Hvað með Mormónsbók?

gudbrands_biblia_110103Þetta er erfitt mál, þótt það sé ekki mannréttindarbrot að gefa Nýja Testamentið í skólum þá virkar það eins og að þá hlýtur að vera í lagi fyrir alls konar trúfélög að dreifa sínum trúarritum í skólum. Ættu þá ekki Vottarnir að fá að koma mánaðarlega með Varðturninn og dreifa honum?

Ég tel að það sé best að banna stjórnmálaflokkum og trúfélögum að dreifa sínum ritum í skólum. Held einfaldlega að það sé farsælasta ákvörðunin.

Aftur á móti þá hefur okkar heimshluti mótast gífurlega mikið af Biblíunni svo fáfræði á henni er raunveruleg fáfræði á sögu mannkyns, fáfræði á því sem mótaði menningu okkar og heimspeki. Út frá því teldi ég eðlilegt að Biblían væri ein af þeim bókum sem allir nemendur ættu að eiga eintak af. Ekki bara Nýja Testamentinu því að það er sífelt að vísa í Gamla Testamentið svo menn geta ekki skilið Nýja Testamentið almennilega án þess að hafa Gamla Testamentið líka.


mbl.is Gjöf NT ekki brot á mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þér finnst að af menningarlegum ástæðum ætti hver og ein að eiga eintak af Tórunni, trúarriti Gyðinga sem kristnir menn kalla gamla testamenti.

Einnig af Nýja testamentinu.

Ef við höldu okkur aðeins við trúarritin sjálf, þá mundu vottar Jehóva vilja dreifa þessum sömu bókum enda eru þeir eins og t.d. sjöundadags aðventistar sértrúarflokkur, og klofningur út úr þeirri hreyfingu.

Mormónar eru einnig kristnir og byggja sinn boðskap á NT og GT að viðbættri Mormónabók. Það væri eðlilegt að þeir fengu að dreifa þeirri bók, er það ekki af menningarlegum ástæðum. Mormónatrú eins og hún er í dag er hrein afurð vestrænnar menningar.

Þá er líka mikilvægt að börnum eigi eintak af Gylfaginningu, Hávamálum og Völuspá til að skilja menningarlegan bakgrunn okkar sem þjóðar frá þeirri hlið.

Þá verður menning vesturlanda aldrei rofin úr samgengi við Íslam. Þess vegna er nauðsynlegt að hvert barn eigi eintak af Kóraninum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.11.2011 kl. 12:57

2 Smámynd: Mofi

Svanur, hvaða bækur samfélagið vill að nemendur hafi þekkingu á er eitthvað sem hægt er að rökræða. Ég tel að nemendur eigi að hafa þekkingu á Biblíunni út af þessum ástæðum. Að mörgu leiti tel ég að nemendur ættu líka að hafa þekkingu á Kóraninum til að átta sig á viðhorfum margra múslima en það er önnur umræða.

Mofi, 18.11.2011 kl. 14:01

3 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Sæll Mofi.

Spurning hvort ekki þurfi að skilgreina betur hugtakið trú. Það sem þú fjallar um hér, heyrir undir almenna mannkynssögu en ekki trú, að mínu mati.

Sveinn R. Pálsson, 18.11.2011 kl. 18:04

4 Smámynd: Mofi

Þegar kemur að Biblíunni þá blandar hún þessu öllu saman og það hefur sett lit sinn á það hvernig hún hefur haft áhrif á menningu okkar. Hver saga þessa heims var í huga allra í Evrópu og Bandaríkjunum var sú sama og Biblían sagði fyrir rúmlega hundrað árum síðan. Í dag þá er hlutfallið minna en samt verulegt.

Mofi, 19.11.2011 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband