Ætli þeir þori að halda alvöru kosningar?

Mig langar að benda á athyglisverðan vitnisburð frétta konunnar Lizzie Pheran varðandi atburðina í Líbíu.  Miðað við hennar vitnisburð þá ef Gaddafi væri enn á lífi fengi hann í kringum 80% atkvæða. Hún bendir á að í Líbíu hafi verið ein bestu skilyrði íbúa miðað við önnur Afríkuríki. Að í Líbíu hafi verið ókeypis heilbrigðiskerfi og ókeypis menntun fyrir alla, líka á háskólastigi. Einnig að í gegnum þetta "stríð" þá hafi verið haldnar aftur og aftur stuðningsgöngur fyrir Gaddafi þar sem mest tók þátt 1,8 miljón íbúar Líbíu sem hlýtur að teljast nokkuð góð þáttaka af 6 miljón manna þjóð.  Ef þetta er satt þá gæti það jafnvel komið þannig út að sonur Gaddafis fengi meirihluta atkvæða ef hann færi í framboð en eins og er þá virðist líf hans vera í hættu.

Hérna er vitnisburður Lizzie en hann byrjar 16:48.


mbl.is Nýr forsætisráðherra Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

já, þetta er alveg makalaust það sem gerðist í Líbíu.  þetta fer á spjöld sögunnar um verklag vesturveldanna í Afríku og víðar. 

það eru samskonar hlutir að gerast í Syrlandi þessa dagana.  en bandarískum diplamötum gengur erfiðlega að stunda sín viðskipti.  enda veit Assad að ef hann lætur undan, þá er hans lífi á þessar jörðu lokið.  þrátt fyrir að líbanon hafi stöðvað vopnasendingar til uppreysnarhópanna er það eina sem glymur í fjölmiðlum að óbreittum borgurum sé slátrað.

fjölmiðillin er eitt sterkasta vopn vesturveldanna í dag....!!!!....af hverju...því fólkið trúir því sem þeir segja.

el-Toro, 31.10.2011 kl. 22:40

2 Smámynd: Mofi

Þarna sjáum við mátt lyga og af hverju það að ljúga er í eðli sínu mikil illska. Eins og ég skil spádóma Biblíunnar þá er þessi hegðun Bandaríkjanna rétt að byrja. Það er ekki að segja að ég hafi mikið á móti bandaríkjamönnum enda okkar samfélag gegnsýrt af þeirra menningu og mikið af mínu uppáhalds fólki eru frá Bandaríkjunum. Jebb, maður er svo yfirborðskenndur að þeir sem ég er að tala um eru kvikmyndastjörnur :)  Málið snýst ekki um almenning heldur um Bandaríkin sem kerfi sem er orðið mjög spillt, djúpt sökkið í skuldir en er mjög gráðugt í að viðhalda sínum lífstíl og völdum.

Mofi, 31.10.2011 kl. 22:53

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Líbýustríðið er hryllingur, sem nútíma, og siðmenntað samfélag heimsins ætti skilriðslítið að banna.

Það er krafa almennings í heiminum, að þrælavinna og bankaræningja-aftökur verði lagðar af. Í ó-áþreifanlega svika-banka-heims-kerfinu svikula.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.11.2011 kl. 00:11

4 Smámynd: Mofi

Þegar siðmenntaða samfélagið stendur fyrir stríðinu þá er staðan erfið. Þegar við viljum grípa inn í þegar verið er að slátra saklausu fólki þá er möguleiki að áróðurs lyga maskínur geti sett af stað slátrun á saklausu fólki.

Mofi, 1.11.2011 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband