Eru góð skilyrði nóg fyrir tilvist lífs?

Aftur og aftur koma svona fréttir sem láta sem svo að ef við finnum stað í geimnum þar sem er vatn og ágæt skilyrði að þar hljóti að vera líf. Eins og að líf myndist af náttúrulegum orsökum ef að bara skilyrðin séu fyrir hendi. Þessir fáránlegu óróar eru ekki byggðir á alvöru vísindum heldur guðleysis heimsýninni.

Ímyndaðu þér að eitt atóm í alheiminum væri sérstaklega merkt, hverjar væru líkurnar á því að senda blindan mann í geimflug og hann ætti að leita að þessu atómi en hann fengi aðeins eina tilraun. Hvað værir þú til í að veðja miklu á að hann finndi rétta atómið í fyrstu tilraun?  Myndir þú veðja lífi þínu á að hann myndi finna rétta atómið í fyrstu tilraun?  Ég trúi því að þeir sem hafna fyrirgefningu Guðs og Hans lögum eru að gera akkúrat það.

Talan sem eðlisfræðingar nota yfir fjölda atóma í alheiminum er 10^80 en líkurnar á því að eitt meðal prótein myndist fyrir tilviljun eru 20^200.  Meðal lengd á próteini er tvö hundruð amínósýrur og til að prótein sé nothæft þá þarf að raða þessum tvö hundruð amínósýrum í rétta röð. Þannig að í rauninni eru líkurnar miklu minni að nothæft prótein myndist fyrir tilviljun en að finna eitt ákveðið atóm í alheiminum fyrir tilviljun.

Nokkrir punktar sem ég tel að þurfi að hafa í huga varðandi þetta:

  • Minnsta eining lífs þarf margar tegundir af próteinum og helling af hverju og hvert þeirra þarf að vera í ákveðni röð til að mynda þau tæki og tól sem lífið þarf á að halda. Eins og t.d. þennan ótrúlega mótor hérna: Myndbandið sem sannar vitræna hönnun
  • Þarna er sleppt þeim efnafræði vandamálum sem eru við að mynda amínósýrur en þau eru ótal mörg, sjá: Can Natural Processes Explain the Origin of Life?
  • Annað vandamál með myndun amínósýra: Origin of life: the chirality problem
  • Síðan vantar allt það gífurlega magn af upplýsingum til að búa til þá ótrúlegu vél sem fruman er, það þarf að verða líka til fyrir tilviljun.  Hérna er ágæt lýsing á hvers konar mál það væri að skrifa upp upplýsingarnar sem þarf til að búa til frumu:
    To grasp the reality of life as it has been revealed by molecular biology, we must magnify a cell a thousand million times until it is twenty kilometers in diameter and resembles a giant airship large enough to cover a great city like London or New York. What we would then see would be an object of unparalleled complexity and adaptive design. On the surface of the cell we would see millions of openings, like the port holes of a vast space ship, opening and closing to allow a continual stream of materials to flow in and out. If we were to enter one of these openings we would find ourselves in a world of supreme technology and bewildering complexity. ― Michael Denton, Evolution: A Theory In Crisis
  • Hérna er myndband sem sýnir dáldið af þeim undraheimi sem leynist í minnstu einingum lífs.

Þetta er síðan bara lítið brot af öllum þeim vandamálum sem þeir sem halda að lífið geti myndast fyrir tilviljun standa frammi fyrir. Fyrir mitt leiti er það ótrúverðugasta skoðun sem ég veit um.  Það þarf vitsmuni til að búa til upplýsingar og vitsmuni til að setja saman flóknar vélar, allt annað er kolrangt og óvísindalegt.

Aldrei í sögu mannkyns höfum við jafn sterk rök fyrir tilvist Guðs og það veit enginn hve langan tíma hann hefur eftir til að taka ákvörðun, viltu vinskap og frið milli þín og Guðs eða viltu að lifa án Hans og tapa himinum?


mbl.is Systurpláneta jarðar fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Sami grautur í sömu skál - frá 2008...

Æðsti stjörnufræðingur páfans segir að ekki sé hægt að útiloka að líf sé á Mars

Við tilvitnaða frétt eru nokkur komment sem mér sýnist að séu dæmigerð og litlu sé við þau að bæta.

Haraldur Rafn Ingvason, 6.12.2011 kl. 11:58

2 Smámynd: Mofi

Haraldur, mikið til í því. Það er alltaf verið að koma með svona fréttir sem eru ekki eitt eða neitt. Líklegast er bara hugmyndin um líf á öðrum hnöttum svona spennandi að það eru freistandi dagdraumar.

Mofi, 6.12.2011 kl. 13:17

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

....en líkurnar á því að eitt meðal prótein myndist fyrir tilviljun eru 20^200.

Mofi, þetta er algert rugl. Líkurnar 1/(20^200) eru þær að fá út 100% rétt fyrirframákveðna runu af þessum 20 amínósýrum. 

Það er ekki það sama og líkurnar á því að prótein geti myndist án þess að ímynda sér að einhverjar andaverur séu að taka þátt í myndun þeirra. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.12.2011 kl. 18:35

4 Smámynd: Mofi

Hjalti, já, fá eitt fyrirfram ákveðna runu því að runan þarf að vera ákveðin til að hafa virkni. Það má auðvitað bæta því við þessa pælingu að taka inn í myndina hve mikið af próteinum eru nothæf og miða við það en það breytir sama sem engu varðandi þessar líkur.

Ég þarf aðeins að álykta að það þarf að raða þeim sérstaklega, það gerist ekki fyrir tilviljun.

Mofi, 6.12.2011 kl. 19:13

5 Smámynd: Linda

Leyfi mér að setja in tilv. frá Opinb.b. vísindalega og Guðfræðilega er mögleikinn ekki óraunhæfur :)

1Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki framar til. 2Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni sínum. 3Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. 4Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“

Linda, 9.12.2011 kl. 08:48

6 Smámynd: Mofi

Eitt af mínum uppáhalds versið mitt í Biblíunni Linda :)   mér líður alltaf betur eftir að lesa það.

Mofi, 9.12.2011 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 803236

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband