins og sá texti (eða réttara sagt King James biblían), en það getur ekki verið rökstutt með öðru en fjarstæðukenndum samsæriskenningum um frímúrara.

Ef við notum við flokkunina hans (glæran í fyrri fyrirlestrinum þar sem hann skiptir handritunum í þrjá flokka) og skoðum handritin sem hann segir að séu í upprunalega flokknum (þeas í miðjunni); W (Washington-handritið), A (Alexandrinus-handritið), gotneska þýðing Úlfilas og sýrlenska útgáfan, þá sér maður að sumt af því sem hann telur að sé upprunalegt er ekki í neinum þeirra!

Skjámyndin af síðari fyrirlestrinum er gott dæmi, sagan af hórseku konunni í Jóhannesarguðspjalli. Sú saga er hvorki í W, A, gotneskunni né sýrlenskunni. Hins vegar er sagan í hinni "illu" Vúlgötu kaþólsku kirkjunnar! Ef þessi saga er ekki í þessum upprunalega flokki hans, af hverju talar hann þá um hana sem upprunalega? Jú, af því að hann fylgir algjörlega blint á eftir TR, þessum texta sem Erasmus byggði á örfáum handritum.

Annað gott (og frægt, er meira að segja með nafn 'comma Johanneum') dæmi er 1Jóh 5:7. Sama gildir þar, og það sem meira er þú finnur það ekki í einu einasta grísku handriti fyrr en á 15. öld, og þá er það þýðing úr latínu!

Sums staðar er hann svo að kvarta yfir því að nýrri þýðingar noti önnur orð en KJ biblían! T.d. telur hann það vera merki um samsæri að "tákn" (e. sign) en ekki "kraftaverk" (e. miracle) sé notað til að þýða grískt orð sem þýðir einfaldlega "tákn".

Þetta er algert rugl Mofi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.1.2012 kl. 10:07

2 Smámynd: Mofi

Áhugaverðir punktar hjá þér. Ég sendi honum póst og bað hann um að koma með athugasemdir við þessum punktum hjá þér.

Mofi, 20.1.2012 kl. 13:20

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, ég ábyrgist það að þú munt ekki fá efnislegt svar sem eitthvað vit er í.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.1.2012 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband