ADRA - innsöfnun fyrir börn í Kambódíu

ADRASíðasta sunnudag þá tók ég þátt í innsöfnun ADRA sem er hjálparstarf aðventista. ADRA er með stærstu einka hjálparsamtökum heims og starfa í 125 löndum. Til að gefa smá hugmynd um stærðargráðuna þá árið 2004 þá aðstoðaði ADRA 24 miljónir manna með meira en 159.000.000 dollara.

Ég get ekki neitað því að ég er stoltur af ADRA, finnst þetta frábært starf. Eitt sem ég er t.d. ánægður með er að nærri allt starf ADRA er byggt á sjálfboðavinnu sem þýðir að nærri því allt sem gefið er rennur til hjálparstarfsins eða um 90%. Krakkarnir sem eru að ganga í hús þessa dagana fá t.d. engan pening fyrir það svo endilega ef einhver þeirra bankar upp á hjá þér þá taktu vel á móti þeim.

Verkefnið sem núna er verið að safna fyrir er til að hjálpa börnum í Kambódíu og sporna við mannsali á þeim. Við tölum um að það sé kreppa hérna á Íslandi en það virkar óskaplega eigingjarnt því það er ekki eins og fólk á Íslandi er að selja börnin sín til að geta lifað af. Samt sem áður þá renna 20% af því sem safnað er til hjálparstarfsins Alfa sem hjálpar fjölskyldum á Íslandi því það er líka fólk á Íslandi sem þarf á hjálp að halda.

Það var skemmtileg reynsla að ganga svona í hús og biðja fólk um að styrkja starfið. Lang flestir tóku vel á móti manni og það safnaðist heilmikið. Alltaf inn á milli fólk sem maður var greinilega að trufla og margir þreyttir á öllum þessum söfnunum sem er alveg skiljanlegt. Maður verður auðvitað að velja og hafna. Samt, þegar maður velti fyrir sér eymdinni sem þessi börn glíma við þá virkaði ríkidæmið sem maður sá virkilega ógeðfellt og manns eigið dekur fyrir sjálfan sig virkaði frekar andstyggilegt.

Hérna er síða sem svarar helstu spurningum um ADRA: http://www.adra.org/site/PageNavigator/about_us/faqs_donor

Fyrir þá sem vilja styrkja ADRA þá geta þeir millifært á reikning ADRA: Kt. 410169-2589 Banki 101 - Höfuðbók 26 - Reikningsnúmer 130


mbl.is Mansal upprætt í tælenskum ferðamannabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég persónulega hefði viljað sjá fyrst söfnun til handa bágstöddum Íslendingum áður en farið væri að safna fyrir bágstadda í öðrum löndum.

Það er lágmark að menn taki til heima hjá sér áður en farið er annað.

Annars er gott að sjá að fólk getur styrkt aðra, því er ekki að neita. Það er eitthvað sem hefur verið gott við okkur hér að menn taka þátt á einhvern hátt til að styrkja bágstadda. Mætti vera meira um stuðning til fólks sem þarf slíkt hér heima hinsvegar...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 14.12.2011 kl. 11:23

2 Smámynd: Mofi

Ólafur, 20% fara til hjálparstarfs á Íslandi en það er ekki beint eins og íslendingar þurfa að selja börnin sín til að lifa af svo spurning hve bágstödd við erum í samanburði við marga aðra.

Mofi, 14.12.2011 kl. 12:53

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Horfi reyndar bara á fréttir varðandi fólkið hér heima. Ef ekkert verður að gert þá gætum við endað í því að þurfa að selja börnin.

Fullt af fólki hér á landi líður skort og nær ekki endum saman. Þannig að ef fram heldur sem horfir þá gætum við endað í sömu stöðu og litlu börnin í Kambodiu

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 14.12.2011 kl. 18:42

4 Smámynd: Mofi

Vonandi ekki. Ég vil nú taka fram að ég held að það sé mjög mikils virði að hafa á Íslandi þannig velferð að allir hafa þokkalega gott. Það fordæmi er gott fyrir restina af heiminum, að sjá að lítil þjóð með mjög takmarkaðar auðlindir getur gert þetta. Ef við getum þetta með okkar takmörkuðu auðlindir þá geta aðrar þjóðar þetta líka.

Mofi, 14.12.2011 kl. 22:54

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég varð ánægður og hrærður þegar ég las frétt á Pressunni um ókunnugann mann sem borgaði húsaleigu og rafmagnsreikning fyrir einstæða móður sem bjó í kaldri leiguíbúð eftir að hafa neyðst til að hætta að borga rafmagnsreikninga og leigu vegna fjárhagsvandræða.

Í mínum huga eru svona fréttir eins og þessi um manninn sem borgaði til staðfestingar um að enn sé von fyrir landið.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 15.12.2011 kl. 09:46

6 Smámynd: Mofi

Já, ég upplifði þetta eins og þú. Ég er síðan mjög ánægður með hvað fólk almennt er á því að við viljum að öllum hérna á Íslandi líði vel um jólin og vonandi verður það þannig. Eins og ég benti á þá af þessu söfnunarátaki þá fara 20% til fólks á Íslandi. Þeir sem vilja styðja líknarfélagið Alfa sem vinnur í því geta lagt inn á reikning þess sem er þessi:

Reikningsnúmer. 130-26-5929
Kennitala: 410169-5929

Mofi, 16.12.2011 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband