23.11.2011 | 22:38
Ekki hægt að taka mormóna alvarlega
Þetta kann að hljóma hart, þetta kann að hljóma eins og fordómar en þetta er niðurstaða mín eftir að hafa rökrætt við mormóna nokkrum sinnum og lesið helling um trú þeirra. Að þessi vitleysa skuli vera tengd kristinni trú er virkilega sorglegt en sem betur fer hafa kristnir í gegnum tíðina verið duglegir að benda á að þetta er ekki kristni. Það er síðan ekki hægt að treysta að sá sem virkilega trúir öllum þeirra trúarkenningum geti hugsað rökrétt eða á gagnrýninn hátt.
Fyrir nokkru tók ég saman hvað mér finnst órökrétt við mormónatrúna: Mormónar ( Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu )
Hérna er South Park þáttur um Mormóna trúna og hið sorglega er að þeir þurftu bara að segja söguna, hreinlega þurftu ekki að gera beint grín að henni, aðeins að segja hana: http://www.southparkstudios.com/full-episodes/s07e12-all-about-mormons
Mormónatrúin stöðvar ekki Romney | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í greininni sem þú vísaðir á virðistu finnast það galli á mormónatrú að þeir séu fjölgyðistrúarmenn. Það finnst mér undarlegt þar sem að margir staðir í biblíunni tala um tilvist fleiri en eins guðs, t.d. sálmur 82 og 5Mós 32.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.11.2011 kl. 23:06
Ég held þú áttir þig ekki á því hvað það er skondið fyrir þá sem hafa ekki þína trú að sjá þig segja þetta um aðra trú. Það er enginn munur að mínu mati á Aðventistum og Mormónum hvað fáránleika varðar.
Omnivore, 24.11.2011 kl. 09:17
Hjalti, Biblían er alveg skýr að þessir guðir eru aðeins til í ímyndunarafli fólks eða að fólk hefur gert eitthvað að guðum.
Omnivore, kemur ekki á óvart en það er vegna fáfræði fólks. Þetta var mín niðurstaða eftir að hafa skoðað trú Mormóna, var ekki mín skoðun áður en ég hafði rannsakað þetta. Aftur á móti er ég nokkuð viss um að þeir sem halda að trú aðventista sé fáránleg vita afskaplega lítið um hana. Sú trú sem ég hef aftur á móti rannsakað mest er guðleysis trúin og þó hún slái ekki mormónatrúnni við í fáránleika er hún afspyrnu órökrétt.
Mofi, 24.11.2011 kl. 09:59
Svona sjá allir aðrir ykkar trú Mofi. Það er það sorglega og það fyndna við þetta. En þið eruð náttúrulega svo gegnsýrð að þið sjáið ekki vitleysuna sem þið trúið. En það er akkúrat enginn munur á ykkur og Mormónum.
Odie, 24.11.2011 kl. 11:37
Neibs, ef þú skoðar til dæmis sálminn sem ég vísaði á, þá er erfitt að sjá hvernig guðinn þinn á að geta staðið á þingi "ímyndunarvera" og dæmt ímyndaðar verur. Og ef þú kíkir á 5Mós þá er erfitt að sjá hvernig ímynduð vera á að geta skipt mannkyninu á milli ímyndaðra vera.
Og já, þetta er rétt hjá Odie, mormónatrú er ekkert fjarstæðukenndari heldur en "venjuleg" kristni.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2011 kl. 12:22
Odie, ég er virkilega undrandi að það skuli vera opið á athugasemdir frá þér. Það er leiðrétt hér með.
Mofi, 24.11.2011 kl. 13:03
Hjalti, aðrar verur eru kallaðar guðir en þær eru ekki Guð í sama skilningi og eilífur skapari eða Jehóva.
Þú sérð engan mun á vitnisburði ótal manna um sögulega atburði sem við getum athugað hvort að staðirnir og fleira hafi raunverulega verið til og síðan skáldsögu eins manns um sögu sem passar ekki við neitt og viðkomandi maður var gripinn að augljósum svikum... enginn munur?
Mofi, 24.11.2011 kl. 13:09
Ah...þú viðurkennir sem sagt að samkvæmt biblíunni eru margar andaverur sem eru kallaðar "guðir"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2011 kl. 13:19
Já, aldrei neitað því. Það er aftur á móti allt annað sem Mormónsbók kennir því hún kennir að Jehóva eigi faðir sem á faðir og svo framvegis. Það er ekkert að ástæðulausu að kristnir hafa almennt hafnað mormóns trú sem kristinni því þarna fer hún á móti grundvallar atriði Biblíunnar sem er að Guð er einn.
Mofi, 24.11.2011 kl. 13:24
Þarna færðu örlitla nasasjón af því hvernig okkur trúlausum liður... :)
Jón Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 17:34
Þú hefur aldrei neitað því? Það eru sem sagt til margir guðir! Merkilegt.
Samkvæmt biblíunni þá á Jahve faðir.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.11.2011 kl. 19:01
Jón Ragnarsson, ég útskýrði af hverju mormónatrúin er í mínum augum ekki trúverðug. Þetta voru þó nokkur atriði. Ef þið guðleysingjar gætu gert hið sama varðandi kristni þá er það forvitnileg umræða. Virðist oftast vera einfaldlega það að hugmyndin um Guð er ykkur svo erfið.
Hjalti, ekki guðir í skilningi þess að þeir eru eilífir, alvitir og geta skapað. Ég kannast ekki við það að Biblían kennir að Jehóva eigi faðir, hvar færðu það?
Mofi, 25.11.2011 kl. 21:59
Allt í lagi. Það eru sem sagt til margir guðir, en einn æðsti guð. Mofi, þú ert fjölgyðistrúarmaður.
Í 5Mós 32:8-9 er sagt að guðinn "El Elyon" ('hinn hæsti') skipti mannkyninu á milli sona sinna. Síðan er sagt að Jahve fái úthlutað Ísrael.
Jahve er því augljóslega einn af þessum sonum Els.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2011 kl. 12:53
Þetta í Mósebók passar við Jesú því Jesú er sonur Guðs eða Jehova.
Mofi, 28.11.2011 kl. 16:04
Mofi, ef ég skil þig rétt þá virðistu vera að segja að þetta passi af því að Jesús sé sagður vera sonur Jahve. Þá á Jesús afa, því að þarna er sagt að Jahve eigi faðir (og helling af bræðrum).
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.11.2011 kl. 17:19
Hérna eru versin:
Ég sé í þessum versum aðeins að hinn hæsti sem er Jehóva skiptir arfinu milli þjóðanna og Jehóva fékk sitt fólk sem ég held að hljóti að vera Ísrael og síðan nefnir hann ætt Jakobs.Mofi, 29.11.2011 kl. 13:29
Mofi, til að byrja með þarftu að athuga að þetta er ekki réttur texti hjá þér. Þarna stendur "children of Israel", en í raun stendur "synir guðs/El".
Sem sagt, við höfum "hinn hæðsta" (Elyon) sem skiptir mannkyninu á milli "sona guðs" (El). Síðan segir að Jahve fékk Ísraelsþjóð úthlutað ("for the lord's portion is his people...).
Sem sagt, Jahve er einn af þessum sonum El, og hann fær Ísrael úthlutað.
Ef maður skoðar þetta svo í samhengi (þeas með því að þekkja til Úgarít), þá vitum við að fólk þarna trúði því að æðsti guðinn hét El, og hann átti helling af synum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.11.2011 kl. 22:39
Hjalti, vá hvað mér finnst þetta undarlegt hjá þér. Ég sé bara hinn hæðsta sem er Guð eða Jehova eða Jave sem er Elohim sem er orðið yfir Guð og El er stytting á því eins og Jave eða jafnvel Ja er stytting á Jehóva. Síðan fær hinn hæðsti, Jehóva Ísrael. Í gegnum alla Biblíuna þá er Ísrael sú þjóð sem Jehóva tók að sér svo engin ástæða til að ætla að þessi texti þarna sé túlkaður á annan hátt en þann. Hvað þá að túlka texta í Biblíunni út frá einhverju Úgarít sem ég þekki ekki til. Fólkið þarna trúði Biblíunni, maður leitar ekki út fyrir Biblíuna til að skilja texta í Biblíunni; ekki nema Biblían er þögul um viðkomandi atriði.
Mofi, 1.12.2011 kl. 10:15
El er ekki stytting á Elohim.
Hvað ertu að tala um "annan hátt"? Jahve fær Ísraelsþjóðina, það er ek ispurning.
Já, að túlka texta biblíunnar með það í huga hverju fólkið þarna trúði, það gengur ekki!Mofi, höfundur fimmtu Mósebókar trúði augljóslega ekki biblíunni, enda var engin biblía til þegar hann skrifaði.
Svo er þetta tal þitt um að leita ekki út fyrir biblíuna til að skilja hana órökrétt trúaratriði.
Förum aftur í gegnum þetta.
Hinn hæsti skiptir mannkyninu (sonum Adams) samkvæmt fjölda sona Els. Er þá ekki augljóst að hann er að skipta mannkyninu á milli sona Els?
Síðan er sagt að Jahve fái úthlutað Ísrael. Er þá ekki augljóst að þarna er sonur guðs að fá sinn hlut af mannkyninu?
Svo til gamans má geta að í Gamla testamentinu er mannkyninu skipt í 70 hluta (1Mós 10). Gettu hvað synir Els voru margir!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.12.2011 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.