31.10.2011 | 15:04
Er hægt að ná sambandi við Steve Jobs?
Meðal mannkyns er ein trú sem alveg neitar að deyja og það er trúin á drauga. Flest trúarbrögð heims og meirihluti kristinna trúir að við höfum eilífa sál og sumir af þeim trúa að hægt sé að ná sambandi við hana eftir að viðkomandi deyr.
Ég er nokkuð viss um að lang flestir íslendingar hafa heyrt vitnisburð fólks sem segjast hafa séð draug. Ég þekki að minnsta kosti nokkra persónulega sem eru alveg handvissir um að hafa séð draug. Einn slíkur vinur minn frá yngri árum sá oft drauga og trúði að hann væri skyggn. Hann var frekar ungur þegar hann tók sitt eigið líf og það kæmi mér ekki á óvart ef hans trú á drauga hafi spilað þar inn í.
Fyrst að flest öll trúarbrögð heims kenna þetta með eilífa sál og þá í rauninni drauga og sömuleiðis megnið af hinum kristna heimi, ásamt ótal sögum af draugum þá ætti þetta að liggja nokkuð ljóst fyrir; draugar eru til.
Miðað við þetta þá kemur það kannski mörgum á óvart að Biblían kennir þetta ekki. Biblían kennir að þegar við deyjum þá sofum við í gröfunum eða í dufti jarðar eins og spámaðurinn Daníel talar um þar til Jesús reisir okkur upp frá dauðum. Í allri Biblíunni þá segir hún aldrei að við höfum eilífa sál, þvert á móti endurtekur hún aftur og aftur að við erum dauðlegar verur eða sálir. Sál í Biblíunni er einfaldlega lifandi vera og samkvæmt henni eru dýrin líka sálir í þeim skilningi.
Hérna er nýr vefur sem fjallar bara um drauga, mjög flottur og skemmtilegur, sjá: http://www.ghosttruth.com/ Hann ætti að svara flest öllum þeim spurningum sem fólk hefur um þetta efni.
Langar síðan að enda á nokkrum versum sem fjalla um þetta efni:
Sálmarnir 115:17
Eigi lofa andaðir menn Drottin, né heldur neinn sá, sem hniginn er í dauðaþögnSálmarnir 146:4
Andi þeirra líður burt, þeir verða aftur að jörðu, á þeim degi verða áform þeirra að enguJesaja 38:17
Sjá, til blessunar varð mér hin sára kvöl. Þú forðaðir lífi mínu frá gröf eyðingarinnar, því að þú varpaðir að baki þér öllum syndum mínum. Hel vegsamar þig eigi, dauðinn lofar þig eigi. Þeir sem niður eru stignir í gröfina vona eigi á trúfesti þína.Sálmanir 13:4
Lít til, svara mér, Drottinn, Guð minn, hýrga augu mín, að ég sofni ekki svefni dauðans,
Jóhannesarguðspjall 11:11;23-24
Þetta mælti hann, og sagði síðan við þá: "Lasarus, vinur vor, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann." Þá sögðu lærisveinar hans: "Herra, ef hann er sofnaður, batnar honum." En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar, að hann ætti við venjulegan svefn. Þá sagði Jesús þeim berum orðum: "Lasarus er dáinn,
23 Jesús segir við hana: "Bróðir þinn mun upp rísa."
24Marta segir: "Ég veit, að hann rís upp í upprisunni á efsta degi."1. Kórintubréf 15:20-23
En nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru. Því að þar eð dauðinn kom fyrir mann, kemur og upprisa dauðra fyrir mann. Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist. En sérhver í sinni röð: Kristur sem frumgróðinn, því næst, við komu hans, þeir sem honum tilheyra.
Hann ávann sér andlátið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Mofster,
Þú gleymir einu mikilvægu og það er um sjálfa upprisuna, þ.a.s. áður en hún átti sér stað. Maria ein (eða öllu heldur Miriham, rétt nafn á hebresku fyrir Maríu)sá Jesú þegar hún var eyðilögð yfir hvarfi hans frá gröfinni, Jesú spurði hann hví grætur þú, og hún sagði Herra er þetta þú (stytti frás. aðeins) og ætlaði að faðma hann, en hann sagði við hana, ekki snerta mig því ég er ekki upprisinn. Upprisan er því í holdi, hann var enn í anda og því mátti hún ekki snerta hann. Ég trúi ekki á drauga. Hinsvegar ber Jesú sjálfur vitni að hann sé ekki corpus eða upprisinn, því mátti hún ekki snerta hann. Líkami okkar er eins og hin helga þrenning, 1)líkami 2)sál 3) andi (Guðs andi með oss frá fæðingu)
Ég er ekki að segja að Jesú hafi verið draugur, hinsvegar, ef fólk sér framliðna, og þekki ég nokkra sem slíkt geta hafa gert og gera enn, þá er ekki ólíklegt að það fólk hefur ekki náð að skilja við hið jarðneska. E.t.v vill það ekki skilja við hið jarðneska.
Viðvörun Jesú til Mariham var hinsvegar mjög skír, snertu mig ekki, ég er ekki risin.
Við eigum ekki að tala við miðla t.d. hví, jú því andaheimurinn er ekki fyrir okkur að koma nálægt, því við vitum ekki hvaða anda við erum að fást við. Í tilfelli Jesú var það vitanlega Guð sjálfur, Heilagurandi, samt þrátt fyrir það öryggi var bann lagt við að snerta hann eða koma of nálægt á þessum tímapunkti.
Ég vona að þú skiljir hvað ég á við. Látum þá dauðu hvíla í friði, þeir sem velja að vera áfram, látum þá líka í friði, því við vitum ekki hvað er gott og hvað er vont í heimi andanna.
Linda, 31.10.2011 kl. 19:46
Í ljósi þess að í biblíunni er saga (nornin í Endor) um samskipti við anda dáins manns, þá er ljóst að amk hluti biblíunnar kennir byggir á því að það sé hægt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.10.2011 kl. 20:37
Hæ Linda :)
Finnst eins og þú ert að rugla saman upprisunni og því þegar Jesús steig upp til himna. Svona er versið sem þú ert örugglega að vísa í:
Áður en Jesús steig upp til himna þá gerði Hann margt sem sýndi að Hann reis líkamlega upp frá dauðum, eins og t.d. að borða með lærisveinunum og sýna þeim naglaförin:
Upprisa hinna dánu er við endurkomuna eins og Marta segir við Jesú varðandi Lasarus.
Annars hjartanlega sammála öllu sem þú sagðir, látum andaheiminn í friði; kannski sérstaklega af því að það er ekkert dáið fólk þar heldur öðru vísi andar.
Mofi, 31.10.2011 kl. 22:45
Hjalti, ég tel að við sjáum þar konu halda því fram að hún geti kallað fram anda hinna dánu; ekki að einhver kona hafi vald yfir spámönnum Guðs sem liggja dánir í gröfum sínum, vitandi ekki neitt; alveg eins og guðleysingjar trúa :)
Mofi, 31.10.2011 kl. 22:47
--Psalm 49:15
--John 3:16
--John 5:24
--John 6:27
--John 10:27, 28
--John 11:25, 26
--Romans 6:23
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.11.2011 kl. 00:18
Takk Svanur, mjög viðeigandi vers og falleg.
Mofi, 1.11.2011 kl. 09:07
Jahá, þannig að andi Samúel kom ekki, heldur hélt konan bara að þetta væri Samúel, þrátt fyrir að í textanum sjálfum sé andinn sagður vera Samúel!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2011 kl. 13:41
Akkúrat Hjalti, þú ert fljótur að fatta :) Maður fer ekki að hafna ótal staðhæfingar í Biblíunni um að hinir dánu viti ekki neitt og eiga enga hlutdeild lengur í heimi hinna lifenda fyrir eina óljósa sögu. Fyrir mig er aðeins tvennt í stöðunni, henda sögunni út eða þessi túlkun á henni; að konan sem miðill var að blekkja ( eitthvað sem þú hlýtur að vera sammála að sé líklegast rétt ef að sagan yfirhöfuð er sönn ) eða einhver andavera ( ekki Samúel ) hafi verið þarna á ferðinni.
Mofi, 1.11.2011 kl. 13:52
Nákvæmlega Mofi! Vegna þessarar trúarskoðunar þinnar (og túlkunum á öðrum versum) þá bara geturðu ekki sætt þig við að sagan segir það sem hún segir. Þú þarft annað hvort að 'henda' henni (sem þú vilt ekki!) eða koma með fjarstæðukenndar tilgátur, eins og að hún hafi bara verið að plata.
Í sögunni er beinlínis sagt að þetta sé Samúel, það er hvergi neitt eins og "andinn, sem þóttist vera Samúel" eða "konan, sem þóttist vera Samúel".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2011 kl. 16:01
Hjalti, þegar þú hittir miðil og hann segir við þig að andi látins ættingja þíns er að tala við sig, heldur þú að hann sé að plata eða að þessi látni ættingi þinn er raunverulega að tala við hann?
Mofi, 1.11.2011 kl. 16:28
Mofi, ég held auðvitað ekki að látni ættinginn minn sé raunverulega að tala við mig. En það tengist þessari sögu ekki neitt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2011 kl. 17:18
Hjalti, það tengist henni á þann hátt að það sem ég held að hafi líklegast gerst þarna er hið sama og þú telur að hafi gerst þegar einhver segir svona sögu. Þetta væri heldur ekki í innra samræmi í bókinni sjálfri því hún sagði að Guð talaði ekki lengur til Sáls svo það væri mikið ósamræmi að láta hinn látna Samúel fara að tala við Sál á móti því sem Guð hafi ákveðið og sömuleiðis á móti því sem lögmálið sagði. Svo auðvitað ef eitthvað fer á móti mörgum versum þá þarf maður að finna skilning á því sem fer ekki á móti skýrum boðskap Biblíunnar eða taka viðkomandi part út sem einhver mistök. Ég sé ekki þörf á því í þessu tilfelli.
Mofi, 2.11.2011 kl. 09:47
Nema hvað Mofi, að ef þetta gerðist þá ertu einfaldlega að segja að sagan sé röng, af því að í sögunni er sagt að um Samúel hafi verið að ræða.
Hvað er ósamræmið í því að Sál geti talað við látni þó svo að Jahve vilji ekki tala við hann?
Og hvað er ósamræmið við að hann sé að gera eitthvað á móti lögmálinu?
Hvaða vers eru það eiginlega sem segja að miðlar virki ekki?
Svo "þarf" maður ekki að finna skilning sem fer ekki á móti því sem stendur annars staðar eða bara henda því út sem mistök, þú gætir líka bara viðurkennt að biblían sé ekki fullkomlega samræm sjálfri sér.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.11.2011 kl. 17:06
Hérna er ýtarlegri rök fyrir að Biblían var ekki að meina að Samúel sjálfur hafi verið þarna á ferð:
Mofi, 3.11.2011 kl. 09:57
Mofi, stór hluti þess sem þú vitnar í eru andmæli gegn þeirri skoðun að sál hins góða Samúel myndi fara upp til himna eftir dauðann en hinn vondi Sál ætti að fara til helvítis.
Þessi rök gilda auðvitað ekki ef maður gerir ekki ráð fyrir þessari kristnu heimsmynd, heldur gerir ráð fyrir að textinn endurspegli mjög algenga heimsmynd á þessum tíma, að allir menn (góðir og slæmir) færu í heim hinna dauðu, sem var neðanjarðar, eftir dauðann.
Afgangurinn er síðan fullyrðing um það að þrátt fyrir að textinn segi berum orðum að um Samúel sé að ræða, sé svo ekki.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.11.2011 kl. 19:28
Hjalti, textinn segir "Samúel sagði..." en öll umgjörðin segir að þarna var ekki hinn dáni Samúel heldur aðeins þessi vera sem bara konan sá og Sál hélt að væri Samúel. Þetta er bara mjög veik rök og þú hlýtur að sjá það.
Mofi, 7.11.2011 kl. 09:14
Textinn segir að þessi vera sé Samúel, já. Eina "umgjörðin" sem bendir til annars er trúarsannfæring þín.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.11.2011 kl. 14:07
Hjalti, come on... þetta er lélegt. Í fyrsta lagi þá er umgjörðin sú að konan sér eitthvað, enginn annar sér neitt svo af hverju ætti hér að vera um eitthvað annað en eitthvað sem gerist í huga þessarar konu? Umgjörðin svo sannarlega segir að allt sem þarna fór fram gerðist í huga þessarar konu sem styður ekki að Samúel sjálfur hafi stigið upp úr jörðinni og byrjað að tala, eitthvað sem aðrir Biblíu höfundar sögðu að væri ekki hægt. Síðan að láta Samúel, spámann Guðs fara að brjóta lög Guðs, nei, engann veginn eðlileg túlkun að láta þetta vera Samúel sjálfan.
Mofi, 10.11.2011 kl. 20:54
1. Af því að sagan segir að Samúel sé þarna. 2. Af því að Sál talar við Samúel.
Merkilegt að Ellen G. White talar um að þarna hafi andi frá djöflinum komið, en þú virðist halda að þetta hafi bara gerst í huganum á konunni.
Hvaða höfundar biblíunnar segja að það sé ekki hægt að framkalla anda hinna dánu?
Jahá, þetta getur ekki verið Samúel, af því að hann væri á einhvern ótrúlegan hátt að brjótaa Móselögin með því að verða kallaður fram af norn!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.11.2011 kl. 17:23
Sagan segir að konan segir að hún sé einhverja veru koma upp úr jörðinni og Sál trúir að hún sé að sjá Samúel. Í staðinn fyrir síðan að segja "veran sem konan sagðist sjá og Sál hélt að væri Samúel" þá segir sagan einfaldlega "Samúel" sem getur verið eins og útskýringin sem ég benti á segir:
Aðalega að benda á einn valmöguleika, þann sem ég hélt að þér þætti líklegastur :) Ég trúi að Ellen White viti meira um þetta en ég svo álykta að hennar afstaða sé sú rétta.
Ég man aðeins eftir versum sem tala um ástand hinna dánu og síðan að aðeins Guð hefur vald til að veita fólki aftur líf.
Hann væri að taka þátt í einhverju sem var stranglega bannað og það er ekki í samræmi við söguna að Samúel færi að taka þátt í slíku.
Mofi, 15.11.2011 kl. 14:14
Enn og aftur: Það er ekkert í sögunni sem bendir til þess að þetta sé svona, heldur er þvert á móti tekið fram, oftar en einu sinni, að um Samúel sé að ræða.
Með þínum rökum gæti ég alveg eins sagt að í upprisufrásögnunum af Jesú hafi ekki verið um Jesú að ræða, heldur hafi þetta verið andi frá Satan, og að það sé bara frásagnaraðferð að segja að þetta sé Jesús!
Og geturðu komið með eitthvað af þessum versum?
Mofi, mér finnst nú frekar langsótt að segja að bann gegn því að tala við hina dánu þýði að þú sem dáinn megir alls ekki gera það. Samkvæmt þér er það ekki einu sinni hægt, þannig að varla væru lögin að banna eitthvað sem væri ekki fræðilega hægt að gera?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.11.2011 kl. 07:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.