Geimverur og Vitræn hönnun

contact-movieÞað er áhugavert að bera saman hvernig fólk bregst við rökum fyrir tilvist geimvera eða tilvist Guðs. Í myndinni Contact sem Jodie Foster lék í eru vísindamenn að leita að ummerkjum af vitsmunaverum í geimnum. Dag einn uppgvöta þeir skilaboð sem inniheldur prímtölur frá 2-101. Ekkert í náttúrunni er þekkt sem getur búið til slíka runu af tölum eða skilaboð og þar af leiðandi ályktuðu vísindamennirnir að skilaboðin voru búin til af vitrænum verum í geimnum. Áhugaverð mynd og góð lexía þegar kemur að því að skoða gögn og álykta út frá þeim.

Ef að við í dag, myndum uppgvöta slík skilaboð og þau kæmu frá fjarlægu stjórnukerfi þá yrði án efa mikið um læti. Lang flestir myndu samþykkja þetta sem ótvíræða sönnun fyrir tilvist vitrænna geimvera og á forsíðum blaða um alla heim væri fjallað um þá "staðreynd" að við værum ekki ein í alheiminum.

Segjum sem svo að andspænis þessum gögnum þá kæmi einhver með eftirfarandi mótrök:

  1. Hver bjó til geimverurnar?  Það er ekkert svar að geimverur bjuggu til þessi skilaboð af því að það er ekki búið að útskýra hver bjó til geimverurnar sjálfar. 
  2. Hvað heita geimverurnar? Hverjar eru þær? Akkúrat hvaða geimverur bjuggu skilaboðin til?  Ef þú getur ekki svarað þessari spurningu þá er svarið að geimverur bjuggu til skilaboðin ekkert svar og ekki trúverðugt.
  3. Það er regla í vísindum sem segir að það verður að útskýra allt út frá náttúrulegum kröftum. Má ekki búa til eitthvað eins og geimverur til að útskýra það sem við finnum í náttúrunni. Það verður að útskýra skilaboðin með náttúrulegum öflum, vindar, regn eða bara eitthvað annað en geimverur!

Það er alveg augljóst að þessi mótrök eru samansafn af heimskulegri þvælu.  Af hverju finnst þá mörgum í lagi að nota þessa vitleysu sem mótrök gagnvart Vitrænni hönnun?  Þetta birtist í setningum eins og "hver bjó til Guð?", eða "hvaða Guð bjó þá náttúruna til, Seifur eða Þór?", eða "hin vísindalega aðferð segir að það verður að útskýra allt í náttúrunni út frá náttúrulegum orsökum".

Það er auðvitað fullkomlega eðlilegt að útskýra það sem við finnum í náttúrunni út frá þeim kröftum sem eru í náttúrunni en aðeins á meðan slíkar útskýringar passa við gögnin.  Að útskýra andlitin í Rushmore fjallinu með vindum og regni gengur ekki upp; jafnvel þótt að einhver vísindamaður hati Gutzon Borglum en það Gutzon Borglum sem bjó til höggmyndirnar af forsetunum í Rushmore fjallinu.

dna-strand-codeÞegar við vitum hvað orsakar eldingar, jarðskjálfta eða sólmyrkva þá er eðlilegt að nota þær útskýringar. Einfaldlega sú útskýringin sem passar best við gögnin er sú sem er rökréttast að aðhyllast þangað til annað kemur í ljós.  Í dag glímum við t.d. við þá spurningu hvað orsakaði lífið. Hvað gat búið til DNA sem virkar eins og stafrænn forritunarkóði og hvað gat búið til örsmáar vélar sem geta lesið þessa upplýsingar. Rökréttasta svarið er að það var vitsmunavera sem bjó þetta til því við vitum að vitsmunaverur hafa slíka getu.

Hver hannaði náttúruna er eitthvað sem ég held að maður þarf að álykta í trú en sú trú að vitsmunavera hafi orsakað náttúruna er rökrétt trú, byggð á traustum gögnum.


mbl.is Engin ummerki um geimverur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband